Morgunblaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐTfi Laugardag-ur 9. júní 1945. DlmititiHiiktk Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Hjáróma rödd EKKI GAT ritstjóri Tímans nú. frmur en endranær, setið á strák sínum gagnvart Eimskipafjelagi íslands. Endilega þurfti að senda fjelaginu „tóninn“, eftir síðasta aðalfund. Og enn er það gróði fjelagsins, sem er þyrnir í augum ritstj. Tímans, en hann nam, sem kunnugt er, um 6.7 milj. króna. Um þenna gróða farast ritstj. Tím- ans orð á þessa leið: „Hefir farmgjaldalækkunin, sem verðlagsráð fyrirskipaði í fyrra, því reynst síst of mikil, eins og þó var haldið fram af stuðningsmönnum fjelags- ins á sínum tíma”. Bersýnilegt er, að ritstj. Tímans hefir kynt sjer reikn- inga fjelagsins og skýrslu fjelagsstjórnar, áður en hann birti framangreind ummæli, því að hann getur þess rjetti- lega, að allur gróðinn stafi frá leiguskipunum. Hins- vegar Irafi orðið stórfelt tap (á 3. milj. kr.) á eigin skip- um fjelagsins. En ritstj. Tímans minnist ekki á það, sem þó er aðalatriðið í sambandi við farmgjaldalækkunina, sem fyrirskipuð var 9. maí í fyrra, að tap varð á rekstri skipanna í heild eftir lækkun farmgjaldanna. Frá þessu er skýrt í skýrslu fjelagsstjórnarinnar. Hagnaðurinn er nál. allur fenginn á fyrstu 4 mánuðum ársins, þ. e. áður en farmgjaldalækkunin kom. Þetta sýnir og sannar, að ef farmgjaldalækkunin hefði komið til framkvæmda strax frá áramótum, þá hefði orðið tap á rekstri fjelags- ins á árinu. Og þá væri nýbyggingarsjóður Eimskips nú 3.5 milj. kr. fátækari. Það er þetta, sem ritstj. Tímans harmar, að ekki varð. ★ Enn er ritstj. Tímans að stagast á þessum gamla, marg- endurtekna þvættingi, að Eimskipafjelag íslands sje eign „fámennrar klíku í Reykjavík”. Hygst hann að þessu sinni styðja mál sitt á því, að flestir þeir sem sóttu aðal- fundinn. hafi verið úr Reykjavík. En þetta er ekki nýtt fyrirbrigði. Þannig hefir þetta verið frá því að Eimskip var stofnað. Hluthafar úti um land hafa aldrei fjölment á aðalfundina; þeir hafa falið mönnum hjer að fara með atkvæði sín á fundum fjelagsins. Annars hefði ritstj. Tímans vel getað beðið með að ræða þetta atriði, því að á þessu ári verður birt hlut- hafaskrá Eimskips. Fæst þá úr því skorið, hvort það er „fámenn klíka í Reykjavík”, sem á hlutabrjefin í Eim- skip. ★ Sem betur fer mun almenningur í landinu hafa megn- asta viðbjóð á rógskrifum Tímans um Eimskipafjelagið. Og það er alveg víst, að ísl. þjóðin í heild tekur undir það, sem stjórn Eimskips segir í niðurlagi skýrslu sinnar. En þar segir svo: „Þá sjóði, sem safnast hafa undanfarin styrjaldarár, vill fjelagsstjórnin fyrst og fremst nota til þess að auka skipakost fjelagsins, og bæta samgöngurnar á hvern þann hátt, sem hún telur samrýmast starfsemi fjelags- ins. Það er því mjög mikilsvert að hagur fjelagsins skuli nú vera þannig, að væntanlega verður haégt að endur- nýja skipastólinn, án þess að stofna til stórfeldra skulda, og er vonandi að þær raddir sjeu nú alveg þagnaðar, sem töldu það hina mestu goðgá, að Eimskipafjelagið safnaði nokkrum sjóðum til endurnýjunar flotans. Fjelagsstjórnin telur enn sem fyrr, að það eigi að vera höfuðmarkmið fjelagsins, að geta sjeð fyrir sem mestum hluta af samgönguþörfum landsmanna á sjó, og á þann hátt stuðlað að því að hið nýfengna sjálfstæði landsins verði meira en nafnið eitt. Og um þetta atriði treystir fjelagsstjórnin þjóðinni til þess að standa sameinuð í bráð og lengd”. Þetta voru niðurlagsorðin í skýrslu stjórnar Eimskipa- fjelagsins til síðasta aðalfundar. Hver er sá sannur ís- lendingur, sem ekki getur af heilum hug tekið undir þetta? Áreiðanlega enginn. Rödd ritstjóra Tímans í gagnstæða átt fær hvergi áheyrn. Hún er hjáróma rödd á eyði- mörku eymdar og vesalmensku. ÚR DAGLEGA LÍFINU Njálumyndir. „GUNNAR LAMBASON skrif- ar: — „Það er alt af við og við verið að ræða um myndir þær, sem eiga að skreyta hina nýju útgáfu á Njálu, sem kalla á Brennu-Njálssögu. Það