Morgunblaðið - 21.04.1945, Side 10

Morgunblaðið - 21.04.1945, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. apríl 1945 10 «— Skáðolandsmótið Sjötugur: Þorbjörn Þórðarson læknir Pramh. af bls. 7,. í Tungudalsbotninum stend- ur Valhöll, skáli Skátafjelags- ins Einhverjar. Er það lítið timburhús en snyrtilega um gengið og gestabókin ber þess merki, að þangað er mikið sótt af ísfirskum unglingum. Að þessu sinni voru húsráðendur og til staðar og veittu hress- ingu þeim, sem að garði bar. Þegar á daginn leið, tók að dimma í lofíi og veður *að spillast. Þoka lá á Miðfellinu, en þar átti brunið að hefjast. Þótli þeim, sem við markið biðu, tvísýnt hvort keppnin heppnaðist. Loks kom þó að því, að mannaferð fór að sjást niður í dalinn og fóru geyst, runnu og margir keppendur þjett saman í markið- Kom þá í ljós, að veð- ur og skygnr var það slæmt uppi, að ekki þótti tiltökumál, annað en að fresta keppninni óðru sinni. Þriðjudagur 3. apríl. (þriðji páskadagur). ÞENNAN dag byrjuðu víst flestir Reykvíkingar með því að leita frjetta um möguleika á heimferð. Og þær frjettir voru nú ekki sjerstaklega upp- lífgandi fyrir fólk, sem átti að vera komið til vinnu suður í Reykjavík einmitt á stundinni. Esja þurfti að taka á sig krók til Sauðárkróks og fylla sig með kjöti. En flugferð. — Ja, veðurútlitið var ekki gott syðra en annars yrði skorið úr því um hádegið, hvort flogið yrði. Keppendurnir frá Reykjavík höfðu lofaðar 2 fyrstu ferðirn- ar frá ísafirði — og svo kom hádegið og þau boð, að mögu- leikar yrðu á einni flugferð frá ísafirði um kvöldið til Reykja- víkui. Þennan dag var ágætt veður vestra, sólskin og hlýja. Var nú ákveðið að bruninu skyldi lokið og hepnaðist það að þessu sinni, eða í þriðju atrennu á briðjudegi. Þar urðu úrslit sem hjer seg- ir: A-flokkur. 1. jón M. Jónsson í. B. R. 2 mín. 27.5 sek. 2. Hreinn Ólafsson í. B. A. 2 min. 27.6 sek. 3. Magnús Brynjólfsson í. B. A. 2 mín. 35.6 sek. 4. Sigurður Jónsson í. B. í. og 5. Guðm. Guðmundsson í. B. A. B-flokkur. 1. Þórir Jónsson í. B. R. 2 mín. 33.6 sek. 2. Guðm. Benediktsson í. B. í. 2 mín. >36.2 sek. 3. Haukur Benedíktsson f. B. í. 2 mín. 46.5 sek. 4. Finnur Björnsson I. B. A. og 5- Stefán Stefánsson í. B. R. C-flokkur. 1. Guðmundur Samúelsscn í. B. R. 2 mín. 38.5 sck. 2. Þórður Kristjánsson í. B. í. 2 min. 45.5 sek. 3. Magnús Björnssor. í. B. R. 2 min. 45.9 sek. 4. Hörður Ólafsson f. B. R. og 5. Einar Ingi Sigurðsson í. B. I. Þálttakendurnir úr Strand- arsýslu tóku ekki þátt í brun- kepninni, þar sem þeir hjeldu af stað heimleiðis árla þriðju- dagsins. Um kvöldið var svo flogið si'ður'. eins og ráð hafði verið fyrir gert, fóru þá heimleiðis þeir af keppendunum, sem naumaslan tíma höfðu. Nokkr- ir aðiir hjeldu. heim með Esju sem fór frá ísafirði suður næsta kvöld á eftir, en svo voru líka nokkrir keppendanna, sem biðu flugfars — og urðu að bíða nærri viku til viðbótar. Þetta sama kvöld bauð Skíða ráð ísafjarðar þátttakendum og starfsmönnum mótsins til kaffi drykkju og voru úrslit þar til- kynt