Morgunblaðið - 25.05.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.1945, Síða 2
K MOEGUNBLABIÐ Föstudagur 25. maí 1945, Bílvegir eru langmesta nauðsynjamálið XkkJ vú CjLóla J/ónóóon a ÍL MOjRGUNBLAÐIÐ hitti ný- •’ stega Gisla JÓnsson alþm.,lirún- •« : og veðui-barinn eftir langt •íerðalag um Barðastrandar- -eýslti, þar sem hann hafði hald- •'-'-’tð fjölda þingmálafunda og -'Cætt við kjósendur um lands- og hjeraðsmál. — Er ekki erfitt að ferðast ufn sýsluna á þessum tíma árs? f-vernig voru fundirnir sóttir? - -epurði blaðið Gísla. — I þessari ferð fór jeg um ••© hreppa sýslunnar og hjelt alls 18 fundi. Jeg lagði á stað frá eykjavík rjett eftir sumarmál -•*>) gg kom heim aftur þ. 12. þ. ■*n., eða rjett áður en hretið ekali á. Jeg geri ráð fyrir, að ■|>eim mönnum, sem vanir eru B'ð ferðast um kjördæmin á {cegindabílum, þætti erfitt að • fara um alla hreppa Barða- etrandarsýslu á þessum tíma érs. En jeg er orðinn svo van- *xr að ferðast þar, auk þess sem fk-rðstrendingar greiðá svo á allán hátt fyrir ferðum mínum <og- sýna mjer í hvívetna svo •nikla nærgætni og vináttu, að •erfiðieikarnir hve?fa og gleym- est„ en eftir verða fjölmargar endurminningar um ógleyman- legar samverustundir með þeim é heimilum þeirra, þar sem m.aður kynnist best högum fólks Sns, vilja þess og þörfum. A3 jeg vel helst þennan tíma árs til ferðanna kemur til af því, uð þá hefir fólkið einna best jráð á að fella niður dagstund tfrá skyldustörfunum og sækja íundina. Skömmu eftir þingslit S vetur hjelt jeg leiðarþing á CBtídudal. En jeg á enn eftir að tfara um Dalahrepp. Geri það cíðar í vor. Fundarsókn var ágæt, þegar ffcekið er tillit til þess, hve fólk ’%} erfitt með að komast að heim *m og hve fátt er á heimilunum. lAhugi Barðstrendinga -fyrir C >tids- og hjeraðsmálum er jmikill. Vilja þeir engan veginn, |að þingmálafundir sjeu látnir Iniður falla eða þeim fækkað, en fceg hefi gert mjer far um að Cjefcta undir með fundarsókn jne>‘ því að halda fundina sem víðast, sumstaðar 2 eða 3 í Iiverjum hreppi, þar sem erfið- «st er að sækja. — Hvernig er afkoma at- vinnuveganna í sýslunni? — Bændur'láta vel yfir af- Iromu sinni á s.l. ári. Hún var engan veginn eins góð og árið áður, vegna hækkandí Jraupgjalds. Þótt bændur hefðu Sengið fullar uppbætur á af- cirðirnar samkv. dýrtíðarlögun wm, hefði afkoman samt sem láður varla jafnast á við af- fcomu ársins 1943. En hvergi varð jeg var við óánægju út af fcreytingunum sem gerðar voru Á dýrtíðarlögunum á síðasta t>ingi í samráði við vilja Bún- eðarþings. Hitt hörmuðu bænd- tir mjög. að engar aðrar stjett- ír skyldu vilja fórna nokkru íyrir lækkandi verðvísitölu. I sjávarþorpunum er atvinnu lífið í blóma, nema í Flatey. <j-efur sá staður varla nú orðið ■taliat sjávarþorp og íæplega verslunarstaður, nema í þröng- um skilningi, svo mjög hefir þar öllu hnignað. Standa engar vonir til, að þár verði breyt- ing á, fyrr en lokið er fyrirhug aðri hafnargerð og öðrum fram kvæmdum i sambandi við hana. Verður nokkuð unnið að þeim framkvæmdum í sumar, en bryggjunni þó ekki lokið fyrr en efni, sem keypt hefir verið í Svíþjóð, næst