Morgunblaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1945, Blaðsíða 5
i&riSjudagnr 8. maí 1945 MORGUNBLAÐI0 AtvinnivJíf og framkváímdir. Sömu söguna er aS segja Um vetrarvertíðina hjer á Patreks- firði, og víðast hvar syðra, ó- venjulega stirt tíðarfar og gæfta leysi. Aðeins 4 dekkbátar frá 9—18 smálestir, stunduðu veiðar hjer í vetur, og byrjaði sá fyrsti um mánaðamót jan.—febr., en hin- ir nokkuð seinna. All-góður afli hefir' verið, þegar gæftir hafa leyft, og mun hæsti bátur j hafa aflað um 240 smáiestir af slægðum fiski nú um mánaða- mót apríl—maí. Um miðjan apríl byrjuðu svo litlir dekkbátar og trillur veið- ar, mestmegnis á handfæri, og hefir afli þeirra verið ágætur síðasla hálfan mánuðinn, oft- ast um 150—200 króna dag- hlutur, enda veðrátta verið hag ( stæð lengst af þennan tíma. — Er það all-fróðlegt að veita því athygli nú hin síðari áf hjer um slóðir, að á tímum sem þeim er nú standa yfir, þegar tækn- inni flýgur áfram, og nýjar og æ fullkomnari veiðiaðferðir ryðja sjer til rúms, skuli hand- færið eða „Skakið“, eins og það er venjulega kallað hjer Vest- anlands, oft gefa jafnmikið eða meir í aðra hönd, meðan hægt er að stunda það, en bæði línu og dragnótaveiðin. Auðvitað liggja til þess eðli- legar orsakir að mörgu leyti, t. d. síhækkandi beitu- og veið- arfærakostnaður á vetrar- og vorvertíð, og minkandi drag- nóta-afli á sumrum, einkanlega á flatfiskinum. Atvinna hefir verið hjer nokkuð jöfn í allan vetutr, eins og undanfarið, og nú er vorar, mun síst verða of mikið fram- boð á vinnu, enda tvö starfandi hraðfrystihús, tveir togarar, fjöldi stærri og smærri báta, og nýjar húsabyggingar, einkum íbúðarhús, en einnig nýtt og all-miklar-umræður um mjólk-í urmál hréppsins, og endaðr með því, að samþykkt var að veita hreppsnefnd Patreks- hrepps heimild til þess að kaupa jörðina, ef Rauðasands- hreppur mundi ekki neyta for- kaupsrjettar síns, svo og að byggja Þar öll nauðsynleg hús fyrir 30—40 kúa búrekstur. Til þess kom þó ekki, þar sem Rauðasandshreppur notaði á síðustu stundu forkaupsrjett sinn, og er það nú einlæg von allra þorpsbúa, að kaupendur sýni þann stórhug að nýta jörð- ina svo vel, að okkur megi koma hún að meira gagni, en hingað til hefir verið. Vega- og brúargerðir. Eins og öllum er kunnugt, sem eitthvað hafa íerðast hjer um Vestur-Barðastrandarsýslu, mun óvíða á landinu vera jafn sorglega lítið af akfærum, svo maður segi nú ekki bílfærum vegum, eins og hjer um slóðir. Fyrir fjölda mörgum árum var hafist handa um vegagerð frá Patreksfirði til Bíldudals, og frá Patreksfirði til Barða- strandar. Fyrstu árin mátti varla segja að nokkru munaði frá ári til árs, en þá kom þar að, eftir að við fengum hin ötula þingmann okkar, Gísla Jónsson, I að fjárveitingar fóru að aukast að mun, og augu ábyrgra manna á þingi og í stjórn, opnuðust eitthvað fyrir því hve herfilega vanrækt öll aðal-áhugamál sýsl unnar hefðu verið í fjölda mörg ár, af hendi þess opinbera. Nú er svo komið að vegurinn áleiðis til Bíldudáls er kofninn yfir fjallið niður í Tálkijafjörð, og nokkurn spöl út með firð- inum að norðanverðu, þó að enn vanti þar brú yfir „Botns- á“. Einnig hefir gengið mjög vel 2—3 síðustu árin með veg- inn áleiðis til Barðastrandar, og er hann nú kominn inn í Pat reksfjarðarbotn, og nokkuð upp á Kleifaheiði. * Fyrir nokkrum dögum hjelt þingmaðurinn okkar þingmála- fund hjer, við hinar bestu und- irtektir allra fundarmanna. — Tilkynnti hann þar, að af þeim örfáu brúm sem byggðar yrðu í ár, væri þegar fengið fast loforð fyrir byggingu brúarinn ar yfir „Ósa-á“ í Patreksfjarð- arbotni í sumar, enda ekki fyr hægt að nota að fullu þann hluta af veginum, sem þegar er lokið við. Einnig tlikynnti hann fundar mönnum að af fje því, sem veitt væri til símalagninga í sveitum, væri loforð fyrir, að verulegur hluti færi hingað í sýsluna, enda mjög aðkallandi nauðsyn. Skemtilegt var að heyra það á þessum fundi, af munni for- vígismanns framsóknarhlutans hjer, um leið og hann beindi nokkrum fyrirspurnum til þing mannsins, að ekki væri annað hægt en að þakka honum fyrir, hve vel honum hefði tekist að gæta hagsmuna sýslunnar á þingi, eða eins og hann sagði m. a. orðrjetl: „Lyft okkur svo lítið úr svaðinu“. 