Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 12
12 Matar- og fatfi- ^ðarsenditigar til lanmerkur og Noregs RAUÐI KROSS ÍSLANDS hcfir ákveðið að veita viðtöku -fata- og matarsGndingum frá einstaklingum hjer lií einstak- iir.ga í Danmörku og Noregi. Munu sendingar þessar verða sendar svo fljótt sem unnt er og úthlutað af Rauða Krossi viðkomandi lands. Til greina koma aðeins send- ingar, sem vega allt að 10 kg 'og innihalda eingöngu fatnað og.matvörur, sem þola geymslu. Hverri sendingu verður að fylgja skrá, er greini nákvæm- ]ega innihald hvers pakka. Sendingunum verður veitt inóttaka til 10 þ. m- á skrif- í.tofu Rauða Kross íslands, Hafnarstræti 5 (Mjólkurfjelags húsinu) kl. 1—5 daglega. Athygli skal vakin á því. að í Noregi virðist vera bæði skortur matar og klæða. — I Danmörku virðist hins vegar einkum bera á skortí á falnaði. Enn fremur kemur að eins til greina að senda matvörur, er þola vel geymslu, svo sem niðursuðuvörur, ýmiss konar; kaffi, te og annað þess háttar. JHorgttttbiafcið Laugardag-ur 2. júní 1945 Embæilispróf við Frá sýningunni í Lislamannaskálanum Kristín Jónsdáítir: Blóm. (Sjá grein á bls. 5). jum ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Keykjavíkur hefir snúið sjer til bæjarráðs með tilmælum um aðstoð bæjarins við undirbún- íng að hátíðarhöldum 17. júní jj.k. Vill nefndin m a. fá lán- að timbur af birgðum bæjarins > þrjá palla, pall til iþróttasýn- inga á íþróttavellinum, dang- pall í Hljómskálagarðinum og söngpall í sama garði o. fl. — Bæjarráð heimilaði borgar- stjóra að verða við erindinu. í nefndinni eiga sæti fulltrú- ar iþróttafjelaganna. sem um rnörg undanfarin ár hafa staðið fyrir 17. júni íþróttamótinu, Ármanni, í. R. og K. R., þeir Jens Guðbjörnsson, Þorsteinn Bernharðsson og Erlendur Pjetursson, svo og þrír menn tilnefndir af stjórnmálaflokk- unum, sem eiga fulltrúa í bæj- arráði: Ludvíg HjálmtýssOn frá Sjálísíæðisflokknum, Skúli Nor dahl frá Sósialistaflokknum og Siguroddur Magnússon frá Al- þýðuflokknum, formenn í fje- lögum ungra manna, hver í sín- um flokki. Formaður nefndar- innar er Lúdvíg Hjálmtýsson. Hnefaleikameis taramót íslands: Hrafn Jónsson varð rneistari í þungavigt HNEFALEIKAMEISTARAMOTI Islands, sem haidið var í ameríska íþróttahúsinu í gærkvöldi, fóru leikar þannig, að Hrafn Jónsson (Á) sigraði Thor Richardsson Thors (ÍR) á „knock out" í fyrstu lotu. Úrslitin munu tæplega gefa rjetla mynd af getu hnefaleikaranna. Thor kom mjög illa niður í fyrstu bylt- unni. og mun hún hafa gert hann lítt bardagafæran. En hvað um það, Hrafn var vel að sigrinum kominn. Herforingjar til retlands London í gærkvöldi. I DAG voru um 30 þýskir herforingjar, sem handteknir höfðu verið, fluttir loftleiðis til Bretlands. Voru meðal þeirra þeir Student og Blumenhorst. Studwat, sem var fallhlífaliðs- stjóri, skipulagði eins og kunn- ugt er innrásina á Krít á sín- um tíma, en Blumenhors4t var um skeið yfirmaður allra herja Þjóðverja á varnarsvæðinu við Eystrasalt. Fleiri nafnkunnir rnenn voru í hópnum. sem til Eretlands var fluttur. — Reuter. J