Morgunblaðið - 21.04.1945, Síða 14

Morgunblaðið - 21.04.1945, Síða 14
MOKGUNBLAfiJb Laugardagur 21. apríl 1945 14 Á 8AIV14 8ÓLARH Eftir Louis Bromfield 25. dagur Nú var hann að hugsa um það, hvort hann ætti að kaupa þetta málverk eftir Picasso, sem hann hafði rekist á hjá Wildenstein daginn áður, hvort Elsmore gamli lávarður myndi verða erfiður viðureignar í samningunum um Gobi-nám- uxnar, hve undarleg tilviljun það væri, að lafði Elsmore skyldi vera systir Hektors Cham- pion, hver ástæðan væri fyrir því, að Fanney hefði svo miklar mætur á auðvirðilegu, lítil- sigldu fólki og hvort það væri ekki vegna þess, að hún væri sjálf grunnfær og lausgopaleg. Hann velti því fyrir sjer, hvern ig Jim Towner hefði verið, áð“ ur en hann fór að drekka svona mikið, hvort sem hann vissi um að þau Fanney hjeldu saman, og hvort honum stæði þá ekki hjartanlega á sama. — hve Hektor Champion væri leiðin- legur karl, og hve frændi hans væri þokkalegur meðalmaður. Svo fór hann að hugsa um Fann eyju og hvernig hann gæti far- ið að því að losna við hana. Hún hafði gert sig að athlægi í kvöld, og það var svo sem ekki í fyrsta sinn, en ef því hjeldi áfram, myndi þess ekki langt að bíða, að þau yrðu eitt aðalum ræðuefni kerlinganna yfir kaffi bollunum. Þótt hann legði sig allan í lima, gat hann ekki skil ið, hvernig hann hefði farið að þvi, að flækja sig í net þessarar konu, þvi að þótt hún væri fal- leg, var sál hennar í rauninni ægileg eyðimörk, og hún var spilt af eftirlæti, svo að hún var oft óþolandi leiðinleg, eins og t. d. í kvöld. Kona gat því aðeins .leyft sjer að koma af stað orða- sennu, ef það varð til þess að auka á þokka hennar. Hann hafði aðeins einu sinni verið í svona miklum vandræðum áð- ur. Og alt í einu rann það upp fyrir honum, að Fanney var nauðalík Vernu Hostetter, fyrstu ástmey hans. Verna var þýsk mangaradóttir, og þegar honum datt hún-í hug, roðnaði hann af blygðun og reiði, þótt nú væru liðin 30 ár, síðan þau þekktust. — Melbourn var þekktur með al fjármálamanna fyrir skýra og sjálfstæða hugsun, og nú beitti hann þeim hæfileika sin um til þess að líta hlutlausum augum á samband sitt við Fann eyju, og því lengur sem hann hugsaði um það, því Ijósara varð honum, að það svaraði als ekki kostnaði að vera með henni. Hún var ekki nógu aðlaðandi, til þess að það gæti vegið á móti því umstangi og erfiði, sem hún orsakaði, og hún myndi sjálfsagt verða verri við ureignar, 'eftir þvi, sem þau yrðu lengur saman. Hann vissi að hún gældi við þá hugsun, að skiljavið jim og giftast honum. En því fór fjarri, að hann hefði í hyggju, að kvænast Fanneyju Towner. Hann vissi. að það myndi ekki ganga þrautalaust, að Iosna við hana, hún myndi áreiðanlega steyta sig eitthvað, ef hann þekti hana rjett. Hann fann, að hún horfði á hann, en hann sneri ekki höfð- inu. Hann vildi ekki mæta augnaráði hennar, — þótt hann ' væri ekkert hræddur um, að hún gæti ráðið af augnaráði, sínu hvað hann hugsaði. Meðan hann hugsaði um Fann • eyju, sá hann stöðugt Ruby Wintringham fyrir hugskots- sjónum sjer. Hún var andstæða Fanneyjar, og þessvegna ímynd kvenlegrar fegurðar og yndis- þokka. Hann sá hana, þar sem hún var að vinna í verslun sinni, | stritandi fyrir daglegu brauði,1 að því er hann hjelt, en altaf hugdjörf og glaðleg, eins og hún væri algjörlega áhyggju- laus. Hann sá hána, eins og hún hafði verið í kvöld, virt að vett ugi ósvífni