Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. ágúst 1945. 30. dagur XXII. Kafli. Þetta skeði alt á miðviku- daginn. Næstu tvo daga var Cluny ákaflega viðutan. Frú Maile fyrirgaf það af ásettu ráði — sömuleiðis Hilda og Syr- ett. Þau sýndu henni öll hina mestu nærgætni — sem Cluny var engin þægð í, því að þótt hún væri mjög hamingjusöm — eða það hlaut hún að vera — kærði hún sig ekkert um, að ástaræfintýri hennar vekti svo almenna athygli. Síðdegis á ^laugardaginn — þegar Wilson var farinn af stað til Lundúna — þráði hún það eitt, að fá að vera ein. Hún vissi, að hún hegðaði sjer eins og kjáni — og vonaði, að það væri aðeins eðlilegt. — En samt fanst henni einhvern veginn, að hegðun hennar væri ekki eðlileg. Það var meinið. Hún hafði það hreint ekki á tilfinningunni, að óvenju mikið hnoss hefði fallið henni í skaut. — Hún var ekki i neinum vafa um tilfinningar sínar í garð Wilson. Hann var sá besti og gáfaðasti maður, sem £ún hafði nokkru sinni kynst. Hann myndi gefa henni indælt heimili, þar sem hún myndi una um aldur og ævi — og hún vonaði, að hann myndi einnig gefa sjer hund. Og í þess stað ætlaði Cluny að leggja sig í líma við að verða honum trygg og góð eiginkona — hugsa vel um móður hans og læra mikið af Ijóðum. Þetta virtist ekki flókið mál fyrst í stað. En þeg- ar Cluny gætti betur að, sá hún, að hún myndi verða þiggj- andinn — hún myndi í jaun rjettri ekkert láta af hendi rakna í stað þess, sem hann gæfi henni. — Ef til vill var hún ekki samboðin Wilson. Því lengur, sem hún hugsaði um það, því sannfærðari varð hún um, að svo myndi vera. Og ef það var meginástæðan fyrir vanlíðan hennar, var auðvelt að ráða bót á því. Hún þurfti aðeins að bæta ráð sitt. Hver hafði gagnrýnt hana miskunnarlausast af heimilis- í'ólkinu að Friars Carmel? Adam Belinski. Cluny var alt í einu viss um, að það, sem hún þyrfti mest á að halda nú, væri að tala við hann. Hann myndi áreiðanlega geta sagt henni, hvernig hún ætti að fara að því, að bæta ráð sitt — og gerast verðug eiginkona lyfsal- ans. Hún spratt þegar á fætur og hljóp út í húsagarðinn. Hann var ekki í glugganum. En hún var viss um, að hann væri á einkaskrifstcrfu sinni, og var ákveðin í því að þiggja í þetta sinn, ef hann biði henni þang- að upp. Hún ætlaði að tala lengi og alvarlega við hann. — Hún var nú komin að stigan- um. Það, sem skeði næst, var svo óvænt, að Cluny varð jafn mikið um það og hún hefði fengið högg í andlitið. Ofan af heyloftinu bárust að eyrum hennar tvær raddir: rödd Bel- inski og Betty Cream. Cluny hikaði andartak, en gekk síðan hægt heim að hús- inu aftur. XXIII. Kafli. Þegar Andrjes ljet útbúa litla herbergið handa Belinski, flaug honum vissulega ekki í hug, hve þægilegt það væri — undir vissum kringumstæðum. En Belinski hafði gert sjer það Ijóst þegar í stað — og upp á síðkastið hafði hann eytt mikl- um tíma í að telja Betty á að heimsækja sig þangað. Og loks tókst honum það. Betty heim- sótti hann — — en hafði Andrjes með "sjef. Það sem Cluny hugsaði, þegar hún heyrði raddir þeirra Belinski og Betty ofan af loftinu, var því á misskilningi bygt. „Hjer er indælt“, sagði Betty. „Jeg held nærri því að jeg myndi ^eta skrifað^ bækur í þessu herbergi“. „Þá áttu kytruna hjeðan í frá“, sagði Belinski