Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. mars 1945 O Söngskemlun Guð- rúnar Á. Símonar UNGFRÚ Guðrún Á. Símon- ar hjelt söngskemtun í Gamla Bíó síðastliðið þriðjudagskvöld með aðstoð þeirra Þórarins Guð mundssonar, Fritz Weisshappel og Þórhalls Árnasonar. Ungfrúin hefir erft sönggáfur foreldra sinna í ríkum mæli og ber öll framkoma hennar vott um meðfæddan listþroska. — Röddin er þegar all-þroskuð og virðist búa yfir miklum mögu- leikum. Söngkonan hefir notið nokk- urrar kenlsu hjá Sig'. Birkis, söngmálastjóra, og gætti þess í góðri „vocalizalion" og smekk legri meðferð vandasamra verk efna. Verkefnin voru yfirleitt flest erfið og sum mjög, svo að undrum sætti, að ung stúlka, sem enn er aðeifts á byrjunar- sligi erfiðs náms, skyldi ráð- ast í að flytja þau. En því á- nægjulegra var hve meðferðin var örugg og smekkvís, því öll voru lögin vel sungin og sum prýðilega og af fullkomnu lát- leysi. Undirleikararnir leystu sín hlutverk vel af hendi og voru ungfrúnni góð aðstoð. Það er ástæða lil að bjóða ungfrú Guðrúnu velkomna í hóp íslenskra söngvara og ef- ast jeg ekki um að með vaxandi þroska við áframhaldandi nám muni rætast þær vonir, sem við hana eru tengdar, og hún muni verða góður liðsmaður í is- lensku tónlistarlífi. Húsið var þjettskipað, blóm- um rigndi og fögnuður áheyr- enda mikil]. P. í. Afhald flugmanna ÞESSI unga stúíka hefir verið kosin fegurðardrottning af or ustuflugmönnum Bandaríkj- anna. Hún heitir Ardis Sheffer og meira vitum vjer ekki BERJAST ÞEIR ENN? London: — Breska stjórnin hefir látið gera fyrirspurnir í Madrid um það, hvort rjett sje, að spánskir ríkisborgarar berj- i,St enn með Þjóðverjum á aust- urvígstöðvunum, en Rússar sögðust nýlega hafa handtek- ið tvo slíka. — Reuter. ' Hreppurinn var sýknaður Ámeríku UNGUR Reykvíkingur, Vil- i hjálmur Guðjónsson, sonur Guð jóns bryta Jónssonar, er nýlega farinn til Ameríku og ætlar að stunda þar tónlistarnám fram á næsta haust. Er þá svo ráð fyrir gert, að hann komi heim 1 aftur og hefji kenslu á klarin- ett hjer við Tónlistarskólann. Þessi för Vilhjálms er einn > þáttur Tónlistarfjelagsins í því að koma hjer upp fullkominni • kenslu á blásturshljóðfæri. Á l síðastliðnu hausti fóru þeir | Árni Björnsson og Andrjes • Kolbeinsson til tónlistarnáms í Englandi á vegum fjelagsins, þannig að Vilhjálmur er þriðja kennaraefnið, sem fjelagið sendir utan til framhaldsnáms nú á skömmum tíma. Vilhjálmur er löngu kunnur bæjarbúum fyrir hljóðfæraleik sinn og talinn gæddur miklum tónlistargáfum, svo sem hann á kyn til. Hann hefir áður dval ið um skeið við tónlistarnám í Þýskalandi og því þegar hlot- ið góða undirbúningsmentun. HÆSTIRJETTUR kvað í fyrra dag upp dóm í málinu: Stjórn- arnefnd ríkisspítalanna gegn Hvammshreppi (í Dalasýslu). Krafði stjórnarnefnd ríkisspít- alanna hreppinn um greiðslu vistgjalds sjúklings á Kleppi, að upphæð kr. 3.937,80. — Hreppurinn var sýknaður, bæði í undirrjetti og Hæstarjetti. I forsendum dóms Hæstarjettar segir: ,,Stefndi, Hvammshreppur, ráðstafaði ekki sjúklingi þeim, er í málinu. gréinir, til dvalar á geðveikrahælinu á Kleppi, og ber hann því ekki af þeim sök- um ábyrgð á greiðslu vist- gjalds þess, sem í málinu er krafist. Fyrirsvarsmann Hvamms- hrepps annarsvegar og fyrir- svarsmann Fellsstrandarhrepps og áfrýjanda hinsvegar grein- ir á um J5að, hvernig skýra skuli 13. gr. laga nr. 52 1940, en á því veltur, hvort skylda til meðlagsgreiðslu með sjúklingi þessum hvílir á Hvammshreppi eða Fellsstrandarhreppi. Þar