Fluguvigt urðu úi'slit ]>au. ay Friðrik (luðnason (Á) Wgraði Jón Norðfjörð (ÍR) eftir fjörugaB- leik. t bantamvigt \-arð meistari Guðjón (liiðji'nisson (ÍK). — Bigraði liami Martoin Björg- vinsson (Á) eftir tvís.vnan- leik. í fjaðurvigt sigraði Árni Ás- mundsson (Á) Sigurgeir Þor- geirsson (Á). Arnkell Guðmundsson (Á) sigraði Hreiðar Hólm (A) í Ijettvigt eftir harðan leik og jafnan. Stefán Magnússon (Á) varð meistari í veltivigt. Sigraði hann Aðalstein Sigursteinsson (KR). í þriðju lotu sló Aðal- steinn Stefán niður. En Stefán stóð brátt upp og vann leik- inn á góðri tækni og snerpu. í millivigt sigraði Jóel B. Jakobsen (Á) Ingólf Olafsson (KR). Ingólfur er harðskeytt- ur, en hann stóðst Jóel ekki snúning, og sló Jóel hann nið- ur í þriðju lotu, en Ingólfur rankaði f.ljótlega við sjer og stóð upp. í Ijettþungavigt sigraði Gunn ar Olafsson (A) Braga Jóns- son (Á). Gunnar sló Braga nið- ur, en Bragi áttaði sig von bráð ar, og vann Gunnár leikinn á stigum. — En hvernig er það annars með síðhærða hnefaleikara? Er ekki hægt að gera einhverjar ráðstafanir til, að keppendur þurfi ekki að eyða töluverðu af leiktímanum í það að greiða h?x:3 frá QUgunum? Áhorfendum falla illa slíkar snyrtingar. Þeir vilja fá að sjá hnefaleik. Að keppninni lokinni afhenti forseti í. S. í. sigurvegurunum verðlaun. Leikstjóri var Jens Guðbjörns son, hringdómari Óskar Þórð- arson, dómarar Haraldur Gunn jlaugsson, Peter Wiegelunfl og Ásgeir Pjetursson. Rifari og kynnir var Sigurpáll Jónsson. Guðmundur Arason er hnefa I leikakennari Ármanns, en Þor- steinn Gíslason kennaiú Í.R. — |Mun hann og hafa kent þeim K.R.-ingum, sem komu þarna jfram. Keppendur sýndu yfir- lleitt góðan og skemtilegan leik jog voru kennurum sínum og Ifjelögum sínum til sóma- Áhorfendur voru eins margir og húsrúm frekast leyfði, og fylgdust þeir af miklum spenn- ingi með því, sem fram fór. • » » Stefáii Þorvarðar- sonr sendih. í Oslo STEFÁN ÞORVARÐSSON sendiherra íslands hjá norsku stjórninni í London er nú stadd ur í Osló, en þangað kom hann 31. maí í fylgd með norsku stjórninni og forseta stórþings- ' ins. Segir sendiherrann, að stjórninni hafi verið tekið með miklum fögnuði af .almenningi við komuna til höfuðborgarinn ( ar. — Sendiherrann mun dvelja í Osló nokkra daga. Ný lögreglustöð Háskólann EFTIRTALDm menn hafa lok- ið embættisprófi við Háskólann: Lögfræði: Björn Sveinbjörns- son I. eink. 211 stig. Gunnlaugur Þórðarson I. eink. 184 stig. Hall- dór Þorbjörnsson I. eink SllVa st. Kristinn Gunnarsson I. eink. 1842/íj st. Óli Hermannsson I, eink. 196 st. Páll S. Pálsson I. eink. 18*1% st. Ragnar Þórðarson I. eink. 208 st. Sigurgeir Jónsson I. eink. 211 st. Viggó Tryggvason II. eink. 155 st. LæknisfræSí: Björn Guðbrands son I. eink. 170% stig. Einar Th, Guðmundsson 11,1. eink. 129 st. Ragnheiður Guðmundsd. I. eink. 164 st. Þorgeir Gestsson I. eink, 153% st. Guðfræði: Geirþrúður H. Bern- höft I. eink. 129% st. Guðmund- ur Sveinsson I. eink. 160 st. Lár- us Halldórsson I. eink. 128 st. Leó Júlíusson I. eink. 145 st. Viðskiftafræði: Gunnar