Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ, Faxaflói: VISITALAN fyrir október Föstudagur 19. október 1945 er 2S5 stig. — Sjá grein lijer á síðunni. BARNASPÍTALASJÓÐUR 780 ÞÚS, KR. Hvað líður mjólk- urslöSinni! Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI Fjölbreyttar skemtanir í flestum sam- komuhúsum bæjarins á sunnudag í gær gerði Jón A. Pjetursson þá fyrirspurn til borgarstjóra, hvað liði vjelaútvegun í hina nýju rnjólkurstöð'. Hann kvaðst að vísu ekki ætlast til, að borg- arstjóri svaraði fyrirspurn þess ari á þeim fundi, vegna þess, að hann hefði ekki sagt frá því fyrirfram, að hann ætlaði að gera þessa fyrirspurn til borg- arstjóra á þessum fundi. En borgarstjóri hefði, sem kunn- ugt er, enga íhlutun um þessi mál. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri kvaðst ekki viðbúinn að svara þessari fyrirspúrn, þareð umsjón með hollustuháttum við meðferð og dreifing mjólk- ur væru utan við verksvið hans. En hinsvegar, sagði hann, er þetta mál mikilsvert fyrir borgarbúa. Hann kvaðst myndi verða við ósk bæjarfulltrúans um það, að afla sjer kunnleika á þessu máli, enda myndi það sönnu næst, að ýmislegt viðvíkjandi mcðferð og dreifing mjólkur- innar muni þurfa mikilla um- bóta við. En viss atriði þessa máls hafa komið til athugun- ar í bæjarráði. Sigfús Sigurhjartarson kvaðst vilja leggja það til við borgarstjóra, að hann athugaði einnig, hvort ekki væri ástæða til þess að bæjarstjórn óskaði eftir því við Alþingi, að gerð- ar yrðu ráðstafanir til þess, að bærinn gæti tekið hina nýju mjólkurstöð leigu- eða eignar- námi, með það fyrir augum, að bærinn ræki stöðina og tæki við hinni aðsendu mjólk utan við stöðvarvegg. Jón A. Pjetursson sagði, að hjer væri um tvö aðskilin mál að ræða, annað það, hvenær hin nýja stöð gæti tekið til starfa. Því það væri vitað, að gamla’ mjólkurstöðin hefði fyrir all- löngu verið talin of lítil. Og hitt það, sem Sigfús Sigurhjartar- son talaði um, að bærinn eign- aðist stöðina og ræki hana. Hann kvaðst því andvígur, að bærinn tæki að sjer stöðina , og rekstur hennar. Mjólkur- framleiðendur myndu vilja eiga stöðina framvegis. Það færi best á því. Bæjarstjórn hlyti að geta gripið í taumana, sam- kvæmt núverandi löggjöf, ef hjer væri seld skemd eða óholl mjólk. Sigfús Sigurhjartarson var hlyntur eignarnáminu á stöð- inni, en sagði að vísu, að hjer væri ekki um annað að ræða en tilmæli frá sinni hendi um það, að borgarstjóri athugaði málið. SAMK VÆMT til kynnin gu breska utanríkisráðuneytisins er í Bretlanrli afnumin öll rit- akoðun nema að því er tekur til stríðsfanga. KVENFJEI.AGIÐ HRING- URINN, sem stendur fyrir fjársöfnuninni til barnaspít- ala í Revkjavík. efnir til merkilegra og mikilla skemt ana fyrir almenning á sunnu daginn. Verða hljómleika-r og skemtanir, híósýningar, spil og töfrakúnstir, gaman- vísur og söngur á boðstól- tim allan daginn, en þeim lýkur með flugeldasýning- um og dansskemtun um kvöldið. Skýrir stjórn Hringsins svo frá tilhögun þessara hátíða- halda: í Gamla lííó verður fjölbreytt skemtun kl. 1.30 e. h. Jónas Haraldz hag- fræðingur flytur ávarp og kynnir síðan skemtiatriðin. — Þær Svava Þoibjarnai'dóttir og Þórunn Þorsteinsd. syngja tví- söng. Eru þær mjög vinsælar söngkonur, sem sjaldan hafa látið til sin heyra. Þá syngur Ragnar Stefánsson majór í Bandaríkjahernum einsöng. —• Hann er öllum landsmönnum kunnur fyrir söng sinn í út- varpi, fen hefir ekki áður komið opinberlega fram. Lárus Ingólfs son leikari syngur gamanvísur af sinni