Morgunblaðið - 19.06.1945, Page 10

Morgunblaðið - 19.06.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 19. júní 1945. — Ræða fjármálaráðherra Framh. af bls 9 ættu að geta orðið sammála um að breytinga sje þörf í þessu efni. Jeg skal þá að endingu víkja nokkuð að afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár og skatta lögum þeim, er sett voru að íif- hlutun núv. ríkisstjórnar á síðasta þingi. Að sönnu hefir það mál verið rætt svo mikið á fundum og í blöðum undann- farna mánuði að jeg tel ástæðu lítið að eyða tíma fundarmanna í langar greinargerðir um það nú, enda drap form. flokksins nokkuð á eina hlið þess í setn- ingarræðu sinni í gær. Hann benti sem sje á það, að núv. ríkisstjórn átti um það tvent að velja, að afgreiða fjárlög með miklum tekjuhalla eða leggja á þjóðina allverulega nýja skatta. Síðari kostunnn var tekinn, enda hafði beinlín- is verið um það samið við stjórnarmyndunina að fjárlög yrðu afgreidd tekjuhallalaus. En í fáum orðum sagt horfði málið þannig við þegar núv. stjórn tók við völdum. Fráfar- andi stjórn hafði lagt fram fjár- • lagafrv. þar sem öll útgjöld rík issjóðs voru áætluð tæpar 90 milj. kr. eða rúmlega 30 milj. kr. lægri en öll útgjöld ársins 1944 hafa reý^ist að verða. — Enginn eyrir var ætlaður til uppbóta eða niðurgreiðslna á landbúnaðarafurðir, reiknað var með dýrtíðarvísitölu 250 og framlag til opinberra fram- kvæmda var stórlækkað. Jeg get þessa ekki fyrv. stjórn til neins ámælis. Hún hafði ætlað sjer að fara þá leið að lækka dýrtíð, draga úr verðlagsupp- bótum jafnt á kaup og á land- búnaðarafurðii. Þetta var leið, sem vissulega var athugunar- verð og leið, sem óhjákvæmi- legt getur orðið að leggja rit á fyr en varir. En hvað sem því líður, þá er hitt víst að þessi úrlausn málanna hafði ekkert þingfylgi. Enginn þingflokk- anna gerðist málsvari hennar. Löngu áður en núverandi stjórn var mynduð, hafði verið um það samið milli þingflokkanna, að greiða útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir og greiða niður verð þeirra á innlend- um markaði, þannig að bændur fengju trygt það verð, sem þeim bar samkv. sex manna nefndar álitinu frá 1943, enda fjellu þeir frá að krefjast þeirrar hækkunar, sem þeim bar, vegna hækkunar á landbúnað- arvísitölu ársins 1944. Alt þetta mál er svo kunnugt að óþarft er að rekja það frekar hjer. En afleiðing þessara samninga var vitanlega sú, að ætla varð fje til uppbótanna, því ekki gat komið til greina að rjúfa gerða samninga. Önnur afleiðing þess ara samninga var svo sú, að ó- verjandi var að miða verðlags- uppbót í fjárlögum við lægri vísitölu en þá, sem gilti þegar fjárlög voru sett, enda hefir reynslan þegar sýr.t það. Þá sýndi það sig og að enginn þing- vilji var fyrir að draga úr op- inberum framkvæmdum, svo sem fyrv. stjórn hafði hugsað sjer sjerstaklega til vegagerða. Skal það þó íúslega játað, að j mjög orkar tvímælis að verja, svo miklu fjé til nýrra vega! sem raun er á, meðan ekki tekst að fá nauðsynleg tæki til vegagerðarinnar. Reynslan hef- ir sýnt að með því að nota hin gömlu og úreltu bandverkfæri verða vegirnir mörgum sinnum dýrari, en vegir, sem gerðir' eru með nýtísku tækjum. Það getur því beinlínis tafið vega- gerðina að veita mikið fje til þess að