Morgunblaðið - 21.08.1945, Síða 2
1
SfOTtGLTNBLAÐlÐ
Þriðjudagur 21. ágúst 1043'
Bráðabirgðalög um verðlagningu landbúnaðarafurða;
YFIRSTJÓRN VERÐLAGSMÁLANNA
í HENDUR FRAMLEIÐENDA SJÁLFRA
í RÍKISRÁÐI í gær voru að
tilhlutun landbúnaðarráðherra
gefin út bráðabirgðalög „um
verðlagningu landbúnaðaraf-
urða o. fl“.
Samkvæmt þessum bráða-
birgðalögum skipai landbúnað-
arráðherra 25 manna ráð, er
nefnist Búnaðarráð og skal það
skipað bændum eða mönnum,
sem starfa í þágu landbúnað-
arins. Búnaðarráð kýs 4 menn
í „verðlagsnefnd landbúnaðar-
afurða“, en formaður Búnað-
arráðs, sem landbúnaðarráð-
herra skipar, er sjálfkjörinn
formaður verðlagsnefndar.
Búnaðarráð gegnir auk þess
ýmsum öðrum störfum, svo
sem: Ákveður mjólkur verð-
jöfnunarsvæðin, verðjöfnunar-
gjald á kindakjöti, mjólk og
mjólkurafurðum o. fl.
Verðlagsnefnd ákveður verð-
lag á landbúnaðarafurðum á
innlendum markaði (kjöti alls-
könai', mjólk og mjólkurafurð-
um, garðávöxtum) óg annast
auk þess aðrar framkvæmdir,
cem hingað til hafa verið í
höndum fjögurra nefnda (mjólk
ursölunefndar, mjólkurverðlags
nefndar, kjötverðlagsnefndar
og verðlagsnefrídar garðávaxta)
Með því að hjer er um að
ræða lög, sem stórmikla þýð-
íngu hafa, þykir rjett að birta
hjer lögin í heild, ásamt for-
sendum þeirra.
Bráðabirgðalögin.
Heiti laganna er: Bráðabirgða
Jög um verðlagningu landbún-
aðarafurða o. fl.
Lögin eru svohljóðandi:
Forseti íslands
Gjörir kunnugt:
Landbúnaðarráðherra hefir
tjáð mjer að með því að í lög-
um nr. 42, 1943, um dýrtíðar-
ráðstafanir sje ákveðið, að með-
an ófriðarástandið haldist skuli
verð á landbúnaðarvörum á-
kveðið í samræmi við vísitölu
framfærslukostnaðar landbún-
aðarafurða, en lagaákvæði þetta
sje nú úr gildi fallið við lok
styrjaldarinnar og beri því fyr-
ir 15. september n. k. að ákveða
að nýju verð landbúnaðaraf-
urða, sje nauðsynlegt að koma
nú þegar nýrri skipan á þessi
mál. Jafnframt þyki rjett, til
þess að tryggja fylsta samræmi
í verðlagi landbúnaðarafurða
að breyta gildandi lögum á
þann veg, að einn aðili ákveði
útsöluverð mjólkur, kjöts og
garðávaxta í stað þeirra þriggja
nefnda, sem nú ákveða verðið.
Með því að jeg feílst á að
brýn nauðsyn sje á því að verð-
lagningu landbúnaðarafurða sje
nú þegar skipað með lögum, gef
jeg út bráðabirgðalög sam-
kvæmt 23v gr. stjórnarskrárinn-
ar á þessa leið:
1. gr.
Landbúnaðarráðherra skipar
til eins árs í senn nefnd 25
mánna, er nefnist „Búnaðar-
ráð“. Nefndin skal skipuð bænd
um eða mönnum, sem á einn
eða annan hátt starfa í þágu
Ein verðlagsneínd í stað ijögurra áður
landbúnaðarins. Heimilt er að
tilnefna jafnmarga varamenn.