Hjðr- var I. eink. 252 stig. Gunnar Vagnsson I. eink. 312 st. Hjörtur Pjetursson I. eink. 270 Vi st. Kristinn Gunnarsson I. eink, 291% st. Magnús Þorleifsson 11,1. eink. 202% st. Stefán Nikulássorj 11,1. eink. 228 stig. LOGREGLUSTJORINN hef- ir farið fram á það við bæjar- ráð, að væntanlegri lögreglu- stöð í Reykjavík verði ætluð lóð á svæði því, sem takmark- ast af Ingólfsstræti, Sölvhóls- götu, Kalkofnsvegi og Arnar- hólstúni. Bæjarráð vísaði erindi þessu til hafnarstjórnar. Húsnæði það, er lögreglan hefir nú til umráða í Pósthús- stræti 3, fullnægir engan veg- inn núverandi þörfum lögregl- unnar, en stækkun byggingar- innar er útilokuð vegna þess, hve lóðin er litil. Lögreglunni hefir verið það bagalegt, að svo að segja engin lóð skuli vera við lögreglustöðina fyrir bif- reiðaskúra, áhaldageymslur og ýmsa muni, sem nauðsyn ber til að lögreglan taki í sína vörslu um stundarsakir. Einnig hefir reynst óheppilegt að hafa lög- reglustöðina við svo fjölfarnar götur sem Hafnarstræti og \ Pósthússtræti eru, enda óhæfi- legt að hafa þar bifreiðar lög- reglunnar í framtíðinni. ^•llfltlHMÍIIIIfMltllliiiHfHlltlMtlllllllllMllfnlUllltMimfl ( Jóhann Jésefs- ( I son höfðar máll 1 gegn riistjóra -! 1 Tímans \ í TÍMANUM s.l. þriðju | dag. birtist grein á áber- | I andi stað, þar sem ráð- \ l ist er heiftarlega á Jó- I hann Þ. Jósefsson, al- \ \ þingism., formann Ný- i byggingarráðs, og hann' f j borinn glæpsamlegum sök i I um og svívirðingum. Hef- \ [ ir Jóhann gert ráðstaf- \ \ anir til að höfða mál \ \ gegn ristj. Tímans og fá i \ hann dæmdan fyrir róg- I l burðinn. IIIHIIIIIIItlltllllllll IIIIIHIIIIHniHIIHHIIIlllllllMMIIIIIl Nýbarnasaga byrj- ar í blaðinu í dag KAFLANUM úr sjálfsæfisögu snillingsins H. C. Andersen. sem vjer höfum birt í Barna- lesbók Morgunblaðsins að und- anförnu, er nú lokið og heíst ný barnasaga í blaðinu í dag. Er hún .eftir kunnan, íslenskan barnasöguhöfund, Hallgrím Jónsson fyrrverandi skólastjóra, sem hefir góðfúslega leyft blað inu að taka söguna upp. Hún gerist í sveit, þar sem Reykja- víkurdrengur er um sumar- tíma, og kemur ákaflega margt spaugilegt þar fyrir. Mun bæj- arbörnum, sem eru að fara í sveit, þykja gaman að sögunni^ þótt ýmislegt sje nú orðið breytt í sveitinni, frá því, sem var, þegar sagan gerðist. Sag- an heitir Viðlegan á Felli og segir meðal annars frá því, sem börnum og unglingum þyk ir eitthvað það skemtilegasta, sem þau lifa: Að liggja vio í tjaldi við heyskap. Rússar ganga fynr kóng Kaupmannahöfn í gærkvöldi. HERNAÐARSENDINEFND Rússa frá Borgundarhólmi, —- fyrstu rússnesku hermennirnii, sem stíga á land í Danmörku sjálfri, — kom þangað í dag. Gekk hún fyrir konung og' drotningu. Foringi hennar var Kortakov hershöfðingi. Var nefndinni fagnað mjög, er hún ók til Amalienborg, og veifaði mannf jöldinn óspart rauðum fánum. — Reuter. Beituskortur á ísa- firði. Isafirði, fimtudag BEITUSKORTUR er hjer um þessar mundir. Hafa flestir stærri bátarnir hætt veiðum vegna þess. — Afli er annars tregur. • ' , \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.