Morgunblaðið - 06.02.1946, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.1946, Page 1
16 síður Ó3. árgangur. 30. tbl. — Miðvikudagur 6. febrúar 1946 Isafoldarprentsmiðja b.f. Nýr dgreiningur í Grikklandsdeilunni? Brefar berjast í „heimsstyrjöld gegn hungri” London í gærkvöldi. BEN SMITH, matvælaráð- herra Bretlands, flutti í dag ræðu í neðri málstofu breska þingsins, um matvælaástand- ið í heiminum, einkum þó kornskortinn og afieiðingar þær, sem hhann kynni að hafa. — Sagði hann, að.kom ið hefði fram í viðræðum, sem hann hefði átt við Banda ríkjastjórn fyrir skömmu um mál. þessi, að þau lönd, sem einna verst væru stödd um kornbirgðir, myndu þurfa 17 miljónir smálesta af korni á fvrri helmingi þessa árs, en fyrirsjáanlegt væri, að aðal- kornútflutninglslöndin myndu á þessum tíma ekki geta lát- ið af hendi nema 12 miljónir smálesta. — Af þessum sök- um hefði breska stjórnin ték ið það ráð að takmarka korn- flutninginn sem mest til þess að lönd, sem enn ver væru stödd en Bretland, gætu feng ið meira. Kornskammturinn yrði því minkaður, bæði til manneldis og skepnufóðurs. Afleiðing þess, að fóðurskamt urinn væri minkaður, yrði sú, að kjötskamturinn myndi einnig minka, og fejtmeti&' skamturinn líka. — Ráðherr- ann sagði bresku þjóðina hafa vonað, að kornskamtur inn yrði aukinn, en uppsker- an hefði orðið ljeleg. Þessi ráðstöfun hefði því verið gerð í samræmi við þann á- setning bresku þjóðarinnar, að taka drjúgan þátt í „heims styrjöldinni gegn hungrinu", eins og hann orðaði það. — Reuter. Nýr bálur smíðað- ur á ísafirði „ ísafirði, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum: í GÆR var hleypt af stokk unum nýjum vjelbát í skipa- smíðastöð Marselíusar Bern- harðssonar. Báturinn er um 50 smálestir að stærð, bygð- ur úr eik og furu og vandað- ur að öllum útbúnaði. Vjelin er 200 hestafla Junemunktell- mótor. Eigandi bátsins er hlutafje- lág í Keflavík. Hann hlaut nafnið „Vísir“. — Formaður verður Árni Þorsteinsson í Keflavík. Báturinn fer hjeð- an til Keflavíkur næstu daga og á að ganga á vertíð þaðan. 100 þúsund viku- lega Lordon i gærkvöldi. BRESKA hermálaráðuneytið hefir skýrt frá því, að í ianúar- mánuði hafi að jafnaði 100 þús- und menn verið leystir úr her- þjónustu Breta á viku hverri. Segir í skýrslu hermálaráðu- neytisins, að í janúar hafi lausn úr herþjónustu gengið miklu greiðlegar en á síðustu mánuð- um ársins arforseti Frakklands, sem tók. við af de Gaulle hershöfðingja. Franska sfjórnin framfylgir sparn- aðarsfefnunni París í gærkvöldi. FRANSKA stjórnin hefir nú hafist handa um stórkostlega lækkun útgjalda til hers og her gagnaframleiðslu, og jafnframt samræmingu um kaupgjald, og ennfremur hefir hún lagt drög að útrýmingu svarta markaðs- ins. — Allar þessar ráðstafan- ir eru í samræmi við stefnuskrá þá, sem Gouin, forsætisráð- herra Frakka, setti stjórninni, er hann tók forustuna að sjer. — Reuter. Utvarp á leikriti um atóm- sprengjur veldur skelfingu í París Maður sleginn í gegn um sýningarglugga NOKKRU eftir miðnæíti í nótt var maður sleginn í gegnum sýningarglugga Nora Ma^asin við Pósthús- Stræti, og hlaut hann tvo mikla skurði. Þetta mun hafa gerst með þeim hætti, að nokkr- ir menn lentu í ryskingum við gluggann, og lauk þeim svo, að einn þeirra var sleginn aftur á bak inn um hann. Hlaut hann tvo mikla skurði, annan á herðablaði, en hinn á hand legg. ■—- Maður þessi mun hafa verið með víni. Lögreglunni mun hafa tekist að hafa uppi á þeim, er veitti höggið. Nýr sfjórnarforseli í Frakklandi FELIX GOUIN, hinn nýi stjórn 1 í GÆRKVELDI sleþptu allmargjr Frakkar sjer, vegna þess að þeir hjeldu heiminn vera að farast, vegna atómorku. Hringdu þeir til útvarpsstöðvarinnar í París, en þar var verið að flytja í útvarpið leikrit um atómorku og endalok heims af völdum hennar. — Minnir þetta nokkuð á skelk þann, sem flutningur leikrits H. C. Wells. Innrásin frá Mars, vakti í Bandaríkjunum á sínum tíma, árið 1939. Eftir að kvartanirnar tóku að