Morgunblaðið - 30.09.1945, Blaðsíða 16
16
Sunnudagur 30. sept. 1945,
Kariöíiur iækka
I verði
SAMKVÆMT auglýsingu írá
landbúnaðarráðuneytinu, sem
birtist á öðrum stað í blaðinu
í dag, lækkar útsöluverð á
kartöflum um þessi mánaðamót
sem svarar kr. 0.44 á hvert kíló
gramm af fyrsta fiokks kartöfl
um. Hefir ríkisstjórriin ákveð-
ið þetta með því að nota heim-
ild í lögum um að halda niðri
dýrtíðarvísitölu með fjárgreiðsl
um úr ríkissjóði og um áhrif
nokkurra landbúnaðarafurða á
vísitöluna
I. flokks kartöflur verða því
seldar í heildsölu á 88.00 kr.
hver 100 kg. í stað kr. 123.00,
úi valskartöflur á kr. 100.00 í
stað 138 og II. flokks kartöflur
á kr. 77.00 í stað 108. — í smá-
sölu verða I. flokks kartöflur
seldar á kr. 1.10 hvert kg. í stað
kr. 1.54 áður, úrvalskartöflur á
kr. 1.25 í stað 1.71 og II. flokks
kartöflur á kr. 0.96 í stað 1.35.
Nýjung fyrir skóla
BÓKAVERSLUN ÍSAFOLD-
AR hefir með síðustu ferðum
frá Ameríku, fengið mjög merki
leg kort. — Verða þau til sýnis
í sýningargluggum verslunar-
innar í dag.
Kortin eru pöntuð hingað fyr
ir atbeina fræðslumálastjórnar
innar. — Kort þessi eru gerð
fyrir allar mentastofnanir, alt
frá barnaskólum til háskóla. —
Þau eru mjög vönduð, límd
á ljereft og haganlega fyrirkom
ið. T. d. eru þau i stokkum,
þannig að hægt er að draga þau
niður hvert af öðru eftir vild.
Við þau er samskonar útbúnað-
ur og vindutjöld.
Undanfarin ár hefir verið
miklum erfiðleikum bundið að
útvega slík kenslutæki fyrir
skóla landsins.
Lelfað að njósn-
urum í Frakklandi
PARÍS í gær: — Talsmaður
innanríkisráðuneytisins franska
sagði í dag, að enn væri leitað
5 af þeim 95 njósnurum, sem
Þjóðverjar sendu til Frakk-
lands frá því í desember 1944
þar til Þjóðverjar gáfust upp.
Voru þessir njósnarar sendir í
flugvjelum og látnir falla til
jarðar í fallhlífum. Þeir voru
flestir eða allir franskir. Tveir
þeirra frömdu sjálfsmorð, einn
fórst í lendingu, en hinir allir
eru í haldi í Frakklandi og bíða
dóms.
Þjóðverjar kendu njósnurum
þessum sjerstakar skemdar-
verkaaðferðir, stjórnmálaklæki
og njósnaaðferðir, áður en þeir !
voru sendir til Frakklands.
— Repter.
Stækkun
„Sæbjargar”
SVO SEM kunnugt er hefir
verið ákveðið, að stækka björg
unarskútuna Sæbjörg, setja í
hana nýja vjel og endurbæta
skipið eftir því sem þörf kref-
ur.
Blaðið hefir frjett, að ekki
verði hægt að framkvæma þetta
fyrir næstu vertíð. — Mun það
stafa af örðugleikum á, að fá
verkið framkvæmt.
FREGNIRNAR frá hinuin ægilegu hörmungum, sem fangarnir í Belsen urðu að þola
hafa vakið alfteimsathygli. Und ínfarið hafa staðið yfir rjettarhöld í Liineburg í Þýskalandi
yíir fangavörðum, sem bera áb /rgð á hinni viðbjóðslegu meðferð fanganna. Hjer að ofan
siást nokkrir fangavarðanna í Belsen-fangabúðunum, sem nú eru fyrir rjetti í Liineburg.
