Morgunblaðið - 19.06.1945, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.1945, Qupperneq 8
8 MURGUNBLAÐIB Þriðjudagur 19. júní 1045. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, » Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Eítir landsíundinn LANDSFUNDI Sjálfstæðismanna lauk aðfaranótt sunnudags. Vafalaust munu fregnirnar af þessum lands- fundi valda mörgum vonbrigða. En það eru ekki Sjálf- stæðismenn, sem fyrir vonbrigðunum verða, heldur and- stæðangar þeirra, og þá fyrst og fremst Framsóknar- menn. Ekki er vafi á því, að Framsóknarmenn hafa gert sjer miklar vonir um að nú myndi upp renna stundin, sem þeir höfðu lengst þráð, nú myndi óeiningin magnast, þannig að hægt yrði með sanni að segja, að ástandið innan Sjálfstæðisflokksms væri orðið eins og í Fram- sóknarf lokknum. En, sem sagt, þetta fór alt á annan veg. Á landsfund- inum ríkti hin ákjósanlegasta eining, sem e. t. v: kom best fram í því, að allir mennirnir, sem áttu að ganga úr miðstjólrn flokksins, — þeir Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Pjetur Magnússon og Pjetur Ottesen, •— voru endurkosnir í einu hljóði og greiddu atkvæði allir fundarmenn — um 300 talsins — að einum undanskild- um, er sat hjá. ★ Vafalaust má treysta því, að eftir þær glöggu myndir, sem dregnar voru upp á landsfundinum af aðgerðum Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, stjórnmálaviðhorf- inu og framtíðar fyrirætlunum, muni vegur Sjálfstæðis- flokksins vaxa og fylgi hans að sama skapi. Þegar menn kynnast gögnunum, kemur það svo ótví- rætt í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki aðeins skilið skyldu sína sem langstærsti stjórnmálaflokkur þjóð- ar og þings, heldur hefir honum og tekist mjög giftusam- lega að ná einingu við andstæðinga sína um úrlausn mestu velferðarmála þjóðarinnar. Hitt er og augljóst, að velferð allrar þjóðarinnar veltur algjörlega á því, að það takist að koma í framkvæmd þeim málum, sem ríkisstjórnin hefir nú á döfinni. Munu áreið- anlega allir Sjálfstæðismenn styrkja flokksforustuna til þeirra dáða. ★ Jafnframt þessu ætti að mega treysta því, að Fram- sóknarflokkurinn fái nú maklega ráðningu. Hin neikvæða og óvirka, en illgjarna barátta þess flokks hnígur nú að því einu, að rífa niður og reyna að sporna við því, að unt verði að hrinda í framkvæmd mestu framfaramálum þjóðarinnar. Forráðamenn Framsóknarflokksins eru að verða al- gerar „grínfígúrur“ í þjóðfjelaginu. Menn, sem ekki er hægt að treysta. Menn, sem staðnir eru að því að hugsa ekki um neitt annað en valdabrask. Þessu lýsti best fyr- verandi formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, er hann skrifaði um þá Hermann og Eystein þetta: „Þeir höfðu fyrir atbeina og úrræða samflokksmanna sinna setið samfelt átta ár í stjórn landsins. Þessi óvana- lega langa stjórnseta hafði haft áhrif á dómgreind þessara lítt reyndu manna. Þeir höfðu komist á þá skoðun, að þeim væri svo að segja áskapað að vera ráðherrar á íslandi. Og þegar þeim þó'tti ekki opin leið í ráðherra- stólana í fjelagi við Sjálfstæðismenn, sneru þeir sjer með miklum áhuga að því, að komast aftur í ríkisstjórn með atfylgi kommúnista“. Þannig lýsti Jónas Jónsson valdabrölti núverandi for- ystumanna Framsóknarflokksins. Hann þekkir þessa menn betur en flestir aðrir. ★ Engum vafa er það undirorpið, að fulltrúar, sem fóru heim af landsfundi Sjálfstæðismanna, fundu betur nú en nokkru sinni fyrr, að stefna og starf Sjálfstæðisflokks- ins verðskuldar fórnir og erfiði. Hitt er og jafn áreiðan- legt, að allir voru fulltrúarnir ráðnir í því að leggja fram alla krafta sína til þess að efla gengi Sjálfstæðisflokks- ins, til farsældar fyrir land og lýð. ÚR DAGLEGA LÍFINU Glæsileg þjóðhátíð. ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt en að hátíðahöld þau, sem fram fóru á ársafmæli lýðveld- isins, hafi orðið öllum til sóma, og þó fyrst almenningi, sem kom þannig fram, að hann hefir mik- inn heiður af. Á þetta sjerstak- lega við um hátíðahöldin um kvöldið, í Hljómskálagarðinum. Mun því nær einsdæmi í sögu ís- lands, að jafnmikill manngrúi hafi komið fram með jafnmikl- um virðuleik og slíkri saklausri kátínu og gleði, sem þar sást. Þar urðu engin af hinum illu eftir- köstum, sem svo oft vilja fylgja skemtunum hjer á landi, heldur hætti alt á tilskildum tíma og fór hver ánægður heim til sín. Það ber öllum, sem að þess- arri þjóðhátíð stóðu, þakkir fyr- ir starf sitt. En sjerstaklega ber þó almenningi þakkir fyrir hina virðulegu og fögru framgöngu. Hún sýnir, að Islendingar geta verið öðrum fordæmi, þegar þeir vilja það við hafa, sýnir, að lýð- veldisstofnunin á enn djúpar ræt ur í hugum alls fólksins. Það, að meiri troðningur var á Iþrótta- vellinum en í garðinum, er að- eins vegna þess, að Iþróttavöll- urinn er þegar orðinn alt of lít- ill fyrir höfuðstaðinn, ef eitthvað mikið er þar um að vera, sem veldur óvenjulegri aðsókn. Það verður að fara að vinda bráðán bug að því að koma upp vegleg- um íþróttavelli, ekki geta íslensk ir iþróttamenn endalaust sett sín ágætu met í þessu gamlí flagi. • Þeir, sem skemtu. ÞAÐ VAR vel vandað til skemtiatriða í Hljómskálagarðin- um um kvöldið, fögnuður mann- fjöldans gaf það vel til kynna. Fjöldasöngurinn (þjóðkórinn) gerði mikla lukku, og söng þar hver sem betur gat. Þá var ekki kórunum verr tekið, enda eru þeir báðir vinsælir. Annars var það svo, að fólkið var í svo góðu skapi yfirleitt, að það sá yfir all- ar misfellur, var ánægt með alt, vegna þess að þjóðin var að minn ast fengins frelsis. — Mestan fögnuðinn virtist mjer Pjetur Jónsson þó vekja af öllum, sem skemtu, enda varð hann að end- urtaka hvert einasta lag, sem hann söng. Jeg hefi sjaldan heyrt annan eins fögnuð yfir einsöng, nema ef vera skyldi, þegar hann söng í listamannaskálanum á kvöldvöku leikara í fyrravetur. Já, Pjetur á djúp ítök í fólkinu, og er vel að þeim kominn. Lúðra- sveitin ljet ekki sitt eftir liggja, og tókst yfirleitt vel upp, upp- lestri þeirra Lárusar Pálssonar og Helga Hjörvar var vel fagn- að, hvítu húfurnar nýju stúdent- anna lífguðu upp mannfjöldann, sólin skein og alt ljek í lyndi, mikill glæsibragur var á öllu saman, alt ókeypis, sem ekki skemdi neitt, nema fánarnir, sem komnir voru upp í okurverð, áð- ur en deginum lauk. Hefði það varla aukið á kostnaðinn af há- tíðinni, þótt nefndin hefði lát- ið gera nokkur þúsund pappírs- fána og útbýta þeim ókeypis meðal barnanna. • En Bakkus var ekki með. BINDINDISMAÐUR skrifar mjer: ,,Aldrei hefi jeg heyrt meira vantrausti lýst á Bakkus konung, en þegar þjóðhátíðar- nefndin skoraði á menn að neita öilu fylgilagi við hann á hátíð- inni. Mjer sýndist vera farið þarna eftir fyrirmælunum, jeg gat varla. sjeð vín á nokkruiji manni, og veit jeg, að það hefir bætt mikið útkomuna af degin- um, ef svo mætti segja. — En er þetta eþki vert til svolítillar um- hugsunar: — Ríkið selur áfenga drykki fyrir fleiri miljónir ár- lega, það þykir ekkert ilt við það, Bakkus þykir þá sjálfsagð- ur förunautur. En þegar mikið liggur við, að alt fari sem sóma- samlegast fram, þá er þessi vin- ur og fjeþúfa það fyrsta, sem ráð- lagt er að skilja við sig. Hvernig getur þetta nú farið saman? Er ekki best að gera annaðhvort, að losa sig alveg við þenna viðsjála vin, eða lofa henum altaf að vera með, hvort sem er á mestu há- tíðum, eða hversdagslega. En heldur finst mjet það nú bera vitni um, að mönnum finnist hann ekki alveg eins góður og af er látið, að mönnum er ráð- lagt að losa sig við hans fjelags- skap 17. júní. Þar var ráðlagt rjett“. • Að heilsa vorum fána. AUÐVITAÐ var fáni á hverri ----- ■ einustu