Morgunblaðið - 04.12.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 04.12.1945, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. des. 1945. Friðrik Hallgrímsson dómprófast- ur kveður söfnuð sinn SL. SUNNUDAG kl. 17 fór fram í dómkirkiunni guðsþjónusta, þar sem sjera Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur kvaddi söfnuð sinn. Áður hafði hann flutt barnaguðsþjónustu í kirkj- unni. Dómprófastur kvaddi söfn uðinn í predikun sinni og bað honum blessunar Guðs. Biskup flutti dómprófasti kveðju og fer hún hjer á eftir, ásamt kveðjuorðum frá sjera Árna Sigurðssyni. Kveðja biskups. Sjera Friðrik Hallgrímsson! Elskulegi starfsbróðir og vinur. Þegar þú nú hefir kvatt söfn- uð þinn á íagran hátt og ert að láta af embættisstörfum, beinast til þín vináttu- og þakk lætishugir þúsunda manna og kvenna, ungra og gamalla fyrir störf þín og allar hinar björtu og fögru minningar, sem þú skilur eftir í hugum þeirra frá starfsárum þínum. Það hefir verið hlustað við- kvæmum huga á kveðjuræðu þína. Þessi fagra stund mun verða oSs öllum minnisstæð. Jeg vona að þú finnir og skynjir að þú ert hjer urtlvaf- inn vináttuhug. Og víðsvegar um bæinn og út um alt landið er setið við tækið, sem nú og svo oft áður tók á móti rödd þinni, svo að hún gæti hljómað um heimilið. Frá fjarlægum hlustendum þínum berast hlýjar þakklæt- ishugsanir til þín í dag. Mjer er ljúft að þakka þjer fyrir hönd safnaðarins og kirkju vorrar í heild^fyrir mikið og ágætt starf þitt. Árvekni, ein- lægni og skyldurækni voru skýrustu einkenni þín í starf- inu. Þú varst bróðir og vinur samferðamannanna, hvar sem þú fórst og einhver þurfti á þjónustu þinni eða hjálp að halda. Þú barst með þjer ljós og yl. Áhrif þín innan kirkju vorrar eru björt og fögur. Ómetanlegt er starf þitt fyrir hina ungu. Sjera Friðrik Hall- grímsson er nafn, sem íslensk börn blessa. Jeg flyt þjer kveðju þeirra allra og þakkir. Þú hef- ir verið náinn samstarfsmaður ininn síðustu árin. Jeg þakka Guði þær samstarfsstundir, eins og vináttu þína. Samvinnuþýð- ari og einlægari vin í störfum varð ekki á kosið. En best var þó að reyna hve hjarta þitt var hreint og göf- ugt og hve heit þrá þar bjó, eftir að vera sannur lærisveinn Drottins þíns og meistara Jesú Krists. Líf þitt og starf leidd- ist af kærleika til hans og löng- un eftir að þjóna honum í anda og sannleika. Þe*ss vegna er þjer þakkað af þúsundunum, vinum þínum nær og fjær. í rúm 47 ár, frá þeim degi, 12. október 1898, er faðir þinn vígði þig til prests hjer í kirkj- unni, hefir þú gegnt prestsþjón- ustu, bæði hjer á landi og í Vesturheimi og síðast hjer í söfnuðinum í 20 V2 ár. Þeir eru Sjera Friðrik Hallgrímsson. ekki margir íslensku prestarnir í Vesturheimi, sem hafa verið vinsælli en þú. Og hjer í Reykja vík og í landinu yfirleitt, ert þú hverjum manni hugljúfur. Við hlið þína hefir konan þín staðið og tekið sinn þátt í kjörum þínum og starfi. Hún er nú einnig í vissum skilningi að kveðja söfnuðinn, sem flyt- ur henni alúðarfylstu þakkir. Fyrir stuttu síðan sátum við, kæri vinur, saman hjer í kór Dómkirkjunnar. Þá sagðir þú við 'mig: ,,Það veijður erfitt að skilja við þenna kór“. Jeg veit að þú hafðir þá jafnframt í huga starfið alt, sem þú ert að skilja við. Jeg skil þetta vel. Það er erfitt að skilja við göfugasta og yndislegasta starfið í þessum heimi. — En þó þú hættir em- bættisstörfum, munt þú ekki hætta að vinna að hugðarefn- um þínum og hjartansmálum, því enn ert þú, á margan hátt, sem ungur væri. Minningin um fagurt prests- starf þitt og mynd þín, sjera Friðrik, er greypt í huga allra þeirra, sem sáu þig hjer og heyrðu. Megi sem ríkulegastir ávext- ir af starfi þínu enn koma í ljós, þjóðinni til góðs, þjer til gleði og guði til dýrðar. Jeg þakka þjer í nafni safn- aðar þíns, og litla safnaðarins í Kópavogshæli, sem þú munt enn þjóna fram ’til vordaga, starfsbræðra þinna hjer