vinna með úreltum tækjum, því ekki verður það fje notað aftur, þegar fullkomn- ari tæki eru fengin. En hvað sem .nú þessu Hður, þá er það víst, að stjórnin hlaut mikið ámæli frá andstæðingum sín- um fyrir það, hverja harð- ýðgi hún hefði sýnt í að spyrna móti frekari fjárveitingum til opinberra framkvæmda. Held jeg, þó að enginn hafi brigslað henni um að hafa sýnt hlut- drægni í þeirri úthlutun. — Að lokum var svo óhjákvæmilegt að ætla fje til útgjaldaauka vegna nýrra launalaga, sem allir flokkar stóðu að. Þegar þessa alls er gætt, ætti það að vera hverjum manni skiljan- legt, að eigi varð komist hjá að , afla ríkissjóði aukinna tekna. Stjórnin bar svo fram skatta- frumvörp, sem náðu samþykki alþingis. Gert var ráð fyrir, að frv. þessi mundu gefa í rík- issjóð samtals rúml. 20 milj. kr. Frv. þessi hafa verið marg- rædd utan þings og innan og sje jeg því ekki ástæðu til að fara um þau mörgum orðum að þessu sinni. Skal þó aðeins drepa á þau. (Hjer gerði ræðumaður nokk ura grein fyrir hinum nýju skattalögum, en þar sem áður hefir birst hjer í blaðinu ræða er flutt var á fundi í Varðar- fjelaginu á s. 1. vetri um sama efni, er þeirri greinargerð slept hjer). ★ SVO JEG víki nú aftur að fjárlagaafgreiðslunni, þykir mjer rjett að geta þess, að rekst ursútgjöld voru áætluð rjett um 100 milj. kr. og rekstursafg. tæpar 8 milj. kr. Þar eru upp- bætur og niðurgreiðslur á land búnaðarafurðir eigi meðtaldar, en heldur ekki hinir nýju skatt ar að frátöldum tekjuskatts- aukanum. Sjóðsútgjöld aftur á móti eru 110 milj. kr. og stand- ast þar nokkurn veginn á út og innborganir. Tíminn leyfir ekki að fara nánar út í hina ein stöku liði fjárlaganna. Þess má geta, að fjárhagsáætlunin sætti allmikilli gagnrýni frá stiórn- árandstæðingum, sem spaðu tekjuhalla svo tugum miljóna skifti. Það er enn þá ekki auð- ið að segja um, hvort eða að hve miklu leyti þessar hrak- spár muni rætast. Það veltur vitanlega mjög á því, hverju fram vindur í atvinnu- og við- skiftalífinu á síðari helmingi þessa árs. Enginn vafi er á því, að ýmsir útgjaldaliðir fara mik ið fram úr áætlun, eins og jafn an hefir verið bæði fyr og síð- ar. Hinsvegar er það nokkurn veginn víst, að þeir tekjuliðir ýmsir, sem verst var spáð fyr- ir, standast áætlun og vel það. Það sem af er þessu ári hafa tekjur og útgjöld um það leyti staðist á og hafa þó verið greiddar fullar 2 rnilj. kr. á mánuði til jafnaðar vegna land búnaðarafurðanna. Jeg er því svo bjartsýnn að gera mjer von ir um, að verstu hrakspárnar rætist ekki, en læt mjer svo í Ijettu rúmi liggja, hverjar von- ir stjórnarandstaðan gerir sjer í þessu efni. Um framtíðarskipan fjár- málanna vildi jeg að öðru leyti segja þetta: Jeg er sömu skoð- unar og jeg áður hefi verið um það, að útgjöld ríkissjóðs sjeu orðin hærri en undir verði ris- ið til lengdar. Það verður nú þegar að stefna að því, að draga saman seglin. Ella getur svo farið að fjársóun og óhcf- leg skattaálagning hindri þá nýskipun atvinnulífsins, sem flestir játa að sje nauðsynleg. Mjer er það ljóst, að það verð- ur hvorki ljett starf nje vinsælt að draga úr útgjöldum ríkis- sjóðs, hvorki að því, er snertir hin venjulegu rekstursútgjöld nje landbúnaðargreiðslurnar. Ríkisstjórnin hefir verið að athuga nokkuð