stöng á sunnudaginn, en fólkinu virðist enn ekki vera farinn að lærast sá siður að heilsa þjóðfánanum, eins og vera ber, þegar fiann er borinn fram hjá af fylkingum íþróttamanna eða annarra, sem í skrúðgöngum fara, þá er þjóðfáninn altaf bor- inn í fylkingarbrjósti, og þá taka þeir, sem við götuna standa, of- an, meðan fáninn er borinn fram hjá. Þetta sá jeg fáa gera á sunnu daginn, en þetta er fallegur og góður siður, sem sjálfsagt kem- ur von bráðar, eins og fleiri góð- ir siðir og fallegir, sem komist hafa á á þessum stutta tíma, sem við erum búnir að vera algerlega sjálfstæðir, íslendin-gar. Jeg veit aðeins eitt og það er það, að hver sá, sem örvænti á einhvern hátt um þjóðina og framtíð hennar, hann hefir tekið sinnaskiftUm við að sjá t. d. hátíðahöldin hjer í Reykjavík. Af þeim er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að vegurinn liggi fram og upp til meiri menningar og þroska. — Nýtt skip til landsins AÐ KVÖLDT þcss .17. júní, kom hingað nýtt i'lutninga- skip frá Kanada, ins. Ilaukur. Eigendur skipsins eru hluta- fjelögin Ilaukur og Baldur, Djúpuvík, Strandasýslu. Skipið er alt smíðað úr furu, hardwodd og eik. Það er 520 rúmlestir brúttó og 442 rúínl. nettó. Það er knúðið tveim Faribanks dieselvjelum, sem. hvor um sig er 420 hest ofl. Alt er það búið nýjustu og fullkomnustu öryggistækj- um. Byrðingur þess 31/5 ]>und. að utan, bönd, 10x12 þuml. og inni klæðning 3 þund. — Skip ið er hið vistlegasta, en ílniðir skipver.ja frekar litlar, þ.ær má þó stækka án mikilla fyrir- hafar Ibúðir yfirmanna aft- urí. • Haukur fór frá llalifax að morgni 5. júní. Það var fyrsta skip sem fór frá Halifax, án þess að vera í skipalest, eftir að Evrópustríðinu lauk. — Á leiðinni hrepptu þeir tvo óveðursdaga. Fyrri daginn, var veðurhæð 9 til 10 vindstig,- en síðari daginn 10—11 vind- sfig. 1 laraldur Ólafsson, 1. stýrimaður á es. Fjallfoss, sem sigldi Hauk hingað sagði biað, inu, að ski]>ið hefði reynst í alla staði hið prýðilegasta. Auk skipstjóra voru á skipinu 9 rnenn. Þett er fyrsta skipið, sem kemur hingað 1 i] lands og keypt, er á vegum Nýbygging- arráðs. Montgomery heiðurs- borgari í Portsmouth. LONDON: — Bæjarstjórnin í Portsmouth hefir ákveðið að gera Montgotnery marskálk að heiðursborgara í Portsmouth. í skugga Glæsibæjar Fftir Ragnheiði iónsdéffur FRÚ RAGNHEIÐUR; JÓNS DÓTTIR ljet frá sjer fara fýr- ir nókkrum árum ’athyglis- verða skáldsögu er nefndist „Arfur“ og vakti með henni, áhuga bókmenntamanna fyrir skáldgáfu sinni. Nú hefir frú- in gefið út nýja skáldsögu, sem er að ýmsu leyti ágæt, þótt, hún sje allólík hinni fyrri. Hjer er um framför að rajða í meðferð máls og stíls og f lipurð frásagnarinnar; margar af persónunum eru mætavel gerðar og sagan er „spenn- andi“, skemmtileg aflestrar. I lún sýnir einnig, að frú Rágn heiður vinnur af álhug og, alvöru að list sinni, og að ekki verður lengur hægt að ganga fram hjá henni, þegar nefna skal efnilega upprenn- andi höfunda. Ekki vil j('g leyna því, að mjer finnst þessi saga nokkru ljettvægari að bókmenntagildi en „Arfur“ enda þótt hún sje að ýmsu leyti lietur skrifuð. En flest- um mun finnast hún betri og skal ekki deilt umþað afminni. jhálfu. Það er eðlileg þróun á Jhöfundarbraut, að önnur bók skálds sje betur rituð, en þó minna skáldverk en sú fyrst.a. Og eigi er það óalgengt, að þriðja bókin skeri úr.um íram tíð skáldsins, þótt stundum draigist það lengur. Það sem mestu máli skiftir er, að hjer er höfundur á ferðinni. sem á bæði skáldgáfu og vilja iil að efla hana og þroska. Ba*k- urnar bera það með s.jer báð- ar, að bak við þær er hugsún og einbeitt starf. Kristmann Guðmundsson. LONDON: — Fram að sig- urdeginúm í Evrópu nam manntjón kanadiska flughers- ins 21.423 mönnum ,,! .... -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.