Morgunblaðið - 06.02.1946, Síða 10
10
Miðvikudagur 6. febr. 1946
MOEGUNBLAÐIÐ
Eggert Finnsson frá Meðalfelli
Mafnarmál Hafnarfjarðar
— Minningarorð
Íf f'
Svar til Emils Jónsson ar
ÞANN 26. jan. s. 1. andaðist
ajð Meðalfelli í Kjós, bændahöfð
inginn Eggert Finnsson, nær 94
ára að aldri. F. 23. apríl 1852.
Má með sanni segja, að með
honum sje í valinn fallinn einn
af forvígismönnum íslenskrar
bænda-stjettar. Og þá um leið
lokið langri og viðburðarríkri
ævi.
Eggert bjó á Meðalfelli um
það bil 60 ár. Að vísu upp á
síðkastið með aðstoð Ellerts son
ar síns, og sinnar dugmiklu
tengdadóttur Sigurlínu Einars-
dóttur. — Þegar Eggert var ní-
ræður var Meðalfell gert að
ættaróðali, og tók Ellert og
hans kona þá formlega við búi,
og hafa búið þar síðan.
Eggert var fæddur á Meðal-
felli og ól þar allan sinn aldur,
utan 2 ár, er hann dvaldi í Nor
egi við búnaðarnám. Foreldrar
Eggerts voru þau hjónin Kristín
Stefánsdóttir, Stefensen prests
að Reynivöllum. En móðir
Kristínar var Guðrún Þor-
valdsd., Böðvarssonar, prests að
Holti undir Eyjafjöllum. Fað-
ir Eggerts var Finnur Einars-
son Pálssonar prests að Þing-
völlum. En móðir Finns var
Ragnhildur Magnúsd., Olafsson
ar, baóðir Eggerts Ólafssonar.
Þess manns, sem svo mörgum
íslendingum varð harmdauði,
er hann fórst á siglingu yfir
Breiðafjörð, og sem Matthías
hvað svo fagurlega um: „Aldrei
gfæt jeg annan meir, en afreks
mennið það“. Og mun þhðan
komið Eggerts-nafnið.
Af þessari upptalningu má sja
að Eggert Finnsson átti til stór
merkra manna að telja í báðar
ættir. Enda bar hann þess sjálf
ur gleggst vitni. Svo bar hann
af öllum fjöldanum, á ýmsan
hátt. Árið 1880 sigldi Eggert
til Noregs, og dvaldi þar um
2ja ára skeið. Mun það þá hafa
verið heldur fátítt að bænda-
efni færu utan til búnaðarnáms
á þeim árum. Eitthvað var Egg
ert byrjaður að beyta hestum
fyrir plóg áður en hann fór ut-
an. Nokkru eftir heimkomuna,
tók Eggert við búi af foreldrum
sínum og hóf fyrst búskap með
Ragnhildi systur sinni, sem nú
um mörg ár hefir dvalið í
Ameríku. Árið 1887 giftist hann
Elínu Gísladóttur prests að
Reynivöllum. En hennar móðir
var Guðlaug Eiríksdóttir Sverre
sen, sýslumanns Skaftfellinga.
Elín andaðist 1940. Var hún ein
hin ágætasta kona. Tryggur
förunautur manns síns og stoð
hans og styrkur í hans miklu
veikindum, er hann átti við að
búa, um eitt skeið ævinnar. —
Og vart verður Eggerts og Með
alfellsheimilisins minnst, án
þess að Elínar sje þar að góðu
getið. Því vitað var, að hún
átti sinn mikla þátt í að gera
garðinn frægan, og skapa það
heimili og umhverfi, sem nú
gefur að líta á Meðalfelli.
Þó að vitað sje að vel og dyggi
lega hafi verið haldið í horfinu
og aukið við, hin síðari ár, af
þeim hjónujn, Sfem þar ráða nú
húsum og hinu'i/i stóra og mann
vænlega barnahóp þeirra hjóna
sem þar er nú að alast upp, 6
drengir og 1 stúlka. Þó að sumt
Eggert Finnsson.
af þeim sje enn á bernskuskeiði,
þá spáir það samt góðu, að vel
verði haldið við, sem hingað til.
Elín tók við húsmóðurstörfum
sama ár, og þau hjón giftust.
