Morgunblaðið - 07.06.1945, Side 6

Morgunblaðið - 07.06.1945, Side 6
.*'yv * . 6 MORGUNBLAÐIB Fimtudagur 7. júní 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.; Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Hátíð sjómanna ÞAÐ VAR bjart og fagurt yfir sjómannadeginum hjer í Reykjavík s. 1. sunnudag og ánægjulegt að fylgjast með hátíðahöldum sjómanna. Og alveg sjerstaklega ber að fagna því. hve almenningur hjer í bænum tók virkan þátt í hátíðahöldunum. Fánar voru dregnir að hún á hverri einustu stöng í bænum. Almenningur fjölmenti á hátíðasvæðið, þar sem ræðuhöld og skemtiatriði fóru fram. Alt þetta sýnir hve mikil ítök sjómannastjettin á í hugum Reykvíkinga. Ber að fagna því. Öll hátíðahöld sjómannadagsins fóru prýðilega fram. Ræðurnar, sem fluttar voru við þetta tækifæri og út- varpað var til þjóðarinnar, voru allar ágætar og stjett- inni til sóma í hvívetna. í kaupstöðum og sjávarþorpum úti um land voru einnig mikil hátíðahöld þenna dag. Bendir alt til þess, að sjú- mannadagurinn sje þegar orðinn einn af ástsælustu hátíðisdögum þjóðarinnar. Ánægjulegt er til þess að vita. að sjómannastjettin getur nú litið bjartari augum til framtíðarinnar en oft endranær. Ber margt til þess, og verður hjer aðeins drep- ið á nokkur atriði. Sjómannaskólinn, þessi glæsilega bygging, sem svo miklar vonir eru tegndar við, er nú það langt kominn, að líkur eru til að hann geti tekið til starfa á næsta hausti. Verða það mikil viðbrigði fyrir æskumennina, sem nema vilja þau fræði. er að siglingum lúta, að eiga kost á að nema þau öll á sama stað og við hin ágætustu skilyrði. Næsta stórhýsi sjómannastjettarinnar verður dvalar- heimilið. Það á nú orðið gildan sjóð og er þess að vænta, að ekki verði þess langt að bíða úr þessu, að það rísi af grunni. Um alllangt skeið hefir það verið eitt mesta áhugamál sjómannastjettarinnar, að fá skipaflotann endurnýjaðan. Með málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar var stigið stærra spor en nokkru sinni áður. í þá átt, að verða við einróma óskum sjómanna í þessu efni. Og hinn mikli áhugi, sem nú virðist vera fyrir framgangi þessa nytja- máls, gefur gó'ðar vonir um að ekki verði langt að bíða árangurs og að brátt megi sjá aukinn og bættann skipa- kost. Þetta alt er mikið fagnaðarefni og óskandi, að það verði sjómannastjettinni og þjóðinni í heild til farsældar og blessunar. íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við sjó- mannastjettina og þetta veit hún. Það sanna best hinar miklu vinsældir, sem stjettin á að fagna. Og það er víst, að alt sem vel er gert fyrir sjómennina á vísan fullan stuðning allra landsmanna. Duldar hættur VIÐ HÖFUM fengið sannanir fyrir því, Íslendingar. að hættur sjómannsins af völdum styrjaldarinnar eru engan veginn hjá liðnaF, þótt sjálfri styrjöldinni sje lokið og friður kominn á. Skömmu eftir að Þýskaland gafst upp tilkynti herstjórn bandamanna, að þýskir kafbátar hefðu lagt tundurduflum skamt út af Látrabjargi og Snæfellsnesi. Og þegar staðarákvarðanir duflasvæðanna eru færð út á sjókortið, kemur í ljós, að þau eru á hinni almennu siglingaleið á þessum slóðum. Enginn vissi um þessa duldu hættu fyrr en nú fyrir skömmu, að þýski sjóherinn gaf bandamönnum upp tundurduflasvæðin. Og nú þessa dagana kemur fregnin frá skipstjórum togaranna. Hafa togarar verið að fá tundurdufl í vörpur, þar sem þeir hafa verið að veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Munaði minstu, að sum þessara vítisvjela yrðu skipum að grandi. Að sjálfsögðu verður gengið fastlega eftir því af hálfu ríkisstjórnarinnar, að þessar duldu hættur sjómannsins verði brott numdar hið allra bráðasta. ÚR DAGLEGA LÍFINU Til æfintýralandsins. FERÐALANGUR skrifar: „Jeg brá mjer á sunnudaginn austur fyrir fjall, eins og maður gerir nú oft á sumrin í góðu veðri. Og mjer fanst jeg læra mikið á því ferðalagi, ekki síst um hið ný- byrjaða og ákafa samkvæmislíf, sem tekið er nú að þróast þar eystra, einkum