Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIt/ Laugardagur 24. mars 1945 Á SAMA SÓLARHRIIMG Eftir Louis Bromfield Juíaiót LjtcjLM meL jrá lyrftm. framLaldó lóóacj m'nvilesl'óíi /Efintýr æsku minnar (^tlr J4. J. ^Jnderáen 34. eins vel og hann. Það var ekki tekið vel á móti hinum ítölsku^ söngleikum, sem þá hljómuðu um alla álfuna. Og hinar kuldalegu viðtökur komu einungis af því, að söngleikirnir voru ítalskir og Siboni ítali. „Gazza ladra” var klöppuð niður, einnig ,,La strania”, og þegar Siboni samkvæmt samningi átti að hljóta ágóðann af einni sýn- ingu og valdi til þess söngleik Paers „Hefnd Achillesar”, þar sem hann ljek aðalhlutverkið sjálfur, en það hlut- verk hafði gert hann frægan á Ítalíu, þá var blístrað á hann af leikhúsgestum. Að þetta hefði verið hneyksli, og gáfur og dugnaður Sibonis, var mörgum árum eftir viðurkent af ýmsum, sem þá fyrirlitu verk Rossini og Bellini, en löngu síðar urðu hrifnir af Verdi og Ricchi, þegar þeir tímar komu, að ekkert þótti hljómlist, nema það væri af ítölskum uppruna. En það lifði Siboni ekki. En hann reyndi af alúð og áhuga að kenna nemendum sínum ekki aðeins sönginn, heldur og að skilja persónur þær, sem þeir áttu að leika. En honum varð stundum orðfátt á þýskunni, og í dönskunni kunni hann sama og ekkert, en aðeins á þessum málum skildu söngvararnir hann, og ef hann talaði einkennilega, þá flugu sögurnar um það manna á meðal og var gert gys að honum. Frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld var jeg í húsi Sibonis, en á nóttunni aftur á móti á stað, þar sem jeg í sakleysi mínu hafði fengið mjer inni. Það var að vísu mjög siðlátt hús, en umhverfið var ekki vel sjeð. Jeg hafði nefnilega ekki efni á því að búa á gisti- húsi fyrir þá 10 ríkisdali, sem jeg á mánuði hverjum fjekk hjá Weyse og fjekk mjer herbergi hjá konu einni við Holmens götu. Það kann að virðast einkennilegt, sem satt er þó, að jeg hafði ekki minnstu hugmynd um það líf, sem lifað var í þessu óþverrahverfi, jeg var svo full- komlega saklaust barn, að ekki fjell skuggi af illsku heimsins á sálu mínu. Jeg var hjá Siboni í hálft annað missiri, en þá misti jeg söngrödd mína, jeg var í mútum, og hafði allan vet- urinn og vorið orðið að ganga á ljelegum skóm, verið daglega votur í fætur. Söngröddin hvarf og engar horfur voru á því lengur að jeg yrði nokkur söngvari. Siboni færði þetta í tal við mig og sagði mjer það án umsvifa og rjeði mjer að fara heim til Odense og fara að læra éinhverja handiðn, nú þegar sumarið var að byrja. Eiginmaðurinn lá á hnjánum a gólfinu og hamaðist við að heyrði, hvað hann kallaði, spurði mann sinn: 6. dagur. Meðan þau voru að klæða sig í yfirhafnirnar frammi í anddyrinu, mundi Hektor gamli alt í einu eftir því, að hann hafði enn ekki sagt Savinu frá því, að von væri á Nancy. Hann gekk til hennar og sagði lágt: „Nancy er á leið inni heim“. „Nancy?“ endurtók hún þrum andi röddu. „Hvaða Nancy?“ Svo tók hún allt í einu við- bragð og starði steini lostin á Hektor. „Áttu við Nancy Car- stairs?“ Það nafði ekki verið ætlun hans, að hitt fólkið kæmist á snoðir um, að von væri á Nancy, en Savinu lá ekki sjer- lega lágt rómur, svo að ekki var hægt að leyna því hjeðan af. Hann sagði: „Systir mín er að koma heim. Hún hefir verið utanlands um langt skeið. Þess vegna varð Savina svona undr- andi“. Melbourn og frú Wintring- ham höfðu auðvitað aldrei heyrt hennar getið. En Filip. — Hann leit á Filip. Honum brá 1 brún, þegar hann sá andlit unga mannsins. Það var náfölt og augu hans undarlega star- andi. „Átt þú við Nancy frænku?