er ákaf- lega gaman að| þessum umræð- um, menn fara þar kringum efn- ið eins og kettir kringum heitan graut, — allir nema einn, sem jeg hefi sjeð rita um þetta mál, tæpa á því, að þeim líki ekki sem best við listaverkin, eru alveg grallaraiausir yfir því, að Skarp- hjeðinn og Högni skuli hengslast áfram hoknir í hnjánum, tungl- ið vera eins og egg í laginu og hrafninn stjellaus. Ráðningin á þessarri gátu er ekki vandasöm: Hrafninn verpti tunglinu og þess vegna varð það eins og egg í laginu, en »við áreynsluna datt auðvitað stjelið af hrafngreyinu. Og hefnendunum varð svo mik- ið um atburðinn, að þeir eru að niðurfalli komnir, óvíst, hvort tveir legátar eins og sjást á mynd inni geta einu sinni varið sig fyrir þeim, sem þeir ætla að drepa, hvað þá heldur gengið af þeim dauðum. — Mjög er það vel gert af listamönnunum að hafa þau þó bæði jafnljót, Hallgerði og Gunnar, annars yrði þetta helstil ótrúlegt. Hallgerður minn ir mann mest á Magnínu heima- sætu í Ljósi heimsins, þessa, sem hundurinn hnerraði af að þefa af. Gunnar, ja, hann er ekki ó- svipaður Hreiðari heimska á ís- lensku spilunum. Kannske sje ekki hægt að lýsa drenglyndi hans og sorglegu örlögum, nema að hafa hann svona digran og ólögulegan í vexti. Kannske, en það eru þá lögmál, sem mjer eru hulin, sem ráða öðru eins og því“. • Hvar lenda týndir munir? S. SKRIFAR: — „Oft er aug- lýst í blöðum eftir týndum mun- um, sumum all verðmætum. Venjulega ber þetta góðan árang ur, þó að út af geti brugðið. Finn andi skilar hlutnum þangað, sem auglýsingin segir til. Sumir finn- endur auglýsa líka fundna hluti, ef þeir vita ekki, hverjir eigend- ur þeirra eru. Þannig kemst oft- ast nær týndur hlutur á rjettan stað. En þó er til fólk, sem ekki skeytir um að koma hlut, sem það finnur, til skila. Fyrir nokkrum vikum síðan týndi kona hjer í bæ upphluts- beiti. Eftir því var auglýst í Morgunblaðinu og Vísi. En það bar engan árangur. Vissulega hef ir þó einhver hlotið að finna þenna hlut, en ekki hefir hann samt komist til skila. Ætíð mun eitthvað vera til af óskilamunum í vörslum lögregl- unnar. En hverjir þeir eru, vita fáir, því að þeir munu sjaldan auglýstir. Vel mætti þó vjelrita lista yfir óskilamunina og hafa hann almenningi til sýnis, ann- aðhvort í fordyri lögreglustöðv- arinnar, eða öðrum hentugum Stað í bænum, t. d. pósthúsinu". • Meira um vatnið. S. M. Ó. SKRIFAR: — „Mig langar til, útaf því, er sagt var hjer í blaðinu í gær undir fyrir- sögnirmi „Óhófleg vatnseyðsla", að leggja þar nokkur orð í belg, því ekki finst mjer eins og skyldi í þessu sambandi vera bent á það, sem þó miklu mun ráða um vatnsskortinn í ýmsum hlutum bæjarins, og á jeg þar við hina mörgu vinnustaði og byggingar- vinnu, er taka ákaflega mikið kait vatn til sín, því þar mun ekki sú gætni eða sparsemi við- höfð, hvað vatnið snertir, sem þó full þörf er fyrir, því eitthvað er það, að vatnið þrýtur aldrei hjá okkur, er við vatnsskort búum, á sunnudögum, helgi- eða frídög- um, þegar sú vinna er lögð nið- ur út um bæinn, er hefir mikil vatnsnot. Jeg held því, að þarna ætti að hafa meiri gætur á, að vatnið renni ekki til spillis, og hvort ekki væri ráðlegt að safna vatni í ílát (tanka) til þeirra hluta, þegar nóg er fyrir hendi handa öllum“. Mikið bygt. „VIÐ VITUM það, að aldrei hefir verið bygt eins mikið og síðari árin og er síst slakað þar til núna, einnig er fólksíjölgunin hjer mikil, en hvorutveggja þýð- ir fleiri heimili, meira vatn. Að vísu er fiskþvottur hjer mikið til úr sögunni, en ýms önnur vinna og mannvirki nú til dags eru þarna miklu frekari eða svo seg- ir reynslan. Heita vatnið sparar mjög kalda vatnið hvað upp- þvott, gólf- og tauþvott snertir og kemur sjer stórkostlega vel fyrir heimilin, en það bætir þó ekki úr þeim vatnsskortinum, sem bagalegastur er, eða þeim, er veit að salernunum, því úr honum er ekki hægt að bæta nema að láta vatnið renna stöð- ugt og einnig notuð mest á dag- inn, og verður því allra hvim- leiðast að þau