Morgunblaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 102. tbl. — Þriðjudagur 8. maí 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f. Friður í Evrópu (ilkyliiitur í dag Breskur flofi til Oslo! Stokkhólmi í gær.kvöldi. FREGNIR bárust um það í kvöld, aðsjest hefði til feiki- mikils herskipaflota í minni Qslófjarðar. Er talið, að þetta sje bresk flotadeild og i henni um 50 herskip. — Símfregnir frá Osló hermdu í sambandi við þessa frjett, að engar fregnir hefðu enn borist um, að herlið bandamánna hefði stigið á larid. Var þó búist við, að það drægist ekki lengi úr þessu. — — Reuter. Breslau fallin London í gærkvöldi. STALÍN tilkynti í kyöld að borgin Breslau hefði,fallið í hendur Rauða hernum eftir rúmlega tveggja mánaða um- sát. Hafa bardagar altaf verið harðir í borginni, en vörnin hefir verið hin harðasta. í dag gafsl svö varnarliðið upp og voru þá um 40.000 manns eftir uppistandandi af því. — A Dresdensvæðinu og í austur- hlula Tjekkoslovakíu er barist af miklum móði, óg kvéðast Rússar hafa sótt nokkuð fram bar. — Reuter. Uppgjöfin í Norepi London í gærkvöldi. ÚTVARPIÐ í Osló flutti í kvöld fiagskipan frá Böhme, yfirmanni þýska hersins í Nor- egi, þar sem hann tilkynnir hernum, að Schwerin Krozig utanríkisráðherra hafi tilkynt skilyrðislausa uppgjöf allra þýsku hérjanna. — Reuter. Trygve Lle heim frá Ameríku London í gærkvöidi. STANLEY BURCH, fregnrit- ari vor í San Francisco símar í kvöld, að utanríkisráðherra Norðmanna, Trygve Lie, hafi tilkynt, að hann sje á förum frá San Francisco í kvöid, til þess að fara aftur til London. Lie tilkynti, að vegna aðkall- andi málefni varðandi frelsun Noregs ,yrði hann að hverfa heim. — Reuter. Samtímis í London, IWoskva V * _ . ’ . . og Washington kl. 1 e. h. — Noregur er nú frjúls — í DAG kl. 1 eftir hádegi verða styrjaldarlok í Evrópu lilkynt samtfmis í London, Washinglon og Moskva. Verður dagurinn í dag því hinn svonefndi sigurdagur í Evrópu. Dag- urinn verður aimennur hátíðisdagur í Breflandi og einnig miðvikudagurinn kemur. (hurchill mun flylja erindi siii um siríðslokin í neðri málsfofu breska þtngsins, en eflir þetfa munu ráðherrar ganga lil kirkju. Klukkan 7 um kvöldið flyt- ur Georg ð. Brefakonungur erindi lil allra þegna sinna. - Mikið mun hvarvetna verða um dýrðir í löndum banda- manna í dag. Vitað er að samningar um skilyrðislausa upp- gjöf voru undirrifaðir í bækisföðvum Eisenhowers í fyrrinólt. í dag lýkur því sfyrjöid, sem sfaðið hefir í Evrópu í háif á sjöffa ár. Seinf bæfasf sumir í hópinn Stokkhólmi í gærkveldi. HJER ER opinberlega tilkynt í kvöld, að Sviar hefðu slitið stjórnmálasambandi við Þjóð- verja. Fyrr um daginn hafði ver ið tilkynt, að Portúgalsmenn hefðu gert það sama, þó áður en fregnin barst um uppgjöf Þióðverja. Svíar komu aftur á móti ekki fyrr en hún var nokk urnveginn staðfest. Rjett á eftir að sænska tilkynningin kom, slitu Spáriverjar stjórnrnála- sambandi við Þjóðverja. — Reuter. FRÁ því í gærmorgun voru að berast lausafregn- ir þess efnis, að tilkynningar mæti vænta um styrj- aldarlok þá um daginn. Var sagt, að Churchill kynni að tilkynna uppgjöf Þjóðverja á hverri stundu. Nokkru eftir hádegi flutti Schwering Krozig greiíi, utanríkisráðherra þýsku stjórnarinnar, útvarps- ræðu í Flensborg, og tilkynnti þar, að herlið Þjóð- verja hefði gefist skilyrðislaust upp fyrir banda- mönnum. Nokkru síðar var þessari ræðu útvarpað í Oslo. Blaðamenn í aðalherstöðvum Eisenhowers til- kynntu, að samningar um.uppgjöf hefðu þegar ver- ið undirritaðir, en staðfesting fjekkst ekki opinber- iega á fregnum þeirra. Schörner vill ekki gefast upp ÚTVARPAÐ var nokkru eftir að ræða Schwerin- Krozig barst út, tilkynningu um útvarpsstöð, sem Þjóðverjar hafa í Prag, að yfirmaður þýska hers- ins í Bæheimi, Schörner marskálkur, tæki ekki hið Framhald á bls. 12 Lík Göbbels og fjölskyldu hans fundin London í gærkvöldi. RÚSSAR hafa tilkynt, að þeir hafi fundið lík þýska út- breiðslumálaráðherrans, Dr. i Josep Göbbels og fjölskyldu hans í Berlín. Ekki er nánar tek | ið fram, hvar líkin hafi fundist, en Rússar telja, að fjölskyldan hafi fyrirfarið sjer. — Tekið er fram í þessu sambandi, að lík Hitlers hafi ekki fundist, en útvarp Þjóðverja í Tjekkósló- vakíu sagði í gær, að með Hitl- er hefði fallið í Berlín aðstoð- armaðúr hans og umsjónarmað- ur nazistaflokksins, Martin Bohrmann. Ekki hefir lík hans fundist heldur. — Reuter. Kunnir menn leystir • úr haldi London í gærkvöldi. SJÖUNDI herinn ameríski hefir leyst marga kunna menn úr haldi í ’ Suður-Þýskalandi. Voru meðal þeirra þrír fyrver- andi forsæiisráðherrar Frakka. Daladier, Renaud og Leon Blum, einnig Gamelin fyrrum' yfirforingi Fi;akkahers. Þá var. meðal þessara manna Schus- nigg fyrrum Austurríkiskansl- ari, Niemöller, hinn þýski prest ur, sem var andstséður nasisl- um, náfrændi Brelakonungs einn óg frændi drotningarinnar bresku, en þeir höíðu báðir ver ið í breska hernum. Þá var þar einnig John Weinant, sonur am eríska sendiherrans i London. Þá var þar þýski hershöfðing- inn Falkenhausen, 'sem fallið hafði í ónáð hjá þýsku her- stjórninni. Hamsun mælir eftir Hiiier London í gærkveldi. FRÁ Noregi berast fregnii* tim það, að rithöfundurinnl Knut Ilamsun, sem nú er há- aldraður, hafi gefið út ávarp í tilefni af»fregninni um dauðaí Adolf Hitlers. Segir HamsunJ þar, að hann sje ekki verðiu* þess að mæla eftir Iíitler, senv hafi barist og fallið fyrir manif kynið. „Vjer lútum höfði gagu vart minningu lians“, segir Ilamsun að lokum. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.