Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagnr 24. mars 1945 jwgtmfrlftM Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðrnundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10 00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Svíþjóðarbátar og nýsköpun NÝLEGA birtist í blöðunum lýsing með teikningu af ..Svíþjóðarbáti”. Eins og kunnugt er, hefir verið allmikill hugur í mönnum að geta eflt bátflotann hjer, m. a. með kaupum á bátum frá Svíþjóð. Var nokkur völlur á fyr- verandi atvinnumálaráðherra í þessu máli, en ekki töldu allir jafn farsælar aðgerðir hans og æskilegt hefði verið. Eftir að blöðin birtu lýsinguna á „Svíþjóðarbáti”, sem þeim var látin í tje af Fiskifjelagi íslands, birtist hjer í blaðinu eftirfarandi athugasemd frá sjávarútvegsnefnd Heykjavíkurbæjar: „Sjávarútvegsnefnd Reykjavíkurbæjar óskar að taka fram, að tekning sú af Svíþjóðarbát, sem birtist í Morgun- blaðinu, er gerð.samkvæmt beiðni nefndarinnar af Þor- steini Daníelssyni skipasmíðámeistara í Reykjavík. — Reykjavíkurbær pantaði samkvæmt þessari teikningu 10 báta af Svíþjóðarbátunum með það fyrir augum að tryggja að bátarnir yrðu gerðir út hjeðan frá bænum. Fyrverandi atvinnumálaráðherra hafði ákveðið, að bát- arnir skyldu smíðaðir eftir annari teikningu, sem Fiski- fjelag íslands hafði látið gera. Eftir að núverandi ríkis- stjórn hafði tekið við, auglýsti núverandi atvinnumála- ráðherra, að þeir, sem pantað höfðu Svíþjóðarbáta, skyldu segja til, hvort þeir vildu heldur láta smíða eftir teikn- ingu fyrverandi ríkisstjórnar eða teikningu Þorsteins Daníelssonar. Fóru leikar svo, að kaupendur 23 að 25 bátum af ca. 80 smálesta stærð, kusu heldur að láta smíða eftir teikningu bæjarins en hinni teikningunni. — Hinsvegar skifti núverandi atvinnumálaráðherra bátun- um þannig á milli umsækjenda, að Reykjavíkurbær fekk ekki nema helming þeirra báta, sem hann hafði beðið um, eða 5 báta”. Það þótti nokkrum undrum sæta, þegar þessar upplýs- ingar komu fram, að í Þjóðviljanum hafði nokkrum dög- um áður birst gleiðgosaleg forustugrein: „Verður Reykja- vík ekki með?”, — þar sem því var haldið fram með dæmafáu blygðunarleysi, að undir forustu Bjarna Benediktssonar borgarstjóra, gerði Reykjavík, ein allra, engar kröfur til þess að vera með í nýsköpun atvinnu- iífsins. Varðandi nýsköpun bátaflotans var það nú orðið ljóst, að fyrir tilstuðlan bæjarstjórnar í Reykjavík tókst að fá viðurkenda þá gerð á Svíþjóðarbátum, er menn undu vel við og bjargaði því máli út úr öngþveiti. Samt var það fulltrúi sósíalista í ríkisstjórninni, sem úthlutaði bæn- um aðeins helming umbeðinna báta. Borgarsjóri gagnrýndi alla þessa framkomu harðlega á varðarfundi, og hefir sú gagnrýni komið fram í Mbl. Nú sýnir það sig, að völ kunni að vera fleiri báta frá Svíþjóð. Kemur þá í ljós, að gagnrýni á fyrri aðgerðir atvinnumálaráðherra hefir borið góðan árangur, þar sem hann nú ritar borgarstjóra og telur rjett, að bærinn fái 10 Svíþjóðarbáta til viðbótar við þessa fimm, sem áður var úthlutað. Það er að sjálfsögðu gott, að Reykjavík kunni að fá leiðrjettingu sinna mála í þessu efni. En hitt sýnist þó um leið alveg augljóst mál, þegar nú kæmi til þess að ákveða, hvort fleiri báta ætti að kaupa frá Svíþjóð, að þá sje til hlítar gengið úr skugga um það, hvort við sjeum ekki menn til þess sjálfir að byggja þessa báta innanlands. Skipasmíðin innanlands er ung og vaxandi iðngrein, sem getur haft ómetanlega þjóðhagslega þýðingu fyrir okkur íslendinga að koma fljótt og vel á legg til vaxtar og þroska 1 framtíðinni. Að lokum skal það svo sagt í sambandi við blaðaskrif um þessi mál og önnur skyld,- að þegar birtist önnur eins pólitísk helgislepja um þau eins og eftir guðfræðing Þ jóð- viljans í forustugrein blaðsins í gær, gera þau ekkijnpaft en vekja verðskuldaðan viðbjóð á hugarfari manna, ;sém slíka fraraleiðslu stunda. - v' \Jí l u e r j i ilrlj-ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hitaveitan „úr eldf jalli“. í BRESKA útvarpsblaðinu ,.T'he Listener" frá 22. febr. s. 1., er birtur útdráttur úr erindi, sem