Morgunblaðið - 04.12.1945, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói:
Gengur sennilega í hæga suð-
eða suð—vestan átt. Snjókoma.
Þriðjudagu'r 4. desember 1945. .
STJÓRNMÁLAÞRÓUNIN í
Færeyjum, síðari grein Erlends
Paturson. — Bls. 9.
h
rjár aSaílsiSir 301(1» iyrir ijaii
Á landabrjefinu eru dregna r upp þrjár leiðirnar austur: A alleiðin um Þrengslin og vara-
leiðirnar tvær, um Krýsuvík og Þingvöll. — Sjá grein á bls. 5.
Samgðngur teppast
milli Akureyrar
og Reykjavíkur
SAMGÖNGUR milli Akureyr
ar og Reykjavíkur hafa nú al-
gjörlega teppst. Einnig er ófært
milli Húsavíkur og Akureyrar.
Bílar, sem fara frá Akureyri
komast ekki lengra en að Bakka
seli. En bílar, sem ætla til Ak-
ureyrar*komast að Vatnsskarði
Þá er Öxnadalsheiðin sjálf ó-
fær. — Þar standa 4 eða 5 bíl-
*ar fastir í snjó.
Hraðferðin, sem fór hjeðan
frá Reykjavík áleiðis til Akur-
eyrar s. 1. föstudag, fór ekki
lengra en til Blönduóss. — Með
hraðferðinni var nokkuð af
pósti. Hann mun koma til Ak,-
ureyrar með Esju.
I gærmorgun ætluðu 3 bílar
að fara frá Húsavík til Akureyr
ar. — Þeir urðu að snúa við á
Fljótsheiði. — Þá er Vaðlaheiði
in, Akureyrarmegin orðin ófær.
Símabilanir.
Samkvæmt símtali við stöðv-
arstjórann á Borðeyri, er síma-
sambandslaust við Isafjörð og
Patreksfjörð. Munu sjö síma-
staurar hafa brotnað við Seyð-
isfjörð í veðurofsanum aðfara-
nótt laugardags.
I gærkveldi hafði ekki frjettst
um neinar símabilanir fyrir
vestan Þorskafjörð, en vestur í
Djúpi hefir fent fje bænda og er
óvitað enn hversu margt.
EMhúsumræður
í byrjun
næsiu viku
ELDHÚ SUMRÆÐUR munu
fara fram frá Alþingi í byrjun
næstu viku. Verða þær tvö
kvöld, á mánudag og þriðju-
dag.
Fjárlölgin eru nú að koma frá
nefnd. En það er gömul þing-
venja, að eldhúsumræður fari
ftam við framhald 1. umr. fjár-
laga.
Tæpl. 600 manns
ferðuðust ii! og
frá landinu
í NÓVEMBERMÁNUÐI
komu hingað til landsins, frá
útlölndum 300 manns. Til út-
landa fóru í mánuðinum 298.
Með skipum komu 213 manns
með flugvjelum ATC komu 59,
með flugvjelum SILA kom 21
farþegi. — Þá komu sjö farþeg
ar með flugvjelum sem ann-
ast flug fyrir breska stuliðið.
Samkvæmt þessu hafa 87
manns komið hingað loftleiðis.
Tala þeirra er fóru til út-
landa skiftist þannig, að með
skipum fóru 224. — Loftleiðis
fóru 74.--Flugvjelar ATC
fluttu 41 farþega, flugvjelar
SILA 26 og breskar flugvjelar
7 farþega.
Þess skal getið, að hjer er að-
eins um að ræða þá, er haft
hafa hjer lengri eða skemmri
dvöl.
Próf. Guðm.
Thoroddsen
kominn heim
PRÓFESSOR Guðm. Thor-
oddsen er kominn heim af full-
trúa fundi Alþjóðarauðakross-
ins. — Fundurinn var haldinn í
París, en áður hafði undirbún-
ingsnefnd fundarins starfað um
þriggja vikna tíma í Genf. —
Alhugun á hæfni
varðbáianna nýju
MORGUNBLAÐIÐ sneri sjer
til Finns Jónssonar dómsmála-
ráðherra og spurði um álit hans
á hinum nýju varðbáturh ríkis-
ins.