sem hjer er raunverulega á- greiningur milli hreppsfjelaga um framfærsluskyldu, sem stjórnvöld þau, er greinir í 31. gr. laga nr. 52 1940 hafa enn ekki lagt úrskurð á, þá ber að sýkna stefnda, Hvammshi’epp, að svo stöddu að gjaldkröfu á- frýjanda. Ný úigáfa af Passíu- sálmuiNMiogíslands vísum ións Trausfa UMBOÐSMAÐUR Tónlistar- Reykjavíkurstúíka kjörin „drolning" í Florida UNG KONA, ættuð hjeðan úr Reykjavík, var kjörin ,,drotn- ing“ á hátíð, sem haldin var fyrir skömmu í Winter Haven í Florida. Hún heitir Ásta Lóa Olafsson og er kona Sveins Ólafssonar (Sveinssonar for- stjóra áfengisútsölunnar). Hún stundar nám við skóla í Lake- land í Kaliforníu. Hún var val in úr hópi allmargra Flo'rida- stúlkna. „Drotningin11 var krýnd með mikilli viðhöfn og sjest hún hjer á myndinni með kórónu sína. Hún hafði sjerstaka hirð í kringum sig ,,og á hátíðinni var í alla staði farið með hana eins og drotningu“, segir í am- erísku blaði, sem getur um þetta. Skemlisamkoma „Nordmannslaget" , ,N ORDM ANN SL AGET ‘! í Reykjavík hjelt samkomu að Hótel Borg s.l. þriðjudagskvöld. Var þar saman komið um 350 manns. Gestir á samkomunni voru: Torgeir Andersson-Rysst, hinn nýi sendiherra Norðmanna, sendiherra Dana og frú de Fontenay, sendiherra Svía og frú Otto Johansson, Henry Bay, yfirkonsúll og frú, frú Gerd Grieg, G. E. Nielsen endurskoð- andi, Erik Lundgaard verk- fræðingur, frá „De frie Danske i Island“, Wigelund og Sámal Davidsen frá ,,Færöyafjelagið“ og Guðlaugur Rósinkranz, rit- ari Norræna fjelagsins. Tomas Haarde, formaður fje- lagsins setti samkomuna og bauð hinn nýja norska sendi- herra hjer á Islandi, Andersson Rysst, sjerstaklega velkominn. Þá tók sendiherrann til máls og skilaði m. a. kveðju frá landi sínu og þjóð til landsmanna sinna á Islandi. Síðan talaði Anker Svart, frjettafulltrúi við danska sendi ráðið, frú Gerd Grieg las upp kvæðið ,,Danmark“ eftir mann sinn, Nordahl Grieg og S. A. Friid blaðafulltrúi gaf greinar- gott yfirlit um ástandið á norsku heimav.ígstöðvunum. Kórinn ,,Húnar“ söng nokk- ur lög og síðan var stiginn dans. fjelagsins, Lárus Blöndal, bók- sali, hefir sent út tvær bækur frá fjelaginu. Eru það Passíu- sálmar Hallgríms Pjeturssonar með lógum, sem Jónas Jónsson, sem flestum landsmönnum er kunnur, safnaði og gaf út skömmu eftir síðustu aldamót. Telur Jónas að þar sjeu lögin, sem Hallgrímur valdi sjálfur við sálmana. Eru þau flest úr Grallaranum og svonefndri Hólabók. Passíusálmarnir eru ekki aðeins okkar áhrifamestu trúarljóð, heldur munu þeir ávalt verða taldir til þess stór- brotnasta, sem til er í íslensk- um bókmenlum fyr ,og síðar. Færi vel á því, ,að sá háttur væri tekinn upp að nýju að syngja þá á heimilunum og er Tónlistarfjelaginu best trúandi til þess að vinna að því. Ætti ekkert heimili að láta undir höf uð leggjast að eignast þessa fallegu og góðu bok. Jafnframt kom út hjá fje- lagihu Jslandsvísur Jór.s Trausta með hinum sjerkenni- legu og fallegu myndum Þórar ins sál. Þorlákssonar, listmál- ara. Íslandsvísur Jóns Trausta voru gefnar út skömmu eftir aldamót og aðeins í 150 eintök- um. Að þessu sinni eru geíin út 200 eintök. Báðar þessar bækur eru ljósprentaðar í Lithoprenti. Bókaútgáfa Tónlistarfjelags- ins nýtur að sjálfsögðu almenn ingshylli, enda rennur ágóðinn til eins mesta áhugamáls fjölda ma^rgra, eflingar íslenskri tónlistarmenningu. Bs. Hreyflll hefir Í20 bíla AÐALFUNDUR Samvinnu- fjelags „Hreyfill11 var haldinn 14. mars s. 1. Formaður fjelags ins, Bergsteinn Guójónsson