Morgunblaðið - 30.09.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1945, Blaðsíða 14
14 M 0 R Cí U N B L A Ð I Ð Sunnudagur 30. sept. 1945. er JÓNATAN SCRIVENER (dJ^tir Cdíaade ^Jdoa^kt i on 38. dagur Hún talaði með kyrrlátum ákafa. Mjer kom Middleton hug, þegar jeg hlýddi á hana. Þau voru nú bæði komin á sama ákvörðunarstaðinn, þótt þau hefðu farið eftir ólíkum leiðum. Það var að vísu satt að hann var reiður, sár, ákaf- ur byltingarsinni og hún var róleg og stilt. En það skifti engu máli. Að baki þeirra voru troðnar götur, gamlar venjur cg siðir og framundán beið það óþekta.... Þau voru fórnardýr bylting- ar þeirrar, sem orðið hefir í heiminum. Þessi bylting hefir komið í ljós á öllum sviðum mannlegra athafna. Það er gagnslaust að neita því, og það er einnig fánýtt að koma með einhverja yfirborðsskýringu á crsök hennar. Það er ekki hægt að nota neina af hinum gömlu, úreltu aðferðum til þess að bæla hana niður. Hún er ekki stjettarvandamál, því að hún hefir orðið í öllum stjettum. Þeir bestu, sem hafa tekið þátt í henni, hafa leitað að nýrri til- veru. Þeir verstu hafa stefnt að gjöreyðingu. Þar, sem hana ber hæst, viðurkennir hún að- eins sannleikann. Þar sem hún hefir verið auðvirðilegust, virð- ir hún einungis valdið. Hún hefir komið í ljós í ótal mynd- um, og afleiðingirt er sú, að ör- yggið er ekki lengur til. Það er ekki nauðsynlegt að vera neinn hugsuður, til þess að taka eft- ir þessum byltingaranda. Flest- ir óttast hann — bæði hjá sjálf- um sjer og öðrum. Þeir reyna að sneyða hjá hooum — forð- ast að viðurkenna tilveru hans, sumir með ofstækisfullri dýrk- un- á fortíðinni, aðrir með því að varpa sjer út í hringiðu nú- tímaskemtana. Það er sama, hvaða heróp hrópað er, berg- málið er ætíð það sama: breyt- ing, vegna þess að hið gamla skipulag hefir brugðist og það nýja er ennþá í íæðingunni. . . . Pálína hjelt áfram að tala góða stund. Margt af því, sem hún sagði, kom mjer eins kunn- uglega fyrir og mínar eigin til- finningar hefðu alt í einu, á einhvern dularfullan hátt, öðl- ast máh Svo fór hún aftur að. tala um foreldra sína og sagði: „Það er broslegt í aðra rönd- ina. Jeg held, að faðir minn sje í raun og sannleika hræddast- ur um, að jeg hlaupist á brott með einhverjum karlmanni. Það er á þeim sviðum, sem hann hefir áhyggjur af mjér. Hann skilur ekki, að slíkt get- ur aldrei komið til mála. Jeg vil lifa öðruvísi lífi en jeg hefi gert hingað til. Orð eins og .,betra“ og ,,verra“ eiga ekki við. Það verður að vera öðru- vísi — jeg verð að breyta til — líf mitt verður að fá annan til- gang og byggjast á öðrum grunni. Jeg get ekki sagt föð- ur mínum það, en guðir hans eru í mínum augum aðeins molnandi múmíur. Jeg get ekki áfelst hann fyrir það. þótt hann láti sig dreyma — en jeg get ekki tekið þátt í draumi hans. Móðir mín er hlutlaus. Hún er svo hlutlaus, að jeg held stund- um, að hún skilji mig að nokkru leyti. Faðir minn gerir það ekki“. Þegar jeg hlustaði á hana, sá jeg föður hennar ljóslega fyrir hugskotssjónum mjer. Og mjer fanst það ekki skifta neinu máli, hvoru þeirra maður var sammála. Okkur geðjást vel að þeim, sem hafa svipaðan hugs- unarhátt og við sjálf, og við höfum óbeit á þeim, sem við komumst ekki í andlegt sam- band við — eða okkur stend- ur að minsta kosti alveg á sama um þá. ,,Mig langar til þess að spyrja þig að dálitlu“, sagði hún. ,,Þú sagðir mjer í kvöld, að þú hefðir. ekki komið á heimili eins og okkar í tuttugu ár. Hverskonar fólki varst þú með allan þann tíma?“ ,,Þú verður að hafa það hug- fast“, svaraði jeg, ,,að þegar faðir minn dó, gat jeg ekki lengur lifað sama lífinu og jeg hafði gert. 'Jeg varð að fá mjer atvinnu. Margir af vinum föð- ur mins höfðu þegar sagt skil- ið við hann nokkrum árum áð- ur en hann dó. Hann var ein- kennilegur maður.