Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 6
6 M 0 K 0 U N 13 I, A 1» I D Föstudagur 3. ágúst 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Augtýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. \Jilverji álrij'ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ávarp íorsetans HINN FYRSTI þjóðkjörni forseti íslands hefir verið settur inn í embættið. Sú athöfn fór fram með miklum virðuleik hinn 1. þ. m. Svo sem kunnugt er, var Sveinn Björnsson sjálfkjörinn í forsetaembættið. Sýndi íslenska þjóðin þar, sem fyrr, að henni er ant um lýðveldið. Einingin, sem varð um þetta fyrsta þjóðkjör forsetans, mun verða til þess að treysta hið unga lýðveldi, bæði inn á við og út á við. í ávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar, sem forsetinn flutti, er hann var settur inn í embættið, drap hann á ýmislegt, sem þjóðmni er holt að minnast og gæta í fram- tíðinni. „Öryggi lýðveldisins verður ekki trygt án vinsamlegrar samvinnu við aðrar þjóðir“, sagði forsetinn. Og í því sam- bandi minti forsetinn á, hversu dýrmæt hún var viður- kenningin, sem íslenska lýðveldið fjekk í vöggugjöf frá tveim stórveldanna, Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi. Með þeirri viðurkenningu hafi þessi stórveldi sýnt í verki, að þau voru staðráðin í að, standa við þá yfirlýsingu, sem þau gáfu með Atlantshafssáttmálanum 1941, „að hver þjúð ætti rjett á að ráða sjálf og ein stjórnarformi sínu“. „Við hljótum að bera þakkarhug í brjósti fyrir þetta, bæði til þessara tveggja stórvelda, og annara velda, sem þá strax og síðar sýndu okkur sömu viður kenningu“, sagði forsetinn. Því að með þessum viður- kenningum hafi fengist „traustur grundvöllur fyrir ís- lenska lýðveldið að byggja á“. Óþörf stjett. í GÆR VAR verið að halla á innheimtumannastjettina fyrir | prjál i einkennisfataburði og í dag kem jeg með þá spá, að bráð lega verði þessi stjett manna al- gjörle/'a öþörf hjer í bænum. Spádóm minn byggi jeg á brjefi, sem jeg sá frá versluninni B!óm og Ávextir hjer i bænum. Þetta var ekki neitt ástarbrjef heldur reikningur og í brjefinu var smekklegur lítill auglýsingar miði. sem á stóð „Látið blómin ta!a ‘. Sagt er, að ekki sje til neitt nýtt undir sólunni og svo er um þessa innheimtuaðferð, en hitt er rjett, að hún hefir lítið verið notuð hjer á landi. Hjer hefir það verið siður, að hafa sjerstaka menn til að innheimta reikninga og var j>að vafalaust hentug að- ferð á meðan bærinn var lítill, eða enginn vandi að hitta menn. Blóm & Ávextir hafa hinsvegar ! riðið á vaðið með þessa inn- heimtuaðferð hjer í bæ og býst jeg við, að margar verslanir sjái sjer hag í því að taka hana upp. • Óvinsælir gestir. INNHEIMTUMENN eru ábyggi lega eins og fólk er flest, góðir og slæmir, geðgóðir og geðvond- j ir, lcurteisir og ókurteisir. En það ! er sama hvernig innheimtumað- ; urinn er af guði gerður, hann er hjerumbil áváft óvelkominn gest ur og sú stjett manna, sem oftast er boðið að koma aftur síðar. Innheimtumenn ónáða menn í matmálstímum. Þeir hafá oft ekki annað val. Þeir tefja fyrir mönnum við vinnu og það svo, að mörg fvrirtæki hafa Sett upp hjá sjer skilti, þar sem tekið er fram, að óheimilt sje að innheimta reikninga hjá starfsfólkinu. l| ekki öfundsvert verk. Þeir verða j að fara oft og mörgum sinnum' á sama staðinn. Þeir finna ekki þá, serp þeir eiga að fara til og hafa ekki tíma til að bíða þar til viðkomandi kemur aftur. Enn- fremur getur staðið þannig á, að skilvísusutu menn hafi ekki pen inga við hendina þá stundina, ^ sem irmheimtumaðurinn kemur og biðja hann að koma aftur. Af þessu leiðir, að það gengur seint og illa, að innheimta reikn inga og mestu skilamenn fá á sig ! það orð, að þeir sjeu skuldseigir og ómögulegt sje að lána þeim vegna vanskila. Bætt úr þessu öllu. SENDIBRJEFAAÐFERÐIN 1 bætir úr þessu öllu. Með því, að senda skuldunaut reikning um mánaðamót veit kaúpmaðurinn, að reikningurinn hefir komist til rjetts hlutaðeigandi. Verði reikn