Morgunblaðið - 10.05.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 10.05.1945, Síða 8
8 MORfiUNBLlÐ1Ð Fimtudagur 10. ■ maí 1&45. Útg.: H-f. Arvakur, Reykjavík. / \, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundssón. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sýni 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Styðjum gott mál LOKADAGURINN er á morgun. Þetta er dagur Slysa- varnafjelags íslands. Þá er allsherjar merkjasala fyrir starfsemi fjelagsins. Hjer í Reykjavík er það slysavarnadeildin „Ingólfur”, sem gengst fyrir fjársöfnuninni. Sendiboðar deildarinnar, hvítklæddar ungmeyjar. faraú heimsóknir til borgarbúa og selja merki. Ekki þarf að efa, að Reykvíkingar munu taka vel á móti þessum ungu sendiboðum. Slysavarnadeildin „Ing- ólfur” hefir þegar unnið mikið og gott starf í þágu slysa- varnanna. Hún hefir að undanförnu verið að koma upp fullkominni björgunarsveit. Bæjarbúar fá tækifæri til að kynnast þessari sveit g morgun, því að þá verða sýnd- ar samfeldar björgunaræfingar á sjó og landi. Björgun- arbáturinn „Þorsteinn”, sem er eign Slysavarnafjelags- ins. verður framvegis hafður hjer í Reykjavík. Hefir bát- urinn verið endurbættur mjög. Slysavarnadeildin „Ing- ólfur” sjer um að til sjeu æfðir menn á bátinn. Einnig hefir deildin æfðar sveitir til annara björgunarstarfa. Alt er þetta úrvalslið, sem hefir hlotið ágæta æfingu í starfinu. Ákveðið er, að björgunarstöð bæjarins verði úti í Örfirisey. Ekki hefir verið hægt að koma stöðinni upp ennþá, vegna hernaðaraðgerða þar á staðnum. En nú greiðist úr um þetta og verður því björgunarstöðinni komið upp eins fljótt og kostur er á. Það má vera öllum Reykvíkingum mikið gleðiefni, að slysavarnamál bæjarins eru að komast í ágætt horf. Ber að þakka Slysavarnafjelaginu og þá fyrst og fremst deild- um íjelagsins hjer í bænum fyrir ágæta forgöngu í þessu máli. , Það á að vera keppikefli Reykvíkinga, að hjer verði hin fullkomnasta björgunarstöð, búin öllum bestu tækj- um, sem völ er á. Að þessu vinna slysavarnadeildirnar í bænum. En það kostar mikið fje, að koma upp fullkominni björgunarstöð. Tækin eru dýr. Reykvíkingar munu á morgun sýna, að þeir kunna að meta hið óeigingjarna stárf slysavarnadeilda bæjarins. Þeir munu kaupa merki sjálfboðaliða „Ingólfs” á morgun. Fagnaðarhátíðin FÖGNUÐUR Reykvíkinga var mikill í fyrradag. á sigurhátíð bandamanna. Síðan á iýðveldishátíðinni á s. 1. sumri hefir aldrei sjest annar eins mannfjöldi við Aust- urvöll og þar var saman kominn, er hin opinberu há- tíðahöld voru að hefjast. Þau fóru fram af mikilli prýði og virðuleik. Það var hátíðleg stemning yfir mannfjöld- anum þegar forsetinn og forsætisráðherrann fluttu ávörp sín. Og fögnuður fclksins var innilegur, er sendiherrar hinna erlendu ríkja komu fram á svalir Alþingishússins, að lokinni ræðu forsætisráðherra. Síðan kom guðsþjón- ustan í Dómkirkjunni, þar sem færðar voru þakkir fyrir friðinn í Evrópu. Fólkið hlýddi á guðsþjónustuna í kyrð og þögn. Það var hátíðleg alvörustund. Hin opinberu hátíðahöld voru bæjarbúum og þeim, er fyrir þeim stóðu, til sóma í hvívetna. En þegar leið á daginn-, fjell skuggi á hátíðahöldin. Ærslin urðu svo grófgerð, að lögreglan varð að lokum að grípa til aðgerða, sem aldrei hefir verið beitt hjer fyrr, en þekt er í erlendum stórborgum. þegar skríll er þar að verki. Þetta er blettur á hátíðahöldunum í Reykjavík og þeim til skammar, er að stóðu. ★ Morgunblaðið veit ekki hverjir það voru, sem með þessum hælti spiltu fagnaðarhátíð fólksins. En að því leyti. sepa fsJLenglíir menn voru að verki, unnu þeir ilt verk, sem bi.tnar ótoaklega á þjóðinni en ekki þeim sjálfum. ;i : . i/. . ; . .. . í-aj-> ■ ■■■■■■ ^‘ ÚR DAGLEGA LÍFINU Friðarhátíðin. MENN fögnuðu friði á mjög smekklegan og virðulegan hátt hjer í bænum fyrri hluta dags þann 8. maí. Hópgöngur voru farnar til sendiherra hinna tveggja frændþjóða okkar, sem nú eru aftur húsbændur á síunm heimilum. Æðstu menn íslensku þjóðarinnar fluttu ræður. Veðr- ið var ágætt. Fánarnir blöktu á