flutt var í breska útvarpið um Hitaveituna hjer í Reykjavík. Sá er erindið flutti er nefndur James V/hittaker. Hann segir að heita vatnið „sje leitt úr eldfjalli um 65 km. frá borginni“. Enn- fremur segir höfundur að „ís- lenskar húsmæður myndu gráta af gleði, ef þær sæju allt það grænmeti, sem er á boðstólum í Bretlandi“. Ennfremur kveður hann Islendinga lifa mikið af revktum fiski. Whittaker hælir mjög húsagerð Islendinga nú- t(mans, hinum nýju steinhúsum, og kveðast aldrei vilja sofa und ir ábreiðum, fyrst hann hafi einu sinni reynt æðardúnssæng. Meindýraeyðirinn og flugnaplágan. AÐALSTEINN JÓHANNSSON meindýraeyðir kom til mín í gær til þess að rabba við mig um ílugnapláguna, sem jeg var að skrifa um hjer í dálkunum á dög unum. En jeg varð fyrir vonbrigð um og trúi jeg að fleiri verði það, er þeir heyra álit hans á þessu máli. Aðalsteinn var svartsýnn á, að hægt væri að útrýma flugna plágunni með því að drepa lirf- u.rnar. Það yrði gríðarlega kostn aðarsamt og að mjer skildist ill vinnandi verk, að hans dómi. — Hann sagði, að klakstöðvar flugn anna væru ekki einungis í ösku- haugunum, heldur víða í bænum og myndi erfitt, að finna alla þá staði. Eina ráðið, sem meindýraeyðir inn hafði til þess, að losna við flugnapláguna var, að menn settu hjá sjer einskonar net fyrir fyrir glugga og hurðir, sem oft- ast er opnað á sumrin, til þess, að forða því, að flugurnar kæm- ust inn í húsin. Sagði hann þetta gert erlendis. Það er trúlegt, að mörgum þætti þetta dýrt spaug sem von ! er. * Undrameðal. ' ANNAR maður, sem ekki er meindýraeyðir hefir talað við mig ■ um flugnapláguna. Hann taldi | myndi vera auðvelt að drepa flug una í öskuhaugunum t. d. með því, að hella olíu yfir haugana. Myndu þá lirfurnar drepast. Von , I andi að eitthvert ráð finnist, áður en hitna fer í veðri og flugan fer að plága menn. Aðalsteinn Jóhannsson gáf okkur þó eina von — en það er draumur, sem ekki rætist fyr en eftir stríð, eins og svo margir aðrir draumar. Hann sagði mjer frá undrameðali, sem fundið hef ir verið upp til að drepa skor- kvikindi. En eins og er er meðal þetta eingöngu framleitt fyrir herinn. Þýðingamikil landkynning. „HVÍTI FÁL.KINN", vikublað sem ameríski herinn gefur út hjer á landi fyrir hermenn sína hefir undanfarna mánuði birt greinaflokk um ísland, sem er hin þýðingarmesta landkynning. í hverju einasta blaði er birt grein með myndum um eitthvað íslenskt efni. Þeir, sem skrifa | þenna dálk, hafa-rjettar og góð- ar upplýsingar um það, sem þeir . skrifa um. Fyrst voru birtar greinar um ýmsar opinberar byggingar hjer í bænum. Saga þeirra sögð í fá- um dráttum og til hvers þær eru 1 notaðar. í einu blaði var t. d. grein um Dómkirkjuna, 'í öðru grein um Alþingishúsið. Þá hefir verið birt grein um blöðin á ís- landi og í siðasta blaði var grein um íslenska gull- og silfursmiði ásamt mynd af íslenskum gull- smið við vinnu sína og viravirkis skrautgripum. Greinar þessar eiga sinn þátt í því, að hermennirnir fá vitn- eskju um margt, sem þeir ann- ars hefðu enga hugmynd um. Þeg ar þeir skrifa heim til sín segja þeir frá því, sem þeir lesa um Island í þessum greinum. — Rit- stjórn Hvíta Fálkans og herstjórn in eiga hinar bestu þakkir skyld ar fyrir að hafa tekið upp þessa greina-flokka. Það fer ekki hjá því, að þessir greinaflokkar hafi hin ágætustu áhrif á sambúð setu liðsmanna og íslendinga, en öll- um er löngu ljóst, hve það atriði er nauðsynlegt fyrir báða aðila. Hefir ekki þurft að kvarta undan þvi undanfarið, að sambúðin væri góð, en það er einmitt at- riði, eins og þessi greinaflokkar, sem hafa góð áhrif. • Breytt vinnubrögð. ÞAÐ HEFIR oft heyrst hin síð ari árin, að vinnubrögð sjeu að breytast hjer á landi og víst er það rjettt. En það, sem menn tala mest um er, að menn afkasti ekki jafnmiklu og áður vaf, sjeu Ije- legri til vinnu en áður. tíðkaðist. ]Á það atriði hvort einstaklingar jafkasta jafn mikillri vinnu og áður má vonandi líta sem stríðs- fyrirbrigði, sem breytist aftur. En það voru ekki vinnubrögð ein staklinga, sem jeg ætlaði að ræða hjer um, heldur breytingar á