Nýtt íslenskt leikrit
leikið hjer í næsta
mánuði
Leikfjelagið helir fengið
fullkominn Ijósaútbúnað frá
ámeríku
LEIKÁR Leikfjelags Reykjavíkur, 1945 til ’46 hefst fimtu-
daginn 4. október. — Verða þá sýningar á gamanleiknum
Gift eða ógift?, teknar upp að nýju. — Þá hefir næsta viðfangs
efni fjelagsins verið ákveðið. Er það íslenskt leikrit er nefnist:
Uppstigning. — Frumsýning þess mun verða seinnipart októ-
bermánaðar.
Stjórn Leikfjelagsins'átti tal
við blaðamenn í gær. Hafði for
maður stjórnarinnar Brynjólf-
ur Jóhannesson, orð fyrir
henni.
Við gerum ráð fyrir að sýna
, Gift eða ógift?, nokkrum sinn-
um. Leikur þessi er mjög vel
, sóttur. Við sýndum hann 15
i sinnum fyrir fullu húsi, sagði
| Brynjólfur. — Nokkrar breyt-
ingar verða á hlutverkaskipan
í leik þessum. Ævar Kvaran, er
ljek Soppitt, mun ekki leika.
Hann er í Englandi við leiknám.
Við þans hlutverk hefir tekið
Lárus Pálsson, sem ljek Forbes
og við hlutverki Lárusar hefir
Baldvin Halldórsson tekið.
Nýja leikritið.
Þá hefir fjelagið ákveðið
uppsetningu á nýju leikriti. Er
það Uppstigning, sjónleikur í
fjórum þáttum. — Höfundurinn
er ónafngreindur. Leikurinn
gerist í smáþorpi úti á landi er
nefnist Rnarrareyri, á árunum
1945 til 1946. Leikstjóri verður
Lárus Pálsson. Leikendur eru
þessir: Regína Þórðardóttir, er
leikur ungfrú Johnson, Lárus
Pálsson leikur sjera Helga Þor
steinsson, Emelía Jónasdóttir
leikur frú Jónínu Davíðsen,
Helga Möller leikur ungfrú Ingi
björgu (Dúllu Davíðsen), Anna
Guðmundsdóttir leikur frú Pet-
rínu Skagalín, Arndís Björns-
dóttir leikur frú Herdísi Bald-
vinsson, Inga Þórðardóttir leik-
.ur ungfrú Jóhönnu Einars, Þor
steinn Ö. Stephensen leikur Har
axtl i/aviuocn, ivuuoui, \jv-ovui
Pálsson leikur Ásbjörn Bald-
vinsson, lækni og Valur Gísla-
son leikur Kolbein Halldórsson.
Ennfremur koma þeir Brynjólf
ur Jóhannesson og Haraldur
Björnsson fram á leiksviðið. —
Als eru leikendur 14. — Lárus
Ingólfsson máiar leiktjöld og
sjer um búninga, eins og vant
er.
Brynjólfur gat þess, að leik-
rit þetta væri hið 200., sem Leik
fjelag Reykjavíkur tæki til
sýninga.
Leikfjelagið hefir nýlega ráð
ið í þjónustu sína Finn Kristjáns
son. Hann hefir s. 1. tvö ár stund
að nám í leiksviðstækni, í
Ameríku. Þá hefir ljósameist-
ari Leikfjelagsins, Hallgrími
Bachmann, tekist að útvega fje
laginu, frá Ameríku, hinn full
komnasta ljósaútbúnað fyrir
leiksvið. Verða ljós þessi fyrst
notuð við frumsýningu á sjón-
leiknum: Uppstigning. j
Utanríkisráðherr-
arnir enn á fundi
LONDON í gærkveldi: -
Opinber tilkynning var gefin út
í kvöld frá fundi utanríkisháð-
herranna. Segir þar, að tveir
fundir hafi verið haldnir í dag
og að fundur verði haldinn á
morgun (sunnudag).