hVerri stöng. Hátíðabragur og feginsbragur var á öllu. Þessu fór lengi vel fram, með nokkrum truflunum þó frá góðglöðum gest um. En yfirleitt var dagurinn til sóma. Heldur tók að versna hins vegar, er leið á kvöldið, og urðu þá mestu óspektir, sein enn hafa yfir Reykjavík gengið, svo ramm ar, að beita varð táragasi, til þess að hægt væri að ráða við mann- fjöldann. Friðarslagurinn. ÞAÐ MUN ýmsu af hinu stillt- ara fólki þessa bæjar, hafa þótt nóg um hvað á gekk á götunum á mánudagskvöldið var, kvöldið sem fyrsta friðarfregnin hafði borist. Og maður gat hugsað með sjer, þegar maður sá hóp- ana fara æpandi og öskrandi eft ir götunum: — Fyrst þar er svona í kvöld, þá verður það laglegt annað kvöld. — Og þetta mun hafa rætst heldur betur. — Reyk víkingar þurftu ekki annað en að ganga um suma hluta bæjar- ins í morgun, til þess að komast að raun um það, að eftir að frið ur var kominn á í heiminum, hafði styrjaldarástand komist á í þeirra eigin þorg. I öllum borg um, þar sem sprengjur hafa fall- ið í stríðinu, eru fjölmargar rúð- ur brotnar, — slík fyrirbrigði hafa ekki sjest hjer í bænum fyr en eftir að friðurinn er kominn á. — Þá blasir við manni allstórt hús, þar sem ekki ein einasta rúða er að kalla heil, Varðarhús ið gamla, og víðsvegar um við- skiptagötur bæjarins getur að líta stórar rúður í sýningaglugg- ‘um með götum eftir steina, sem ekki virðast hafa verið nein smá smíði. Alíar rúðúr á Vestúrhlið' Mjólkurfjelagshússins bera merki eftir þessi einkennilegu friðar- störf, á götunum þarna niðurfrá liggja stórir steinar í hrönnum. — Kanske einhverjum hafi fund ist Reykjavík hafa farið of vel út úr styrjöldinni, og veitti ekki af að gefa henni skrámu, kanske friðarfögnuðurinn hafi blátt á- fram orðið að eyðileggingaræði, — þvi æði var það vissulega sem greip mörg þúsund manns, mið- vikudagskvöldið 8. maí. • Hver borgar brúsann? ÞAÐ ERU talsverð verðmæti, sem farið hafa forgörðum í öll- um fögnuðinum, sem varð að á- flogum og rúðubrotum. — Ekki eru þær að minstakosti gefnar, rúðurnar stóru í Mjólkurfjelags- húsinu, sem voru brotnar til þess að fagna friðinum. Og raunveru lega er ekkert gefið nú á tímum. Hitt kann og að virðast einkenni Jegt, að sleppa svo algjörlega taumunum af herliði, að það geti gert alt sem það vill, nema kanske að (frepa menn, sem þó mun varla hafa munað miklu í fyrrakvöld að gert vseri. Að vísu virðist það svo, sem grjótinu hafi frekar verið beint að gluggum en mönnum, en þeir sem köstuðu, munu varla hafa verið sem örugg astir um hvað þeir hittu. — Á einum stað varð alsherjar-bar- dagi eða friðarslagur. Það var við Varðarhúsið og ber húsið hans glögg merki. Þar var það ekki fólkinu að þakka að mann- j fall gerðist ekki. Ýmsir munu og hafa hlotið, bæði þar og annars- staðar, sár, sem um hefir þurft að binda. Sumir fengu sjer líka ! friðarbað í tjörninni og má vera j að þeir hafi orðið innkulsa, en um það hafa menn ekki enn sann ar sagnir. Enda gerir það miklu minna til. Ýmsa kann líka kanske að svíða í augunum enn, eftir að ólætin voru orðin svo yfirgengi- leg, að lögregluliðið þurfti að grípa til táragasnotkunar. Svo var nú þessi friðardagur. En það er varla von. SUMIR kunna að segja, að það sje ekki annað en von, að menn sleppi sjer eftir svona langa styrj öld. Það er nú svo með það, og ætti það þá síst að vera herinn hjerna, sem sleppti sjer, ekki þurfti hann svo mikið að berjast. Að vísu ber að taka það fram, að Bandaríkjahermennirnir höguðu sjer yfirleitt mjög prúðmannlega í öllum látunum, miklu líkar mönnum sem éru að fagna friði, en t. d. hinir bresku sjóliðar hjer. Enda getur svo hin spurn- ingin altaf vaknað: Er það yfir- leitt að fagna nokkrum sköpuð- um hlut að koma fram eins og hús og gluggar, götur og torg þéssa bæjar báru vitni um í gær- morgun? Að vísu var þungbærri byrði af ljett, en hitt er harla einken'nilegt að alt skyldi samt þurfa að fara út i ]iað aftur, sem verið var að fagna að búið væri og liðið. Virðist það benda á að styrjöld sje mönnum ríkari í blóð inu en friðurinn, úr