skýrði frá starfsemi fjelagsins' og gat þess m. a., að á s.l. ári hefði bifreiðum á bifreiðastöð fjelagsins fjölgað um nálega helming og eru bifreiðarnan' nú 120, en voru 1 fyrstu aðeins 65. Fjelagið rekur einnig verslun með bensin og smurningsolíur og hefir sú starfræksla orðið fjelaginu ómetanleg fjárhagsleg stoðo. Fjelagsmenn fengu 5% af viðskiptum sínum við fjelag ið á árinu. Á fundinum var á- kveðið að stofnsetja á þessu ári bifreiðaviðgerðaverkstæði og verslun' í sambandi við það. Úr stjórn fjelagsins áttu að ganga tveir menn að þessu sinni, þeir Bergsteinn Guðjóns son og Ingjaldur Isaksson, og voru þeir báðir endurkosnir. Stjórn fjelagsins skipa nú: Ingjaldur ísaksson, formaður Tryggvi Kristjánsson, varafor- maður, Ingvar Sigurðsson gjald keri, Þorgrímur Kristinsson rit ari og Bergsteinn Guðjónsson. Bergsteinn Guðjónsson var áður formaður fjelagsins og framkvæmdastjóri, en verður nú framkvæmdastjóri þess. I varastjórn voru koenir: Bjarni Eggertsson og Halldór Björnsson. V. R. mótmælir verslunarfjötrum VEF.SI.UNARMANNAFJE- LAG REYKJAVÍKUR boðaði til fundar í fyrrakvöld að fje- lagsheimili sínu við Vonar- stræti. Bjarni Bened.iktsson borgar- stjóri var frummælandi og ræddi hann Um verslunar- og viðskiftamál. Var ræðu borgar- stjóra ágætlega tekið af fund- armönnum, enda var hún af- burða snjöll. Benti ræðumaður m. a. á, að verslunarmanna- stjettin þyrfti sjálf að vera vel á verði til viðhalds frjálsri verslun og sjálfum sjer, enda væri alfrjáls verslun einn af hyrningarsteinum þjóðfjelags- ins. Að ræðu borgarstjóra lok- inni tóku til máls dr. Odduu Guðjónsson, Björn Snæbjörns- son stórkaupm., Gunnar Ás- geirsson kaupm., Egill Gutt- ormsson slórkaupm. Ræðu- menn ræddu allir um ástand og horfur verslunarinnar í fram- tíðinni og voru á einu máli um að gera þyrfti einhverjar brey t ingar á starfsháttum Viðskifta- ráðs og reglum þeim, sem nú gilda um útflutningsverslun. —< Áður en fundi var slitið, var samþykti svohljóðandi tillaga frá stjórn V. R. „Fundur í Verslunarmanna- fjelagi Reykjavíkur haldinn í húsi fjelagsins fimtudaginn 22. mars 1945, samþykkir að skora á ríkisstjórnina að vinn að þvi, að þeir fjötrar, sem lagðir hafa: verið á verslun landsmanna á undanförnum stríðsárum verði leystir eins fljótt og við verclur komið, með tilliti til viðskiíta- samninga ríksins. Telji ríkis- stjórnin óumflýjanlégt að Við- skiftaráðið starfi áfram enn urri stund, er það álit fundarins, að nauðsyn beri til að endurskoðá starfsgrundvöil ráðsins, og skor ar á ríkisstjórnina, að leita álist og umsagnar sjergreina- fjelaga kaupsýslumanna um það, hverjar breytingar sjeU æskilegar“. Sljórn rtkisúfgáfu námsbóka MENTAMÁLARÁÐHERRA] liefir nýlega skipað þrjá mennj í stjórn ríkisútgáfu námshókaj samkv. fögum nr. 82, 1936. Þessir voru skipaðir: Sigurðuij Thorlacius, skólast.jóri (skiji- aður af ráðherra, án tilnefn-i ingar), Steinþór Guðmundsi son, kennari (skipaður eftiij tilnefningu Sambands ísL barnakennara) og Sveinbjörnj Sigurjónsson, magister (skip^ aður eftir tilnefningu Kenm arafjelagh hjeraðs- og gagrn fræðaskóla). Þessir menn en1 skipaðir til 4 ára. Varamenn eru þessir (tiú nefndir af sömu aðiljum): Álm sæll Sigurðsson, kennari, Iijörtj ur Kristmundsson, kennari,, og Guðmundur Kjartansson, kennari. i Áður áttu sæti í stjórn i'ík- isútgáfu námsbóka þessitj menn: Vilmundur .Tónsson, landlæknir, Jónas Jónsson frá| Hriflu og Guðjón Guðmunds-í son, skólastjóri. ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.