vinnubrögðum alment og þá eink um hinar nýju vjelar, sem við höfum tekið í okkar þjónustu. Mjer datt þetta í hug er jeg sá risaverkfæri eitt mikið, sem ver ið var að flytja frá byggingu Sjálfstæðisflokksins í Veltusundi I um hádegi í gær. Þetta var gríðar stór krani. Einhver viðstaddur jsggði, að hann lyfti 6 smálestum. :En þetta var um leið bíll. Það er ihægt að flytja þenna risakrana jfrá einum stað á annan. Hvílíkur munur frá því fyrir nokkrum árum, er menn voru að bisa við dúnkrafta og gálga, er lyfta þurfti einhverju þungu stykki. • Alsstaðar eru fram- farir. ÞAÐ VAR ekki fyrr en Banda ríkjamenn komu hingað með sin uppskipunartæki við höfnina, að við sáum hve hægt var að vinna miklu handhægar að uppskipun úr skipum, en gert var áður. Alt var gert með vjelum. Það gat varla heitið, að mannshöndin tæki á nokkru stykki er skipað var upp. Þó eru ekki nema 20— 30 ár síðan öll þungavara var borin á bakinu uppeftir bryggj- unum hjer í bænum. Sama máli gegnir með vega- gerð og götugerð. Við þá vinnu eru notuð stórvirk verkfæri. — Það hlýtur að breyta allri vega- lagningu hjer á landi á næstu ár- um og fá okkur betri og fleiri vegi. Fyrir nokkrum dögum var jeg á ferðalagi úti í sveit. Þar var verið að bera ofan í veg — með hjólbörum. Allir, sem voru í bíln um skellihlógu. Þeim fannst þetta svo fyndið. Þó eru ekki nema 5—10 ár síðan hjólböru- og hand böruaðferðin var algengust við slíka vinnu. Við íslendingar þurfum að taka um vinnuvjelar í sem gtær'stum stíl. Við þurfum að fá unga menn til að kynna sjer vinnubrögð með vinnuvjelum erlendis. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI I Burma hafa miklar breyting ar orðið að undanförnu. Þeirra hefir verið beðið lengi, enda er j þetta land, þar sem ekki er ■hlaupið að því að sækja fram með leifturhraða. Fjöll og frum skógar sjá fyrir því. Fyrir tæpu ári síðan stóðu Japanar innan- við landamæri Indlands, en nú hafa Breskar og indverskar her sveitir tekið Mandalay. — Þessi bi eyting hefir að vísu tekið heilt ár, en er talin mesta þrekvirki, þegar allt er athugað. Og nú er lofi hrúgað á 14.. herinn breska heimafyrir, lofi, sem hann á sann arlega skilið að flestu leyti, þó aðallega fyrir hina óhemju seiglu, sem hann hefir sýnt í bar dögunum. Japanar eru taldir seigustu hermenn veraldarinnar, en þarna urðu samt aðrir þeim séigári. íbúar Burma eiga í borgara- fityrjöld. Talið er. Ííklegt að helm ingur þeirra fylgi Japönum að málum, en þeir lýstu Burma „sjálfstætt ríki“. Hinn helming- urinn fylgir Bretum, sem áður voru herrar þjóðarinnar, og berst með þeim. Þannig berjast nú Burma-búar innnbyrðis og verður herjunum mjög mikið gagn að þeim, þar sem þeir þekkja vel staðhætti og eru mjög prýðilegir njósnarar, — sumir fyrir guia menn, sumir fyrir hvíta. Það hefir tekið heilt ár að sækja fram til Mandalay og margir búast við að það taki ann að ár til, að ná til Rangoon, hafn arborgarinnar miklu. En aðrir segja að nú sje að koma skrið á flótta Japana og nefna þar til Filipseyjar. Hinir benda þá aft- ur á vörn þeirra á Bouganville- ey, þar sem þeir hafa nú barist í uppundir tvö ár óg láta enn engan bilbug á sjér finna. Þessir sömu menn tala einnig um styrj- öldina í Kína, þár sem Japanar sækja altaf á öðru hvoru, en Kín verjar megna ekki að rjetta hlut sinni milli sóknarlotanna. Það þótti stórtíðindum sæta, þegar amerískar flugvjelar frá flugvjelaskipum vörpuðu sprengj um á Tokio fyrir lifandi löngu. Og svo leið og beið og árásin \rar ekki endurtekin. — Menn sögðu að hún yrði aldrei endur- tekin. Nú rignir sprengjum svo að segja daglega yfir japanskar borgir og enginn er lengur hissa. — Þessi staðreynd virðist reynd ar vera besta tímanna táknið um það að veldi Japana eigi ekki langt eftir. — En það veit þó enginn hve lengi þeir geta seigl ast, það sýnir t. d. vörn þeirra á Bougainville og ótal öðrum eyj- um, þar sem þeir hafa barist til hinsta manns. Og enn er veldi þeirra ákaflega mikið, vinhuafl hafa þeir geisilegt og hráéfna- lindir nægar víðsvegar um hið víðlenda veldi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.