— Jeg fór á dögunum reynslu
för til Isafjarðar á einum varð-
bátnum, sagði dómsmálaráðherr
ann. Ferðin vestur tók 15 M:
tíma, enda var risjuveður.
7— Það er ljóst, sagði ráðherr
ann ennfremur, að ýmsu er á-
bótavant um búnað bátanna og
einnig um aðbúnað fyrir skip-
verja. Hitt þykir mjer ekki
sennilegt, að bátarnir sjeu ekki
traustir, því að þeir voru byggð
ir fyrir breska flotann. — En
um hæfni, þeirra til vetrar-
ferða hjer við land og til þess
að annast landhelgisgæslu og
björgunarstarf, get jeg ekki
dæmt um á þessu stigi.
Að lokum sagði ráðherrann:
Nú verður látin fara fram at-
hugun á skipunum og hæfni
þeirra til þessara starfa. — Að
þeirri athugun lokinni mun
Skpiaútgerð ríkisins birta
greinargerð um skipakaupin og
skýra frá niðurstöðum athugun
arinnar.
- Fari svo, að skipin reynist ó-
hæf til strandvörslu og björg-
unarstarfa, verður reynt að
ko’ma þeim í aðrar þarfir. En
þetta myndi seinka mjög, að
hingað fengjust hentug skip til
landhelgis- og björgunarstaría.
Cuðjón Einars-
son form. V.R.
AÐALFUNDUR Verslunar-
mannafjelags Reykjavíkur Var
haldinn í gærkveldi í Lista-
mannaskálanum. Stjórnarkosn-
ing fór þannig:
Formaður var kjörinn Guðjón
Einarsson (Eimskip). — Með-
stjórnendur í 2 ár: Baldur
Pálmason, . Carl Hemming
Sveinsson og Björgúlfur Sig-
urðsson. Meðstjórnandi í eitt ár:
Sveinn Ólafsson.
í varstjórn hlutu kosningu
Gunnar Ásgeirsson, Gunnar
Magnússon, og Sveinbjörn Árna
son. Fyrir voru í stjórninni:
Konráð Gíslason og Pjetur Ól-
afsson.
Úr stjórninni gengu og báð-
ust undan endurkosningu: Odd
ur Helgason, formaður, Luð-
víg Hjálmtýsson og Lárus Bl.
Guðmundsson.
ísfisksalan: s.l. vikii
í VIKUNNI sem leið seldu 9
íslensk fiskiskip afla sinn í
Flleetwood og eitt í Aberdeen.
Söluhæsta skipið var bv. Bel-
gaum frá Reykjavík, er seldi
2906 kitts fryir 9.603 sterlings-
pund. — Aflahæsta skipið var
bv. Hafstein, 2936 kitts.
Ms. Eldborg seldi í Aberdeen
2121 kits, fyrir 5.659 sterlings-
pund. Bv. Belgaum seldi 2906
kits fyrir 9.603 pund. — Bv.
Tryggvi gamli seldi 2641 kits,
fyrir 9.329 pund. Bv. Haukanes
seldi 2695 kits, fyrir 7.878 pund
Skinfaxi seldi 2606 kits fyrir
8078. Bv. Júní seldi 2718 kits,
fyrir 5.101 pund. Bv. Vörður
seldi 2750 kits fyrir 6.176 pund.
Ms. Fell seldi 1819 kits fyrir
2.798 pund. Bv. Hafstein 3936
kits, fyrir 5.521 pund. og bv.
Kópanes 2340 kits, fyrir 5.771
sterlingspund.
Fjölmenn árshátið
Sjálfslæðismanna
í Hafnarfirði
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN í
Hafnarfirði hjeldu síðastliðinn
laugardag, 1. des., hina árlegu
árshátíð sína að Hótel Þresti.
Var fjölmenni svo mikið, að
margir urðu frá að hyerfa sök-
um rúmleysis.
Skemmtunin hófst með kaffi-
samdrykkju og Ijek 3 manna
hljómsveit, undir stjórn Óskars
Cortes, ljett klassisk lög, með-
an setið var undir borðum.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði, Bjarni Snæ-
björnsson, setti skemtunina og
stýrði henni, en aðal ræðu
kvöldsins flutti Jóhann Þ. Jós-
efsson, alþingismaður. Að ræðu
hans lokinni, skemti mandólín-
hljómsveit með hljóðfæraslætti.