til landsins. Á Sveinseyri í Tálknafirði er i ráði að koma upp hraðfrysti- húsi. Gangast hreppsbúar fyr- ir þeim framkvæmdum með þátttöku kaupfjelagsins og hreppsins að einhverju leyti. Er þetta aðkallandi nauðsyn fyrir þann hrepp. Þarna eru á- gætustu hafnarskilyrði, en eng in bryggja, stutt á fiskimið og prýðileg aðstaða til þess að efla sjávarútveg og landbúnað, og láta hvern atvinnuveginn fyr- ir sig styðja hinn. Á Bíldudal hefir rækjuveið- in verið stunduð siðan um ára- mót og gefist sæmilega. Þar eru nú ýmiskonar byggingafram- kvæmdir, m. a. er verið að koma þar upp olíugeymum, svo að unt verði að flytja olíuna með geymaskipum og hætta við hinn dýra tunnuflutning. . í Selárdal er verið að byrja á lendingabótum. Var veitt til þeirra nokkurt fje á síðgsta þingi. Þaðan er útræði ágætt og bætir afarmikið aðstöðu allra fiskimanna við Arnar- fjörð, þegar því verki er komið svo langt, að þar megi hafa ör- ugt bátalægí. Þaðan gekk fyrsta þilskip á Islandi í tíð sjera Páls og sjest þar enn fyrir hrófi því, er hann geymdi skip sitt í. í Örlygshöfn og á Hvalskeri er einnig verið að gera lendingar- bætur, svo og í Króksfjarðar- nesi, en til allra þessara staða var veitt nokkurt fje á síðasta þingi. Á Patreksfirði er atvinnulíf- ið stórbrotnast. Gnæfa þar hæst framkvæmdir þeirra bræðra, sona Ólafs Jóhannssonar, en í kjölfári þeirra framkvæmda kemur svo vaxandi útv'egur, verslun og iðnaður. Sýslan er að koma þar upp stóru og glæsilegu sjúkrahúsi, er mun verða fullgert á þessu ári. Rúmar það yfir 30 sjúkl- inga. Er gott til þess að vita, að sjómenn, sem starfa á skip- um undan Vestfjörðum, skuli geta átt þar örugt athvarf, ef sjúkdóma eða slys ber að hönd- um. En það er eitt mál, sem þessu vaxandi þorpi er mikið á- hyggjuefni, og það er mjólkur- hungrið. Til 800 íbúa, sem þar lifa og starfa, hafa á síðasta ári verið fluttir tæpir 38 þús. lítr- ar af mjólk, eða sem svarar rúmum desíliter á mann á dag. Má af þessu sjá, hversu alvar- legt þetta ástand er. Hinu meg- in fjarðarins og vestan heiðar- innar er Rauðisandur, ein allra blómlegasta sveit landsins, þar sem fóðra mætti hundruð kúa m. á litlu svæði. Heiðin milli Rauðasands og Patreksfjarðar er lág og greiðfæ/ bílum að austanverðu á sumrin, en þröng :ur dalur llggur niður i bygð- ina að vestanverðu. Var vegur l'agður um hann fyrir stríð, en svo brattur, að menn hafa al- , veg gefist upp á því að flytja mjólk eftir honumv bæði með bílum og hestum. Er hjer að- eins að ræða um fáa km. vega- lagningu til þess að tryggja- mjólkurflutninga sumar og vetur. Sunnan Kieifarheiðar liggur önnur blómleg bygð, Barða- ströndin. En einnig, hún er af- skorin með vegleysum, þótt smátt og. smátt þokist nú bíl- vegur í áttina þangað. Jeg minnist þess, hversu allir þingmenn töldu sjálfsagt á sið- asta þingi að verja hverri þeirri upphæð, sem nauðsynleg þótti, til þess að viðhalda sam- >göngunum yfir Ölfusá, svo að lífæðin milli Suðurlandsins og Reykjavíkur brysti ekki, en alt of fámennur hópur þessai'a sömu þingmanna skildi nauð- syn þess, að tengja Pati’eksfjörð við nærliggjandi mjólkursvæði, þótt báðum