og verðlaunagripir afhent ir. — Þar var og mótinu slitið. Segja má, að á þessu móti hafi allir þeir, sem þangað sendu keppendur, fengið hver nokkuð. Akureyringar fengu skiðakónginn og sveitina sem vann keppnina í svigi. Reyk- víkingar áttu alla keppendurna í svigi og bruni kvenna. Fyrstu menn í bruni A flokks, B flokks og C flokks, og fyrstu menn í svigi B og C flokks. Afíur á móti áttu þeir aðeins 6. mann (Björn Blöndal) í tvíkepni í göngu og stökki, og sýndi það, að hjer þarf að leggja rækt við. ísfirðingarnir áttu fyrsta mann í stökki í B flokki og fyrsta mann í unglingastökkinu. — Strandamenn, sem í fyrsta sinn sendu keppendur á landsmót, fengu fyrsta mann í unglinga- göngunni og Jónas Asgeirsson, sem mætti einn Siglfirðinganna, varð fyrstu í A flokks keppn- inni í stdkki. I ræðu sem Steinþór SiguT-ðs son, form. Skíðaráðs Reykja- vikur, flutti í kveðjusamsætinu á ísafirði, gat hann þess, að ekki væri ólíklegt að á næsta lands- móli, sem sennilega yrði háð á Akureyri, yrðu valdir kepp- endur á Norðurlandamót. Er nú gert ráð fyrir, að að lokum fari að draga í yfirstandandi styrjöld, og þá kemur til kasta þeirra, sem ungir eru og íþrótt- ir stunda, að taka upp merki lands okkar í íþróttakepnum á erlendum vetvangi. Er ráð- legra fyrir skíðamenn okkar að hafa þetta í huga og hegða sjer í samræmi við það, eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum tíma. Þ. B. BEST AÐ AUGLTSA I MnRGITTSmi.AOTlwi Líknarsjóður Hall- grímskirkju ÁRIÐ 1941 var gefinn stofn að sjóði, sem heitir Líknarsjóð- ur Hallgrímskirkju. Stofngjöf- in var tvö þúsund króna minn- ingargjöf um Sigurbjörtu Hall- dórsdóttur frá Kirkjubrú, en tilgangur gefandans var sá, að þessi sjóður skyldi, eins og nafn hans bendir til, verða bág stöddu fólki í Hallgrímssókn til hjálpar, þegar hann er orð- inn einhvers megnugur. Hefi jeg nokkrum sinnum vakið at- hygli á þessum sjóði opinber- lega, enda hefir honum áskotn- ast nokkrar tekjur í gjöfum. Undanfarið hafa mjer borist eftirtaldar gjafir: Frá Sigr. Guðm. kr. 51.75. S. Þ. K. 15.00. N. N. 5.00 Dú- leiu 30.00. F. E. 20.00. Duldum 5.00. Kristínu 500.00. Samtals kr. 651.75. Um leið og jeg þakka þess- ar gjafir, vil jeg enn leyfa mjer að benda safnaðarfólki • Hall- grímssafnaðar og öðrum á þenn an sjóð. Komið til móts við drengskap gefandans með því að minnast Líknarsjóðs Hall- grímskirkju með gjöfum og á- heitum. Það ætti að vera auð- velt að efla hann svo, að hinn göfugi tilgangur gefandans geti orðið veruleiki áður en langt um líður og sjóðurinn geti farið að láta til sín taka í samræmi við markmið sitt. Sigurbjörn Einarsson. Verður efnl til ís- landsmeístarakepni í víðavangshlaupi! Á SUMARDAGINN fyrsta hjelt Í.R. kaffikvöld fyrir keppendur ogj starfsmenn þrí- tugasta Víðavángshlaups fje- langsins. Þá voru meðal ann- arra gesta, Bjarni Benedikts- son, borgarstjóri, stjórn; Í.S.