Og er alkunnugt hver fyrir-
mvndarhúsfreyja hún var og
samnent mannl sínum. Og var
sambúð þeirra til sannrar fyr-
irmyndar. Eignuðust þau hjón
einn son, Ellert, sem áður getur.
Eina stúlku tóku þau kornunga,
til fósturs, og ólu upp, sem eig
in dóttur, Ingibjörgu Guðmunds
dóttir konu Þorbergs Guðmunds
sonar frá Valdastöðum. — Veit
jeg að hún skoðaði þau sem sína
aðra foreldra, og veit jeg að
hún blessar hainningu þeirra og
þakkar þeim alla föður- og móð
urlega umönnun. Og biður þeim
allrar blessunar á landi lifenda.
Fleiri börn dvöldu hjá þeim
lengri eða skemmri tíma, og
munu þau einnig blessa minn-
ingu þeirra á meðan ævin end-
ist. Eftir heimkomu Eggerts
frá Noregi var brátt hafist
handa um ýmsar umbætur á
jörðinni. Var þá túnið á Meðal
felli mest kraga-þýfi.Nú er það
allt sljett og eitt hið fegursta
tún hjer í sveit, og jafnvel þótt
víðar væri leitað. Og þá um
leið aukist að stærð og töðu-
feng, svo að mjög miklu mun-
ar. Má nú heita, að allra heyja
sje aflað á ræktuðu landi. Orf
og ljáir munu þar lítt notaðir,
heldur allt slegið með vjelum.
Við veru sína í Noregi kynnt-
ist Eggert notkun hesta, verk-
færa. Hann byrjaði því snemma
að nota hestaaflið til vinnu og
beita hestum fyrir plóg og
herfi. Enda var hann lang fyrst
ur manna að flytja þau inn í
sveitina og vinna með þeim. —
Einnig var hann fyrstur til að
flytja heyið óbundið af túni og
engjum. Heldur í þar til gerð-
um grindum. Og nú eru víst
fáir, eða engir, sem flytja hey
öðruvísi heim, en sem Eggert
byrjaði lang-fyrstur manna á.
Þá er og alkunnugt hver braut
ryðjandi Eggert var um verkun
votheys. Og teldi jeg það eitt
nóg til að halda nafni hans á
lofti um ókomin ár. Svo mikils
virði tel jeg þá heyverkunar-
aðferð. Þarf ekki annað en
minna á síðastliðið sumar, hvað
margir heyhestar hefðu þá ver
ið óhirtir, ef að sú heyverkun-
ar-aðferð hefði þá ekki verið
þekkt hjer á Suðurlandi. Það
má því með sanni segja að Egg
ert hafi verið brautryðjandi um
margt, er að landbúnaði laut.
Og má þó ætla, að langvarandi
heilsuleysi hafi dregið úr þreki
hans og framkvæmdum. Því um
eitt skeið ævinnar átti Eggert
við mikla vanheilsu að búa,
vegna blæðandi magasárs. Var
ýmsra ráða leitað, og var svo
um tíma, ekki annað sjeð, en að
ólæknandi væri. Var þá leitað
til hins þjóðkunna athafna-
manns, og góða læknis, Ólafs
Isleifssonar, á Þjórsártúni. Var
þá lítið um bílakost, og var Ól-
afur sóttur á hestum alla þá
leið. Eftir komu Ólafs, fór Egg-
ert smásaman að batna, og
taldi Eggert, að Ólafur hefði
bjargað lífi sínu með guðs
hjálp. En sjálfur fylgdi Eggert
stranglega settum reglum, svo
að ekki skeikaði. Og hjelt hann
þeim um nokkurt ára bil. Enda
stakur reglumaður í hvívetna.
Aldrei vissi jeg eða heyrði tal-
að um, að Eggert neytti tóbaks
eða áfengis. Enda var hann
mikill fylgismaður bindindis-
stefnunnar. Mun það hafa verið
heldur fátítt á uppvaxtarárum
Eggerts, að menn neittu ekki
annað hvort tóbaks eða áfengis
og margir hvorutveggja.
Þegar Eggert fór að eldast,
fór hann að finna til þrálátrar
giktar í mjöðm og sem að lok-
um lagði hann alveg í rúmið.
Á meðan hvorki vegur eða sími
var kominn í Kjósina, og
læknis varð að vitja til Reykja
víkur, var gott að mega leyta
til Eggerts á Meðalfelli í sjúk-
dómstilfellum, því að Eggert
stundaði lækningar um alllangt
skeið með mjög góðum árangri
að segja má, af ólærðum manni.