“ stamaði hann. ,,Já“. Hektor gamli skildi ekkert í því, hvað Filip varð mikið um þetta, því að það var ógjörning ur, að hann myndi eftir Nancy frænku sinni, sem hann hafði ekki sjeð, síðan hann var tveggja ára gamall, og þótt hún hefði hlaupist á brott með föð- ur hans, gat það ekki haft svo mikil áhrif á hann. — Melbourn sagði: „Jeg þekki lafði Elsmore vel. — Jeg hefi heimsótt hana í Lundúnum. Sir Henry kemur hingað, til New York, til þess að ganga frá kaupum á námum við mig. Jeg vissi ekki, að hún væri systir yðar. Þið verðið öll að snæða hjá mjer kvöldverð eitt- hvert kvöldið“. „Og þú getur komið með hana í síðdegiskaffi til mín á morgun“, sagði Savina. Þau buðu nú góða nótt. — Savina bauðst til þess að aka frú Wintringham heim. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði Fanney unnið, því að Melbourn ók henni heim. Hektor gamli sá hann rjetta frú Wintringham brjefmiðann, sem hann hafði verið að skrifa á, um leið og þau gengu inn um dyrnar á lyftunni. — Þegar allir gestirnir voru farnir, sneri Filip sjer að gamla manninum. „Ertu eitt- hvað lasinn, frændi? Get jeg ekki gert neitt fyrir þig?“ Hektor langaði mest til þess að ansa: „Farðu ekki! Vertu kyrr hjá mjer! Jeg er að deyja, og jeg get ekki verið einn. Jeg veit, hvert þú ert að fara. Þú ætlar að heimsækja konuna, sem hefir tekið þig frá mjer“. En í þess stað hnyklaði hann brúnirnar og sagði: „Nei, jeg er aðeins þreyttur. Þú getur verið alveg rólegur“. Drengurinn skyldi fá að njóta lífsins hans vegna. „Er það áreiðanlegt?“ spurði Filip, og leit rannsóknaraugum á hann. „Já“. Filip tók hatt sinn og frakka. „Heyrðu — býr — Nancy frænka hjá okkur?“ „Nei. Hún býr á Ritz-gisti- húsinu. Hún hefir nú átt heima svo lengi á gistihúsinu, að jeg hygg, að hún uni sjer best þar“. Filip roðnaði, um leið og hann sagði. ,,Mig langar til þess að sjá hana“. „Já — vitanlega hittist þið“. Filip kveikti sjer í vindlingi og sagði: „Jæja — ef jeg get ekkert gert fyrir þig, ætla jeg að fara. Jeg kem seint heim, en jeg hefi lykilinn með. — Góða nótt“. Hann fór með lyftunni niður og gamli maðurinn stóð einn eftir. Hann hpgsaði með sjer: Hann hefir gert skyldu sína. Honum var mikið í mun, að komast af stað, — til stúlk- unnar sinnar. Hann svimaði, svo að hann varð að setjast á skrautmáluðu kistuna í anddyrinu. Hugsanir hans voru á ringul- reið. Hann var ekki á því hreina með, hvort það var Filip, sem var að fara frá honum eða fað ir hans, Patrick Dantry, En svo mundi hann eftir því, að þrjá- tíu ár voru síðan Patrick fór frá honum. Soames, þjónninn, kom nú til hans með glas af .viskýi. Hann starði á hann. án afláts, svo að Hektor sagði loks gremjulega: „Á hvað ertu að glápa? — Jeg er ekki dayður ennþá! Það er ekkert að mjer. Láttu mig vera í friði“. Síðan bætti hann við, rólegri: „Segðu þjónustu- fólkinu, að það geti farið að hátta, og þú þarft ekki að bíða eftir Filip“. Soames bauð góða nótt og hjelt til herbergis síns, um leið og hann braut heilann um það, í hundraðasta sinnið a. m. k., hvort hann ætti ekki að tala? við Filip um gamla manninn. Hann hafcSi hegðað sjer svo undarlega upp á síðkastið, að það hafði stundum hvarflað að Soames, að hann hefði eitthvað ægilegt í hyggju. — Þegar Soames var farinn, reis Hektor gamli stynjandi á fætur. Hann staulaðist þvert yfir anddyrið, að’svefnherbergi sínu. Þegar hann gekk framhjá lyftudyrunum, sá hann saman- böglaðan brjefmiða liggja á gólf inu. Hann tók hann upp og las. Frú Wintringham hlaut að hafa misst hann þarna, eða hent honum viljandi eftir að hafa lesið hann. Á miðanum stóð: „Bíðið eftir mjer heima hjá yð- ur. Jeg kem, þótt það verði ekki fyrr en seint. Jeg verð að tala við yður.