Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 7
laugardagur 27. október 1945 MORGUNBLAÐIÐ 7 Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. Mænakvak M*jó&viljans Kommúnistar vilja að stefna þeirra sje ekki rædd við bæjarstjórnarkosningarnar Óttast afhjúpun „ráð- stjórnarlýðræðisins" SIGFÚS SIGURHJARTAR- SON, bæjarfulltrúi kommún- ista, hefir verið mjög áhyggju- fullur út af því, í Þjóðviljan- um, að kommúnistar yrðu að koma í veg fyrir, að í hönd far- andi bæjarstjórnarkosningar hjer í Reykjavík yrðu látnar snúast um Rússa eða stjórnar- hætti Sovjetlýðveldanna. Hverjir eru það, sem hafa viljað láta íslensk stjórnmál snúast um rússneskar fyrir- myndir í kommúnistiskum dúr? Og hverjir eru nú orðnir hræddir við umræður um þess- ar áður dáðu fyrirmyndir? Sannleikurinn er sá, að hin- ir íslensku kommúnistar hafa altaf sí og æ verið að lofa og dásama hvað eina, sem í austr- inú gerðist. Þeim gafst sjerstak lega gott tækifæri til að dá- sama þetta, meðan styrjöldin stóð sem hæst, og vesturveldin og Rússar voru í hernaðarbanda lagi. Þá þótti vænlegt að blanda saman hernaðaraðgerð- um og stjórnmálum. Ef rússn- eskir herir unnu sigra, þá var kommúnisminn hafinn til skýj anna. Margskonar hernaðarleg ur áróður vesturveldanna fyrir bandamönnum þeirra, fyrir Rússum, var af kommúnistum hjer hafinn til skýjanna sem pólitískur áróður þeim í vil. Á þessum tíma þótti gott að blanda rússneskum áróðri inn í íslensk stjórnmál, og það var slíkur rússneskur áróður, sem kommúnistar hjer um fram alt lögðu kapp á að blanda inn í síðustu kosningar, sem fram fóru hjer á landi 1942, bæði bæjarstjórnarkosningar og tvennar þingkosningar. Og því er ekki hægt dð neita, að í þess um áróðri hafi þeim orðið nokk uð ágengt. Eftir styrjöldina átti þessi iðja að halda áfram. Eitt dæmi þess gaf að líta, þegar tíðinda- maður íslenska ríkisútvarpsins, Björn Franzson, tók sjer fyrir hendur að sannfæra hlustend- ur útvarpsins um það, að í Rússlandi væri svo dásamlegt lýðræði, undir handarjaðri kommúnista, að það ekki ein- ungis uppfylti „öll einkenni hins vestræna lýðræðis“, held- ur væri það einnig ennþá full- komnara, þar sem þar væri einnig efnahagslegt lýðræði, sem á skorti í hinum vestrænu löndum. En kommúnistum þótti ekki nóg um dásemdirnar. Farið var í smiðju til Jóhannesar úr Kötlum til þess að velja þeim skáldlegan og rómantískan bún ing. Hann hefir að undanförnu verið að vegsama hinar rússn- esku fyrirmyndir og kommún- istiska stjórnskipulag, í Þjóð- viljanum, og lýsir að lokum kommúnismanum sem tak- marki „þar sem hin grimmu og viðbjóðslegu átök manna um fullnægingu líkamsþurfta í þessum heimi allsnægtanna, munu snúast upp í fagran leik að andlegum viðfangsefnum, leik göfugs lífernis og hárra Iista„og djúpsærra vísinda“. — Þvílík himnesk stássstofa! Þegar menn voru búnir að fá nóg af öllum þessum fagur- gala, og fram hefir komið nokk ur gagnrýni á boðskap beggja þessara góðu manna, fer kommúnistum að verða ljóst, að þessi boðskapur þeirra og ,,taktik“ þolir ekki gagnrýni. Islenska þjóðin lætur ekki segja sjer, að þar sje lýðræði, sem allir stjórnmálaflokkar eru bannaðir nema kommúnista- flokkurinn. Þar sem pólitískar hópaftökur fara fram með naz- istiskum og fasistiskum hætti. Þar sem ekki aðeins pólitískt valjl í þjóðfjelaginu er í hönd- um fárra valdamanna hins ríkjandi kommúnistiska flokks, heldur alt vahl í efnahagsmál- um einnig, fjármálavaldið, með þeim allsherjar yfirráð- um, sem ríkið hefir tekið sjer með þjóðnýtingu allra fram- leiðslutækja. En það er best, að kommún- istarnir viti það strax, að það er of seint nú að biðjast vægð- ar. Þeir hafa átt upptökin að því að blanda hinu rússneska „fyrirmyndarríki“ sínu inn í umræðurnar um íslensk stjórn mál. Þeir hófu umræðurnar um hið „austræna“ og vest- ræna lýðræði, og það er best að þeir fái nú að standa í fyr- irsvari fyrir hina austrænu lýðræðisdásemd. Það er of seint fyrir komm- únista að biðjast undan þvl, að stefna þeirra verði rædd við í hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar. Kommúnisminn verður ræddur, stjórnarhættir hans gagnrýndir