alkunnu list. Þá lelkur Þórunn litla Jóhannsdóttir ein- leik á píanó. Hún er aðeins 6 ára gömul, dóttir Jóhanns Tryggvasonar, söngstjóra Sam- kórs Reykjavikur. Hún kom fyrst fram á hljómleikum Sam- kórsins í haust og vakti mikla athygli. Loks syngur Miss Dee Jungers sópransöngkona ein- söng. Hún hefir nokkrum sinn- um komið fram á hljómleikum ameríska hersins ásamt hljóm- sveit Corley’s og vakið mikla hrifningu með söng sínum. I Tjarnarbíó verður athyglisverð skemtun á sama tima (kl. 1.30 e. h.). Hefst hún með ávarpi, sem Níels próf. Dungal flytur. Að því búnu leika þær Ragnheiður Þórólfsdóttir og María Magnús- dóttir saman á tvo gítara. Þá les Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi upp, en síðan leikur strepgjatríó, María Magnúsdótt ir, gítar, Tage Ammendrup, mandólín, og Jón Kornelíus Jónsson, manólín. Síðan sýnir Baldur Georgs ýmsar töfra- kúnistir, cn hann hefir undan- farið komið fram á mörgum skemtunum og vakið almenna hrifningu með leikni sinni. — Loks leikur manólínkvartett- inn, Sverrir Kjartansson og Guðm. Á. Bjarnason (mandó- lín), Páll Pálsson (mandóla), og Ragnheiður Þórólfsdóttir (gítar). Kvartettinn þótti eitt besta atriðið á hljómleikum- mandólínhljómsveitarinnar í. vor. Kynnir skemtunarinnar Til ágóða fyrir barna- spítala Hringsins verður hinn vinsæli gamanleik- ari Alfred Andrjesson. I Trípólí-leikhúsinu verða h!j imleikar kl. 4 e. h. Flytur Valdimar Björnsson bíaðafulltrúi þar stutt ávarp og kynnir síðan einstaka liði. — Bi-eski baritónsöngvarinn, Roy Hickman, sem vakti mikla at- hygli með hljómleikum sínum ; í sumar, syngur einsöng, en auk | hans syngja þau einnig á þess- 'ari skemtun Miss Dee Jungers 'og Ragnar Stefánsson. Þá leik- J ur mandóíínkvartettinn þar einnig, en systurnar Sibyl og Ruth Urbantschiseh, sem eru 8 !og 12 ára að aldri, leika saman á fiðlu og píanó. Þær eru báðar nemendur í Tónlistarskólanum og hafa áður komið fram á nem endakonsertum og vakið mikla athygli fyrir fágaðan leik. Aðrar skemtanir: í Nýja Bíó verður kvik- myndasýning kl. 1.30 e. h. Kl. 2 e. h. verður Útvegs- bankasalurinn við Lækjartorg opnaður almenningi. Þar verða ýmsar skémtanir og spil allan daginn, þ. á. m. veðhjól og fleiri leikir, sem kunnir eru frá út- skemtunum Hringsins í Hljóm- skálagarðinum. Um kvöldið kl. 22 hefst dans- leikur í Tjarnarcafé, og verður þar einnig efnt til happdrættis um blómskrýdda körfu með ýmsu góðgæti. Loks verða sýndir flugeldar á Arnarhól, ef veður leyfir, þeg ar skyggja tekur Öll hjálp ókeypis. Hringurinn kann hinum mörgu listamönnum, sem á skemtun- um hans koma fram, ágætustu þakkir, því að þeir hafa allir boðið störf sín ókeypis. — Þá hefir hershöfðingi Bandaríkja- hers, með atbeina sendiráðs Bandaríkjanna, látið Hringnum Tripolileikhúsið í tje ókeypis, en ameríski Rauði Krossinn ljeði Hringnum til afnota sín fágætu leikspil og ýmsa aðra hjálp, auk þess sem listamenn hersins veita veigamikla að- stoð. Kvikmyndahúsin hafa öll verið lánuð til afnota endur- gjaldslaust, en margvisleg önn- ur hjálp verið fúslega veitt án endurgjalds, svo sem prentun öll og annar undirbúningur. — Kann stjórn Hringsins eigi nóg samlega þakkað þá dýrmætu að stoð. En hún sýnir raunar að barnaspítalamálið er öllum al- menningi hjartfólgið, og að all- ir eru af vilja gerðir að hjálpa. Sjóðurinn neinur 780.0000 kr. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri nemur barnaspítalasjóður- inn nú rúmum 780.000 krónum, og eru þá ótaldar nokkrar ó- innheimtar tekjur. Sjóðurinn ekki nógu stór. Sjóðurinn er enn ekki orðinn nándar nægur til þess að hægt sje að hugsa til að fara að byggja. Þyrfti hann að þrefald- ast áður, að minsta kosti. En stjórn Hringsins hefir haft til athugunar tillögur að fyrir- komulagi og reksturstilhögun og mun leggja þær fyrir heil- brigðisstjórnina, áður en handa verður hafist. Verður víðtæk athugun látin fram fara, áður en á byggingu verður byrjað, enda sjálfsagt að vanda til spít- alans sem best í allan stað. Reykvíkingar eiga að þessu sinni kost á óvenjufjölbreyttum og menntandi skemmtunum, og auk þess er að vænta að aðsókn bregðist ei, þegar saman fara merkileg skemtiatriði og gott málefni, sem allir hafa sýnt að þeir vilja af alhug styrkja. Aukning vatnsveit- unnar samþykf iil fullnustu AUKNING vatnsveitunnar var samþykt við 2. umræðu í bæjarstjórn í gær. Borgarstjóri skýrði frá því, að hann hafi fengið umsögn innkaupastjóra og vatnsveitu- stjóra um skýrslu Sigurðar Thoroddsen um vatnsveituna. Höfðu þeir ekki gert aðrar at- hugasemdir en þær, að þeir teldu ráðlegt að hafa minna af trjepípum en Sig. Thoroddsen lagði til. Þetta væri fram- kvæmdaatriði óviðkomandi að- alefninu. Tillagan, sem samþykt hafði verið til 2. umræðu, var síðan borin upp og samþykt í einu hljóði. Hún var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að leggja nýja vatnsveituæð frá Gvendar- brunnum til bæjarins, sem geti flutt alt að 290 sekúndulítra af vatni. Felur bæjarstjórnin bæjar- ráði að hraða framkvæmdum eftir föngum, þannig að þeim verði lokið haustið 1946. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarráði að taka nauðsynleg lán til framkvæmdanna og veiti borgarstjóra heimild til að undirrita hverskonar skuldabrjef, sem gefin verða út vegna lántökunnar. verið máluð _að innan , +•—-——..— ---------+ VísHalan hækk- ar um 7 stig KAUPLAGSNEFND og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu framfærslukostn- aðar fyrir yfirstandandi mánuð. Reyndist hún vera 285 stig, eða 7 stigum hærri en í síðasta mánuði. Hækkun þessi stafar að- allega af hækkuðu verði á mjólk og mjólkurafurð- um, hækkun sjúkrasam- lagsiðgjalda, hækkuðu slát urverði og verði á strá- sykri og kaffi. Próf. Guðm. Thor- oddsen á fundi sambandsstjórnar R. K. FÝRIR nokkru barst Rauða Kross íslands beiðni nm aði senda fulltrúa á Alþjóðarauða krossfund í Genf þann 15. þ.’ mán. og ennfremur fulltrúa á fund sambandsstjórnai' Al- þjóðarauðakrossins, er halda á í París 14. nóv. n.k. Hefir framkvæmdanefnd Rauða Kross Islands ákveðið! að senda fulltrúa á báða þessa fundi og valið til þess prófes- sor Gúðmund Thoroddsen, en hann hefir átt sæti í stjórn R.K.Í. frá stofnun hans. Fór prófessor Thoroddsen með flugvjel áleiðis til Englanda þann 16. þ. mán. Þá hefir Norski Rauði Krosa inn farið þess á Ieit að Ra'uði Kross Islands sendi fulltrúa til Oslo þann 4. nóv. í til- efni af 80 ára afmæli Norska Rauða Krossins. Hátíðarguðsþjón- usla í Hvalsnes- kirkju á sunnudag Á HUNNUDAGTNN kemur, verður haldin hátíðarguðs- þjónusta í Ilvaneskirkju áj Miðnesi kl. 1 e. h. í tilefni af því að mikil viðgerð hefig farið fram á kirkjunni. Yerðj ur herra biskupinn, Sigurgeir( Sigurðsson viðstaddur, ásanitj prófasti og sóknarpresti. Yiðgerð á kirkjunni hófst } marsmánuði í vetur og var ekki iokið fyrr en í ágiistmán- uði. Múrverk alt var riíið innan úr kirkjunni og vikur- einangrun sett í staðin. Bekk- ir allir endurbygðir svo í kirkjunni eru nú hin þa'gi- legustu sæti. Kirkjan hefir öli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.