Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐTÐ Laugardag-ur 27. október 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Aákriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasðlu 00 aura eintakið, 60 aura með LcsbAk. Steinrunnið afturhald STJÓRNARANDSTAÐA sú, sem nú er rekin hjer á landi undir forystu Framsóknarflokksins á áreiðanlega engan sinn líka í þingræðissögunni. Forystumenn stjórnarand- stöðunnar hafa aðeins eitt stjónarmið: Að ráðast á alt, sem ríkisstjórnin gerir, sama hvað það er. Alt er rifið niður, án þess að gera minstu tilraun til að byggja upp í staðinn. Svona stjórnarandstaða getur ekki leitt til góðs. Hún misskilur gersamlega hlutverk sitt og að lokum fe,r svo, að enginn tekur mark á því, sem hún segir eða gerir. Hjer skulu rifjuð upp nokkur dæmi til sönnunar því, að hjer er farið rjett með. ★ Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnaríhnar í dýrtíðar- og verð- lagsmálunum miðuðu að því, að gera framleiðendum land búnaðarvara mögulegt að selja vöru sína (kjöt og kart- öflur) hærra verði nokkrar vikur um hásurnarið, án þess að það hefði áhrif á vísitöluna. Auðvitað var þessi ráð- stöfun gerð fyrir framleiðendur. En hvernig bregst stjórn arandstaðan við? Hún ræðst á fulltrúa verklýðsflokkanna í ríkisstjóminni og segir, að þeir sjeu a|5 falsa vísitöluna, neytendum í bæjunum í óhag! * Alkunnug er framkoma stjórnarandstöðunnar í verð- lagsmálum landbúnaðarins. Þegar sett voru bráðabirgða- lögin um búnaðarráðið, þar sem -stjórn og framkvæmd verðlagsmálanna er fengin bændum einum í hendur, rís stjórnarandstaðan upp og segir, að bændur sjeu sviftir öllum rjetti til þess að verðleggja sína vöAi! Allir vita, að hjer höfðu bændur engan rjett, samkvæmt löggjöf Framsóknarflokksins um þessi mál. Það voru aðrir, sem verðlögðu vörur þeirra. En þegar nú í fyrsta sinn eftir 11 ár að bændur fá óskorað vald í þessum málum, þá heitir það á máli stjórnarandstöðunnar, að bændur sjeu sviftir öllum rjetti! Augljósari fölsun staðreynda er ekki unt að bera fram. ★ ÚR DAGLEGA LÍFINU Fjárráð unglinga. MÖRGUM hugsandi mönnum er það mikið áhyggjuefni, hve unglingar hjer í bænum hafa mik ið fje milli handa og eyða því af ljettúð og stundum algjörðu virðingarleysi fyrir verðmæti. A samkomum sjást unglingar með stórfje, sem þeir eyða í skemt- anir og fánýtt stundargaman og í verslunum kaupa unglingar dýrindis vöru, s<am varla verður sjeð, að þeir hafi þörf fyrir eða nokkur not. Ráðsettir menn benda á, að þetta ljettlyndi og fjársóun ungl inga hafi mjög ill áhrif á æsk- una. Peningaflóðið rugli hug- myndir þeirra um gildi peninga og óreglan hljóti að koma þeim í koil fyr eða síðar í lífinu. Skólanemendur virðist hafa fulla vasa fjár. Skemtanafíknin glepur fyrir þeim í námi og á- stundun. Það er eins í þessum efnum eins og öðrum, að það þarf ekki nema einn gikkinn í hverja veiðistöð. Unglingar, sem aldir hafa verið upp í ráðdeild- arsemi og góðum siðum, sjá fje- laga sína með mikið fje og vilja ekki vera minni menn. Fjárbruðl unglinga gengur svo langt, að foreldrar, sem eiga börn í barna skólum, hafa af því miklar á- hyggjur. Um þetta efni hefi jeg fengið brjef frá „P. B. X“ og fer það hjer á eftir: Börnin heimta aura. „KÆRI VÍKVERJI! Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli á einum erki-ósið, sem kominn er á í skólunum, sjerstaklega barna skólunum, en það er að börnin eru farin að heimta að hafa með sjer peninga á hverjum morgni til að kaupa fyrir gosdrykki og vínarbrauð. Neiti foreldrarnir urn þetta, er altaf sama viðkvæð ið: Öll önnur börn eru með pen- inga í þessu augnamiði. Mjer var nú að detta í hug, hvort öll börn segðu ekki við foreldra sína að öll önnur börn fengju þetta og yrði þá út ein alsherjar svika- mylla. Þetta er svo Ijótur ósið- ur, að gjöra verður þá skýlausu kröfu til kennaranna, að þeir af- nemi með ölli^ þennan ósóma, en auðvitað hefði