Ráðherra tilnefnir formann
ráðsins og kallar hann það sam-
an til fundar í síðasta lagi 5.
september ár hvert. Það er borg
araleg skylda að taka sæti í
búnaðarráði og mæta á fundum
þess, nema lögleg forföll hamli.
2. gr.
Fundir búnaðarráðs eru því
aðeins lögmætir, að allir nefnd-
armenn eða varamenn þeirra
sjeu mættir. Nú stendur svo á,
að hvorki aðalmaður nje vara-
maður geta mætti á fundi og
skipar þá ráðherra mann í
■ þeirra stað, meðan á forföllum
stendur.
3. gr.
Á 1. eða 2. fundi sínum skal
búnaðrráð kjósa 4 menn í nefnd
er nefnist „Verðlagsnefnd land
búnaðarafurða“. Nefndarmenn
skulu að jafnaði valdir innan
vjebanda búnaðarráðs, en heim
ilt er þó að víkja frá þvi, ef
heppilegra er talið. Verðlags-
nefnd skal kosin meiri hluta
kosningu og er enginn löglega
kjörinn, nema hann hafi hlotið
j atkvæði meiri hluta búnaðar-
ráðsmanna. Ef ekki næst meiri
hluti við endurtekna frjálsa
kosningu, skal kosið bundinni
kosningu milli þeirra, er flest
íiafa fengið atkvæði. Kjósa skal
tvo menn til vara í nefndina
Bræðslusíldarallinn rnmlega
450 þúsund hl.
Búið er að salta rúml.
44 þúsund tunnur
6045. Dagsbrún, Rv 326 (335).
Dóra, Hafnaff. 2566. Edda,
Hafnarf. 5432. Edda, Ak. 2645.
Egill, Ólafsfj. 1124 (458). Eld-
borg, Borgarn. 5939. Erlingur
II Vm. 523 (655). Erna, Siglufj.
4505. Ernir, Bolungav. 541.
Fagriklettur, Hafnarf. 4470.
Fiskaklettur, Hafnarf. 3678
(505). Freyja, Rv 5999. Freyja
Neskaupst. 100 (110). Friðrik
Jónsson Rv 3265 (465). Fróði,
Njarðv. 717 (199). Fylkir, Akra
nesi 2264 (533). Garðar, Garður
515 (352). Geir, Sigluf. 1244
(277.) Geir goði, Keflav. 336
(514). Gestur, Sigluf. 213 (231)
Glaður, Þingeyri 2453 (187).
Gótta Vm 92 (345). Grótta,
Sigluf. 1954 (768). Grótta, ísaf.
5260. Guðm. Þórðarson, Gerð-
ar 1535 (314). Guðný Keflav.
Már Rv. 457 (461). Meta, Vm.
866. Milly, Siglufj. 1234 (180)
Minnie, L.-Árskógs. 471 (478)
Muggur Vm. 840 (40). Nanna,
Rv. 1046 (403). Narfi, Hrísey
5657 (275). Njáll, Ólafsf. 1649
(442). Olivette, Stykkish. 1018
(310). Otto, Ak. 1634 (601).
Reykjaröst, Keflav. 704 (477).
Richard, ísaf. 3211. Rifsnes, Rv
4027 (167). Rúna, Ak. 4361
(406). Siglunes, Sigluf. 1104.
Sigurfari, Akran. 2248 (306).
Síldin, Hafnarf. 3644. Sjöfn,
Akran. 882 (319). Sjöfn, Vm.
982 (900). Sjöstjarnan Vm.
2112 (213). Skálafell Rv 1646
(96). Skeggi Rv 56 (85). Skóga
foss Vm 940 (66). Skiðblaðnir
Þingeyri 446. Sleipnir Neskaup
stað 4657 (248). Snorri, Sigluf.
Bræðslusíldaraflinn var síð-
astl. laugardagskvöld orðinn
samtals 450.599 hektólítrar. Er
það rúmur þriðjungur þess, er
bræðslusíldarmagnið var um
sama leyti í fyrra. í vikunni
var landað samtals 59.991 hkl.