Í. ýmsir íþróttafrömuðir og nokkrir gefendur þeirra verð- launagripa, sem keppt hefir verið-um í hlaupinu. Formaður I.R. afhenti kepp- endum verðlaun, en bikarinn? sem um var keppt, og dag- blaðið Vísir hefir gefið, var ekki hægt að afhenda vegna þess að hann er ekki enn til- búinn. Þá skvrði formaður fráí því að í framhaldi af uppá- stungu Jóns Kalddals, í iit- Varpserindi fyrr um daginn, að efnt yrði til Islandsmeist- arakeppni í víðavangshlaupi hefði 'Konráð Gíslason, eigandi Sportvöruvei’slunarinnar I Tell- as, ákveðið að gefa verðlauna- grip til slíkrar keppni. 1 tilefni þess, að þetta var þrítugasta hlaupið, sæmdi I. S.í. alla keppendur hlaupsins silfurmerki sambandsins og ennfremur þá Helga frá Brennu, aðalhvatamann að hlaupinu^ Magnús'Guðbjörnss. sem oftast hefir tekið þátt í því, Geir Gígja og Sverrir Jóhannesson, sem oftast hafa n dð þuð og Þorstein Bern- barðs'SOii, formann Í.R. — For- setijl.S.Í., Ben. G. Waage, af- henti heiðursmerkin. ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON læknir er sjötugur í dag og það er nú svo, að þótt hann sje eng- inn hávaðamaður nje neitt gef- inn fyrir að láta mikið á sjer bera, þá hefir hann nú samt átt marga samferðamenn, sem varð hlýtt til hans og undu vel samfylgdinni. Þessa kunningja hans langar nú til að sjá fram- an í hann, þótt ekki sje nema mynd í blaði og lesa um hann eitthvað gott orð á þessum merk isdegi, þegar maður er dæmdur úr leik að guðs og manna lög- um, þegar presturinn brýtur saman hempuna sína og lætur hana niður í kommóðuskúffu, læknirinn fer úr hvíta sloppn- um og hengir hann inn í skáp og sýslumaðurinn vefur ein- kennishúfuna innan í brjef og lætur hana upp.á háaloft. Jæja, það atvikaðist nú einhvern veg inn svo, að það fjell í minn hlut að skrifa örfá orð um Þorbjörn og var mjer það raunar ekki óljúft, aðeins ekki vel klár á því, hvað best væri að segja. Nú vissi jeg Valtý snjallastan í því að skrifa um góða menn, hugsaði jeg að rjettast mundi að fara að hans dæmi, ganga heim til afmælisbarnsins og biðja það að segja mjer eitthvað af afrekum sínum. Þorbjörn tók mjer náttúrlega vel að vanda, en þegar hann heyrði um erindið, varð hann fremur styggur við og jeg hjelt jafn- vel að hann ætlaði ekki einu sinni að bjóða mjer sjúss, sem hann var þó vanur að gera, ef hann á nokkuð til, samt rætt- ist nú úr því og jeg fór að hugsa ráð mitt. Allt í einu datt mjer í hug fallega ræðan, sem hann sjera Jakob hjelt af svölunum í gær — jeg skrifa þetta á föstudag — jeg sagði því: — Þú ert sum arbarn Þorbjörn. — Já, jeg held þú ættir nú að muna það, þið ortuð einu sinni um mig afmælisbrag þeg- ar við vorum í skóla og hann byrjaði svona: Snemma á sumri skjótt nam fæðast. — Nei, hættu nú í hamingju bænum, sagði jeg, sá bragur er víst ekki hafandi yfir, þótt nokkur gulkorn væru í hon- um að mig minnir, en hefir ekki æfin þín verið eitt langt sum- ar? — Það mætti nú kannske kalla það svo, jeg hefi aldrei verið svangur um dagana og vanalega hefir verið fremur bjart í kringum mig. Auðvitað gat nú stundum brugðið út af því, t. d. stundum, er jeg var í læknisferðum í illviðrum að næturlagi um hrikafjöll Vest- fjarða eða á bát um sollið