Morgunblaðið - 06.02.1946, Page 7
Miðvikudagur 6. febr. 1946
MORGÐNBLAÐIÐ
a f
2
t
t
t
t
t
•>
^ *•••• ♦■ •« ♦' ♦• •♦ -••-♦•-♦--♦ •♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦•♦•♦♦
^J{venj)jó£in o<£ ^JJeimiliÁ
Fyrsti kvenmáloromeistari í heimi er íslenskur
HJER Á LANDI eru konur
nú óðum að koma fram á flest
um sviðum athafnalífsins, þó að
enn sje miklu ábótavant um, að
þær njóti þar sömu rjettinda og
karlmennirnir. En einu geta ís-
lenskar konur stært sig af öðru
fremur ■—- úr þeirra hópi er
fyrsti kvenmálarameistari í
heimi! Sú kona hlýtur að hafa
verið bæði kjarkmikll og áræð
in, sem um aldamótin síðustu
bauð þröngsýninni og hleypi-
dómunum byrgin og rjeðist inn
á verksvið karlmannanna —
rjeðist í það, að verða húsamál-
ari, fyrst allra kvenna.
— Kona þessi er frú Ásta
Árnadóttir Norman, dóttir Árna
Gíslasonar barnakennara og
bónda í Narfakoti, Njarðvíkum,
og Sigríðar Magnúsdóttur konu
hans. (Hún er því systir Magn-
úsar listmálara, Ársæls og
þeirra systkina).
Frú Ásta er gift vesturís-
lenskum manni, Jóhanni Nor-
man, og eiga þau hjón 3 börn.
Hún er nýkomin heim frá Vest-
urheimi, eftir rúmlega Í5 ára
útivist og ætlar að dvelja heima
í eitt ár.
Jeg hitti hana í gær á heimili
sonar hennar, Njáls Þórarins-
sonar, og var erindið að biðja
hana að segja lesendum Morg-
unblaðsins eitthvað af því, sem
á daga hennar hefði drifið, á
viðburðarríkri ævi. Tók hún
mjer mjög alúðlega og fer frá-
sögn hennar hjer á eftir.
Fyrstu árin.
— Jeg byrjaði að mála
skömmu eftir aldamótin eða ár-
ið 1903. Jeg fór til Jóns Reyk-
dal og bað hann að taka mig í
vinnu. En það ætlaði nú að
ganga erfiðlega að komast að
hjá honum. Hann tók því fjarri
fyrst í stað — skildi ekki, hvað
jeg, kvenmaðurinn hefði að
gera með það, að læra að mála.
Það væri eingöngu karlmanns-
verk. En svo fór að lokum, að
hann ljet sig og jeg var hjá hon
um í tæpt ár. Fyrsta húsið, sem
jeg málaði, var Ingólfshvoll. —
Svo lærði jeg hjá N. S. Berthel-
sen í nærri 3 ár. En mig langaði
til þess að sigla og fullkomna
mig í iðninni. Jeg rjeðist því
í að fara til Kaupmannahafnar
haustið 1906 — þó að peningarn
ir væru af mjög skornum
skammti og jeg kynni lítið í
dönksu. Þar tók eg sveinspróf
vorið 1907 og fjekk bronseme-
dalíu fyrir prófsmíð mífia. —
Fjekk jeg þá leyfi til þess að
ganga í teikniskóla, sem engin
kona hafði haft aðgang að áð-
ur. — Um sumarið vann jeg
heima en fór svo út um haust-
ið til þess að ganga í fyrrnefnd
an skóla. Fjekk jeg þá í fyrsta
og eins sinnið styrk — hluta af
iðnaðarmannastyrknum — af
því að jeg var fyrsta konan,
sem fjekk aðgang að skólan-
um.
Til Þýskalands með tvær
hendur tómar.
Vorið 1908 var lítið um vinnu
VéJ uú frá ^jjóta ^lrriaclóttnr Vjc
í Höfn og rjeðu flestir mjer til
þess að fara heim. En jeg vildi
læra meira -—• og lagði því af
stað til Hamborgar, með tvær
hendur tómar — og kunni ekki
orð í þýsku! Jeg fjekk fljótlega
vinnu og lauk þar meistara-
prófi 1910.
í Þýskalandi fanst mjer gott
að vera. Jeg ferðaðist dálítið
um — fór til Berlínar og
Dresden. Dresden var yndisleg
borg. Jeg hafði mikinn áhuga
á æðri list, svo að þjer getið í-
myndað yður, hvort jeg hafi
ekki unað mjer vel innan um
alla listmunina þar.
— Jæja, þegar jeg hafði lok
ið meistaraprófi, hjelt jeg aftur
heim til Reykjavíkur. Þar vann
jeg svo í 10 ár. <■
— Altaf nóg að gera?