-— En hvers vegna ertu að spyrja? Hverju máli skiftir þetta?“ „Mig langar til þess að vita meira um þig“, svaraði hún. „Jæja. •— Jeg átti enga vini. Þegar jeg var orðinn þreyttur á einverunni, reyndi jeg að kynnast fólki. Jeg skeytti lítið um það, hvérs konar fólk það var — ókunnugir menn á veit- ingahúsum, götudrósir — það skifti ekki neinu máli. Þessi ár hataði jeg líf mitt, starf mitt, alt. Bækurnar voru eina at- hvarf mitt. Það er þess vegna, sem jeg les svona lítið núna“. „Jeg held jeg skilji, hvers vegna Jónatan gerði þig að einkaritara sínum“, sagði hún hægt. Jeg ætlaði að fara að svara, þegar dyrabjöllunni var hringt. Það var Middleton. Hann virt- ist óstyrkari og vandræðalegri en venjulega, og mjer til mik- illar undrunar varð hann ber- sýnilega glaður, þegar hann komst að því, að jeg var ekki einn. Hann var mjög vand- ræðalegur, þegar hann heils- aði Pálínu, og þegar hann var sestur, starði hann án afláts á hana, þegar hann hjelt, að hún tæki ekki eftir því. í andliti hans voru djúpir drættir, og jeg sá, að hann myndi enn drekka drjúgan. „Jeg hefi tekið upp á því að lesa síðan jeg kom hingað", sagði hann. „Það eru sennilega allar þessar bækur, sem hafa haft áhrif á mig“. „Hvað hafið þjer verið að lesa?“ spurði Pálína. Hann rak upp stuttan hlát- ur. „Skáldsögur og eitthvað af leikritum — heldur skárra en það, sem jeg er vanur að lesa. Og jeg hefi komist að einni niðurstöðu“. „Hver er hún?“ spurði Pál- ína. „Þessir bannsettu rithöfund- ar skrifa aðeins um fólk, sem lifir í iðjuleysi. Sömu sögu e.r að segja um leikritahöfundana. Hvernig stendur á þessu? Er þetta sleikjuháttur við höfð- ingjana?" „Nei, það er óhjákvæmilegt“, svaraði jeg. , „Óhjákvæmilegt! Af hverju? j Af hverju getur söguhetja í I skáldsögu ekki verið pípulagn- j ingamaður, til dæmis?“ „Það er ekkert því til fyrir- stöðu“, svaraði jeg. „En rithöf- undurinn verður þá að skrifa um hann, þegar hann er ekki að vinna að pípulagningum sín- um. Að öðrum kosti myndi bókin verða fræðilegt rit um starf hans“. Hann íhugaði orð mín and- artak og sagði svo: „Fari það bölvað, ef jeg skil yður. Þjer viljið ef til vill skýra. þetta betur. •—• Leiðist yður ekki að hlusta á okkur?“ spurði hann Pálínu. „Nei — auðvitað ekki. Haltu áfram“, sagði hún og sneri sjer að mjer. „Menn eru aðeins athyglis- verðir þegar þeir eru frjálsir. Ef við viljum kynnast einhverj- um manni, eigum við að reyna eð komast að því, hvað hann gerir í tómstundum sínum. Það sem hann gerir af nauðsyn eða tilneyddur, ljóstar engu upp um það, hvernig hann er •—■ hvern mann hann hefir að ge.yma“. Middleton kveikti sjer í vindlingi og virtist, vera í þungum þönkum. Jeg sá, að honum myndi ekki geðjast alls kostar vel að þessum orðum mínum. „Hvað segið þjer þá um mann, sem situr í fangelsi?“ J spurði hann. „Jeg get varla ímyndað mjer, að hann sje neitt sjerlega athyglisverður, . þótt hann sitji iðjulaus allan daginn“. „Það eru aðeins hugsanir hans, sem myndu vera athygl- isverðar, því að hann væri ekki frjáls nema í hugsun“, svaraði jeg. „Skáldsagna- og leikrita- höfundar verða auk þess að lýsa tilfinningalífi söguþetj- anna. Ef söguhetjan væri pípu- lagningamaður, yrði rithöf- undurinn þvi að fást við hann í tómstundum hans, því að jeg geri ekki ráð fyrir, að tilfinn- ingarnar komi neitt við sögu, þegar hann vinnur að iðn sinni“. Pálína hló, en Middleton var enn ekki ánægður. „Jeg er þá athyglisverðari en þótt jeg fengi mjer atvinnu og ynni tólf stundir á dag?“ j „Þjer mynduð vissulega vera , betra efni fyrir skáldsagna- höfund eins og þjer eruð núna“, sagði jeg með sannfær- ingu. „Jæja. Við Scrivener vorum að tala um þetta sama þarna um kvöldið, og honum fórust orð á svipaða leið og yður. — Það er dálítið undarlegt". 