Þá var á laugardagskvöld
búið að salta í samtals 44.171
tunnu.
Aflahæsta skipið er Dagný
frá Siglufirði, með 6045 mál.
Þá Freyja frá Reykjavík með
5999 mál og þriðja hæsta skip
ið er Snæfell frá Akureyri með
5995 mál í bræðslu. — Afla-
hæsta saltsíldarskip eru tví-
lembingarnir Björn Jörundsson
og Leifur Eiríksson, með 1411
tunnur. Þá er Snæbjörn frá ísa
firði með 906 tunnur og þriðja
er Ásbjörn, sömuleiðis frá ísa-
firði, með 905 tunnur.
Morgunblaðið fekk í gærdag
iskýrslu hjá Fiskifjelagi íslands
um afla hvers skips, er miðað
við mál í bræðslu, en þær töl-
ur, sem eru innan sviga er salt-
síld og beitusíld i tunnum.
Botnvörpuskip:
íslendingur Rv 2791 (203).
Ólafur Bjarnason Akran. 4333.
Gufuskip:
Alden, Dalv. 3811 (147). Ár-
mann Rv. 2580 (159). Bjarki
Siglufj. 3264. Eldey, Hrísey
3074 (506). Elsa, Rv 2496 (514)
Huginn, Rv 4754 (24). Jökull,
Hafnarfj. 3039. Sigríður, Garð-
ur 1174 (159).
Mótorskip (1 um nót):
Álsey, Vm. 3252. Andey,
Hrísey 2748 (735). Anglía,
Drangsn. 205. Anna. Ólafsfj.
1466 (680). Ársæll, Vm. 1292
(391). Ásbjörn, Akran. 714
(282). Ásbjörn, ísafj. 230 (905)
Ásgeir Rv 2716 (718). Auð-
björn, ísafj. 1106 (720). Austri,
Rv 1528 (347). Baldur, Vm.
1282 (631). Bangsi, Bolungav.
1073 (378). Bára, Grindav. 824
(193). Birkir, Eskifj. 1525. Bj.
Ólafss. Keflav. 318 (164). Björn
Keflav. 2001 (194). Bragi,
Njarðv. 634 (240). Bris, Ak.
1252 (159). Dágný, Siglufj.
1681 (323). Gullfaxi Neskaup-
st. 232. Gulltoppur Ólafsf. 1837
(170). Gullveig Vm 236 (102).
Gunnbjörn ísaf. 1934 (390).
Gunnvör Sigluf. 3202 (446).
Gylfi, Rauðavík 924 (293).
Gyllir, Keflav. 402 (189). Haf-
borg Borgarn. 1588 (138).
Heimir Vm 1577 (664). Her-
móður Akran. 1119 (518). Hilm
ir Keflav. 1083 (449). Hilmir
Vm 166 (305). Hólmsberg Kefla
vík 610 (290). Hrafnkell goði
Vm 1772 (979). Hrefna Akran.
647. Hrönn Sigluf. 548 (122).
Hrönn Sandg. 1240 (398). Hug
inn I ísafj. 3349 (241). Huginn
II ísafj. 4865 (260). Huginn III
ísafj. 1768 (516). Jakob Rv.
316. Jón Finnsson, Garður 516
(174). Jón Þorlákss. Rv 2088
(459). Jökull Vm 1482 (458).
Kári Vm 3150 (277). Keflvík-
ingur, Keflav. 1826 (730). Keil
ir, Akran. 1662 (299). Kristján
Ak. 4833. Kristjana, Ólafsf.
1092 (533). Kári Sölmund. Ól-
afsf. 57 (112). Leo Vm 364
(173). Liv, Ak. 1246 (417).
Magnús, Neskaupst. 3266 (289)
672 (356). Snæfell, Ak 5995.
Stella, Neskaupst. 1375 (235).
Stuðlafoss, Reyðarfj. 172 (168.
Súlan, Ak. 2757. Svanur ,Akran
2850 (232). Svanur Rv. 114.
