Morgunblaðið - 07.06.1945, Blaðsíða 5
Fimtudag'ur 7. júní 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGARORÐ:
JÓN STEFÁNSSON
kaupmaður og ritstjóri á Akureyri
JON STEFANSSON andað-
ist á Akureyri 1. þ. m. og verð-
ur jarðsunginn þar í dag.
Jón Stefánsson var fæddur
að Skútustöðum 17. janúar
1881, sonur hjónanna síra
Stefáns Jónssonar frá Mæli-
felli, Jónssonar prests þar
Sveinssonar læknis og náttúru-
fræðings Pálssonar, og Önnu
Kristjánsdóttur frá Laxamýri,
og hjá þeim ólst hann upp, en
misti föður sinn með sviplegum
hætti meðan hann var ungl-
ingur. Þess taldi hann sig seint
eða aldrei hafa beðið bætur, að
því er varðaði lífsferil hans all-
an, er "skapaðist eins og hann
varð af ytri og knýjandi ástæð-
um, því að alla æfina var það
honum ríkast í hug að sjá
skyldmennum og vandámönn-
um sínum farborða. Trygð hans
var fágæt við vini hans yfir-
leitt, en á síðari árum urðu ýms
ar ástæður til þess að gera hann
ómannblendnari en efni stóðu
til.
Jón gekk ekki „skólaveginn“
og háði það honum í sinni alla
daga, því að hann þekti vel
upphaf sitt og eðli, þótt oftlega
í lífi hans virtist eigi ástæða til
að sakna þess, er hann, mátti
segja, „baðaði í rósum“ fram-
ar mörgum öðrum. En „brodd-
urinn“ sat í honum.
Eftir að J. St. komst veru-
lega upp urðu verslunarstörf
honum lengst handgengin. Rjeð
ist hann ungur til Jakobs Hav-
steens kaupmanns og etazráðs
á Akureyri og gerðist verslun-
arstjóri hjá honum um nokk-
urra ára skeið (1901-1906). Og
seinna fjekst hann einnig við
þessa starfsgrein og hafði af-
komu sína af henni, lengst af
með umboðs- og heildverslun.
Hjelt hann henni áfram einnig
eftir að hann tók við forstöðu
Áfengisverslunar ríkisins á
Akureyri (1922).
En annar veigamikill þáttur
í æfistarfi J. St. var ritstjórn
og blaðaútgáfa, sem hann hafði
þó að síðustu alveg lagt á hill-
una, þótt svo virtist sem hann
munaði ávalt í það aftur. Var
hann á tímabili með kunnustu
blaðamönnum Jandsins. Gaf
fyrst út blaðið „Gjallarhorn“
(1902—1905), og var ávalt síð-
an mest við það kendur; síðan
„Norðra“ (1906—1908), þá
„Gjallarhorn" aftur (1910—
1912) og loks varð hann rit-
stjóri „Norðurlands“ (1913—
1920). Hann var ágætlega
pennáfær, skrifaði röggsamar
greinar á prýðilegu máli, enda
var hann skeleggur baráttu-
maður meðan hann gaf sig að
stjórnmálum, eri það gerði hann
allan blaðamannstíma sinn og
fylgdi áður jafnan heima-
stjórnarmönnum að málum. Síð
ar sá hann eðlilega mikla galla
á „flokkapólitíkinni“ í landinu,
eins og hún var rekin. Ekki
fjekk hann sæti á Alþingi, sen
honum hefði þó verið auðvelt
á þeim tíma, sem hann tók
mestan þátt í máltinum, ef hann
hefði Iagt sig fram um það. En
hans hlutskifti varð þá aðallega
að „styðja aðra“ til þingsetu.