'iíbíAxiá JA $ Stríðsherrann á Mars 2) re n Ví CL ó Cl ^ & Eftir Edgar Rice Burroughs. 33. berginu komum við allt í einu inn í einkennilegt völ- undarhús, þar sem fjöldi ganga með veggjum úr gleri, lágu hlið við hlið, og eftir að jeg var nærri búinn að rota mig nokkrum sinnum með því að rekast á veggina, tók jeg að fara varlegar. Við höfðum aðeins farið stuttan spöl eftir fyrsta gler- ganginum, þegar Woola rak allt í einu upp ógurlegt ösk- ur og rakst á vegginn til vinstri handar okkur. Meðan bergmálið af orgi þessu endurómaði enn í völ- undarhúsinu, sá jeg hversvegna hundurinn hafði látið svona. Langt í burtu, svo jeg sá þær óskýrt gegnum hina mörgu glerveggi, voru átta manneskjur, þrjár konur og fimm karlmenn. Um leið og jeg sá fólk þetta, leit það allt upp, líklega hefir það heyrt öskur Woola. Þá rjetti allt í einu ein konan fram hendurnar í áttina til mín, og jafnvel í hinni miklu fjarlægð, gat jeg sjeð varir hennar bærast, — það Dejah Thoris, hin sífagra og síunga prinsessa mín frá Helium. Með henni voi-u Thuvia frá Ptarrth, Phaidor, dóttir Mathai Shang og Thurid, ásamt Föður Þernanna og hin- um þrem Þernum öðrum, sem höfðu verið með þeim áður. Thurid steytti hnefann í áttina til mín, og tveir af Þern- unum tóku í handlegginn á Dejah Thoris og Thuviu og drógu þær áfram. Augnabliki síðar voru þau Öll horfin inn í steingang að baki glerhússins. Þeir segja að ástin sje blind, en jeg þori að ábyrgjast að slík ást sem gerði að verkum, að Dejah Thoris þekkti mig þrátt fyrir fjarlægðina og dulargerfi mitt, gegnum fjölda glerveggja, er langt frá því blind. Þegar konan hans Tony dó, var hann alveg óhuggandi af sorg. I kirkjugarðinum fjell hann alveg saman. Þegar hann var á leiðinni heim, gekk hann upp og niður af gráti. — Svona, svona, Tony, sagði vinur hans huggandi. — Þetta er nú ekki svona slæmt. Jeg | veit, að þetta er erfitt til að .byrja með, en eftir sex mán- j uði getur þú kannske verið bvi- ‘ inn að ná í einhverja fyi ir- J myndar kvinnu og ert giftur aftur áður en þú veist af. Tony sneri sjer að vini sín- um osKuvondur: — Sex mán- uiM! En hvað á jeg að ge^a í kvöld, bjáninn þinn? ★ Frakki nokkur var boðinn i silfurbrúðkaup virðulegs ensks biskups. — Hvað er silfurbrúðkaup? spurði Frakkinn einn af frænd- um biskupsins. — Jeg skil ekki almennilega, hvað er verið að halda upp á. — Frændi minn og konan hans hafa búið saman í 25 ár án þess að skilja einn. einasta dag, svaraði sá, er spurður var. — Ah, sagði Frakkinn. — Og nú ætlar hann að giftast henni? Dásamlegt! Þingið var nýbúið að sam- þykkja þrettán miljón króna fjárveitingu til vegalagninga, tíu miljónir til vppeldismála og sjö miljónir til lista og vís- inda, þegar alt í einu komst einhver hreyfing á í einu horni fundarsalarins. — Læsið dyr- unum, læsið dyrunum, hrópaði gamall, virðulegur öldungur. — Jeg hefi mist krónu úr vasa míhum og enginn hrevfir sig út úr salnum fyr en jeg er bú- inn að finna hana. Hermaður nokkur var send- ur til Kyrrahafsvígstöðvanna, og þegar hann var að leggja af stað, grjet unnustan hans svo niikið, að hún ætlaði bókstaf- lega alveg að springa af harmi. Svo liðu tvö ár, en þá fjekk hermoðurinn brjef frá unnust- unni á þessa leið: „Jeg er búin að ákveða, að jeg get ekki beðið eftir þjer. tíonur bankastjórans er búinn að biðja mín og hefir meira að segja gefið mjer mink. Viltu senda eftur myndina af mjer?“ Hermaðurinn komst í stök- ustu vandræði. En loks tók hann það ráð að safna mynd- um af öllum ömmum, mömm- um, kærustum og innfæddu kvenfólki, sem hann gat fund- io í herbúðunum og sendi svo eftirfarandi brjef: „Jeg man ekki nákvæmlega, hver þú ert, en ef þú skyldir vera ein af þessum, þá geturðu tekið myndina og sent hinar til baka“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.