þegar í stað — rjett eins og hann rjeði lög- um og lofum á heimilinu. Hann gaut augunum til Andrjesar og glotti illkvittnislega. „Hefir Andrjes nokkurn tíma sagt þjer, hvers vegna hann ljet út- búa þetta herbergi handa mjer? Hann gerði það til þess að jeg gæti falið mig hjer fyrir nas- istunum. Jeg hefi valdið Andrjesi mikilla vonbrigða. Hann hjelt nefnilega að jeg væri mikilhæfur stjórnmála- skörungur, sem borgaði sig að bjarga. En það er jeg ekki“. Belinski, sem var ástfang- inn, og þar af leiðandi ekki vandur að vopnum, gerði þann ig alt sem í hans valdi stóð, til þess að hrekja velgjörðar- mann sinn á brott úr herberg- inu. En Andrjes hopaði hvergi •— sat sem fastast á rúmskrifl- inu, við hliðina á Betty. Belinski, sem stóð fyrir fram an þau, dró alt í einu brjef upp úr vasa sínum og sýndi þeim. „Sjáið þið — þetta er frá út- gefendum mínum í Vestur- heimi“, sagði hann. „Þeir vilja fá mig til New York til þess að halda fyrirlestra. Jeg er frægur í Bandaríkjunum“! Andrjes og Betty samglödd- ust honum bæði. „Það verður svei mjer gam- an fyrir þig“, sagði Betty vin- gjarnlega. „Er þetta ekki ein- mitt það, sem þig hefir langað til þess að gera?“ „Jú. Þetta er án efa prýði- legt tækifæri. Jeg vona, að þeim geðjist vel að mjer“. „Þeir verða áreiðanlega stór- hrifnir, þegar þeir sjá þig“, sagði Andrjes innilega. „Hve- nær ertu að hugsa um að leggja af stað?“ „Jeg veit það ekki. Það er einhver maður í Lundúnum, sem jeg á að tala við. Þeir segja mjer að koma undir eins. en það get jeg vitanlega ekki. Það myndi vera ókurteisi við móð- ur þína — — og fremur læt jeg Ameríku sigla sinn sjó en vera ókurteis við hana“. Andrjes flýtti sjer að full- vissa hann um, að lafði Carmel myndi áreiðanlega skilja það. „Heldurðu það?“ sagði Bel- inski. „Jeg vona að jeg breyti rjettilega. Jeg ætti ef til vill að dvelja hjer áfram og skrifa góðar bækur. Hvað finst þjer um það?“ Andrjes svaraði því til, að að sinni hyggju ætti Belinski um fram alt að fara til Ameríku — reyna að opna augu Vestur- heimsbúa fyrir menningu Evrópu. — Svo tók hann alt í einu eftir því, að Betty horfði hugsandi á hann. Hann flýtti sjer að segja: „En þig langar ef til vill fremur til þess að dvelja í Englandi? Ef svo er, er okkur það aðeins ánægju- efni að skjóta yfir þig skjóls- húsi“. „Hvað lengi?“ spurði Bel- inski. „Mjer hefir aldrei á minni lífsfæddri ævi liðið eins vel og hjer að Friars Carmel“. Það ljet nsérri að hann viknaði við, þegar hann sagði þetta. Andrjes, sem þekti skapferli Belinski — vissi, hve örgeðja hann var og fljótfær, var á nál- um um, að hann kynni nú, vegna einhverra dutlunga, að hætta alveg við að fara til Am- eríku. Betty og Belinski biðu bæði eftir því, að hann segði eitt- hvað. — Andrjes sagði: „Við höfum öll verið að vona að þú dveldir hjer sem lengst. — Þeg- ar þú spyrð: Hve lengi? elsku- legi vinur, get jeg ekki svarað öðru en: að eilífu“! Belinski sat andartak þögull. Síðan stökk hann á fætur og þreif í hönd Andrjesar. öruggf Svitameðal 1. Spillir ekki fatniði Saerjr ckki bðraoð. St. Má «ota þcgar á cftir rakstrl. 3. tyðir avitáþef og atöðvar örugg- lcga svita. <• Hrcint, hvítt, tireiuiaodi mlúkt avitamcðal. 