aðilum væri lífs- nauðsyn að slík tenging tæk- ist með sæmilegum vegi. Bíl- vegasamband um sýsluna er langmesta nauðsynjamálið. Það mun sannast, að þegar því hef- ir verið komið á, blómgast at- vinnuvegirnir þar, til lands og sjávar, og auka mikið á vel- megun fólksins. Væri sárt til þess að vita, ef slík hjeruð ættu eftir að leggjast í eyði, vegna skilningsleysis Alþingis á rjett- mætum kröfum fólksins um bættar samgöngur á borð við önnur hjeruð, svo að steinaldar flutningakerfi víki einnig þar fyrir nútíma tækjum. Á næstu árum vex'ður að koma Rauðasandi í samband við Patreksfjörð, ljúka vegar- lagningu yfir Kleifarheiði að Bx’jámslæk, svo að sýslan fái á þann hátt samband við aðal- vegakerfið með aðstoð Breiða- fjarðarbáta til Stykkishólms. Að austan þarf vegurinn að komast sem fyrst alla leið í Fjörð í Múlasveit, en það myndi gerbreyta afkomumöguleikum austursýslUbúa. Nýlega hafa öll vinnulaun hækkað á Patreksfirði um 20 % til samræmingar við launa kjör í Hafnarfirði. Mun von á sömu hækkun á Bíldudal og jafnvel öðrum Vestfjöx'ðum. — Hvernig var tíðarfarið þar vestra? — Veturinn var sæmilegur. Einmánuður svo mildur, að elstu menn muna engan slíkan. 1 3. viku sumars var brumið víða sprungið út í skóglendinu og fje slept til fjalla. En svo kom norðanbylurinn. Er hætt við, að fje hafi fent, en um það hefi jeg ekki frjett, því jeg var sloppinn heim rjett fyrir hret- ið. Framhald á 8. síðu Nýstárleg golfkepni 80 fyrirtæki í Heykjavík taka þátt í keppninni Skemtileg og frumleg nýjung í íþróttalífi höf- uðstaðarins. Á SUNNUDAGINN kemur, kl. 10 árdegis, hefst á golfvell- inum við Öskjuhlíð firmakepni Golfklúbbs íslands og taka iþátt í þessari kepni 80 fyrirtæki í bænum. Formaður Golfklúbbs íslands, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson forstjóri, skýrði blaða- mönnum frá þessu í gær. Einnig voru viðstaddir ritari Golf- rklúbbsins, Jakob Hafstein frkvstj. og Geir Borg frkv.stj., en Geir á hugmyndina að þessari kepni og er formaður nefndar ■þeirrar, sem hefir undii’búið hana. Kept verður um veglegan silfurbikar, sem Golfklúbburinn íhefir gefið, og auk þess að fá nafn sitt grafið á bikarinn að .aflokinni kepninni, fær það fyi'irtækið, sem ber sigur úr býtum, samskonar minni bikar til fullrar og ævarandi eignar. Tilhögun keppninnar. ■ Kepninni er hagað þannig, ‘að nöfn fyi’irlækjanna, sem þátt taka í kepninni, verða iskráð á seðla og þeir síðan brotnir saman. Eíns er farið að rneð nöfn leikmanna, sem allir ‘eru meðlimir Golfklúbbs ís- Jands. Síðan er eitt „firmanafn“ dregið út ásamt nafni eins leik manns — og svo koll af kolli, og kemur þá í Ijós fyrir hvaða ■fyrirtæki hver leikmaður starf iar og keppir. ! Leiknum verður að öðru leyti hagað þannig, að fyrirtæki í ;sem líkastri sjergi'ein, keppi ifyrst saman. Um leið og kepni þessi er „út- sláttarkepni“, þannig að það fyr ii'tæki, sem tapar, er úr leik, er rjett að minnast þess, að kepnin er forgjafarkepni, en það þýðir, að allir leikmenn hafa jafna möguleika til sig- urs, jafnvel þó að besti kylf- ingurinn lendi í leik á móti þeim lakasla. Þelta fyrirkomu- lag hefir