Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 2
SfOHC UNBLAÐIÐ Föstudagur 3. ágúst 1345, flr / á t tu r í )jók rcehnisótar fi JJ, n din cj a : Sameignarsjóður Íslendinga í Danmörku Á endureisnardegi lýðveldis- ins var stofnaður sjóður í Dan- rnörku með nafninu Sameignar sjóður Islendinga í Danmörku. Markmið sjóðs þessa'er að efla samheldni meðal íslendinga í Danmörku. Stofnandi sjóðsins er Carl Sæmundsen forstjóri, en í stjórninni eru auk hans Jón Helgason prófessor, Óli Vil- hjálmsson forstjóri, Agnar Tryggvason forstjóri og Þorvarð nr Jón Júlíusson hagfræðingur, sem veitti stofnanda aðstoð við nndirbúning málsins. Tíðindamaður Morgunblaðs- • ins sneri sjer til Þorvarðar og bað hann um að gera grein fyr ir tilgangi sjóðsins. starfi hans og fyrirætlunum, og skýrði Þor varður svo frá: Eins og kunnugt er, hefir fje lagslíf Islendinga í Danmörku -verið með miklum blóma á stríðsárunum. Fjelag íslenskra stúdenta hjelt aðra hverja viku kvöldvökur fyrir almenning og auk þess fjelagsfundi mánaðar- lega. íslendingafjelagið í Kaup- mannahöfn hjélt eitt íslendinga mót á mánuði. Ný fjelög voru .stofnuð: söngfjelag og róðrar- fjelag, og íslendingar á Jót- landi og Fjóni komu saman í Arósum einu sinni á ári á mót, sem stóð yfir eina helgi. Stúd- •entafjelagið gaf út tímaritið ]Frón, sem kom út 4 sinnum á ári. Það, sem menn einkum van- hagaði um, var hentugur sam- komustaður. Reyndist oft erfitt að fá samkomusal og var sjald- an hægt að fá sal fyrir meira on einn fund í einu. Eins og oft vill verða, urðu börn og gamal menni út undan í fjelagslífinu. — Það er tilgangur sjóðsins að bæta úr þessu. Eitt verkefni sjóðsins er því, að afla húss með nægilegu landi, þar sem efnalitlum, ó- vinnufærum og öldruðum ís- Jendingum yrði ódýr eða ókeyp is vist, einkum þeim, sem eiga okki kost á að komast heim til -æítíngja eða annarra framfær- •enda. Það liggur í augum uppi, að bjer er nauðsynjamál á döfinni. It Danmörku er fjöldi umkomu jiítilla Islendinga, sem engan Irost eiga á að komast heim og dveljast hjer. Einu sinni hitti jeg áttræða íslenska konu í smá "bæ á Norður-Jótlandi, Sæby neitir bærinn. Hún talaði prýðis vel íslensku, þó að hún hefði okki komið til íslands í 60 ár, onda hjelt hún málinu við með ]pví að lesa kvæði Jónasar og Matth. Ekki vissi hún til þess, að hún ætti nokkra ættingja, jsem hún þekkti, á lifi heima á líslandi. Þessari konu hefði ekki ]þótt lítill fengur í því að kom- ast á íslenskt elliheimili, og eins or ástatt um marga. — Vestan Ihafs hafa íslendingar komið Bjer upp myndarlegu elliheim- ili að Gimli, og er nú kominn ;tími til, að hafist verði handa um að láta reisá heimili fyrir iildraða eða óvinnufæra Islend- t.nga í Danmörku. , Annað verkefni sjóðsins er að gangast fyrir samkomu barna ’íslendinga I Danmörku í því Viðtai við Þorvarð Jón Júlíusson, hagfræðing skyni, að þau læri íslensku og kynnist íslandi og íslenskri menningu. Þessi starfsemi sjóðs ins hófst nú í sumar og hafa ver ið haldnar barnasamkomur í hverri viku, oftast nær undir berum himni. Fá börnin þann- ig tækifæri til að kynnast, læra íslenska söngva og söngleiki og hlusta á íslenskar sögur. Þór- unn Björnsdóttir, kona Jóns prófessors Helgasonar, tók við stjórn á þessum samkomum, er jeg fór heim. Það er ennfremur hlutverk sameignarsjóðsins að leiðbeina íslendingum um þau atvinnu- og námsskilyrði, er þeim henti best. Nú má búast við því, að Islendingar fari aftur að leita til Danmerkur til náms. Ætti sjóðurinn að geta greitt þessum mönr.um götu með því t. d. að hafa samstarf við upplýsinga- skrifstofu stúdentaráðs og aðr- ar líkar stofnanir. Hvernig á að skipa stjórn sam