— Já, meira en það. •— Jeg
hafði oft marga menn í vinnu.
Jeg hafði fjóra lærlinga og tvær
stúlkur byrjuðu að læra hjá
mjer. En eftir að jeg kom vest-
ur, hafði jeg aldrei neina lær-
linga. »
— Hvernig stóð á því að þjer
fóruð til Ameríku?
— Jeg fór eiginlega bara að
gamni mínu og til þess að hvíla
mig. Ætlaði í fyrstunni ekki að
dvelja þar nema í eitt ár. En
það fór nú öðruvísi en ætlað
var. Jeg varð 24 árum lengur
en jeg ætlaði mjer! Sama árið
og jeg kom þangað giftist jeg
svissneskum manni, Jakob
Thöni. Við höfðum skrifast á í
13 ár, en aldrei sjest — Hann
hafði mikin-n áhuga á Islandi
og öllu, sem íslenskt var. Jeg
missti hann eftir 3 ára hjóna-
band. Þá fór jeg að mála aft-
ur — og hefi málað sleitulaust
síðan.
Ætlar að halda sýningu.
— Hvað hafið þjer helst
málað?
— Jeg hefi málað hvað sem
er — skóla, kirkjur, íbúðarhús,
verslunarhús, skilti o. s. frv. —
Yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir
að nefna. — Svo hefi jeg feng
ist ofurlítið við æðri málaralist
— bætir hún við, og brosir. Jeg
var nú komin yfir fimmtugt,
þegar jeg fór að fást við hana
nokkuð að ráði. Gekk í skóla
í Seattle, sem kpna að nafni
Mrs. Sambardo hefir. Jeg kom
með nokkrar af myndunum mín
um með mjer, og er kannske að
hugsa um að halda á þeim sýn-
ingu, ásamt ljósmyndasafni
sem jeg á — ef ske kynni, að
einhver hefði gaman að því.
•
Mikill safnari.
Annars er jeg mikill safnari.
Jeg safna öllu mögulegu —alls-
konar myndum, ilmvatnsglös-
um, netakúlum -— og yfirleitt
öllu, sem mjer finnst gaman að.
Og síðast en ekki síst, safna
jeg' öllu, sem íslenskt er. Hefi
aldrei hent staf af því, sem jeg
ormaa
alveg göturnar, sem jeg þekkti
einu sinni, svo að jeg ætla
varla að finna þær. En Esjan
og fjöllin hafa ekki breytst. —
Þau eru eitt af því fáa, sem
er óbreytanlegt hjer í lífinu.
Það var alveg unun að sigla
hjer inn. Við hrepptum vont
veður á leiðinni hingað — storm
og kulda — en það var eins og
hlýnaði altaf eftir því, sem nær
dró íslandi.
—- Hvernig líst yður á fólk-
ið?
— Alveg prýðilega. Þið haf-
ið verið að skrifa um það í blöð
in ykkar, hve mikið væri af
ókurteisum börnum her í
Reykjavík. Jeg hefi ekki sjeð
þau. Mjer finnst börnin hjer
, vera prúð og vel uppalin — að
* minnsta kosti þau, sem jeg hefi
| sjeð — og mjer finnst unga
fólkið hafa fríkkað svo mikið
og stækkað.
Sömu laun fyrir sömu
vinnu.
— Hvernig stóð annars á því,
að yður datt í hug að verða
málari?
— Mig langaði til þess að
hjálpa móður minni. Við vor-
Frú Ásta Árnadóttir Norman.
*
hefi fengið sent á íslensku. —
Morgunblaðið hefi jeg fengið
sent í 19 ár. Jeg á 10 síðustu
árgangana af því. Hitt glataðist
í brunanum.
— Brunanum?
— Já. Húsið okkar brann 12.
febr. ’36. Við höfum búið á sama
stað í 20 ár, á Point Roberts. —
Það er tangi, um það bil 100
milur frá Seattle. Þar námu Is-
lendingar fyrst land. Þar eru
góðar laxveiðistöðvar og góður
baðstaður. í þorpinu búa um'um mörg, systkinin. Jeg var
400 manns — meiri hlutnin ís- | næstelst. Við misstum föður
lendingar. — Það er fallegt á okkar, þegar jeg var ung. Jeg
tanganum. Annars hefði jeg rjeði mig þá í vist. Fjekk tíu
ekki unað mjer þar öll þessi ár i krónur í kaup á ári. Það hrökk
— svona fjarri íósturjörðinni. * skammt. Jeg vildi vinna mjer
Jeg hefi altaf haft heimþrá. —, inn meira — og málningarvinna
Altaf langað heim. var sæmilega borguð. — Eftir
að jeg fór að mála, fjekk eg
Reykjavík fallegasta borgin. altaf sömu laun °S karlmenn-
— Hvernig líst yður svo á lrnlr-
Reykjavík, eftir öll þessi ár?