ingurinn ekki greiddur, þá er óhætt, að stimpla viðkomandi sem óskiiamenn, sem ekki er fært að lána. Lántakandi er hinsvegar ekki i neinum vafa um, hvað hann skuldar og hvar. Hann þarf ekki að gleyma skuld, vegna ]>ess, að innheimtumaðurinn hefir ekki hitt á hann. Alt ráp innheimtu- manna og ónæði á heimilum og vinnustöðvum hverfur. Það er engin hætta lengur á, að skila- maðurinn fái óorð á sig fyrir van skil. Þegar hann fær brjefið með reikningunum, getur hann sent ávísun, eða peninga, eftir því, sem honum hentar best, eða geng ið við hjá kaupmanninum og greitt reikning sinn.' Þetta fyrirkomulag þarf ekki að gera innheimtumenn með öllu atvinBulausa. Því bæði er það, að linnheimtumenn hafa oft ein- hvern annan starfa hjá fyrirtækj um og einnig þarf fólk við að skrifa reikninga og skrifa utan á brjef. Óþarfa fyrirhöfn. ÞESSA DAGANA er verið að selja ýmislegt skran frá setulið- inu einhvernstaðar inn í holtum. Þarna er á boðstólum margt girnilegt, t. d. hermannabeddar, stólar og önnur húsgögn, að vísu nokkuð misjafnlega útlítandi og meðfarið. Kunningi minn, sem ætlaði að hreppa eitthvað af þessu fór á stúfana í gærmorgun. Er hann kom á sölustaðinn var honum sagt, að fyrst yrði hann að fara í skrifstofu sölunefndarinnar, sem er í Mjölni og taldi hann það ekki eftir sjer þó það væri tals- vert úr leið. En er þangað kom, fjekk hann þau furðulegu tilsvör, að til þess að hann gæti öðlast rjett til að kaupa hermannabedda eða þessháttar yrði hann að gjöra svo vel og koma með með- mælabrjef frá vegamálastjóra ís lands eða þá hafnarstjóra Reykja víkur. Maðurinn varð hvumsa við, eins og sagt er. Hann hjelt, að æðstu embættismenn lands og bæjar hefðu annað og þarfara að gera, en að skrifa upp á bóna- brjef um kaup á hermannabedd- um. En maður lærir altaf eitt- hvað nýtt. Bá búast við, að fleir- um en þessum manni hafi fund- ist það fullmikið tilstand fyrir einn hermannabedda, að leita til þessara virðulegu embættis- manna til leyfis um slíkt. Það er sannarlega ekki öll vit- leysan eins, þegar skriffinskan kemst að. Þær mættu vissulega eiga sína hermannabedda fyrir mjer, sem ætluðu að fá mig í slík an skrípaleik. Forsetinn mintist á Norðurlöndin og þær ákveðnu óskir íslendinga, að mega á ný hefja samvinnu við frændþjóð- irnar í þessum löndum. Um þetta hafi Alþingi gert álykt- un vorið 1944. „Eitt af táknum um einlægni íslensku þjóðarinnar í þessu efni, tel jeg vera þá innilegu sam- fagnaðaröldu, sem reis meðal alls almennings hjer á landi, er Danmörku og Noregur fengu aftur frelsi sitt“, sagði forsetinn. Þessu næst drap íorsetinn á óánægju þá, sem vart hefir orðið meðal Dana, vegna þess að við frestuðum ekki lýð- veldisstofnuninni fram yfir ófriðarlok. Við ættum ekki að gera mikið úr þessari óánægju, en minnast heldur hinn- ar „hlýju kveðju frá konungi og stjórn Dana, sem borist hafa eftir lýðveldisstofnunina og annara vinsemdarvotta af hálfu danskra manna“. Við ættum „að forðast að mæta óánægju með óánægju, það sem hún kann að gera vart við sig“. ★ Þessu næst mintist forsetinn á samúð íslendinga við stríðsþjóðirnar. íslendingar hefðu í öllu sýnt í verki, að þeir studdu málstað hinna sameinuðu þjóða. Forsetinn sagði m. a.: „Sameinuðu þjóð'irnar notuðu aðstöðu sína hjer á landi með beinu og þegjandi samþykki okkar, til hernaðarað- gerða, sem voru þeim væntanlega ekki lítils virði í bar- áttunni við öxulv&ldin. Við vissum, að þær háðu bar- áttu sína fyrir hugsjónum, sem við metum öllu ofar“. — „Þótt hjer sje um staðreyndir að ræða, sem hvorki er nein nýjung nje leyndarmál, tel jeg rjett að rifja þær upp, vegna afstöðu okkar út á við. Sú afstaða hefir jafn- an verið óbreytt styrjaldarárin og óháð vopnaláni þjóð- anna í styrjöldinni. Enda á hún rætur sínar í samskonar þjóðræknishugsunarhætti, sem ríkir meðal lýðræðisþjóð- anna. Við trúum á farsæld þess stjóTnskipulags, að þjóð- inni sje stjórnað með hagsæld allrar þjóðarheildarinnar fyrir augum, af stjórn, sem þjóðin ræður