þetta aldrei kom- ið til, ef kennararnir hefðu á hverjum tíma gert skyldu sína og komið í veg fyrir þetta“. Geta haft bita með sjer. ÞAÐ MA nú til sanns vegar færa, að börn sem fara í skólann kl. 8 á morgnana og eru þar til kl. 12 á hádegi, geti orðið svöng á þeim tíma. En liggur þá ekki beinna við að börnin taki með sjer smurt brauð í pakka heiman frá sjer og ef til vill mjólkur- sopa á smáflösku, sem þau svo gætu nært sig á í frímínútun- um. • Þykir „púkalegt“. MJER ER sagt, að þessi ósið- ur sje líka að leggja æðri skól- ana undir sig, t. d. hefir mjer ver ið sagt, að unglingarnir í einum framhaldsskóla hjer sjeu farnir að fara út í búð í frímínútum sínum og kaupa sjer þar smurt brauð. Það þyki svo ,,púkalegt“ að vera með brauð í töskunni sinn, sem smurt er heima. Kenn urum skólanna er í lófa lagið að afnema þennan ósið. Jeg hefi það t. d. fyrir satt, að nemendur Kvennaskólans megi ekki fara út af skólalóðinni í frímínútum sínum, og þennan sið ætti vissu- lega að taka upp í öllum skól- um, því hann er góður, og frí- mínúturnar eru til þess eins að gefa nemendunum kost á að anda að sjer hreinu lofti, en allj ekki til að stunda annan eins ósóma Rjett mælt. ÞAÐ ER rjett mælt, sem P. B. X. segir, skólanemendur ættu að halda sig á skólalóðinni meðan á kenslutíma stendur. Hitt finst mjer ekki alskostar rjettmætt að skella allri skuldinni á kennar- ana. Þeir hafa ekki tækifæri nje tíma til að fylgjast með öllum nemendum sínum utan kenslutím ans og vafalaust ber meira á sæl gætisáti og illri meðferð peninga utan skólatímans en í honum. En hjer er á ferðinni alvöru- mál hið mesta, sem best verður leyst með samvinnu allra að- ila. Umferðarvandamál í Hafnarfirði. HAFNFIRÐINGUR skrifar mjer í tilefni af skrifum um um- ferðarslys, sem varð í Hafnar- firði á dögunum, og þar sem bifreiðarstjórum er ráðlagt að fara varlegar en þeir virðast hafa gert. Segir brjefritari, að þessi hvatning ætti að ná til allra veg farenda og ekki undanskilja börn og unglinga. Bendir hann síðan á í brjefi sínu, hve umfhrð öll sje hættu- leg á þeim stað, er slysið varð, bæði vegna þess, hve gatan er mjó og við hana eru tvö „blind horn“. Vegna þess, að nú stend- i. r svo á, að Strandgatan er lok uð, þá er mikil umferð um eina götu og fara um þá götu á ann- að hundrað unglinga úr Flens- borgarskólanum á matmálstíma og á þriðja hundrað börn úr barnaskólanum, segir brjefritari. Vill hann láta nota tækifærið á meðan Strandgatan er lokuð og láta lögregluna kenna um- ferðarreglur og stjórna umferð- inni nokkrar mínútur um hádeg ið, þegar umferðin er mest þarna. eins og jeg hjer hefi getið um“. ________jvaaaaBaaBHaaBaBBBBBBBaaaviraBBBaBBBai _ I Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Ekki er framkoma stjórnarandstöðunnar betri,' þegar kemur að nýsköpuninni í atvinnulífi þjóðarinnar. Fyrst er því haldið fram, að nýsköpunin sjé ekkert annað en orðagjálfur. Framkvæmdirnar verði engar. Svo kemur smámsaman vitneskjan um hvað verið er að gera: 100 vjelbátar eru í smíðum, utanlands og innan. Samið er um smíði 28 togara og til boða stendur, að bygð ir verði tveir í viðbót. Alt eru þetta stærri og fullkomnari skip en Islendingar hafa áður þekt. Eimskip hefir samið um smíði tveggja vöruflutningaskipa, sem eru helmingi stærri en skip þau, sem fjelagið hefir hingað til átt. Eim skip er einnig að semja um smíði fjögurra annara skipa. Ríkið semur um smíði þriggja strandferðaskipa o. s. frv. Þegar allar þessar staðreyndir blasa við, treystir stjórn arandstaðan sjer ekki lengur að berja höfðinu við stein- inn. En þá hefst rógurinn um skipin. Þau eiga að vera svo dýr, að enginn fæst til að kaupa skipin! Og ef einhver ætlar að glepjast á, að kaupa þessi skip, þá er það fyrir- sjáanlegt gjaldþrot hans! ★ En stjórnarandstaðan lætur ekki hjer við sitja. Þegar hún veit, að skipakaupin er veruleiki, er blaðinu snúið við. „Ekkert er gert í