Sæbjörn, ísafj. 992 (906). Sæ-
fari Rv 3978 (585). Sæfinnur
Neskaupst. 3483 (147). Sæ-
hrímnir, Þingeyri 4107. Særún
Siglufj. 1642 (509). Thurid,
Keflav. 2541 (428). Trausti,
Gerðar 946 (496). Valbjörn,
ísafj. 146 (83). Valur, Akran.
150 (527). Villi, Siglufj. 196
(220). Víðir, Garður 424. Vje-
björn, ísafj. 901 (561). Von II
Vm 1346 (432). Vöggur, Njarð
vík 786 (263). Þorsteinn Rv
1571 (338).
Mótorskip (2 um nót):
Alda, Nói 612 (153). Baldvin
Þorvaldss., Ingólfur 1244 (451)
Barði, Vísir 2344 (252). Björn
Jörundss., Leifur Eiríkss. 2593
(1411). Bragi, Gunnar 347
(172). Egill Skallgrímss., Vík-
ingur 694 (376). Einar Þver-
æingur, Gautur 1396 (487).
Freyja, Svanur 1562 (198).
r'Vatnh. á hls. 12
og taka þeir þar sæti í for-
föllum aðalmanna.
4. gr.
Búnaðarráð gegnir ennfrem-
ur þessum störfum:
1. Gerir tillögur til landbúnað-
arráðuneytisins um setning
reglna um gæðaflokkun og
verðflokkun landbúnaðaraf
urða.
2. Ákveður verðjöfnunarsvæðí
samkvæmt 1. gr. laga nr. 1,
7. janúar 1935 og verðlags-
svæði samkvæmt 9. gr. laga
nr. 2, 9. janúar 1935.
3. Ákveður verðjöfnunargjald
á kindakjöti, mjólk og mjólk
urafurðir.
4. Stuðlar að hagnýtri verkun
og meðferð landbúnaðaraf-
urða og hagkvæmri nýtingu
markaða fyrir þær, jafnt
innanlands sem utan.
I
I
5. gr.
Verðlagsnefnd landbúnaðar-
afurða ,skal skipuð fimm mönn
um, 4 kosnum samkvæmt á-
kvæðum 3. gr. laganna, en for-
maður búnaðarráðs er sjálfkjör
inn formaður nefndarinnar. —
Formaður kveður nefndina til
funda og stjórnar störfum henn
ar.
f
6. gr.
Störf verðlagsnefndar eru:
1. Að ákveða verðlag á land-
búnaðarafurðum á innan-
landsmarkaði (kjöti alls-
konar, mjólk og mjólkuraf-
urðum, garðávöxtum).
2. Að annast aðrar framkvæmd
ir, sem hingað til hafa ver-
ið í höndum mjólkursölu-
nefndar, mjólkurverðlags-
nefndar, kjötverðlagsnefnd-
ar og verðlagsnefndar garð-
ávaxta, sbr. þó ákvæði 4. gr.
7. gr.
Verðlagsnefnd ræður sjef
framkvæmdarstjóra og annað
starfsfólk. Framkvæmdarstjóri
sjer um daglega afgreiðslu mála;
og annast önnur störf, er verð-
lagsnefnd felur honum.
I
8. gr.
Á fundum verðlagsnefnda^
ræður afl atkvæða úrslitum.
9. gr.
Allur kostnaður er leiðir af
störfum búnaðarráðs og verð-
lagsnefndar greiðist úr ríkis-
sjóði, eftir reikningi er ráðherra
úrskurðar.
I
10. gr.
Með lögum þessum eru úi;
gildi numin:
4. gr. og. 8. gr. laga nr. 1,
7. janúar 1935.
1. gr. og 2. málsliður 4. gr.
laga nr. 2, 9. janúar 1935.
1. og 2. málsgrein laga nr.
31, 2. apríl 1943.
Loks eru úr gildi numin öll
önnur lagaákvæði, sem koma í
bága við þessi lög.
11. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.