Morgunblaðið - 21.08.1945, Qupperneq 15
ÍM'iðjudagtir 21. ágúst 1945
MORQUNBLAÐIÐ
15
1.0. G.T.
VERÐANDl
Fundur í kvöld kl. 8,30. -—<
Inntaka nýliða. Hagnefndar-
atriði annast Sigríðitr Jóns-
dóttir og Indriði Indriðason.
Frjettir frá Vestmannaeyjaför
inni o. fl.
ST. MÍNERVEA nr. 172
kefir ákveðið berjaferð sunnu
daginn ’ 26. ágúst n.k. Allar
upplýsingar gefur Bent Bjarna
son í síma 4005.
Tapað
MARVIN
kvenarmbandsúr, lítið, kant-
að, í brúnni leðuról, tapaðist
í bænum mánud. 20. ágúst,
sennilega Laugaveg, Austur-
stræti. Skilist á Njálsgötu 110
gegn góðum fundarlaunum.
TAPAST
liefir rluti af stokkabelti síð-
astl. laugardag á Reykjavík-
urvegi í Hafnarfirði. Fundar-
laiin. Skilist á Karlagötu 3.
Sími 4304.
SKJALATASKA
týndist í gær. l'henni var eitt
hefti af Salmonsens- Leksi-
kon og sjálfblekungur merkt-
ur nafni og símanúmeri og
ýmislegt fleira. Finnandi er
vinsamlega beðinn að gera að-
vart í síma!1991.
Vinna
2 DUGLEGAR STÚLKUR
geta. komist að á verkstæði
okkar nú þegar. •—• Skóiöjan,
Ingólfsstræti 21C.
ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA
Otto B. Arnar, Klapparstíg 16,
sími 2799. Lagfæring á út-
varpstækjum og loftnetum.
Sækjum. Sendum.
HREINGERNINGAR
Sími 6290.
Magnús Guðmunds.
(áður Jón og Magnús).
HREINGERNINGAR.
Blakkfemisera þök
Guðni & Guðmundur
sími 5571.
►$<8xSxSx$x$3x3x$x$><$x3x$xSx$Kex$x$xí><Sx$x$$
Kaup-Sala
LAXVE1ÐIM9NN
ÁnamaðkUr til sölu. Stór. Ný-
týndur. Skólavörðuh. Bragga'
13. við Eiríksgötu.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
<»t5 lita heima. Litina selur
Hjörtur Hjartarson, Bræðra
borgarstíg 1. Sími 4256.
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta.. verði, —
Sótt heim. — Staðgreiðsla. —
Sími 5691. — Fomverslunin
Grettisgötu 45,
RISSBLOKKIR
fyrir skólaböra og skrifstofur.
Blokkin 25 aur.
Bókaútgáfa Guðjóns ö. Guð-
jónssonar Hallveigarstíg 6A.
232. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 4.50.
Siðdegisflæði kl. 17.08.
L.jósatími ökutækja kl. 22.00
til kl. 5.00.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki.
Næturakstur annast B. S. í.,
sími 1540.
Nýlega komu hingað loftleiðis
frá Svíþjóð þeir:vGunnar Guð-
mundsson framkv.stj., Axel Krist
jánsson framkv.stj., Sveinbjörn
Jónsson byggingameistari, Helgi
Hermann Eiríksson og Gunnlaug
ur Pálsson verkfr.
Veðrið. Klukkan 6 í gærkvöldi
var breytileg átt og bægviðri um
alt land. Norðanlands og austan
var víðast ljettskýjað og úrkomu
laust, en þykt loft og sumstaðar
úrkoma sunnanlands og vestan.
Hiti var yfirleitt 10 til 13 stig.
Mestur 17 stig á Grímstöðum á
Fjöllum. — Veðurstofan spáir
líku veðri hjer um slóðir, það er
að segja breytilegri áttj en hæg-
viðri. Skýjað loft og úrkomu-
lítið.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af sr. Jakob
Jónssyni Guðrún Matthíasdóttir
og Aton Guðjónsson.
60 ára varð í gær Þorsteinn M.
Jónsson, skólastjóri og forseti
bæjarstjórnar Akureyrar.