sjálf, eins og Abráham Lincoln orðaði það fyrir tæpri öld“. Messi þessi andi ráða athöfnum hinna sameinuðu þjóða í nútíð og framtíð. Þá mun þeim vel farnast. A ALÞJOÐA VETTVANGI MEÐFRAM norðurlandamær- um Grikklands urðu „árekstr- ar“ með einkennilega jöfnu milli bili, þ. e. a. s. annan hvern dag. Hernámssveitir Breta og Rússá stóðu hvorar andspænis öðrum við hin róstusömu landamæri Grikklands og Búlgaríu og seild- ust hvorar yfir á yfirráðasvæði hinna og fóru í hár saman. Júgó- slavnesku blöðin básúnuðu „grimdaræði“ Grikkja og sögðu, að 20.000 Slavar hefðu orðið að flýja frá Makedóníu vegna þess. Petros Voulgaris, forsætisráð- herra Grikkja, fór í skyndi frá Aþenu til Saloniki til þess að rannsaka málið sjálfur. * Hvað var á seiði? Gríski lands stjórinn í Makedóníu sagði, að engir ílóttamenn hefðu leitað til Júgóslavíu, en hinsvegar sagði hann, að slavnéskir hryðjuverka menn hefðu farið rænandi og ruplandi um grísk þorp. Leigh White, frjettaritari blaðsins „Daily News“ í Chicago sagði, að Tito marskálkur hefði nú loks látíð verða af því að gera til- raun ti! þess að auka landssvæði Júgóslavíu á kostnað Makedóníu. Frjettaritari „New York Times“ á Balkan segir, að orsök þessara atburða megi rekja til þess, að í hinum þrem nágrannalöndum Grikkja, BúlgáríU, Júgóslavíu og Albaníu sjeu samkynja stjórn ir, sem aHar sjeu-hlyntar Rúss- um. Voru Rússar með aðstoð íylgifiska sir.na á Balkanskaga að reyna að krækja sjer í ís!ausa höfn við Eyjahafið? ★ Makedónía liggur að Eyjaháfi milli Tyrknesku Þrakíu og Al- baníufjalla. Búigarar, Serbar og Grikkir hafa litið hana girnd- araugum, alt frá því er tyrkneska heimsveldið leið undir lok á 19. öld. íhlutun Rússa viðvíkjandi Makedóníu á rætur sínar að rekja alt til tíma keisaraveldisins. Eft- ir stríðið milli Tyrkja og.Rússa (1877—1878) voru gerðir friðar- samningar í San Stefano. Sam- óvkæmt þeim fengu Rússar Búlg örum í hendur yfirráð Makedón- íu. En það þýddi raunar, að Balkanskaginn var orðinn að Stór-Búlgaríu, sem átti land að Eyjahafi og var í vasanum á Rússum. Á Berlínarfundinum neyddu Bretar og Austurríkis- menn Rússa til þess að sleppa ítökum sínum á Balkanskaga. En í sárabætur ljetu þeir Rússa halda hinum hernaðarlega mik- ilvægu Kar-fjöllum í Litlu-Asíu. 1941 fengu Þjóðverjar Búlgör- um í hendur meginhluta Make- dóníu. Sá hluti hennar, sem Grikkir rjeðu yfir, hafði verið innlimaður í Grikkland, enda voru um 90% íbúanna á því svæði grískir. Búlgarar snjeru sjer nú að því að reyna að byggja sitt svæði Slövum. Höfðu þeir allskonar brellur í frammi. Með- al annars gerðu þeir mikið að því að breyta áletrunum á leg- steinum. Fýrir þessa viðleitr. Búlgara var tekið, er þeir gáfust upp á árinu, sem leið. í ágústmánuði 1944 komu 125 fulltrúar frá Makedóníu saman í Bitoliu í Suður-Jugoslavíu, en Tito marskálkur var potturinn og pannan í öllu saman. Þessir full- trúar lýstu yfir, að Makedónia væri fullvalda ríki í sambandi við Júgoslavíu. Fulltrúar herja bandamanna ]>ar í landi höfðust ekkert að. Makedóníustjórn situr nú í Skoplje í Júgoslavíu, um það bil 60 mílur frá landamærum Grikklands.' Mikill meirihluti grísku þjóðar innar vildi ekki missa Makedón- íu. Gríski kommúnistaflokkurinn EAM missti fylgi, þegar hann lýsti yfir fylgi sínu við „Litla- Grikkland" og þá ráðstöfun, að Makedónía væri raunverulega fengin í hendur sambandsríki á Balkanskaga (Júgoslavíu). — í síðastliðinni viku var EAM ekki annað en bergmál blaðanna í Bel grad og Moskva. Flokkurinn rjeðst opinberlega á ráðuneyti Voulgaris fyrir að halda uppi „ógnarstjórn". En ríkisstjórninn í Aþenu, Damaskinos erkibiskup, tók þess ari árás með gagnárás. — Hann krafðist þess, að Griltkjar fengju Epirus-hjeraðið í Suður-Albaníu, þar sem „margir Grikkir eru of- sóttir" samkvæmt fyrirmæum Enver Hoxha,. forsætisrúðherra Albaníu. Hann er áíitinn hafa svipaða Eifstöðu til Titos og Tito hefir til forystUmanna Rússa. (Time).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.