í Reykjavík og úti um land, og þjóðarinnar í heild. Guð, ástríkur faðir vor, vaki yfir þjer og ástvinum þínum og blessi þig og varðveiti á fram- tíðarvegum. Guð blessi þann mann sem nú tekur við prestsstarfinu af þjer og þá báða prestana, sem hjer eiga að starfa í þessari kirkju og þessu prestakalli í framtið. Guð blessi dómkirkjusöfnuð- inn. Guð blessi kirkju Krists með hinni íslensku þjóð. Friður Guðs sje með yður öll- um, tær og fjær. Kveðja frá starfsbróður. ÞAÐ er mikilsvert í hvaða stjett eða starfi sem er, að eiga góða samverkamenn. Og lík- lega ættu prestar að skilja þetta og meta allra manna best. Að minsta kosti þykist jeg geta metið hvers virði þetta er, eftir samstarf undanfarin ár við mína góðu stjettarbræður hjer í bæ. Þegar sjera Friðrik Hallgríms son hverfur frá prestsstarfi sínu eftir tuttugu og hálfs árs þjónustu við Dómkirkjuna, finst mjer jeg þurfa að þakka honum kærlega samstarfið alt hjer í bænum á þessu tímabili, og góðvild hans og vinarhug í minn garð. Hann hefir verið einn þeirra presta, sem verið hafa mjer eins og eldri bræður, sem jeg hefi getað lært af ým- islegt, er betur mátti gegna í starfi mínu. Sjera Friðrik hefir verið mikill áhugamaður og starf- samur í embætti sínu, og er slíkt til fyrirmyndar yngri mönnum. í sumum efnum hefir hann rutt nýjar brautir, sem aðrir hafa. fetað í spor hans. Nefni jeg þar sjerstaklega það, að auk hins sjálfsagða guðs- þjónustuhalds í kirkjunni, hef- ir hann, frá því er hann kom hingað, haldið uppi reglubundn um barnaguðsþjónustum yfir vetrarmánuðina. Hefir það starf orðið fjölda barna Reykjavíkur til blessunar, og auk þess til hvatningar oss yngri starfs- bræðrum*hans að gjöra hið sama. Mun nafn hans lengi lifa í minningu margra barnanna, sem hlýtt hafa á barnaprjedik- anir hans og barnasögur und- anfarin ár. Sjera Friðrik hefir verið það flestum eða öllum mönnum betur lagið að tala við börn og velja íhugunarefni við þeirra hæfi. Veit jeg að þetta hefir verið honum Ijúft og indælt verk og veitt honum mikla ánægju. Barnatímar hans í útvarpinu fyrr á árum, og barnasögur þær, sem hann hefir tekið saman og gefíð út af mikilli vandvirkni, hafa og náð hylli og vinsældum barna víðsvegar um land. Auk allmargra binda af sög- um handa börnum og ungling- um hefir sjera Friðrik gefið út aðrar þarfar og góðar bækur, ísl. kristnihaldni og kristnu lífi til gagns, og nægir þar að nefna meðal annars Píslarsögu með skýringum og „Kristin fræði“ hans, bók, sem hefir verið mjög mikið notuð við fermingarundirbúning barna víða um land mörg undanfarin ár. Alt sem komið hefir prent- að frá hendi sjera Friðriks, ber ljóst vitni hinum vakandi, starfandi og vandvirka áhuga- manni, sem í verki hefir vottað kirkju Krists hollustu sína og sonarást, unnið henni alt sem hann vann. 'Mjer hefir sjera Friðrik Hall- grímsson orðið því kærari starfsbróðir, sem við unnum lengur samán, bæði í sambaodi við prestsstarfið, og í ýmsum fjelagsskap, — Vildi jeg því við þessi tímamót í lífi hans þakka honum góða vin- áttu, drengilegt samstarf og margar skemtilegar samveru- stundir á liðnum árum. Sjera Friðrik hefir ekki látið hug sinn eldast, þótt árin fjölg- uðu og kraftarnir þreyttust. Og enn er hann unglegur í fram- Framhald á síðu 5 Forusta Sjálfstæðis- manna í bygginga- málunum Af hverju stafa illindi Alþýðuf lokksins Á síðasta Alþingi flutti Bjarni Benediktsson svo- hljóðandi þingsályktunar- tillögu um byggingamál: „Alþingi ályktar að kjósa með hlutfallskosningu fimm manna milliþinganefnd til að athuga og gera tillögur um með hverjum hætti best verði af opinberri hálfu greitt fyrir byggingu íbúð- arhúsa í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Nefndin skal m. a. taka til '■ endurskoðunar lög um verkamannabústaði og lög 1 um byggingarsamvinnufje- lög. Nefndin skal hraða störfum svo sem kostur er og skila áliti og tillögum eigi síðar en