golfleikurinn fram yf ir flestar aðrar íþróttir, sem er einmitt svo skemtilegt vegna þess, hvað það skapar mikið >afnræði meðal leikmanna, og væi'i vert fyrir aðrar íþrótta- greinar að taka það til eftir- breytni. Þátttahendur. Nöfn fyrirtækjanna, sem þált tska í kepninni eru þessi, og keppa þau þannig saman í fyrstu umferð: Kveldúlfur h.f. gegn Alliance h.f. Litír og Lökk h.f. gegn Lakk og Málningaverksm. Harpa. Vei’slunin Brynja gegn Ludvig Stoj'r. Sjóvátryggingarfjelag ís lands gegn Almennar trygging- ar h.f. Veiðarfæraversl. Geysir h.f. gegn O. Ellingsen h.f. Versl unin Ninon gegn Feldur h.f. Sverrir Bernhöft h.f. gegn Fr. Bertelsen & Co. h.f. Nýlendu- vöruv. Th. Siemsen gegn Jón Hjarlarson & Co. Kol & Salt h.f. gegn Kolasalan h.f. Eim- skipafjelag íslands h.f. gegn Skipaútgerð ríkisins. Hamar h.f. gegn Vjelsmiðjan Hjeðinn h.f. Almenna byggingarfjelagið h.f. gegn Byggingarfjelagið Brú h.f. Ræsir h.f. gegn H.f. Egill Vil- hjólmsson. Mai’teinn Einarsson & Co. gegn Vöruhúsið- Smjör- líkisgerðin Ljómi gegn Smjör- likisgerðin h.f. Leðuriðjan gegn Hanskagerðin Rex. Hljóðfæra- versl. Sigr. Helgad. gegn Hljóð færahúsið. Gamla Bíó gegn Nýja Bíó. Olíuverslun íslands h.f. gegn H.f. Shell á íslandi. Hellas gegn Sportmagasínið. O. Johnson & Kaaber h.f. gegn Ólafur Gíslason & Co. Leður- versl. J. Brynjólfss. h.f. gegn Leðurversl. M. Víglundssonar. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar gegn Bókab. Máls og menning- ar. Reykjavíkur Apótek gegn Ingólfs Apótek. Haraldai'búð h.f. gegn Ragnar Blöndal h.f. Heildv. Gai’ðars Gíslasonar gegn Heildv. Þóroddar Jóns- sonar. ísafoldarprentsmiðja h.f. gegn Fjelagsprentsmiðjan h.f. Björnsbakarí gegn Ingólfs bak arí. Heildv. Magnúsar Kjaxan gegn H. Ólafsson & Bernhöft h.f. Sv. Björnsson & Ásgeirsson gegn Golfred Bernhöft & Co. h.f. I. Brynjólfsson & Kvaran h.f. gegn Heildv. Ásgeirs Ólafs- sonar. Veiðarfæragerð íslands gegn Hampiðjan h.f. Heildversl. Berg gegn Heildv. Sig. Arnaids. Helgi Magnússon & Co. gegn Slippfjelagið h.f. Akur h.f. gegn Sióklæðagerð íslands h.f. Skart gripaversl. Árna B. Björnsson- ar gegn Skei'mabúðin Iðja. Herrabúðin gegn Ewald Bernd sen & Co. Kr. Ó. Skagfjörð, heildv. gegn Tjarnarcafé h.f. Úlvegsbanki íslands h.f. gegn Eggert Kristjánsson & Co. Electric h.f. gegn Raftækjasal- an h.f. Hin mikla og glæsilega þátt- taka í þessari fyrstu „Firma- keppni Golfklúbbs íslands11 er glöggt dæmi þess, hve miklum vinsældum golfleikurinn á að fagna hjer í höfuðstaðnum, enda ber öllum saman um það, sem í’eynt hafa, að vart geti hotlari og skemmtilegtri leik að áf- loknu dagsverki, þar sem hver getutr ráðið því sjálfur, hvern ig hann hagar leik sínum, enda fer fjelagstala sívaxandi í Golf klúbb íslands, og fjelagarnir líta með miklum ugg til þess tíma, sem hraðfara nálgast, að golfvöllurinn við Öskjuhlíð ina verði of lítill fyrir G. í. Stækkun golfvallarins. Framkvæmdir til stækkunar vallarins verður því að hefjast þegar í stað og Golfklúbburinn væntir skilnings og stuðnings af bæjaryfirvöldunum í því máli, því að það er menningar- Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.