möguleika til reksturssparnaðar, sjerstaklega í mannahaldi. En þar er hið óþolandi húsnæðisástand rík- isstofnana erfiðasta l]ónið á veginum. Ef úr því yrði bætt, er augljóst að spara mætti á ýmsum sviðum. En jafnframt er mjer það ljóst, að óhjákvæmi- legt er að hverfa frá uppbóta- stefnunni. Jeg læt ósagt, hvort auðið er að gera það í einni svip an, en jeg er sannfærður um að heppilegast er að breyting verði i þeim efnum sem fyrst. Engar slíkar breytingar verða gerðar alveg sáraukalaust. Við íslendingar höfum fengið svo dýrkeypta reynslu af að láta atvinnu- og fjármálalíf lands- ins komast í fullkomið öng- þveiti, að við ættum að vera þess minnugir að minsta kosti í nokkur ár og láta vítin verða oss til varnaðar. Göring fær lítinn mat London í gærkvöldi. MATUR sá, sem Göring fær á dag, inniheldur ekki nema um 2000 hitaeiningar (kaloriur). James Grigg hermálaráðherra skýrði frá þessu í neðri deild breska þingsins í kvöld, er hann svaraði fyrirspurn frá þing- manni, þess efnis, hvort stríðs- glæpamenn, eins og Göring til dæmis, fengju sjerstakt fæði. Grigg sagði, að svarið, sem hann hefði gefið við fyrirspurn íj. júní um meðferð stríðsfanga Breta, ætti einnig við um þá fanga, sem væru í haldi hjá Bandaríkjamönnum, svo sem Göring. Grigg skýrði frá því nýlega, að þýskir stríðsfangar í Bret- landi, sem ekki væru settir til vinnu, fengju á dag fæði, sem innihjeldi um 2000 hitaeining- ar. Fangar, sem settir væru til vinnu, fengju til viðbótar mat, sem ekki er skamtaður, svo sem brauð og kartöflur, til þess að lágmarksþörfum þeirra væri fullnægt. Grigg sagði, að dagskamtur, sem innihjeldi 2000 hitaeining- ar, væri töluvert minni en dag- skamtur breskra borgara. — Reuter. Minnin garorð Jón Adolfsson STOKKSEYRI er lítið kaup- tún á hafnlausri suðurströnd íslands. Landið er flatt. Húsin í þorpinu standa strjált um sljett og græn tún, en afgirtir matjurtagarðar inni á milli. Göturnar eru stráðar hvítum sandi. Einkenni þessi setja sinn mjúka og vingjarnlega blæ á bygðarlagið. Framundan er skerjagarður- inn og hafið. Þar er alt ótrygg- ara. Þar gnauðar brimið þegar minst varir. Þar heyir úthafið sitt endalausa stríð. Þar rísa öldurnar háar og risvaxnar og fallá og brotna við sandinn. Stundum teygja þær freyðandi tungur sínar alla leið upp á milli hinna strjálbygðu litlu húsa. Upp af er hið mikla Suður- landsundirlendi, en fjöllin blá á bakvið. I þessu umhverfi fæddist Jón Adólfsson, ólst upp, starfaði all an sinn aldur og dó. Landið setur stundum sinn svip á mennina. Mannfólkið hefir líka sín áhrif á umhverfið. Jón Adólfsson var að vissu leyti ímynd þessa umhverfis. Hann var fríður maður svo að af bar. Hann var þrekvaxinn' og gjörfulegur. Hann var hóg- vær og kyrlátur, en jafnframt karlmenni og víkingur. Hann var aðgætinn, en þó öruggur. Jón Adólfsson setti sinn svip á Stokkseyri. Hann rak útgerð og stýrði skipi sínu sjálfur. Hann stundaði kaupmensku og verslunarstörf um langt skeið. Hann bætti og prýddi jörð sína eins og unt var. Hann reisti sjer og heimili sínu stærsta og glæsi legasta húsið á Stokkseyri. Alt til síðustu tíma hefir það verið tiltölulega sjaldgæft í Ár- nessýslu, miðað við sum önnur hjeruð, að bændur sendu syni síne til langskólagöngu. Mjer er nær að fullyrða, að