berast, tók Parísarútvarp- ið að senda út tilkynningar með stuttu millibili, um að „þetta væri altsaman ímynd- un“. ^ Útvarpíð byrjaði á þenna hátt: „Hjer kemur örlagjarík tilkynning: — Atóm, sem sprengd hafa verið í rann- Framh. á bls. 12 Tuka á lífi enn LONDON: Tjekkóslóvakiska stjórnin hefir borið til baka fregn, sem barst út um það, að Túka, fyrrum forsætisráðh. Slóvakíu, væri látinn í fang- elsi. Tilkynti stjórnin að Túka væri í Bratislava^ en gat ekki hins, hvort hann væri í fang- elsi. Sýrlendingar og Libanons- menn ákæra Brela og Frakka London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. Á FUNDI sínum í kvöld, tók öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til meðferðar ákæru Rússa á hendur Bretum vegna dvalar breskra herja í Grikklandi, en máli þessu hafði ráðið frestað á fundi sínum í gærkvöldi. Fundurinn hófst klukkan 19.20 eftir íslenskum tíma og stóð til kl. 22. Er fundurinn hafði staðið hálftíma, var gert hlje sam- kvæmt beiðni fulltrúa Póllands og átti það að stánda í fimm mínútur, svo að fulltrúunum gæfist tími til við- ræðna, en hljeð stóð í 1 klukkustund og 45 mínútur. —■ Þykir stjórnmálafrjettariturum þetta benda til þess, að einhver frekari og alvarlegri deiluatriði hafi komið upp i málinu. — Er ráðið hafði setið 15 mínútur eftir hljeð, samþykti það að fresta málinu til morguns, og munu þá verða haldnir tveir fundir, annar í fyrramálið, en hinn annað kvöld. Chilesfjórn óttasl spellvirki London í gærkvöldi. HERNAÐARFLUGVJELAR Chilestjórnar voru á verði yfir járnbrautum landsins í dag, til þess að koma í veg fyrir spell- virki á járnbrautunum. Þetta er í sambandi við verkfall það, sem kommúnistar hafa sett á í landinu. Innanríkisráðherrann, Vincente Marino flotaforingi, hefir látið svo um mælt, að kommúnistaflokkurinn hafi skipað meðlimum sínum að vinna spellvirki, og sagði hann, að flokkurinn myndi verða gerð ur ábyrgur fyrir þessa fram- komu sína, og fyrir þau spell- virki, sem framin kynnu að verða. — Verkfallið er ekki lengur algert, hafa flestir snú- ið aftur til vinnu sinnar að boði verkalýðssambandsins í land- inu. — Reuter. Bretar vilja veita rúmensku sfjóminni lakmarkaða viður- kenningu London í gærkvöldi. í SAMRÆMI við ályktanir þær, sem gerðar voru á utan- ríkisráðherrafundinum í Mosk- va varðandi stjórnarfyrirkomu lag í Rúmeníu, hefir* breska stjórnin lýst því yfir, að hún sje fús til þéss að veita rúm- ensku stjórninni takmarkaða viðurkenningu með líkum hætti og ítölsku stjórninni. — — Reuter. Akærur Sýrlands og Libanon. Áður en öryggisráðinu gæfist frekari tími til aðgerða í Grikk lándsdeilunni, eftir að fundi var frestað í gærkvöldi, barst kærn frá ríkisstjórnum Sýrlands og Libanon á hendur Bretum og Frökkum, ‘en herir þeirra hafa nú um nokkurra ára bil dvalist í löndunum. Fulltrúar Sýrlands og Libanon afhentu Trygve Lie, aðalritara bandalags Sam- einuðu þjóðanna, kæruna, en gátu þess, að þeir óskuðu þess, að hún væri lögð fyrir öryggis- ráðið. I kærunni segir, að dvöl herj anna í þessum löndum sje mjcg alvarleg fyrir fullveldi þeirra og geti valdið alvarlegum at- burðum. Rcynt að ná sam- komulagi. * Áður en fundur ráðsins hófst höfðu fulltrúar átt með sjer langar viðræður til þess að koma sjer saman um lausn, sem allir gætu orðið ánægðir með. Bevin mun hafa haldið fast við þá kröfu sína, að ráðið leysti úr því, hvort dvöl bresku herj- anna í Grikklandi væri hættu- leg heimsfriðnum, en ekki munu allir fulltrúar hafa orð- ið á hann sáttir, þar á meðal Vishinsky, aðalfulltrúi Rússa. Fundurinn. I byrjun fundar ráðsins í kvöld brýndi Makin, forseti ráðsins, fyrir fulltrúunum að reyna að koma sjer saman um, þetta mál, svo að umheimurinn mætti sjá, að engin öfl megn- uðu að stofna heimsfriðnum í voða. — Er ráðið hafði setið hálfa klukkustund, var fundi frestað, eins og fyrr segir, ekki fimm mínútur eins og fyrst var ákveðið, heldur 1 klst. og 45 Framhald ó bis. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.