Fanneyjar með ró og stillingu. Hún var leyndar- dómsfull, órannsakanleg, en það var Fanney alveg laus við að vera. Hann hafði það ein- hvern veginn á tilfinningunni, að þau myndu skilja hvort ann að. Hann vissi, að þau höfðu svipaðan smekk, höfðu bæði gaman að því sama. Honum datt íjhug, að það væri ef til vill vegna þess, að hún gæti ekki fremur enn hann unað sjer með fólki eins og I Fanneyju, Hektori og Filip. Og j hann tók aftur að brjóta heil-, ann um, hvernig fortíð henn- ar hefði verið, hvort hún væri ekki algjör ævintýramanneskja eins og hann sjálfur. Hann fann aftur, að Fanney horfði á hann, og hann var alt í einu gripinn ákafri reiði. Það var ekki samviskubit yf ir að hafa breytt ranglega, sem þjáði hann. Hann var fyrir löngu hættur því, að fá siðferði legar grillur, þótt hann gerði eitthvað, sem braut í bága við borgaralegt velsæmi. En hann hafði aldrei áður haldið við konu gegn vilja sínum. konu, sem hann bar engar hlýjar til- finningar til, og hann hafði ó- notalega á tilfinningunni, að þetta samband þeirra myndi enda með skelfingu. Ef til vill var það vegna þess, að hann var að verða gamall. Það hafði stundum komið fyr ir undanfarið, að hann hafði ver ið þreyttur og leiður á þessi sí- fellda kapphlaupi um aö græða peninga, en það hafði áður ver ið líf hans og vndi. Það hafði jafnvel flogið að honum, að fara að setjast í helgan stein, gifta sig og eignast börn. Hann lang aði til þess að eignast myndar- legt heimili, sem stjórnað væri af skörungsskap, þar sem hann gæti haldið höfðingjum dýrar veislur og veitt af rausn. En til þess að geta hrundið þeirri hug sjón í framkvæmd, þurfti hann að ná sjer í konu, sem skildi, án þess hann þyrfti að segja henni það, hver staða sú var, sem hann hafði í hyggju að afla sjei', ekki einasta í Ameríku heldur og í Evrópu, og ekki einasta í fjármálaheiminum, heldur og í stjórnmálum, því að hann vissi að nú var svo kom ið, að það voru fjárplógsmenn- irnir, en ekki konungar og aðr ir þjóðhöfðingjar, sem stjórn- uðu heiminum, að þeir, sem höfðu peningana, höfðu og völdin. Hann hafði fyrst tekið að velta þessu fyrir sjer þegar hann fór að brjóta heilann um, hvern árangur lífsstarf sitt myndi bera. Hann hafði nú þeg ar náð miklu hærra, en hann hafði dreymt um eða þorað að vona, og þess vegna var hann hræddur um, að ógjörningur væri, að alt myndi leika svona í lyndi fyrir honum í framtíð- inni. Það var aðeins eitt, sem Mel bourn óttaðist, og það var dauð inn. Það var sama hve lengi hann lifði. Hann hlyti óhjá- hann þurfti að gera áður en hann hefði lokið af öllu því, er hann þurfti að gera áður en hann hyrfi á brott úr þessum heimi. Hann hafði megna and- styggð á hverskonar krank- leika, og var á því, að auðveld- ara myndi að þola kerlingu elli, ef hann væri ekki aleinn. Hann heyrði Fanneyju segja: „Jæja — þá erum við komin. Við getum farið aftur eftir and artak“. Æfintýr æsku minnar dftir JJ. C. JU. róen 50. Áður en jeg fór, kom jeg að prentsmiðjunni og ætlaði að spyrjast fyrir um bókina mína, en þar var þá lokað, og jeg átti ekki meira við málið, þar sem mjer fundust möguleikar á því, að bókin vrði prentuð og lesin. Því miður varð það einnig svo, bara árum síðar, eftir að maðurinn, sem hafði veitt handritunum viðtöku. var dáinn og grafinn, og jeg hjelt að alt væri gleymt. Bókin kom út án míns vilja og 'vitundar, kom út eins og frá handritinu hafði verið gengið, og