Allsnemma tók Jón að ferðast
til útlanda, bæði í verslunar-
erindum sínum og til þess að
kynnast lífi annara þjóða. Leit-
aði hann mest til Norðurlanda,
eins og reyndar var þá tíska, og
ræðismannsstörfum hjer gegndi
hann fyrir Norðmenn og Svía
um hríð og var enda settur
breskur vísikonsúll 1—2 ár. —
Mesta trygð allra landa batt
hann við sambandslandið Dan-
mörk og dvaldi þar langvist-
um og undi sjer ágætlega; eign-
aðist hann þar ýmsa góðkunn-
ingja, suma mikilsmegandi,
sem báru óskoráð traust til
hans í vjðskiftamálum, eins
og kunnugir kannast við, og
þaðan bar hann einnig mest úr
býtum, er hann nokkuð rosk-
inn fjekk sjer óanskt kvonfang
ágætt, Gerdu dóttur Olsens góz
eiganda á Sjálandi. Flutti hann
hana hingað til lands (1932)
og hafa þau mest búið á Ak-
ureyri og eignast 3 mannvæn-
leg börn. Er óhætt að fullyrða,
að frú Gerða er með allrábestu
kvenkostum frá því landi, sem
íslendingum hafa hlotnast.
Jón Stefánsson var í raun
rjettri fluggáfaður maður og
aflaði sjer af sjálfsdáðum gagn-
gerðrar mentunar á ýmsum
sviðum, og það á ungum aldri,
er hann varð að vinna fyrir
heilsutæpri móður og heimili
hennar. Hann varð svo vel að
sjer í verslunarefnum sem
skólagenginn væri, og viss og
áreiðanlegur í störfum. Qg í
þjóðmálum var hann útsmog-
inn, enda lagði hann rækt við
þau fyrrum. Hann var hagsýnn
með afbrigðum, og þótt á bát-
inn gæfi stundum, vann hann
það jafnharðan upp á eftir.
Fjell honum þó einkarvel að
lifa ríkmannlega og mega nú
margir muna glaðar stundir
með Joni fyr á æfinni, enda var
hann hverjum manni skemti-
legri í vinahóp, kunni mikið til
frásagnar af mönnum og mál-
um og átti auk annars ógleym-
anlega kímnigáfu, en var laus
við að smjaðra fyrir nokkrum
manni. —
Jón Stefánsson var maður
| vel á sig kominn, þótt eigi væri
har : ikill áð vallarsýn, þjett-
ur , 8 líta, snyrtimenni og
. fríður sýnum og bar höfðingja-
svip. Fram yfir miðjan aldur
t
var hann ávalt hinn hraustasti,
en fjekk þá sjúkdóm, blóðeitr-
un skæða, sem hann beið aldrei
bætur af. Geriðst hann nú
kranksamari, þótt stundum
bæri lítið á, og tók að lokum
hjartasjúkdóm, en heilablóðfall
varð honum að aldurtila. Á
þann hátt syrti yfir hans síð-
ustu dögum, þótt heimili ætti
hann hið besta, sem honum
kom nú næsta vel.
Akureyri hefir lengi verið
myndarbær eftir vorum hátt-
um og íbúar hans mætir menn
og skemtilegir. Með Jóni Stef-
ánssyni, sem var gróinn Akur-
eyringur, er hniginn í val einn
af þeim, sem telja má á sínu
sviði með frumherjum þessarar
aldar í framfarabaráttu þjóðar-
innar, maður, sem hófst af
sjálfum sjer og sameinaði að
ýmsu leyti hinn gamla og hinn
nýja tíma, „aldamótamaður“,
sem á flest gat verið jafnvíg-
ur, er reyndi á greind og at-
orku, þótt enginn sæi hann fara
óðslega. Það leyndi sjer ekki,
að hann var af góðu bergi brot-
inn, enda var honum sjálfum
það ljóst.-Er vinum hans hin
mesta eftirsjá að honum, en
allir eiga sitt skapadægur, og
biðja þeir nú ástvinum hans
blessunar um ókomnar æfi
stundir. G. Sv.
★
ÞAÐ KANN að þykja óþarft
að bæta fáum orðum við ofan-
ritaða minningargrein eftir
Gísla Sveinsson þingforseta, er
hann hjer ritar um vin sinn og
frænda Jón Stefánsson.