sjeu ekki í lagi. Hitt tel jeg hægara, síðan heita vatnið kom, að hafa kalt vatn í ílátum og hafa við hendina fyrir okkur húsmæður, en jeg hefi nú líka lifað þá tímana, er spara varð hvern vatnsdropa, en þá voru vatnssalernin ekki komin til sögunnar, til hrellingar í þess- um efnum. Fyrirhugað er að stækka vatnsveituna, en það tek- ur þó sinn tíma að koma því i kring, og þangað til verður að gera alt sem hægt er til að fara hóflega með kalda vatnið og deila því, sem jafnast niður, enda mælir öll sanngirni með því og rjettlætiskend“. A INNLENDUM VETTVANGI m í Morgunblaðinu fyrir 25 árum ÞAÐ ER ekki úr vegi að birta hjer lýsingu á knattspyrnuleik, sem háður var fyrir 25 árum á íþróttavellinum á Melunum. — Leíkurinn var milli Víkings og KR. í Mbl. 11. júní segir m ,a.: „Veðrið var því miður ekki sem hagstæðast, sterkur austan- stormur, en þrátt fyrir það voru ca. 1500 manns áhorfendur að leiknum, og gengu undir „Gígju“ slætti suður á íþróttavöll til þess að sjá hverjir mættu láni fagna að leikslokum. Voru flestir á það sáttir, að Víkingur mundi vinna og það gerði hann líka á eftir- minnilegan hátt. KR vann við hlutkestið og kaus að leika und an vindi. Viðureignin byrjaði fjörlega, Víkingur hafði miklu betri samleik en þegar hann átti við Fram, og gerði margar góð- ar árásir, þó við vindinn væri að etja. Vildi það óhapp í einni sókn inni, að Haraldur Ásgéirsson (KR) vazt um hnjeð og varð ó- vígur. í síðari hálfleik kom vara maour í staðinn, en Harald vant áði tilfinnanlega, hann sparkar vel. KR, sem hafði vindinn 'með sjer, settist um tíma um mark Víkiftgs, en gekk illa að komast í gegn og fjekk aðeins eitt mark. Apnað mark fengu þeir með hjá’p Páls A. (Vík.) inni á vítis- svæðinu. Víkingur vann af kappi og Ijek ágætlega, en gat þó ekki goldið mörkin. Hálfleikurinn end aði með tveimur mörkum hjá KR. í öðrum hálfleik fengu Víking ar uppreisn og KR líktist mjög Fram III. á drengjamótinu. Það var sorglegt að sjá þessa 11 menn •KR standa rjett fyrir framan markið til að verja, en engan úti á vellinum til þess að sækja á. Vindurinn hjálpaði Víkingum dá lítið í árásunum í seinni hálf- leik. . . Má heita ógerlegt að leika með knetti í miklum vindi; knött urinn skrúfast svo hátt upp og kemur niður þar sem síst er von á honum, má því ekki spyrna nema lágt í samleik í slíku veðri og best væri að leika als ekki. Iiálfleikurinn endaði með fjór- um mörkum hjá Víkingum móti engu“. ★ UM EINSTAKA menn í liðun- um segir m. a.: „Markmaður Víkings var betri en seinast, bakverðirnir báðir góðir og skiluðu knettinum vel; reyndar „kinksuðu“ þeir báðir í einu í fyrri hálfleik, og hefði það getað orðið hættulegt ef Frið- þjófur hefði verið viðstaddur, en væntanlega kemur þetta ekki fyr ir , aftur. Óskar Norðmann var góður eins og hann er vanur. — Ágúst var eins og nýr maður. Páll Helgi og Halldór voru sömuleið- is góðir, en skutu of sjaldan á mark. Markmaður KR Ben. G. Waage, var óvenjulega góður og náði mörgum knetti. Jón Þor- steinsson var góður og stritaði ó- sleitilega fyrir samsherjanna. — Gunnar Schram var æfingarlaus og óþekkjanlegur frá í fyrra. Friedrich F. var bestur fram- herjanna, hann veit hvernig á að fara með knöttinn, en vár of seinn í hreyfingum. Björn var ekki eins og hann á að sjer. — Vinstri innri vængur er efnileg- ir GREININ endar svo á þesari „filósofíu“ um Knattspyrnu: „Yfirleitt verða knattspyrnu- menn að nota heilann og augun og hafa markmið með öllu, sém þeir gera, ef árangur á að vera af leik þeirra. Útframherjar eiga aðallega að etja fram knettin- um, nota hlaupfrækni sína til að koma honum fram og miðja hann, og innframherjar að vera þeim til aðstoðar, ef torvelt er öð komast áfram. Eiga menn altaf að tala sig niður á því fyrirfrám hvernig samleik þeirra skuli hátt -að í aðalatriðum". Hjónaefni: Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína unfrú Sig- þóra Jónsdóttir og Elías Magnús son, Háteigsveg 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.