undir dulnefni, sem jeg hafði búið til, og sem virðist sýna hjegömaskap minn þá, en það var nú ekki svo, heldur var það nafn til komið af barnslegri aðdáun minni á tveim skáldum. Jeg unni William Shakespeare og Walter Scott, og auðvitað líka sjálfum mjer, svo jeg tók líka nafn mitt, en höfundar- nafnið var William Christian Walter. Bókin er enn til og í henni er harmleikurinn Álfsól og smásagan Vofan við gröf Pálnatóka, en hvorki vofa eða Pálnatóki koma við söguna. sem er mjög klaufaleg eftirlíking af ýmsu úr verkum Walter Scott. Þetta er yfirleitt mjög van- þroskuð bók, eins og að líkum lætur. Fagran haustdag lag'ði jeg svo af stað í póstvagninum frá Kaupmannahöfn, tii þess að byrja námið í Slagelse, þar sem Baggesen og Ingemann höfðu einnig fengið sína mentun. Ungur stúdent, sem mánuði áður hafði tekið próf, og var nú á leið heim til foreldra sinna á Jótlandi, varð mjer samferða og var svo himinlifandi yfir hinni dýrðlegu framtíð, sem hann nú þóttist eiga í vonum, að hann fullvissaði mig um að hann myndi vera óhamingju- samasti maður í heiminum, ef hann nú ætti að fara að setjast í fyrsta bekk mentaskóla. Honum fanst það hrylli- leg tilhugsun. en jeg ljet slíkt ekki á mig fá og var í besta skapi á leiðinni til hins gamla fræga bæjar. Móðir mín fjekk frá mjer brjef, þar sem jeg var ákaflega bjart- sýnn, og innilega óskaði jeg þess, að pabbi og amma gamla hefðu verið lifandi og heyrt það, að jeg væri nú að komast í latínuskóla. III. Seint um kvöldið kom jeg til Slagelse og fór úr vagn- inum við gistihúsið. Spurði jeg frúna, sem þar rjeði hús- um, hvað merkilegt væri að sjá þar í bænum. SKBIFSTOFA MÍN á Vegamótastíg 4 verður framvegis opin alla virka f daga kl. 10—12 f. h. Sxmí 3210. Heilbrigðisíulltrúinn Geymsluplóss óskast fyrir þunga-vöru, ca. 150 ferm. að stærð og % rakalaust. Tilboð merkt, „Oeymslupláss 600“, send- ist blaðinu. Þegar dama segir nei, þá meinar hún kannske. Þegar j dama segir kannske, þá mein j ar hún já. Þegar dama segir já, þá er sennilegt, að hún sje hreint engin dama. ★ A: — Þegar jeg fæ hósta, þá kaupi jeg mjer bara Whiski- I fleyg og losna við hann eftir I smástund_ I B: — Þú ert svei mjer ekki \ lengi að losna við hóstann. A: — Blessaður vertu, það er ekki hóstinn, sem jeg losna við, það er Viskýfleygurinn. • ★ — Gei'ir þú nokkrar líkamsæf ; ingar eftir morgunbaðið? — Já, jeg er vanur að stiga á sápuna, þegar jeg kem út úr I baðkerinu. ★ Veistu, hversvegna kona get ur aldrei orðið forseti Banda- rikjanna? Það er af því, að til þess að verða forseti, þarf maður að vera, að minnsta kosti 35 ára. ★ — Svo þú segir, að hann hafi mikið sjálftraust. — Það er nú líklega, hann byrjar altaf á krossgátulausn- um með sjálfblekung. * Hr A: — Getið þjer skrifað á rit vjel? B: — Já, jeg nota Biblíu- kerfið. A: — Hvað er það fyrir nokkuð? B: — Leitið og þjer munuð finna. ★ Skjólstæðingurx — Hvernig get jeg launað yður þennan greiða? Málfærslumaðurinn: — Með bankaávísun, víxli eða bara í beinhörðum peningum. ★ Sölumaður hjá fyrirtæki einu hjer í bænum, þykir vera sjer staklega hátalaður. Morgunn nokurn heyrðust hróp og köll á skrifstofunni eins og alt væri vitlaust að verða: — Hvaða bölvaður hávaði er þetta, spurði forstjórinn. — Það er sölumað- urinn okkar að tala við Akur- eyi i, var svarið. — Nú, því í ósköpunum not- ar maðurinn ekki símann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.