En þó get jeg ekki látið hjá
líða að minnast þess, sem mjer
þótti óvenjulegast og merkileg
ast í fari Jóns Stefánssonar.
Að hann skyldi kornungur
hafa þann þroska framyfir jafn
aldra sína að geta, alveg án
undangenginnar tilsagnar
staðið í fremstu röð verslunar-
manna á Akureyri, þegar hann
15 ára gamall rjeðst til versl-
unar Eggerts Laxdal á Akur-
'eyri.
Rúmlegá tvítugur er hann
orðinn svo veraldarvanur við
verslunarstörf hjá J. V. Hav-
steen, að hann tekst á hendur
ritstjórn að flokksblaði og
stendur í blaðadeilum við þá
menn norðanlands, sem fremst-
ir stóðu að mentun og embætt-
isáhrifum. Og það með þeim
hætti, að eigi varð þess vart, að
hann væri ekki jaínoki and-
stæðinga sinna, er voru alt að
því helmingi eldri en hann og
höfðu notið fylstu skólament-
unar, sem þá var völ á.
Til þess að standa í þeirri
stöðu, sem Jón valdi sjer á
fyrstu árum aldarinnar, þurfti
alveg sjerstaka einbeitni og
traust á sjálfum sjer, trú á
málstað sinn, samfara óvenju-
legum gáfum. Enda hefir jafn-
aldri hans einn sagt mjer, er
var honum mjög kunnugur, að
honum hafi oft fundist, að Jón
heitinn hefði haft of lítið fyrir
mörgu því. sem hann tók sjer
fy.rir hendur. En fljótastur
Framhald á 8. slðu
Reglusoitmr uiuður
getur fengið atvinnu hú þegar við að leysa af í ’sumar-
leyfum á bensín og bifreiðaafgreiðslu ökkai’. Frám-
tíðaratvinna getur komið til greina.
if-reidiótöo Steindórá
❖
♦
ilokkrir bifreiðastió
geta fengið atvinnn við akstur á
stórum bílum um helgar.
ifrei&aótöci ddöteindóró
Reykjavík-Keflavík-Sandgerði
Frá 1. júní s. 1. er burtfarartími frá
Reykjavík kl. 1 e. h. og kl; 6 síðd.
I Bifreiðastöð Steindórs f
Getur nokkur véitt upplýsingar um hvort til sje tæki
hjer á landi, eða er nokkur, sem getur veitt upplýsing-
ar um tæki, sem hægt er að sjá í gegnum yfir allstórt
lahdsvæði a. m. k. milli, Reykjavíkur og Mýrdals og
sem hægt er að tala við mann í gegnum, með þessu
millibili, án þess að harni hafi móttökutæki, og sem
sendir frá sjer geisla, sem skapa þrýsting (notað við
folk). Þeir, sem,kynnuað geta veitt upplýsingar þess-
ar, eru vinsamlega beðnir að snúa sjer til mín.
Baldur Guðmundsson, Stýrimannastíg 10.
*
Skipstjóra vantor
Yanan fiskimann með skötulóðárveiðarfæri á Vest-
fjörðum vanta-r strax á 26 smál. vjelbát. Ennfremur
einn vjelamann á,sama bát. Fast mánaðarkaup ef ósk-
að er. ■— Tilboð sendist blaðinu merkt „Vestfirðir".
Ný 200 ha. bótavjel
með öllu tilheyrandi til sölu og_ afgreiðslu nú þegar
hjer í Reykjavík. — Upplýsingar gefa
O. H. Helgason & Co.
Vjeladeild. — Borgartúni 4. — Sími 2059.
<®^®><Sx^<$*S><£<$>^S><SxSv3x®^><S>®^<®<S»<S><&<^<$<S><$><íx$<S><®^x$>3x&<®<^S*$KSx^$x$^<$^><j*
Kjötverslun og pylsugerð
| til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrif- %
stofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlangs Þorláks-
sonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202.
■5 ■ • r ■ ? > ■ : « t >. < f ?V