því að friði er fagnað með stríði og baráttu, að minstakosti við hús og glugga • Og hvernig er svo veðrið? ÞAÐ ER að sögn búið að af- nema allar hömlur á veðurfregn um í Bretlandi. Það er ágæt fregn fyrir okkur íslendinga, gem siðan stríðið byrjaði höfum þráð að geta sagt og frjett það sem við vildum um veðrið. Og fer ekki að koma að því að þessi ósk okk ar rætist? Er eftir nokkru að biða með það. Nú hættum við að geta talað um stríðið, svo við verðum að fá veðrið til þess að ræða i staðinn. Jeg er því nær fullviss um það, að fjöldinn á ekki hjart fólgnari ósk til en það að geta aftur farið að tala um veðrið, — hvernig ]iað sje nú þarna og þarna á landinu, og blöðin vilja g]arna fara að birta aftur þann fróðleik um veðrið, sem áður var svo vel sjeður hjá þeim. Virðist ekki heldur vera nein ástæða til þess að draga það, að gefa fregn ir um slíkt lausar. A INNLENDUM VETTVANGI ÞÓ OKKUR öllum finnist langt um liðið síðan breskur her steig hjer á land fyrir 5 árum, þá er ekki hægt að segja með sanni, að okkur hafi fundist tíminn vera langur vegna þess, að þjóð- inni hafi liðið eins illa eins og mörgum öðrum þessi styrjaldar- ár. Tíminn virðist langur vegna þess, hve breytingarnar hafa orð ið miklar á ekki lengri tíma. Áður en við' höfðum nokkur kynni af herliði, og höfðum nokkra reynslu af því, hvernig sambúð gat verið við setulið, þá hjeldu landsmenn yfirleitt, að sú sambúð hlyti á ýmsan hátt að verða með ósköpum, og enda með skelfingu. Því verður ekki neitað, að kom ið hafa fyrir vandræðamál og erfiðleikar í sambúð íslendinga við hinn erlenda her. En hver einasti maður hlýtur að játa, að slysin, vandræðin, erfiðleikarnir hafa ekki orðið neitt svipaðir því sem þjóðin að óreyndu bjóst við. ★ Þegar maður hefir horft á her n.i i n, flugmenn og sjóliða ganga njei , eftir götunum undanfarin ýr. þá hafa þessir menn af ýms- i/ín: þjóðúm yfirleitt sýnt hóg- • a>ið og prúðmensku. Alvará tíinánúa, þungi hermenskunnar og ábyrgð hefir vafalaust oft hvílt á þeim eins og farg. Menn geta gert sjer það í hugarlund. Það eru ekki allir, sem geta horf- ið frá ástvinum og daglegu um- hverfi sínu í fjarlæg lönd, til þess að fórna lífinu fyrir fram- tíð og málstað þjóðar sinnar, hve nær sem kallið kemur, og látið slíkar lífskringumstæður ekkert á sig fá. ★ Við íslendingar höfum ekkert af hermensku að segja, og get- um því ekki um hana talað nema af afspurn, og svo út frá þvi, hvernig hið erlenda setulið hef- ir komið okkur fyrir sjónir und- anfarin ár. En það er óneitanlega dálítið einkennilegt afspurnar, að ein- mitt sama daginn, sem forsætis- ráðherra Breta tilkynnir, að nú sje Evrópustyrjöldinni lokið, með algerum sigri Bandamanna og algerðri uppgjöf Þjóðvérja, að einmitt í sömu andránni skuli flokkar hinna erlendu hermanna, sem staddir eru þann dag í Reykjavík, hafa í frammi stór- feld ólæti, sem alsendis eru ó- lík framkomu þeirrá frám á þenna dag. ★ • En skýrihgin á þessu tel jeg muni geta verið þá, að hin þunga ábyrgð hernaðarins hafi hvílt á þeim eins og farg. Þegar þeim eru tilkynt sigursæl enda- lok Evrópustyrjaldarinnar, þá losni þessir ungu menn alt í einu úr böndum alvörunnar, og gleði þeirra brýst út í myndum, sem lítt skiljanlegar eru og lítt sam- rýmanlegar íslensku lundarfari. í fyrsta sinn í sögu bæjarins, á sjálfri sigurhátíðinni, hefir þurft að nota táragas til þess að dreifa mannfjölda, svo ekki hlytist stórfeld slys af sigurgleð- inni. Þó bæjarbúum hafi ofboð- ið gálaust og ofstopafult fram- ferði hinna erlendu „rúðujarla", þá megum við með sanngirni rninnast þess, að minna hefir orð ið um slík vandræði á undanförn um árum, en við upprunalega bjuggumst við. ★ En óneitanlega hefði það verið viðfeldnara, ef Reykvíkingar hefðu eíjtir 5 ára sambúð við her- lið bandamanna getað lifað gleði daga tilkynningarinnar um Ev- rópufrið, án þess að fá í fyrsta sinn kynni af táragási sehe varn- arlyfi gegn ofurkæti mahna. og ábyrgð hefir vafalaúát oft legið á /þeirn eins og farg. Menn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.