landbúnaðarmálunum. Ekkert í raf- orkumálunum. Skipakaupin er það eina, sem liggur eftir ríkisstjórnina“, segir stjórnarandstaðan. Ekki tekst hjer betur hjá stjórnarandstöðunni. Á þessu ári hafa verið fest kaup á fleiri og hagkvæmari vjelum til ýmiskonar starfa í þágu landbúnaðarins en nokkru sinni áður. Og í raforkumálunum eru nú stórfeldari fram .kvæmdir en áður hafa þekst. Hjer er því vissulega ekki kyrstaða. Svona er þetta á öllum sviðum. Steinrunnu afturhalds öflin í Framsókn, vita ekkert hvað er að gerast: Þau vita aðeins þetta eina: að vera á móti öllu! Vegurinn um Þýskaland þvert ÞAÐ HEFIR verið bygður múr veggur þvert yfir Þýskaland. Þetta hefir reynslan sýnt. Ný- lega lá greinargerð í skrifstofu Trumans forseta, sem sýndi það, að samþykktin, sem gerður voru með svo mikilli vinnu í Potsdam, var ekki fylgt lengur. Og orsökin var sú sama, sem olli því, að ráðherrafundurinn í London fór út um þúfur: skoð- anamunur við Rússa á fram- kvæmdum, — alt annar skiln- ingur þeirra en Vesturveldanna á ákvæðum Potsdam-sáttrriálans. Svo var ákveðið, að eins ætti að fara með Þjóðverja um alt Þýskaland, og að farið skyldi með Þýskaland sem eina fjárhags lega heild. Hvorugt þetta hefir verið gert. Að Berlínarborg undanskilinni er rússneska hernámssvæðið al- gjörlega einangrað frá hinum hlutum. Þýskalands. Samkvæmt Potsdam-sáttmálanum er verið að reyna að koma á fót lýðræðis- legu lífi á hernámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna. Menn eru hvattir til þess að stofna verk- lýðsfjelög, prentfrelsi er verið að koma á, og sveitarstjórnir eru smámsaman að komast á lagg- irnar. En skoðunin á lýðræðinu er alt önnur á hernámssvæði Rússa. Með hótunum, handtökum og brottflutningum, og með því að beita matarskömtuninni í póli- tísku augnamiði, eru allir menn neyddir til þess að ganga í kommúnistaflokkinn. Yfirstj órn | þessarra athafna er í höndum stjórnmálafulltrúa rússneskra,. — „kommissaranna". Þó er mismunurinn líklega'bnn meiri á viðskiftasviðinu. Engin viðskifti út fyrir hernámssvæði Rússa eru leyfð. Bretar og Banda 1 ríkjamenn vilja eins og mögu- legt er komast hjá því að fæða | landsfólltið af sínum eigin birgð- um. Þeir hvetja til iðnaðarfram- leiðslu, sem borgað geti það, sem Þjóðverjar þurfa að flytja inn. En eftir því, sem best er vitað, hefir hvert einasta framleiðslu- tæki verið flutt burtu af hernáms svæði Rússa. Samkvæmt Potsdam-samningn um eiga Rússar að fá, ekki síð- ar en 2. febr. 1946, 25% af þeim iðnaðarvjelum í vesturhluta laylsins, sem ekki reynast nauð synlegar fyrir friðarframleiðslu landsins. En nú er það svo, að ef Rússar halda áfram að flytja burtu framleiðslutækin af her- námssvæði sínu, hvað sem við- víkur þörfum þjóðarinnar, þá get ur varla verið um að ræða í vest i urhlutanum nokkurn iðriað/sém sje Þjóðverjum ónauðsynlegur á friðartímum. Því ef Þjóðverjar eiga að lifa áfram í landi sínu, þá verða þeir að flytja inn mat- væli. Og þeir verða að borga þau með iðnaðarvörum. Sagt er, að Rússar haldi, að þegar Þjóðverjar sjeu sviftir öll um möguleikum til þess að vinna sjer brauð, þá muni hin góðhjört uðu Vesturveldi lána þeim og gefa, svo þeir geti lifað. En stefna Bandaríkjamanna er ekki sú, að borga stríðsskuldir Þjóð- verja með amerískum peningum. Neiti nú Vesturveldin að af- henda þessi 25% af framleiðslu- tækjum, munu Rússar náttúrlega saka þau um brot á Potsdam- samþyktinni. En eins og nú standa sakir munu Bandaríkin og Bretar krefjast þess, að stefna Rússa á hernámssvæði þeirra verði að vera í betra samræmi við Potsdam-samþyktina en nú er. Ekki öfugt, — ef Þýskaland á að vera til sem heild. Ríkið fjekk einkarjett LONDON: — í Suður-Afríku hafa verið samin lög þess efnis, að hjer eftir'megi ríkið eitt láta vinna Uranium úr jörðu þar í löndum. — Uranium er sem kur.nugt er, notað til fram- leiðslu á atómspréngjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.