1. maí, 1945. G. P. Símasamband við Danmörku Talsamband væntanlegt veglegt brauðgerðarhús ásamt sölubúð. — Ekki má gleyma tveim aðalbyggingunum sem hjer eru að komast upp, en það eru sjúkrahúsið, sem nú er all- langt komið, og mun verða hreppnum og öllum viðkomandi aðilum til hins mesta sóma, og hin mesta nauðsyn, þar sem hið gamla sjúkrahús var fyrir löngu orðið altof lítið. Hin byggingin er sundlaugin, sem nú er nærri lokið, og mun sennilega verða vígð ó sjómannadaginn næsta. Mjólkurvandræðin. Eins og jeg gat um í síðasta brjefi mínu, ríkir hjer hinn mesti mjólkurskortur í þorpinu, og mintist jeg nokkuð á tilraun ir með þurrmjólk, sem virtust gefast vel að mörgu leyti. Fyrir nokkru var stórjörðin Saurbær á Rauðasandi laus til kaups og ábúðar, en hún er eins og mörgum mun ef til vill kunn ugt, hin mesta kostajörð, og segir t. d. Pjetur Jónssön frá Stökkum, í kafla sínum um Rauðasandshrepp í Barðstrend- ingabók, að þar megi hæglega afla fóðurs fyrir 100—200 kýr. Hreppsnefndin fjekk þegar hug á að kaupa jörðina, og reka þar kúabú, og hjelt fyrir nokkru almennan hreppsfund til að ræða þetta mál, og fá sam þykt fyrir kaupunum. Urðu þar TILKYNNING kom frá I Landssímanum um hádegi í! gær, að skeytasendingar væru byrjaðar til Danmerkur. Nokk- i ur skeyti komu hingað þaðan strax á sunnudag. En á laugar- j dag var hægt að senda hjeðan 5 skeyti til konungs Danmerkur. | Samkvæmt tilkynningu, sem landssimanum barst í gær, frá utanríkisráðuneytinu, verður skeytaskoðun afljett hjer eftir 16 daga frá því friður er kom- inn á í Evrópq. Blaðið gerði fyrirspurn um það til Landsímans í gær, hvenær búast mætti við að talsamband kæmist á milli íslands og Dan- merkur. Ekki kemur það til greina á meðan skeylaskoðun heldur áfram. En eftir að henni er afljett, er ekkert til fyrir- slöðu hjer, að talsamband kom ist á milii þessara landa. Hefir verið gerð fyrirspurn um það, hvernig það mál horfir við í Danmörku. Fer það eflir því, hvort sendi- og móttökustöðv- ar eru þar í iandi, sem hægt verður að nota í talsamband þetta. Sendistöðin, sem notuð var fyrir strið í talsamband þelta, var í Skamlebæk við Sjællands Odde. En móttöku- stöðin var í Lyngby. • Sumarferðir Litia- Ferðafjelagsins SUI^ARSTARFSEMI Litla Ferðafjelagsins fer nú bráðum að hefjast. Ráðgerir fjelagið að efna til fyrstu sumarferðarinn- ar þ. 20. maí n.k. og verður þá gengið á Helgafell. Aðrar ferðir verða sem hjer segir: Farið verður suður á Reykjanes þ. 10. júní, til Þingvalla 16.—17. júní. Þ. 23.—24. júní verður haldin jónsmessuhátið í Þrast- arlundi. Þá verður Esjuferð þ. 1. júlí, Hekluferð verður 7.-8. júlí. Þann 21. júlí hefst 10 daga sumarleyfisferð til Norður- lands. Þann 4.—6. ágúst verð- ur 814 dags ferð um Borgar- fjörð. Þann 18.—19. ágúst verð ur gengið á Skarðsheiði. Þann 25.—26. ágúst verður farið að Múlakoti og loks að Hagavatni þ. 1.—2. september. ! Þessar ferðir verða því aðeins larnar, að næg þátttaka fáist. I Ekki nóg kauphækkun. | London: — 1. apríl s.l. var hækkað kaup lögregluþjóna hjer í London og aukið fri þeirra. Þeir hafa nú lýst yfir, að hækkun þessi sje öldungis > ónóg. >•> v* , Skriístofustúlka I * ■ Stórt iðnfyrirtæki óskar eftir skrifstofustulku jneð Yerslunarskólaprófi, ,eða annari hliðstæðri mentun. % <f> ■ Umsóknir er tilgreini mentun, aldur og fyrri störf, ri hafi umsækjendur unnið áður, sendist blaðinu fyrir % <♦> föstudagskvöld, auökend „TÖnfyrirtæki*'. f % t [Hlutafjelagið fíróskai á óseld fóein hlntahrjef. Með því að gerast hluthafar tryggja ,menn sjer tóinata og annað grænmet.i beint frá ^ garðyrkjustöð fjelagsins í Laugarási. Hlutabrjefin fást í Versl. Selfoss, Vesturgötu 42, sími 2414. Gróska h.f. t 1 Lantfterðabitreið | <♦> í ágætu standi, til sölu, mjög ódýrt. $ Bifreiðastöð Steindórs I Sími 1585. % Sumarbústaður óskast til kaups eða leigu. Sími 5401. ; 1 jefbáturiim f Leifur heppni GK. 518, níu smálestir að stærð er til X sölu ósamt dragnótarveiðarfærum. , S, Báturinn er til sýnis við Verbúðarbryggjuna í Reykja- vík næstu tvo.da.ga. —, Upplýsingar uvn borð í bátnum f hjá Björgvin Ingimundarsyni. Okkur vantar f á bifreiðaverkstæði okkar trjesinið, niá gjarna vera f gerfismiður, nrann til að vinna við gúmmíviðgerðir og mann til bifreiðaviðgerða. Bifreiðastöð Steindórs I Sími 1585. Dieselrafstöð Til sölu 25 ha. „Lister' ‘ Diesel re tatöð fyrir 3x220 volt riðstraum. (Vélsmiðjan Héðinn h.f.l Sími 1365.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.