Skipafrjettir: Brúarfoss fór frá
Rvík 18. ág. til London. Fjall-
foss fór frá Rvík 10. ág. til New
York. Lagarfoss kom til Rvikur
16. ág. Selfoss kom til Rvíkur
18. ág. Reykjafoss fór frá Eng-
landi 17. ág. til Gautaborgar.
Yemassee kom til N. Y. 3. ág..
Larranaga fór frá Halifax 16. ág.
Væntanlegur til Rvíkur 27. ág.
Eastern Guide kom frá N. Y. 18.
ág. Gyda fór frá Clyde 7. ág. til
N. Y. Rother fór frá Rvík 18. ág.
til Súðavíkur, Langeyrar, Bol-
ungarvíkur og ísafjarðar. Baltara
fór til Hafnarfjarðar 19. ág., lest
ar hraðfrystan fisk. Ulrik Kolm
fór frá London 17. ág., væntan-
legur til Rvíkur 23. ág. Lech fer
væntanlega frá Leith í þessari
viku.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína Esther Ruth
Magnúsdóttir, Vesturgötu 21 og
Henry Douglas Geline, ameríska
flotanum.
Áttræður verður í dag Svein-
björn Erlendsson, Bergþórugötu
31.
Minningarsjóður Magnúsar á
Gunnarsstöðum. Blaðið hefir ver
ið beðið að geta þess, að gjöf-
um í sjóðinn sje veitt móttaka í
skrifstofu Nathan & Olsen, Vest-
urgötu 2. •
Fertugur verður í dag Páll
Ingi Gunnarsson, nú sjúklingur í
Landakotsspítala.
Fjelagslíf
50 ára er í dag Sigurður E.
Ingimundarson sjómaður, Hring-
braut 180.
Hjónaefni. S.l. laugardag opin
beruðu trúlofun sína ungfrú
Halldóra Lárusdóttir frá Kára-
nesi í Kjós og Jón Þorleifsson
sjóm., Skúliskeiði 26, Hafnar-
firði.
Hjúskapur. Gefin voru saman
í hjónaband 18. þ. m. af sr. Har-
aldi Jónassyni prófasti, Kol-
freyjustað, ungfrú Sigrún Har-
aldsdóttir, Jónassonar prófasts
og Henz K. Friedlandes, Tjarn-
argötu 32, Rvík.
Áttræð varð þ. 20. ág. Guð-
rún Guðmundsdóttir, fyrv. hús-
freyja í Landbrotum, nú til heim
ilis i Akurholti í Eyjahreppi.
Áheit til Strandarkirkju: N. N.
10 kr. Addi 50 kr. N. N. Sand-
gerði 200 kr. Þ. J. 10 kr. V. K.
50 kr. Gamalt áheit N. N. 50 kr.
Vestur-íslendingur 24 kr. Gamalt
áheit frá E. og D. 50 kr. M. D.
5 kr. K. E. 50 kr. S. B. D. 10
kr. Vigfús Vestmannaeyjum 75
kr. G. B. 10 kr. 2 áheit S. K. Þ.
200 kr. Þ. G. 35 kr. Ungur pilt-
ur frá Seyðisfirði 50 kr. H. M.
10 kr. Ó. J. Þ. 100 kr. N. N. 15
kr. Lóa 10 kr. Sigurður 100 kr.
K. Ó„ S. G. 250 kr.
ÚTVARPIÐ í DAG:
8.30 Morgunfrjettir.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur.
20.00 Frjettir.
20.20 Hljómplötur: Kvartett í D-
moll eftir Mozart.
20.45 Lönd og lýðir: Júgóslavía
og Búlgaría (Einar Magnússon
mentaskólakennari).
21.10 Hljómplötur: Kirkjutónlist.
- Quisling
Framh. af bls. 1.
Rosenberg. Framburður þeirra
er á þá leið, að Quisling hafi átt
frumkvæðið að því, að fá Þjóð-
verja til að hernema Noreg. —
Hann hafi samið um þetta og
hvátt Þjóðverja til að hernema
landið, án aðstoðar þýsku
sendisveitarinnar í Oslo.
Ribbentrop segir, að Hitler
hafi verið á móti því, að her-
nema Noreg, en eftir að hann
hafi talað við Quisling haustið
1939, hafi hann skift um skoð-
un.
Quisling stendur upp.