austur við Olfusá. Þar gaf margt að líta, þegar jeg var þar, þótt nóttin, aðal-skemt- anatíminn, væri enn ekki byrj- uð. Menn gerðust all fimir í iþróttum, einn kastaði sjer í Ölfusá, þar sem hún var hvað straumhörðust, og synti yfir. Var það mikil þrekraun, að jeg held, þó jeg hafj hjerumbil ekkert vit á sundi eða öðrum íþróttum. — En mjer fanst það helstil vogað fyrir mann, sem langaði til að lifa lengur. Annað var eftir þessu, helstil hástemt, ef jeg má svo segja, og hvernig nóttin hefir orðið, veit jeg ekki, en á leiðinni til bæjarins mætti jeg ótal bif- reiðum, öllum fullum af fólki, sem stefndu austur á bóginn, — áleiðis til hins nýuppgötvaða fyr- irheitna lands“. — Þetta segir ferðalangur; hann man líklega ekkert eftir því, þegar aðaltísk- an var hjer að „fara upp á bæi“, eins og það var kallað. Smekk- ur fólksins breytir tískunni stöð- ugt. — • Kristján níundi. V. SKRIFAR: — „Herra Vik- ar. Rjett sagðir þú og vel í Morg- unbt. á laugardaginn var, bæði um Bessastaði, Skálholt og styttu Kristjáns kon. IX. Hótfyndni er það og vanvirðing, að vilja hrekja eftirmynd konungs (svo. spakur sem hann var og velviljaður), úr góðu stæði, án fullgildra orsaka. Minnir það og mjög á fyrirlitn- ingu, að vilja dylja líkanið á safni, en á hatur, að vilja varpa því á öskuhaug. Stjórnarskráin (1874), með þeim breytingum og framförum, sem smám saman stöfuðu frá henni á landi voru, er svo mæt- ur atburður í lífi þjóðar vorrar, að hann má aldrei gleymast. Þeim, sem þann atburð muna vel, hygg jeg að hverfi hvorki úr minni nje skilningi orð þjóð- skáldsins: „Með frelsisskrá í föð- urhendi". Margir þeirra, og fleiri sennilega, vilja sjá sem oftast at- burð þánn, svo prýðilega sem hann er táknaður. Eina frambærilega ástæðan fyrir flutningi þessa líkans væri það, ef nauðsyn bæri til þess að láta danskan kóng víkja fyrir ís- lenskum forseta“. • Líkneski forseta. „LÍKAN Hannesar Hafsteins er táknræn mynd og eftirminni- leg af færslu ráðherravaldsins frá Danmörku til Islands og frá danskri hendi á íslenska (1904). Svo er og eigi síður sjálfsagt að gera slíka eftirmynd af fyrsta forseta vorum (og móta hana. á hjervistardögum, svo hún verði rjett og sönn). Táknar forsetinn bæði og túlkar ennþá stærri at- burði, áhrifaríkari breytingu á þjóðháttu vora, ásamt viðkynn- ing og verknaði annara þjóða, en þeir tveir hinir fyrnefndu. Tel jeg fara best, að þessi 3 líkön standi í röð. En rúmið leyfir það ekki nær en sunnan Bankastræt- is. Mætti "það og fara þar vel, á miðjum næsta túnbletti, þá er vegleg bygging skartar þar að baki. Vantar þá einna helst í röðina fyrsta innlenda stiftamtmanninn, Ólaf Stephensen (1770). Svo og Sigurð Eggerz, til minningar um einbeitni hans og aukið frélsi 1918. Hvenær komast þeir Ari og Snorri upp á pallana við dyrnar á bókmentabúrinu? • Kirkjuleg list. KIRKJUVINUR skrifar: „Eins og skýrt var frá hjer í blaðinu á sunnudaginn, hefir Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gert nýlega helgimyndir á fagran skírnarfont, sem gerður var til þess að gefa hann kirkju, sem verið er að byggja vestur á Snæ- fellsnesi. Er þetta hinn vegleg- asti kirkjugripur, og einmitt vegna þess, að hann var gerður, væri tímabært að ræða um það, hvort listamenn vorir gætu ekki gert meira en þeir gera, til þess að kirkjur þessa lands megi verða sem allra best skreyttar að lista- verkum og öðrum listmunum. Slíkt sómir sjer afar vel í kirkj- um, og þarf maður ekki langt að fara erlendis, til þess að sjá fyr- irmyndir fyrir slíku, þar sem heilar stærstu kirkjurnar og alt sem inni í þeim er, er hreinasta listaverk. Fyrr á öldum var það og svo hjer, að svo að segja öll listaverk voru gerð handa kirkj- um og voru þar nær öll þau lista- verk, sem þá voru til í landinu. Nú þekkist þetta vart lengur. Að vísu mála málarar vorir enn alt- aristöflur, og er gott til þess að vita, en yfirleitt eru listgripir í kirkjum orðnir mjög fáir og til- komulitlir. Þeir gömlu eru settir