Það hefir dregist talsvert að
fundinum lyki. Er ein ástæðan
talin vera sú, að Byrnes, utan-
ríkisráðherrá Bandaríkjanna
hafi borið fram málamiðlunar
tillögu í Balkanmálunum, sem
verið hafa alvarlegasta ágrein-
ingsatriðið á fundinum og nú
sje Molotoff, utanríkisráðherra
Rússa, að bíða eftir fyrirmæl-
um frá stjórn sinni viðvíkjandi
þessum málamiðlunartillögum.
í tilkynningunni um fundina
í gær var sagt, að ráðherrarnir
hefðu verið að semja fundar-
gerð um fundinn og samþyktir
hans til birtingar þegar fundi
lýkur. — Reuter.
Leopold Belgíu-
itúiiiiiiýuí i
Svisslandi
LONDON í gærkveldi: —
Svissneska útvarpið skýrði frá
því í kvöld, að Leopold Belgíu-
konungur væri kominn til Sviss
lands.
Hann fór yfir landamærin ná
lægt Sant Gellen og hjelt áfram
ferð sinni áleiðis til Genf.
— Reuter.
Múgur drepur
lasista
RÓM í gær: — Tveir fasistar |
voru drepnir af múgnum-í bæn
um Montevarchi, sem er rúm-
lega 30 km. suðaustur af Flor- |
ens. Fasistar þessir höfðu verið
leystir úr haldi. Þeir höfðu áð-
ur verið embættismenn í bæn-
um. Múgurinn rjeðist á þá, dró
þá eftir götunum, sparkaði í þá
þar til þeir Ijetu lífið og hengdu
þá síðan á eftir. —• Reuter.
Heiðursmerki fyrir
Gunnlaug Einars-
son, iækni
RÆÐISMANNI FINNA hjer
í bæ, L. Anderson, barst fyrir
nokkrum dög,um heiðursmerki
Rauða Krossins finska, sem
sæma átti Gunnlaug heit. Ein-
arsson jækni.
Heiðursskjalið, sem fylgir
heiðurspeningunum og sem er
undirritað af Mannherheim for-
seta er dagsett 4. júní 1942 og
hefir verið allan þennan tíma
á leiðinni.
Anderson ræðismaður hefir
afhent ekkju Gunnlaugs heið-
urspeninginn.
Bygging björgunar-
sföðvarinnar hefs)
á morgua
Á MÁNUDAG mun veiða
byrjað á að reisa björgunarstöð
Slysavarnafjelagsins, úti íörfirs
ey. — Alt efni til stöðvarinnar
er komið út í eyjuna. — Þegar
er búið að steypa grunninn. —•
Verður því byrjað á að setja
upp grindina á morgun, mánu-
dag.
Þjóðleikshúsið í
Oslo býður Öldu
Höller til gesta-
leiks
V
• *
Alda Möller
FREGNIR HARA borist um,
að þjóðleikhúsið í Oslo hafi boð
ið Öldu Möller, leikkonu, að
leika sem gestur hlutverk Gabr
ielle í leikriti Nordalhs Grieg,
„Nederlaget", sem leikið verð-
ur í Oslo í desember í vetur.
Leikrit þetta verður leikið á
næstunni í Kaupmannahöfn og
leikur frú Gerd Grieg þar aðal-
hlutverkið.
Senniiegt er að frú Alda
Möller taki þessu ágæta tilboði.
Er það milcil viðurkcnning á
leikhæfileikum frú Öldu að hún
skuli hafa vérið valin til að
leika, sem gestur á þjóðleikhús
inu í Oslo, og það í mikilsverðu
hlutverki.
Morgunblaðið hefir ekki að
svo stöddu fengið nánari upp-
lýsingar um boð þetta nje held
ur hvenær frú Alda muni fara
til Noregs.