— Jeg elska Reykjavík! —
Mjer finnst það yndislegasta
Frú Ásta brosir góðlátlega.
— Jeg var vön að vera í kyrtli.
En upp á síðkastið er jeg oftast
klædd í samfesting, eins og það
er víst kallað. Það er þægileg-
ur búningur.
Ætlar að skrifa ævisögu sína.
— Hefir yður aldrei þótt
erfitt, að vera bæði húsmóðir
og málari?
— Það hefir rekist furðan-
lega lítið á. Jeg Hefi altaf verið
hraust. Og jeg hefi altaf haft
góða hjálp, svo að það hefir
blessast allt saman. — Jeg er
að hugsa um að skrifa ævisögu
mína með tímanum.
— Eru,ð þjer ekki orðin
þreytt á því að mála?
— Nei, svarar frúin brosandi.
Jeg skil ekkert í, að fleiri stúlk
ur skuli ekki hafa valið sjer
þann stárfa. Það er gaman að
mála. Jeg hugsa, að jeg verði
aldrei þreytt á því — hvað
gömul, sem jeg verð.
M.
Ætlaði að verða „Ásta málari“.
— Urðuð þer aldrei að þola
borgin í öllum heiminum! Breyt hæðni karlmannanna, sem með
ingarnar eru orðnar æði mikl- yður unnu?
Frú RooseveH
var eitt sinn spurð að því,
hvaða eiginleika væri æskilegt
að sú kona hefði, sem biði sig
fram til þings. Svar hennar var
á þessa leið:
. Hún ætti að vera ung, hraust
og heilbrigð. Hún ætti að hafa
góða menntun, og æskilegt
væri, að hún hefði einhverja
stjórnmálareynslu. Hún ætti
að hafa ákveðnar skoðanir á
því, hvað hún hyggur þjóðinni
í heild fyrir bestu og einnig
ætti hún að hafa einhverja hug
mynd um það, hver staða þjóð-
arinnar er í heiminum í dag.
ar frá því jeg var hjer síðast.
Allar þessar stóru byggingar,
sem hafa risið upp og allar þess
ar fínu götur. Húsin yfirgnæfa
Frú Asta við vinnu sína.
— Nei — furðanlega litið. —
Það voru helst götustrákar,
sem stundum skemmtu sjer við
það, að kalla á eftir mjer. Ann-
ars voru börnm góðir vinir
mínir. Jeg gaf þeim kítti. Þeim
fanst heldur en ekki matur í
því. Einu sinni var lítill dreng-
hnokki spurður að því, hvað
hann ætlaði að verða, þegar
hann væri orðinn stór. ,,Jeg
ætla að verða Ásta málari, þeg
ar jeg er orðinn stór“, svaraði
sá litli!
Islenski búningurinn vakti
mesta athygli.
—- Vakti það ekki mikla at-
hygli í Danmörku og Þýska-
landi, þegar þjer komuð þang-
að til málaranáms?
— Jú, jú. En samt var það
ekkert, sem vakti aðra eins
geysiathygli og þegar jeg fór út
í íslenska búningnum. Jeg vgrð
i oftast að fá lögreglufylgd til
þess að komast leiðar minnar“.
— Hvernig eruð þjer klædd
við vinnu yðar? get jeg ekki
stiílt mig um að spyrja.
Keimilisdagbókin
Cvo nefnist bók, sem nýlega
er komin í bókaverslanir. Hún
er ætluð húsmæðrum, til þess
að færa í hana dagleg útgjöld
heimilisins. I henni eru nöfn
öllum útgjaldaliðum, sem
varða íslensk heimili, og er niS
urröðun þeirra vel og hagan-
lega fyrirkomið.
Það er góð regla, sem flestar
húsmæður ættu að temja sjer,
að færa heimilisdagbók. Með
því má spara margann eyririnn.
Það er þvi ekki að efa, að ís-
lenskum húsmæðrum mun
þykja fengur í því, að fá þægi-
lega handbók til þeirra hluta.
Vitið þjer—
— Að vaxblettum má ná úr
þannig: Vaxið er skafið varlega
af. Síðan er þerriblað lagt á
blettinn og strokið yfir með
heitu járni Verður að flytja
þerriblaðið til eftir því, sem
það hefir sogið í sig íituna.
— að vaxkerti drjupa lítið,
ef þau eru lögð í saltvatn, rjett
áður en kveikt er á þeim.