hefði Jón Adólfsson alist upp t. d. í Húna vatnssýslu, en þaðan eru marg- ir lærðir menn komnir, hefði hann verið sendur í latínuskóla, orðið embættismaður og sómt sjer í slíku sæti af mikilli prýði, enda var fas hans og framkoma jafnan virðuleg og virtist hann til mannaforráða fæddur. Naut hann líka mikils tráusts og virð ingar þeirra, sem af honum höfðu kynni. Jón Adólfsson var kominn af kunnum og merkum ættum. Faðir hans, Adólf Adólfsson, útvegsbóndi á Stokkseyri, var sonur Adólfs Petersen, en hann var danskur maður, er stund- aði fyrst verslunarstörf á Eyr- arbakka, en giftist dóttur Jóns ríka í Móhúsum og bjó þar síð- an. Móðir Jóns var Ingveldur Ásgrímsdóttir Eyjólfssonar verslunarmanns, og er sú ætt alkunn. Um margt var Jón Adólfsson gæfumaður. Árið 1901 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Þórdísi Bjarnadóttur, Pálsson- ar organista frá Götu. Hin hýra og fríða heimasæta á Seli var í þá daga fyrirmynd ungra kvenna austur þar. í langri lífs baráttu, og stundum erfiðri, hefir hún reynst sem hetja, elskuleg móðir og húsfreyja. Börn þeirra hjóna voru fjög- ur. Eitt dó í æsku, eftir lang- varandi sjúkleika, stúlka, að nafni Kristín. Hin eru: Ingveld- ur, gift Guðjóni Jónssyni, út- vegsbónda á Stokkseyri, Mar- grjet, gift Hilmari Stefánssyni bankastjóra og Bjarni, banka- ritari í Reykjavík, giftur Mar- grjeti Jónsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Af systkinum Jóns er aðeins eitt á lífi, en það er merkiskonan Anna Adólfs- dóttir, kona Jóns Pálssonar bankagjaldkera. Jafn greindur maður og Jón Adólfsson var, komst að sjálf- sögðu ekki hjá því að gegna um langt skeið miklum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Enda var honum mjög sýnt um skrif- stofustörf, var reikningsglögg- ur í besta lagi, skrifaði forkúnn ar fagra rithönd og gerði stráng ar kröfur til sín og annara úm rjet.t og glögg reikningsskil. Orð heldni hans og áreiðanleika í viðskiftum var og við brugðið. Jón Adólfsson var hæglátur og orðvar. Eigi að síður undi hann sjer mjög vel við glað- værð, og gestrisni var honum í blóð borin. Hann var og smekk maður, ekki síst á fegurð ís- lenskrar náttúru. Hann unni mjög ýmsum listum, og þá sjer- staklega sönglist, enda var hann sjálfur gæddur ágætri söng- rödd. Hann var karlmenni í lund og tók meðlæti sem and- streymi með mkilu jafnaðar- geði, og sást sjaldan hvort hon- um líkaði betur eða ver. Hann var heppinn, og lánaðist vel að leysi þau vandamál, er honum bar að leysa. Hann var glögg- ur á að þekkja „lag“ og „ólag“. Það var regla hans að bíða held ur rólegur fyrir utan brimgarð inn eftir lagi en hleypa inn á ólagi og stofna sjer og þeim, sem hann hafði tekið ábyrgð á, í opna hættu, enda hlutust ekki slys af skipstjórn hans. Jón var öruggur trúmaður. Hann trúði á lífið, á tilgang þess og fram- hald. Hann trúði á Guð sinn. Jón Adólfsson var fæddur á Stokkseyri 31. maí 1871. Hann dó að heimili sínu þar, að morgni hins 9. þ. m„ og í dag er hann til grafar borinn. Glæsilegur og gagnmerkur fulltrúi síns tíma er kvaddur hinstu kveðju. — Nú hefir hann, æðrulaus og öi jur að vanda, stýrt skipi sir:. ilu yf- ir siðasta sundið, inn í hina miklu og tryggu höfn. V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.