ísa- fjarðardjúp, hrakinn og sjó- veikur, en jeg fann ráð við því, jeg settist undir stýri og þótt jeg væri landkrabbi ofan úr Kjós, þá þótti mönnum mjer fara þetta verk vel úr hendi, sjóveikin hvarf og jeg hefi ætíð stýrt mínum báf síðan og aldrei hlekkst á. Stórfeldasta og glæsilegasta sumarferðin mín var, er jeg var sóttur að Dröngum á Ströndum yfir þveran Drangjökul. Sólin jós geislum sínum ríkulega á. okkur þarna á jöklinum, á land ið í kring og hafið, svo allt rann saman í eina óendanlega skín- andi breiðu, þar sem við vor- um eins og dökkir punktar sem lítið bar á, já, jeg hefi víst verið sumarbarn, annað gott er ekki um mig að segja og bless- aður farðu nú, úr því þú ert búinn úr glasinu, en komdu samt aftur á morgun. Jeg fór auðvitað lítið fróðari en jeg kom og sá, að jeg yrði að fara til Valtýs og læra bet- ur, ef jeg ætti að skrifa um fleiri góða menn. Til allrar hamingju vissi jeg ýmislegt um Þorbjörn, máske jafnvel betur um ýmsar hans góðu hliðar, en hann sjálfur, því við vorum samferða öll námsárin og höf- um altaf vitað hvor af öðrum síðan. Hann ólst upp á efna- og myndarheimilipu Hálsi í Kjós, sonur bændahöfðingjans Þórðar Guðmundssonar dbrm., og konu hans Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Þegar Þorbjörn var um ferm ingu varð hann fyrir slysi, rot- aðist og lá lengi milli heiips og helju, náði sjer smátt og smátt en varð aldrei jafngóður, þetta háði honum töluvert við námið framan af, samt tók hann sitt læknispróf með fyrstu einkunn á eðlilegum tíma. Við læknisstarfið var hann laginn, heppinn og samviskusamur með afbrigðum, en það var fleira en læknisstörfin, sem honum ljet vel, hann er mikill fjármálamaður sem faðir hans og mjög hagsýnn og ábyggileg- ur. Mjer er sagt, að Arnfirð- ingar hafi líka notað sjer þetta og falið honum öll embætti þar ■ nema prestsstarfið. Hann var hreppsnefndaroddviti, spari- sjóðsformaður, útgerðarstjóri og starfandi í skólanefnd, skatta- og rafveitunefnd á Bíldudal og jeg veit ekki hvað fleira, það þótti sjálfsagt að láta hann fara með öll pen- ingamál og þótt hann væri ekki göldróttur, eins og sagt var að Arnfirðingar væru lengi, þá drýgðust aurarnir í höndum hans, hvort heldur hann átti þá sjálfur eða aðrir. Áður en Þorbjörn kom á Bíldudal, var hann nokkur ár við ísafjarðardjúp, honum var stundum kalt, þegar hann var að taka til meðöl á vetrum í ofnlausri stofu í timburhjalli í Ármúla, en þá flutti hann sig að Vatnsfirði og það varð til þess, að hann náði þar í efni- lega prófastsdóttur, sem komin var af flestum bestu ættum landsins, þar er Stefensen, Mel- sted, Eggerz, Ólafur dómkirkju prestur Pálsson og svo, ef lengra er farið, Ragnheiður í rauðum sokkum, Jón Arason og Egill Skallagrímsson og sjálfur er Þorbjörn vel ættaður, þótt jeg ekki kunni að rekja það, Framh. á bls. 13. STULKLR vantar á Vífilsstaðahæli nú þegar eða 14. maí. Upp- lýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni kl. 9—3,30. Sími ] 5611 og í skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.