eignarsjóðs? Stjórnarkosning samkvæmt stofnskrá sjóðsins mun fara fram á aðalfundi í febrúar, en til þess tíma situr fyrrnefnd stjórn. Stjórnin leitar stuðnings og samvinnu fjölmargra fjelaga bæði í Danmörku og hjer og tilnefnir í því skyni formenn þeirra sem ráðunauta sjóðsins. Hefir stjórnin snúið sjer til eft irtaldra fjelaga: Alþýðusam- bands Islands, Blaðamannafje- lags íslands, Búnaðarfjelags íslands, Eimskipafjelags ís- lands, Fiskifjelags íslands, Fje lags íslenskra botnvörpuskipa- eigenda, Fjelags íslenskra iðn- rekenda, Fjelags íslenskra stór kaupmanna, Fjelags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, Fjelags íslenskra kaupmanna í Kaupmannahöfn, Hafnardeildar Dansk-íslenska fjelagsins, ís- lendingafjelagsins í Kaup- mannahöfn, Landsambands ís- lenskra útvegsmanna, Lands- banka íslands, Menntamálaráðs Norræna fjelagsins, Nýbygging arráðs, Sambands íslenskra sam vinnufjelaga, Stúdentaráðs Há- skóla Islands, Verslunarráðs ís lands og Vinnuveitendafjelags íslands. — Aðgang að aðalfundi eiga ráðunautar sjóðsins, stjórn armeðlimir allra íslenskra fjelaga í Danmörku og þeir, sem sitja og setið hafa í stjórn sjóðsins. Margir vinna þannig að þess.u máli. fram mikið starf og fje til menn ingarstarfsemi í útlöndum og okkur Islendingum ætti eigi síð ur að vera kapps- og metnaðar- mál að styrkja fjelagslíf landa okkar í útlöndum og hlynna að þeim á annan hátt. Hve mikið fje hefir safnast í sjóðinn? Stofnfje sjóðsins var 10.000 danskar kr., en nú eru í sjóði um 25000 d. kr. Ýmis fyrirtæki í Danmörku hafa lagt fram fje og lofað að bæta reglulega við það. Þess er vænst, að ráðunaut ar sjóðsins fari þess á leit við þau fjelög, stofnanir eða ein- staklinga, sem þeir eru fulltrú- ar fyrir, að þau leggi eitthvað af mörkum, er þeim þykir henta, t. d. þannig, að þau lof- uðu að leggja fram árlega upp- hæð, þegar reikningsskil eru gerð. Ennfremur væri æski- legt, að almenningur sýndi mál inu fylgi með því að leggja fram sinn skerf. Getur Morgunblaðið ljeð þessu máli lið? Það yrði þegið með þökkum, ef Morgunblaðið vildi veita pen ingagjöfum viðtöku. ★ Morgunblaðið mun fúslega veita viðtöku peningagjöfum frá mönnum, er vilja veita þessu merkilega máli stuðning sinn. — Auk þess geta menn snúið sjer beint til Þ. J. J., Týs götu 8, sími 2132, helst milli kl. 12 og 13. Ágætar viðtöknr hjó Vestur-fslendingum Ásmundur Guðmundsson próf. kotr inn hehn úr vesturför sinni unmnmnnw Mntsvein vantar á síldarbát. Uppl. í síma 5475. BiDiiiiuillliiiiiiiiniiniiimuniuiiiiiimimiiiniiiiinw iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliliillliiiiiiiiiiuiiiiiiliiiiiiiiiiiiimiiir M 2 stórar ] Stoiusr | = önnur með innbyggðum' = | skápum til leigu í Háteigs E | hverfi. Fyrirframgreiðsla § | æskileg. • Tilboð sendist I I blaðinu fyrir laugardags- M § kvöld, merkt „Útsýni — §| 246“. PROFESSOR Ásmundur Guð- mundsson kom í gær heim úr ferðalagi til íslendingabyggð- anna í Vesturheimi. Fór hann þangað sem fulltrúi íslensku kirkjunnar til þess að sitja 60 ára afmælisþing Evangelisk- Lútherska kirkjufjelagsins í Winnipeg. Tíðindamaður blaðsins hitti próf. Ásmund á heimili hans í gær og bað hann að segja les- endum blaðsins ferðasöguna í aðalatriðum. Próf. Ásmundur lagði af stað til Vesturheims með flugvjel 18. júní. Kom hann til Winnipeg 21. júní eftir stutta viðdvöl í New York. Þann dag var af- mælisþing Evangelisk-Lut- herska kirkjufjelagsins sett. 24. júní var aðalhátíðin sett. Flutti próf. Ásmundur þá erindi og bar kveðjur frá þjóðkirkjunni og Islandi. Um kvöldið afhenti hann dr. Haraldi Sigmar, fcvr- seta kirkjufjelagsins, riddara- kross Fálkaorðunnar, sem For- seti íslands sæmdi.hann 