Aðeins einu sinni í rjettar-
höldunum í dag gerði Quisling
tilraun til að bera hönd fyrir
höfuð sjer. Það var, er verið
var að lesa upp vitnaskjal frá
einum nasistaforingjanum. —
Quisling reis sem snöggvast á
fætur, eins og hann ætlaði að
segja eitthvað, en hætti við og
settist niður aftur þegjandi.
Innairfjelagsmótið
heldur áfram í kvöld
kl. 8. Kept verður í
4x1500 m. hoðhlaupi.
LITLA FERÐAFJELAGIÐ
fer skemtiferð í Fljótshlíðina
25.—26. ágúst. Laugafdag ek-
ið að Múlakoti og skemt sjer
í upplýstum garðinum. Sunnu
dag verður farið inn að Bleiks
árgljúfri og víðar.
Farmiðar sækist sem allra
fyrst í Hannyrðavérsl. Þuríð-
ar Sigurjónsdóttur, Bahkastr.'
6, sími 4082.
Nefndin.
„Frelsari Noregs“.
Quisling hefir skrifað langa
vörn í máli sínu og í þeirri vörn
heldur hann því fram, að hann
sje „frelsari Noregs og sjer hafi
aldrei gengið annað en gott eitt
til“, enda „mun það koma á
daginn, að hann hafi bjargað
Noregi frá hörmulegum örlög-
um“.
Mesta sakamál Norðurlanda.
Rjettarhöldin gegn Quisling
er mesta sakamál, sem nokkru
sinni hefir fyrir rjett komið í
Noregi og ef til vill á öllum
Norðurlöndum. Er því helst líkt
við mál Struense.
Dóttir mín og systir okkar,
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist aðfaranótt 20. þ. m. að Vífilsstöðum.
Ingibjörg Gísladóttir og systkinin.
Faðir okkar, tengdafaðir og- afi,
HREINN ÞORSTEINSSON,
andaðist síðastliðinn laugiardag. Jarðarförin ákveðin
laugardaginn 25. þ. mán. kl. 2 frá heimili mínu, Suð-
urgötu 19. Kransar afbeðni'r.
Fyrir hönd systkinanna og vandamanna.
Þóroddur Hreinsson.
—
Jaðarför bróðurdóttur okkar,
, SIGURBJARGAR HERDÍSAR
SIGURÐARDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 22. þ. m.
og hefst með bæn að heimili hennar, Bræðraborgar-
stíg 49, kl. 3 e. h. — Blóm og kransar vinsamlegast
afbeðnir. — Þeir, sem óska að minnast hennar eru
beðnir að láta Vinnuheimilissjóð S. f. B. njóta þess.
Fyrir hönd systkina hennar og annara vandamanna.
Salóme Pálmadóttir, Bjami Pálmason.
Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður,
MAGNÚAR G GUÐMUNDSSONAR,
feÞ fram miðvikudaginn 22. ágúst og hefst með hús-
kveðju kl. 1 eftir hádegi frá- heimili hans, Höfn við
Kringlumýrarveg. Jarðað verður frá Dómkirkjunni.
Þeir, sem hafa hugsað sjer að heiðra minningu hans
eru vinsamlega þeðnir að láta Laugarneskirkju njóta
þess.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Svava Sigúrðardóttir, börn og tengdaböm.
Jarðarför konunnar minnar,
ARNBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þiiðjudaginn 21.
ágúst og hefst með húskveðju á heimili hennar, Grett-
isgötu 58, kl. 3,30 síðd. — Jarðað verður í Fossvogs-
kirkjugarði.
Fyrir hönd bama og tengdasonar.
Sigfús Valdimarsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við frá-
fall og jarðarför,
JÓNÍNU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
Eyrarbakka.
Ólafur Jónsson,
Jón V. Ólafsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð
við andlát og - jarðarför,
JÓNS GESTSSONAR,
Eyiarbakka.
Sigurlaug Erlendsdóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför,
SOFFÍU KARÓLÍNU FRIÐRIKSDÓTTUR.
Fyrir okkar hönd og fjarstaddra systkina.
Þóranna og Einar Scheving.
Þökkum innilega auðsýnda huttekningu við and-
lát og jarðarför konunnar minnar, tengdamóður og
ömmu.
INGILEIFAR INGIMUNDARDÓTTUR.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Jón Grímsson, Fjólugötu 6.