Var honum sjerlega sýnt um
að gera við ígerðir og búa um
beinbrot, og það svo, að lækn-
ar högguðu ekki við þó að til
þeirra væri leitað á eftir, og
um ýmsa sjúkdóma var hann
nokkuð nærfærinn, en ætíð
ráðlagði hann að leyta strax
til læknis, ef hann ekki treyst-
ist til að hjálpa í einstökum
tilfellum. Ekki mun Eggert
hafa ábatast af læknisaðgerð-
um sínum, því að gjarnast mun
hann lítið eða ekkei't hafa tek-
ið fyrir slíka vinnu.
Eggert las mikið og fylgdist
vel með öllu, og það rjett til
hins síðasta að kraftar voru
þrotnir. Var hann búinn að
vera fjötraður við rúmið um
5 ára bil. En aldrei heyrðist
hann kvarta, og skal þó þurfa
mikla þrekraun til, að þola
slíka líkamsfjötra, sem á hann
voru lagðir um langt árabil.
Eggert tók mikinn þátt í
fjelagsmálum sveitar sinnar, og
stóð þar oft í fylkingarbrjósti
sem vænta mátti, og starfaði
þar á ýmsan hátt, svo sem í
hreppsnefnd, lestrarfjelagi,
búnaðarfjelagi, rjómabúi o. fl.
Eggert var söngvinn í besta
lagi, hafði fallega söngrödd og
var smekkvís á söng. Munaði
um þegar hann tók undir í
Reynivallakirkju, en þar voru
þau hjónin tíðir gestir meðan
heilsan leyfði, man jeg hvað
þau hjón vöktu athygli mína,
er jeg leit þau fyrsta sinni og
ætíð síðan.
Vramh á bls 11
ÞAÐ ER EKKI ætlun mín að
deila lengi við Emil Jónsson
ráðherra um hafnarmál Hafn-
arfjarðar, en engum manni á
að líðast óátalið að skýra rangt
eða villandi frá þeim máleén-
um, er almenning varða. Þess
vegna varð jeg að gera athuga-
semd við grein hans í Alþýðu-
blaðinu 26. f. m. og þess vegna
verð jeg enn að svara grein
hans í sama blaði í gær um
„Hafnarmál Hafnfiðinga“, enda
er orðum hans nú krókalaust
beint til mín.
Emil Jónsson virðist hafa
tamið sjer meira þann mál-
flutning, sem hafður er í ís-
lenskum stjórnmálum, en um-
ræðwr um verkfræðileg efni.
Það kemur fram í meðferð
hans á þessum málum. Hann
skýrir að vísu rjett frá aðal-
innihaldi í grein minni í Morg-
unblaðinu 30. f. m., enda hefðu
lesendur Alþýðublaðsins getað
kynnt sjer, hvað þar stóð. Hins
vegar leitast hann við að gera
tortryggilega skýrslu mína um
botnrannsóknir í Hafnarfjarð-
arhöfn, dags. 25. nóv. 1939, og
þar er málflutningur hans ekki
eins vandaður. Hann þykist
láta tölurnar tala, en tekur þær
úr samhengi og ruglar saman
brotþoli og burðarþoli bótns-
ins. Hann gerir lítinn greinar-
mun á tilraunum við misjafn-
lega góðar aðstæður og þeim
ályktunum, sem af þeim eru
dregnar með hæfilegri var-
færni, og hann dregur undan
að geta þess, að jeg í skýrsl-
unni 1939 taldi burðarþol
botnsins vera 0,9 kg. á fer-.
sentimetra, en segir hins veg-
ar, að það hafi komið fram í
Morgunblaðinu „í gær“.
í hvaða tilgangi skyldi það
hafa verið gert?
Aðalefni málsins er það, að
botninn í Hafnarfjarðarhöfn er
ótraustur að allra dómi, og sam
kvæmt einu rannsókninni á
burðarþolinu, sem gerð hefir
verið, er burðarþolið (1939)
talið aðeins 0,9 kg á fersenti-
metra. Við framkvæmd verks-
ins er garðurinn hins vegar
gerður breiður og þungur að
ofan og þrátt fyrir aðvörun
mína virðist ekki hafa verið
gerð tilraun til þess að draga
úr þunganum og það er vægast
sagt hörmuleg yfirsjón, sem
ekki verður afsökuð nje nægi-
lega vítt.