17. júni s. 1. Hátíðaþinginu lauk 26. júní. 29. júní—2. júlí, sat próf. Ás- mundur þing Sambandskirkj- unnar í Ásbirgi í Nýja-íslandi. Þar flutti hann erindi um ís- lensku kirkjuna. Að þinginu loknu ferðaðist prófessorinn til ýmissa staða, þar sem íslendingar bjuggu: —• Gimli, Selkirk, Argyle, Lunda, Dakota, Saskatchewan, en þar var hann prestur 1912—1914. Síðan hjelt prófessorinn aft- ur til Winnipeg, og var hcnum haldið þar veglegt samsæti. Dr. Haraldur Sigmar, forseti Evang elisk-lutherska kirkjufjelags- ins, flutti aðalræðuna. -— Var próf. Ásmundi afhent að gjöf frá kirkjufjelaginu vandað úr með áletrun. Kvöldið . eftir komu margir vinir próf. Ás- mundar saman að heimili Páls S. Pálssonar og konu hans til þess að kveðja hann. Síðan fór próf. Ásmundur til Islendingabyggðanna á Kyrra- hafsströnd og flutti erindi og prjedikaði í Blaine, Seattle og Vancover. Að því búnu lagði hann af stað heim á leið og hafði stutta viðdvöl í New York. Alls mun prófessorinn hafa flutt um 30 erindi og ræður í ferðinni. Við mörg tækifæri sýndi hánn Islandskvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar. Róm ar hann mjög allar viðtökur Vestur-íslendinga. Voru hon- um víða haldin samsæti og góð- ar gjafir færðar. I! Potsdam-ráðstefnan Framh. af 1. síðn. ítala, verður rætt af ráðherra- nefndinni, sem urtdirbýr friðar samningana. Eftir Italíu kemur röðin að hinum samherjum Þjóð verja, Búlgaríu, Finnlandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Þá var ákveðið að flytja til Þýska lands smámsaman alla Þjóð- verja nú búsetta í Póllandi, Tjekkoslovakíu og Ungverja- landi. ■mniTTímríiiiininHauummimmTmmnmmrmni I rauninni er hjer um að ræða mál-i sem vqrðar alla íslend-1*1 inga. Sameignarsjóður ætti að geta orðið miðstöð þjóðræknis- starfsemi íslendinga í Dan- mörku. Og engum getur dulist, að íslensk menningarviðleitni er hvergi eins nauðsynleg og þar, sem íslensk og útlend- menning mætist. — Það er áríð andi, að allir leggist á eitt um fliiiiiiiiiiiumiuuimíiíiiiuiiiiimiiDuuaiiimiiuuiiiu S =3 Ford-junior) = rýjasta modelið af Ford- 3 M junior, óskast til kaups. —- g = Bifreiðin verður að vera í i | góðu lagi og með góðum g g gúmmíum. Sendið nöfn yð = = ar, ásamt númeri á bifreið = að styrkja fulltrúa okkar í Dant= *nrn ^il Mbl., auðkent = mörku til þess að verða íslandi] § »Ford-junior, R. C. - 232“ | til sóma. Aðrar þjóðir leggja1 Samcinuðu þjóðirnar. Samkomulag varð um það, að allar friðsamar þjóðir gætu orð ið aðili í bandalagi hinna sam- einuðu þjóða, ef þær undir- gengjust að hlýta þeim skilyrð- um, sem settar eru í skipulags- skrá þeirra. Nær þetta til allra þjóða, sem hlutlausar hafa ver ið í styrjöldinni og annara vin- s veittra bandamanna. Tekið var fram í þessu sambandi, að stjórnir hinna þriggja stórvelda vilji ekki hafa Spánverja, vegna þess, hvernig stjórnin þar er komin til valda. fHnyunmf »«i fmmrtm * m m M iiimma Ýms mál rædd. Herforingjaráð hinna þriggja velda ræddust við á-ráðstefn- unni, en ekkert kom fram, sem benti í þá átt, að Rússar ætl- uðu að taka þátt í styrjöldinni við Japana. — Allir leiðtogarnir taka það fram, að vinátta og samstarf ríkjanna hafi styrkst mjög við þenna fund. Telja þeir að ekki verði vafi á, að varan- legur og rjettlátur friður muni komast á. niuiiiiiiiiiiiiiuiiKiiiimnmflniuuuiniiiii'JiiimmiiB f Dodge-bifreið i model ’42, til sölu. — TiL M sýnis á Óðinstorgi í dag kl. 3—4. iiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiifliiiiiimiiiiiiiiiiimi'iMiiinnu LISTERINE TANNKREM Iðnaðarpiáss og sölubiíð óskast á góðum stað í bærnun. Uppl. í síma 5790. & f I 1 I I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.