Auk áðurgreindra ræðumanna
töluðu eftirfarandi: Þorleifur
Jónsson, bæjarfulltrúi, Stefán
Jónsson, . bæjarfulltrúi, Árni
Ágústsson, formaður Stefnis,
frú Jakobína Mathiesen, formað
ur Vorboðans, Páll Daníelsson,
framkvæmdastjóri og Ingibjörg
Ögmundsdóttir, símstöðvarstjóri.
Að lokinni kaffidrykkju var
dansað fram eftir nóttu.
Þessi skemtun sjálfstæðisfje-
laganna bar það með sjer, að
Sjálfstæðismenn munu eiga
miklu fylgi að fagna í kosning-
um þ'eim, sem nú standa fyrir
dyrum. Var það eftirtektarvert,
hversu bæði eldri sem yngri
virðast hafa skipað sjer um mál
efni flokksins.
Flandin fyrir rjetti.
LONDON: Mornet, hinn
opinberi franski ákærandi, hef
ir lýst það tilhæfulaust, að
Churchill verði kvaddur sem
vitni í málaferlunum gegn
Flandiip- hinum franska stjórn-
málamanni.
Brúarfossi
um sólarhring
vegna óveðurs
BRÚARFOSS kom hingað á
sunnudaginn frá Leith. Hreppti
skipið hið versta veður í hafi og
varð að liggja til drifs. Brotsjór
kom á skipið^og braut bát og
laskaði bátsuglur. Var skipið
sólarhring eftir áætlun vegna
óveðursins.
Með skipinu voru eftirtaldir
farþegar:
Geir Borg framkvstj., frú
Guðrún Borg, Tómas Pjeturs-
son, stórkaupm., Guido Bern-
höft stórkaupm., Jón Möller full
trúi, Friðrik Bertelsen stórkaup
maður, Geir H. Zoega forstjóri,
Hjeðinn Valdimarsson forstjóri,
Gunnar Guðmundsson, stór-
kaupmaður, Arthur Gook (frá
Akureyri) frú Wright með barn
frú E. J. G. Hannan með barn,
frú Cooney, frú Lindsey með
barn, ungfrú A. Jansson, ungfrú
J. Taylor, A. Ledingham, F.
Carter, frú Valgerður Could,
ungfrú Witaker, B. Gíslason, R.
Ólafsson, Haraldur Bjarnason,
G. Friðriksson, Lárus Johannes-
son, R. T. Johannesson, Hard-
ing Johansen og A. Hagvaag.
Nr. $2237 kom upp
í happdræili
Sjálfsfæðisflokksins
0
DREGIÐ var í gær í skrif-
stofu borgarfógeta í happdrættí
Húsbyggingarsjóðs Sjálfstæðis-
flokksins og kom upp nr. 52237.
Vinningurinn var einn af glæsi-
legustu vinningum, sem veittur
hefir verið nokkurn tíma, eða
fjögra herbergja íbúð í nýtísku
húsi, á hitaveitusvæðinu. íbúð-
in er með öllum húsgögnum og
hin fullkomnasta að gerð.
Nr. 31006 og 18277
hlirtu viimingana
DREGIÐ var í happdrætti
Norræna fjelagsins hjá borgar-
fógbta í gær. Vinningarnir;
lentu á þessi númer:
31006 ársdvöl við háskólanám
á Norðurlöndum og 18277 ferð
til allra höfuðborga Norður-
landa með greiddri fjögra daga
dvöl á hverjum stað.
Ekki var blaðinu kunnugt í
gærkveldi, hverjir eða hver iief
ir hlotið þessa glæsilegu vinn-
inga.
ÚRSLITALEIKURINN f
bridgekepninni fer fram í kvöld
kl. 8 e. h., Spilað verður að
Röðli.
Leikar standa nú þannig f
stigum: Gunnar Möller hefir 16;
stig, Stefán Þ. 14 stig, Guð-
mundur Ó. 13 stig, Gunnar Við-
ar 12 stig, Gunngeir 10 stig,
Guðlaugur og Jóhann hafa 8
stig hvor, Jens og Sveinbjörn
hafa 6 stig hvor, Ragnar hefig
4 stig og Jón 3 stig.