9. Hefit fengíð nplfibCra viðurkenn- • ntru" aem öbkáðlegt. Notið alltaf Viðlegan á Felli JC onóóon 50. „Mikið dæmalaust held jeg sje gaman að vera þar“. „Og hugsaðu þjer, Elli, hvað útlendingar búa margt til, vjelar og verkfræri, skip, hallir og margt, margt, sem við kunnum ekki að nefna“. „Hefirðu sjeð skip, Kalli?“ „Já, já, margoft. Jeg hefi komið út í gufuskip. Þar er nú dálítið að sjá. Þykir þjer ekki merkilegt að skipin skuli þjóta áfram á sjónum, án þess að nokkur rói?“ „Jú, hvernig í ósköpunum geta þau það?“ „Veistu það ekki?“ „Nei‘. „Gufuaflið rekui þau áfram. Hefir þjer ekki verið kent það?“ „Nei, það er ekkert um það í mínu kveri“. „Jeg trúi því vel. En lærirðu ekkert nema kverið?“ „Jú, jeg læri biblíusögur líka“. „Lærir þú svo ekki annað?“ „Jú, sálma og bænir". • „Þú ættir að læra fleira en þetta, áttu ekki landafræði, náttúrufræði og sögu?“ „Landafræði, náttúrufræði og sögu, nei, nei, jeg hefi aldrei sjeð þess konar bækur. En við eigum Bjarnabænir, Pjeturshugvekjur, Hugvekjusálmana, Misseraskiftaoffrið og Jónsbó'k. Það er víst ekkert um gufuaflið þar?“. „Nei. ekki líklega ýtarlegt. Þið þyrftuð að eiga bækur um annað efni líka“. „Já, en kverið verður að ganga fyrir öllu, læri maður það ekki, kemst maður ekki í kristinna manna tölu“. „Við lærum hvað með öðru fyrir sunnan. Jeg held þú vitir ekki mikið um loftsiglingar“. „Loftsiglingar, sigla menn í loftinu?" „Já, menn eru farnir að fara langar leiðir í loftförum“. „Hvað eru þeir að gera með það?“ „Hvað voru menn að gera með að finna upp gufuskip? Vitanlega til að bæta samgöngurnar. Og alveg eins er það með loftförin. Það er haldið að þau verði aðflutningstæki með tímanum". „Er þetta satt, Kalli?“ Prófessorinn var alveg hissa á því, hvað María, ein lagleg- asta stúdínan var óvinsæl í skólanum. — Hvers vegna er hún María svona óvinsæl?, spurði hann einn daginn. — Hvað, hafið þjer ekki heyrt það, hún fjekk fvrstu verðlaun í fyrra í samkepni um það, hver væri vinsælasti nemandinn í skólanum. ★ Forstjórinn: — Nei, bíðið þjer nú við, maður minn, þjer hafið sett þessa upphæð kredit megin, en hún á náttúrlega að vera debet megin. Bókhaldarinn: — Jeg bið yð- ur að afsaka, en jeg er örf- hentur. ★ — Þú dansar prýðilega. — Jeg vildi, að jeg gæti sagt bað sama um þig. — Þú gætir það, ef þú vildir skrökva eins og jeg. ★ — Svo þú hefir kent konunni binni að spila poker? — Já, það var ágæt hug- mynd. Á laugardaginn var, vann jeg næstum helminginn af kaupinu mínu aftur. Ungi maðurinn læddist aftan að henni, tók fyrir augun á henni og sagði: — Þú mátt geta þrisvar, hver jeg er. Ef þú getúr ekki rjett, þá ætla jeg að kyssa þig. — Georg Washington, Abra- ham Lincoln, Kristofer Kol- umbus, sagði hún. ★ Hann var ákaflega rómantísk ur og var búinn að finna þá einu rjettu. — Ef þú vflt mig ekki —. sagði hann — þá dey jeg. Og svo dó hann — fimmtíu árum seinna. ★ — Það var slæmt, að konan þín skyldi stinga af með b’íl- stjóranum þínum. Jeg kenni sannarlega í brjósti um þig. — O, það gerir ekki svo mik ið til. Jeg ætlaði að segja honum upp hvort sem var. ★ — Fyrirgefið þjer, herra minn, en þjer hafið víst ekki sjeð lögregluþjón hjer í ná- grenninu? — Nei, ekki einn einasta. — Jæja, viljið þjer þá ekki gjöra svo vel að afhenda mjer úrið yðar og vasabókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.