og lýðræðis- blekkingar kommúnista afhjúp aðar jafnóðum og þær eru fram settar. Og kommúnistar mega vita það, að ekki aðeins hin aust- ræna stefna þeirra verður gagn rýnd og um hana kosið, held- ur munu þcir einnig verða að standa í fyrirsvari vegna sinnar eigin stefnu í bæjarmálum Reykjavíkur sjerstaklega. Bæj- arfulltrúi kommúnista, Stein- þór Guðmundsson, verður að þola ágjöfina í pappírstogur- unum. Honum „var alveg sama“ um það, hvort togara- útgerðin í Reykjavík ykist raunverulega eða ekki. Hann þurfti aðeins að geta flaggað með pappírstillögum. Og Sig- fús Sigurhjartarson verður að sættá sig við hlýjuna í 500 íbúðunum, sem hann vildi flytja inn erlenda verkamenn til þess að byggja. Og þegar hann kemur niður úr skýjun- um og segist aðeins hafa meint, að hann vildi að byrjað væri að undirbúa rannsókn á því á næsta ári að byggja þessar íbúðir, þá verður hann einnig að þola gagnrýni fyrir þess- konar skrípaleik. Sjálfstæðismenn, eldri sem yngri! ' Komandi kosningar munu snúast um kommúnismann, stjórnarhætti hans, lýðræðis- fals og blekkingar kommún- ista. Þær eiga að snúast um þetta. Þær mumi einnig snúast um það, hversu alvörulaus og gagnslaus þátttaka kommún- ista í bæjarstjórn Reykjavíkur hefir verið, og allar aðgerðir þeirra miðast við það eitt að sýnast — fyrst og fremst að sýnast. Þótt kommúnistar vilji, að um stefnu þeirra og starfsað- ferðir vcrði ekki rætt, skulu þeir ekki hjá því komast, og samkvæmt því mun dómur kjósendanna falla. Málfundur í Stefni Málfundur verður haldinn næstkomandi mánudag í húsi Sjálfstæðisfjelaganna í Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Afstaða æskunnar til stefnu ríkisstjórnárinnar, frummælandi: Páll Daníelsson. 2. Frjáls ræðuhöld. STJÓRNIN. Hvað segja forvígis- menn stórþjóðanna um I vðræði komm- úmsmans? KOMMUNISTAR hafa löng- um lagt upp úr því að rugla dómgreind almennings með hug takafalsi og blekkingum. Síðasta dæmi þessarar iðju er alt fjas þeirra um „austrænt lýðræði“ eða „ráf^gtjórnarlýð- ræði“, eins og þeir kalla það. Auðvitað er ekkert annað en helbert fals. að tala um lýð- ræði, þar sem í rauninni ríkir harðsvírað flokkseinræði, sem leyfir ekki starfsemi annara flokka en kommúnistaflokks- ins. # Er ekki ófróðlegt að rifja upp ummæli helstu forvígis- manna stórþjóðanna Bretlands og Bandaríltjanna um lýðræð- isafstöðu kommúnista: Þann 16. ágúst s.l. sagði Winston Churchill eftirfar- andi í breska þinginu: Alls átaðar á Balkanskaga hafa kommúnistisk öfl náð eða eru að ná einræðisvaldi“. Hinn 18. ágúst s.l. tilkyeti utanríkisráðherra Bandarikj- anna, James Byrnes, Búlgaríu- stjórn, að Bandaríkjastjórn á- liti búlgörsku stjórnina ekki „nægilegan fulltrúa þýðingar- mestu lýðræðisskoðana“, og Ijet jafnframt í Ijósi skoðanir um, að ekki væri örugt, að fólki yrði, í kosningunum, sem í aðsigi væru, „leyft að láta skoðun sína í ljósi með frjálsu móti, án kúgunar og haið- stjórnar“. Tveim dögum síðar, þ. 20. ágúst ljet Bevin, utanríkisráð- herra Breta, svo um mælt í breska þinginu um Búlgaríu, Ungverjaland og Rúmeníu: „Af því, sem vjer höfum feng- ið að vita þárna að austan, virð ist það helst svo, að í þessum löndum hafi ein harðstjórn tekið við af annarri“. Alt þetta talar nokkuð skýru máli um hið kommúnistiska * lýðræði. Aðalfundur Stefnis: Stjórnarskrár- málið rætt Arni Agústsson endur- kosinn formaður AÐALFUNDUR STEFNIS, fjelags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði var haldinn síð- astliðinn mánudag í húsi Sjálf- stæðisfjelaganna í Hafnarfirði. Árni Ágústsson, formaður fjelagsins, setti fundinn, sem var fjölsóttur. Fundarstjóri var Páll Daníelsson og fundarrit- ari Guðmundur Guðmundssön. Á fundinum mætti Gunnar Thoroddsen prófessor, og flutti hann ýtarlega og skörulega ræðu um setningu nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenska lýðveldið. Vakti ræða hans mikla athygli og hlaut bestu Framh. á bls. 10. Heimdallar-fundur Munið fund Heimdallar næstkomandi miðvikudag. Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, frummælandi um bæj- aitnálefni. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.