fyrir næsta reglulegt Alþingi“. Frumkvæði Sjálfstæðismanna. Tillögu þessari var nokkuð breytt í meðförum þingsins. — Aðalbreytingin, og sú eina, sem máli skiftir í þessu sambandi, var, að horfið var frá að skipa sjerstaka milliþinganefnd, en 1 þess stað skyldi ríkisstjórnin annast það, sem í tillögunni segir. Flutningsmaður tillögunnar, Bjarni Benediktsson,- var breyt- ingunum fyllilega samþykkur, og náðu þær samþykki á Al- þingi m. a. fyrir eindregin með mæli hans. Tillögunni fylgdi ýtarleg greinargerð, og er þar m. a. vikið að því, að eitt helsta til- efni hennar sje sá mikli fjöldi manna, sem nú búi í hermanna skálum í Reykjavík, sem vit- anlegu sjeu ófærir framtíðar- bústaðir. — Þá segir einnig: „Áhrifaríkasta ráðið til að greiða fyrir byggingum, er tví- mælalaust það, að lækka bygg- ingakostnaðinn. Hinu verða menn þó að vera viðbúnir, að ýmsar beinar aðgerðir þurfi af hálfu þess opinbera til að ráða bót á þeim miklu húsnæðis- vandræðum, sem nú eru. — Verða bæði ríki og sveitarfje- lög að standa að þeim aðgerð- um. Tillaga sú, sem Hjer er bor- in fram, er flutt til þess að gagnger rannsókn fari hið fyrsta fram á því, hverjar fram kvæmdir í þessum efnum sjeu tiltækilegastar". Það er þess vegna ekki hægt að deila um, að frumvarp það, sem fjelagsmálaráðherrann nú hefir látið semja um húsnæð- ismálin, er beinlínis til orðið vegna tillögu Bjarna Benedikts sonar frá síðasta Alþingi. Kem^ ur það og glögglega fram í greinargerð frumvarpsins eins og hún barst Alþingi frá fje- lagsmálaráðherra. Illindi Alþýðublaðsins. Að öllu þessu athuguðu, er furðulegt, að Alþýðublaðið skuli nota það tilefni, að Bjarni Benediktsson þakkaði á Alþingi Finni Jónssyni fyrir hans þátt í þessu máli, til þess að ráðast að Bjarna með illindum fyrir afskifti hans af málinu. Alþýðublaðið notar það tii sjerstakrar svívirðingar gegn Bjarna Benediktssyni, að hann hafi ekki flutt á Alþingi frum- varp um byggingamálin, sem bæjarstjórn Reykjavíkur lýsti stuðningí sínum við á dögun- um. Frumvarp þetta hafði borg- arstjóri samið samkvæmt á- skorun bæjarstjórnar og bæj- arráðs. Það var því mjög eðli- legt, að bæjarstjórn ljeti uppi skoðun sína á því, hvernig borg arstjóra hefði til tekist. Hinu lýsti borgarstjóri þá þegar, að óvíst væri, hvort hann myndi flytja frumvarpið beint í frumvarpsformi eða koma efni þess að á Alþingi með öðr- um hætti. Fjelagsmálaráðherra hafði tekið málið að sjer samkvæmt tillögu, er Bjarni Benediktsson hafði flutt. Þar sem ráðherra hafði heitið því, að hafa góða samvinnu við hann um af- greiðslu málsins og engin ástæða var til að vjefengja, að svo mundi verða, þá var að sjálfsögðu með öllu ástæðulaust af borgarstjóra að flytja frum- varp sitt, fyr heldur en á dag- inn kom, hvort unt væri að koma skoðunum bæjarstjórnar að við meðferð þess frv., sem ráðherra hafði látið semja að frumkvæði borgarstjóra. Alþýðuflokknum þokað á leið. í þessu efni sem öðru, en ekki síst í svo viðkvæmu efni og vandasömu sem húsnæðis- málinu, skiftir ekki miklu hver flytur frumvarp á Alþingi, held ur hverju verður að lyktum áorkað til góðs. Þessa hefir borg arstjóri og Sjálfstæðismenn ætíð gætt í meðferð þessa máls sem öðrum. Borgarstjóri hefir nú í mörg ár reynt að fá á Alþingi og hjá ríkisstjórn samþykki fyrir þátt- töku ríkisins 1 byggingarmál- efnum kaupstaðanna. — Þetta hefir fram að þessu mistekist. Þess vegna bar borgarstjóri fram tillögu síná á síðasta þingi í öruggu trausti þess, að rann- sókn málsins hlyti að sannfæra alla þá, er hana kyntu sjer, um sanngirni þess, að ríkið tæki ekki síður þátt í þessum mál- um heldur en sveitarfjelögin. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna í bæjarStjórn hafa að vísu ætíð viljað gera lítið úr sanngirniskröfu bæjarins og annara sveitarfjelaga að þessu leyti. Þeir hafa í bæjarstjórn Framhald á bla. 13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.