“ Annar Kapítuli. 1. Klukkan var rúmlega ellefu, þegar Jim Towner yfirgaf sam kvæmið, og hjelt með lyftunni niður í neðra anddyrið. Þar rakst hann á dyravörð- inn, Pat Healy. Það var góðleg uf náungi, síbrosandi, þreklega vaxinn og herðabreiður, og leit út fyrir að hafa krafta í kögl- um. Þegar hann sá blóðhlaup- in augu Jim Towner og reikult göngulag, brosti hann og sagði góðlátlega: „Á jeg að ná í bílinn yðar, hr. Towner?“ Jim Towner hristi höfuðið og ansaði: „Nei. Jeg ætla að ganga. Jeg hefi gott af því, að anda að mjer fersku lofti“. — Hann lagðl af stað í áttina til dyranna, en sneri sjer svo alt í einu við, og spurði: „Hvernig líður yður af andarteppunni, Pat?“ „Jeg er betri, herra. Mjer líð ur altaf betur, þegar kalt er í veðri“. Hann hjelt áfram að virða Jim Towner fyrir sjer, með hæverskum áhyggjusvip, og sagði svo fjörlega: „Það er ljóta veðrið! Má jeg ekki útvega ýður leigubifreið?“ „O-nei, ætli jeg slarki ekki. Mjer líður að vísu illa. Melting in hefir verið í ólagi lipp á síð- kastið. Jeg held að útiloftið hafi góð áhrif á mig“. Hann gekk fram að dyrunum, leit svo aft- ur við, eins og hann hefði gleymt einhverju og sagði: — „Farðu vel með þig vegna and- arteppunnar, Pat. Það er veiki, sem getur orðið hættuleg“. Pat svaraði með gleiðu glotti og sneri hringhurðinni hægt. „Þakka fýrir, hr. Towner. Jeg skal muna það“. Pat Healy beið svo með hæfi legri hljedrægni í skugganum af.einni stóru-súlunni við dyrn ar, þar til hann sá, að Jim ■ Towner var kominn klakklaust yfirum götuna. Það var sannar lega heppilegt, hugsaði hann, að ekki voru margir bílar á ferli á slíku kvöldi, þegar blind hríð var á. Maður, sem var syo drukkinn, átti ekki að fá að fara einn út í svona veður. Þegar Jim Towner var horf- inn fyrir hornið á Fimmtugustu og sjöundu götu, gekk Pat aft- ur inn í anddyrið. „Það verður kominn kafsnjór í fyrramáli“, sagði hann við lyftumanninn. „Já — Það er ekkert útlit fyrir, að þú komist aftur til Corona“, ansaði lyftumaðurinn, og leit glettnislega á Pat. Pat var nýgiftur og bjó í Corona, og átti kona hans von á barni á hverri stundu. Bæjarins besta kjotfars frá KJÖT & BJÚGU þvo það. Kona hans kemur inn, honum til mikillar undrunar og segir mjög elskulega: — Jæja, vinur minn, eftir- leiðis þarftu ekki að liggja í gólf unum. Eiginmaðurinn: — Er þjer al vara? Ætlarðu að láta vinnu- stúlkuna gera það? Konan: — Nei, nei, ekki þann ig meint. Jeg keypti gólfskrúbb handa þjer. ★ Hjónin fóru í skemtiferð í nýja bílnum sínum. Maðurinn var ekki sem öruggastur ökumaður og ekki bætti það úr, að konan var altaf að grípa — Hvað sagði maðurinn? ^ — Jeg veit það ekki, svaraði maðurinn, en jeg kallaði „Sömu leiðis“ svona til vonar og varar. ★ Stærstu dýragarðar í heimi eru í New; York, London, Ber- lín og París. Dýragarðurinn í New York nær yfir landflæmi, sem er 120 hektarar að stærð. Dýragarðurinn í London er frægur fyrir það, hve margar dýrategundir þar eru. Þær eru um 3000. í hann og biðja hann um að vara sig. Þegar austur í Mos- fellssveitina kom, rakst bíllinn á mann, sem stóð á vegarkant- inum, með þeim afleiðingum, að mannræfillinn hentist út í skurð. Ökumaðurinn hjelt á- fram, en maðurinn í skurðinum öskraði óprenthæfum orðum á eftir honum. Konan, sem ekki Læknirinn: — Þjer verði^S að drekka einn bolla af vatnl á hverjum morgni. J -— Já, jeg geri það. Þeir kalla það bara kaffi á veitingahús- unum. | Nýtísku málarinn: — Og svo ^kemur maðurinn og biður um (að jeg breyti nefinu á andlits- myndinni. Eins og jeg njuni lengur, hvað jeg málaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.