Jeg hefi enga trú á því, að
undirstaða garðsins sje gerð
samkvæmt áliti þeirra, sem tal-
ist geta sjerfræðingar í grund-
un mannvirkja. Þeir mundu
varla hafa sagt E. J., að burð-
arþol botnsins myndi aukast
mikið við það, að „Yfir allt
garðstæðið og út fyrir það var
dreift þykku sand- og mold-
arlagi“, eins og E. J. segir að
gert hafi verið til þess „að yfir-
stíga þá teknisku erfiðleika,
sem þarna voru fyrir hendi“.
Hinu hefði jeg betur getað
trúað, að þeir hefðu sagt hon-
um, að láta gera; breiða og
’djúpa rennu undir allan garð-
inn og út fyrir hann, fylla hana
sandi og reisa garðinn á þeirri
undirstöðu. Það er algeng að-
ferð en auk þess má nefna marg
ar aðrar leiðir til þess að þjetta
botninn svo sem með hrísknipp
um (Faskiner), staurum, sand-
sprautur niður í botnlagið o.
fl.
Fæstir af lesendum blaðanna
munu hafa skilyrði til þess að
dæma um tölur, útreikninga og
annað slíkt í þessum málum,
en þetta munu allir geta skil-
ið:
1. Þeim verkfræðingum, sem
leggja steingarð fram á laust
leirlag, ber skylda til að gera
sjer grein fyrir því, hve mik-
inn þunga leirlagið getur borið,
ekki sís^ ef áhættan er mikil
— 15 til 20 metrar að föstum
botni.
2. Þeim ber einnig skylda til,
að gera sjer grein fyrir, <með
hve miklum þunga garðurinn
legst á botninn og þá haga
gerð garðsins eftir burðarþol-
inu, svo hann ekki sökkvi.
3. Allir skilja, að þótt gott
sje að hafa hæfilega breiða
undirstöðu, verður garðurinn
eftir því ljettari, sem hann er
grennri fyrir ofan fjöruborð.
Átti því að leggja áherslu á að
gera hann grannan þar.
í umræðum um málið hefir
aldrei komið fram, hvort E. J.
hefir gert sjer nokkra ákveðna
hugmynd um burðarþol botns-
ins eða mesta þunga garðsins
á botninn. Best gæti jeg trú-
að því, að garðurinn hafi verið
lagður án þess að þessi atriði
hafi verið athuguc? af öðrum
en mjer. En þar sem E. J. hafði
að engu tillögur mínar og að-
vörun, eftir hvaða reglum eða
útreikningi var þá farið?
Garðurinn var lagður á öðr-
um stató, en jeg hafði bent á
— út á meira sjávardýpi, og
varð hann hærri og þyngri fyr-
ir það, og út á mun meira dýpi
að föstum botni, svo að áhætt-
an varð meiri — allt að ó-
þörfu, eftir mínu áliti. Mestu
mistökin eru þó, að ekki virð-
ist hafa verið hugsað um að
gera garðinn Ijettan. — Þrátt
fyrir allt þetta munaði litlu að
garðurinn stæði. — Reynslan
hefir sýnt, að jeg hafði reikn-
að burðarþol botnsins með
nokkurri varfærni, eins og
vera bar •— og reynslan hefir
sýnt að í HafnarfjarSarhöfn var
auðvelt að gera góðan og sterk-
an hafnargarð, sem botnlagið
gat borið. Emil Jónsson ber
ábyrgð á því að farið hefir ver-
ið í þessu máli þveröfugt við rann
sóknir og þær tillögur, sem á
þeim voru reistar. Af þessu
hefir hlotist tjón og enginn
veit, hve mikið það tjón getur
orðið.
Getur nokkur hneykslast á
því, að jeg leyfði mjer að full-
yrða, að hjer hefði verið farið
þvert við venjulega verkfræði?
Ekki hjelt jeg þó, að það gæfi
tilefni til þess að blanda verk-
fræðideild Háskóla íslands í
þetta mál eða að deildin yrði
fyrir aðkasti vegna þess, og
ekki bætir það málstað Emils
Jórissonar.
Jeg læt svo útrætt um þetta
mál hjer, nema að jeg verði
neyddur til að svara rangfærsl-
um. febrúar 1946.
Finnbogi R. Þorvaldsson.