á söfnin og lítið kemur í stað- inn. Nú á síðustu árum kemur það að vísu stundum fyrir, að kirkjum sjeu gefnir listmunir, en það er ekki nógu oft. Ef kirkj- anna væri betur minst þannig, myndu þær líka vera betur sótt- ar. Skírnarfontar úr vikursteypu; eins og sá, sem jeg var að minn- ast á hjer fyrst, eru mjög hent- ugir, vegna þess, hve ljett efnið er, en þó sterkt um leið. Margt má til finna, ef hugvit og list- fengi er annars vegar. • Einkennileg kurteisi. í GÆR var þjóðhátíðardagur Svía, í fyrradag þjóðhátíðardag- ur Dana. í gær sást ekki fáni á stöng á einni einustu opinberri byggingu, og yfirleitt hvergi nema hjá sendiráðum hinna nor- rænu þjóðanna og nokkurra ann- arra. En í fyrradag voru fánar á öllum stöngum opinberra bygg inga íslenskra. Hversvegna þessi munur? Þetta er auðvitað um beina ókurteisi að ræða í garð Svía, sem eru ein af Norðurlanda þjóðunum, frændþjóðum okkar, Við skulum fyrst muna éftir svó sjálfsögðu atriði eins og að dragá fána að hún á þjóðhátíðum þeirra, áður en við tölum alt of hátt um vilja okkar til norrænn- ar samvinnu. Svíar flagga á þjóðhátíð okkar. Við skulum gera það líka á þeirra hátíðis- degi í framtíðinni. Þegar á dag- inn leið, fór að skjóta upp ein- staka fána, en ekki nógu mörg- um. ................................ Á INNLENDUM VETTVANGI | í Morgunblaðinu iyrir 25 árum ÓSTUNDVÍSI hefir löngum loðað við fslendinga, en sem bet ur fer mun óhætt að fullyrða, að stundvísi hefir aukist mjög hin síðari ár. Óstundvísi er leiður ávani, sem engum er til góðs. •— Um óstundvísina segir í Morgun blaðinu 2. júní 1920: „Óstundvísi er að verða plága hjer á landi. Er það óreglusemi út af fyrir sig, sem bæði er skað leg og oft kemur sjer illa. Reglan er orðin sú, að fólk mæti að minsta kosti stundarfjórðungi eft ir tilsettan tíma á fundi, en und antekningin, að komið sje til mannafunda á rjettum tíma. Fundir hefjast oft ekki fyrr en heilli klukkustund eftir að þeir áttu að rjettu lagi að byrja. Þeir menn sem vilja vera stundvísir og koma í tæka tíð fá það að laun um að bíða hálfa eða heila klukkustund eftir því að svo may,gir komi að hægt sje að bvr ja. Það er ekki nema eðlilegt að þessir menn verði leiðír á biðinni og vilji ekki brennu sig á því sama í næsta skipti. Þann- ig vpnjast menn smátt og smátt á óstundvísjna — líka þeir, sem fegnir vilja að tillit sje tekið til klukkunnar. f leikhúsinu fara byrjanir flestra þátta til ónýtis vegna ráps þeirra, sem koma of seint. Ekki aðeins í fyrsta þætti, heldur einnig framan af hinum þáttun- um, vegna þess, að fólkið sem fer að drekka kaffi í hljeunum eða gengur út á götuna, getur ekki gætt þess, að komast^í sæti sín á tilsettum tíma. Dansleikir, sem haldnir eru, eru með sama markinu brendir. —, Fólkið er að smátínast að fram 1 undir miðnætti og oftast nær er dansinn ekki kominn á fult skrið fyrr en klukkan 11 eða síðar. En svo þegar á að fara að hætta þyk ist enginn hafa fengið sig full- saddan á skemmtuninni og vilja halda áfram: • Þessi sahia afturganga, óstund vísin, gérir líka vart Við sig á öðrum sviðum. Tveir menn þurfa að ræða saman, þeir á- kveða að hittast á tilteknum tíma. Annar maðurinn kemur stundvíslega — og verður að bíða. Burtfarartími skipa er auglýst ur og ákveðinn. Einstöku sinn- um fara skipin á þeim tíma, sem auglýstúr hefir verið, stundum líður hálftími og stundum enn méira þangað til þau fará á stað. Fjöldi fólks, sem saman er kom inh niður við skip til þess að kveðja vini og ættingja, bíður og bíður eftir því að skipin fari af stað og vilja ógjarna fara heim til sín fyrr en þau leggja frá. — Óstundvísi einhverra hlutaðeig- enda skapar þar fjölda fólks ó- þarfa bið. Svona mætti halda áfram að telja. Maður rekst á óstundvísi á öllum sviðum. Leiður er þessi ósiður og hin mesta minkun að honum. Óstundvísin er í raun og veru ekkert annað en óorðheldni. Og óorðheldnin er altaf ill, ekki síst í þessari mynd“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.