Morgunblaðið - 14.02.1946, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.02.1946, Qupperneq 7
Fimtudagur 14. febr. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 7 ^ ^hX^KmKhKhKhKKhKhKKhKw^KhKhIhK^Km^<^<^^XhK^4^,4*m****h«'mHhXhHhKh^ $ ^J^venLjóÉin oc^ JíeimiíiÉ i M»mw >♦♦♦< í Suðurborg unir unga kynslóðin sjer ÞAÐ VAR glampandi sól- skin og indælis veður í höf- uðborg Islands — aldrei þessu vant. I garðinum fyrir framan Suðurborg var hópur barna að leik. Það leyndi sjer ekki, að hjer var maður kominn í vígi yngstu kynslóðarinnar. Jég staldraði við fyrir utan hliðið andartak og horfði á börnin. Þau voru önnum kafin við margskonar mikilvæg störf, sém þau gengu fram í af ein- beitni og dugnaði — sem marg ur sá fullorðni hefði mátt vera hreykinn af. Þau róluðu sjer af miklum eldmóði, ógu salt af kappi, og drengirnir óku bíl- um sínum eftir grasbalanum með óleyfilegum hraða. Þau voru svo niðursokkin í störf sín, litlu angarnir, að jeg hafði á tilfinningunni, að þau myndu lítið kæra sig um að verða fyr- ir truflun, og það var því með hálfum huga, að jeg opnaði hliðið og gekk í gegnum garð- inn. A tröppunum fyrir framan húsið sat litill snáði með bíl- inn sinn. — Sælirni, sagði jeg, og reyndi að vera ósköp vingjarn- leg. Þú ert að leika þjer, sje jeg. Er það ekki gaman? Hnokkinn leit upp. Hann horfði lengi á mig. Og eftir því, sem hann horfði lengur, varð fyrirlitningin í stórum, bláum augunum innilegri. — Er það nú spurning! sagði hann loks. •— Aúðvitað er gaman að leika sjer. Annars væri maður lík- lega ekki að því. — Jeg er viss um, að þú kant ekki að leika þjer! bætti hann svo við með sannfæringarkrafti. Hm ... bragð er að, þá barnið .... Jeg hraðaði mjer inn í hús- ið og velti því fyrir mjer um leið, hvernig á því stæði, að fullorðið fólk talaði svona oft við börn eins og þau væru hreinustu fávitar. Ungfrú Aslaug Sigurðardótt ir, forstöðukona í Suðurborg, hafði góðfúslega lofað að segja lesendum Kvennasíðunnar eitt hvað um starfsemi barnaheim- ilisins Suðurborg — og barna- Heimsókn þangað og viðtal við Áslaugu Sigurðardóttui; forstöðukonu heimila alment, og var jeg nú komin til þess að krefja hana um efndirnar. Og ekki stóð á þeim. — Það er best, að við byrj- um á því að ræða dálítið um Suðurborg, segir Áslaug, þeg- ar við höfum fengið okkur sæti í herbergi hennar. — Barna- heimilið hjer er eiginlega í fjórum deildum: vöggustofa, skriðdeild, dagheimili og leik- skóli. Vöggustofan. Á vöggustofunni eru að öll- um jafnaði 17 börn á aldrinum eins mánaða til eins árs, — og stundum lengur. Yfirumsjón með henni hefir Martha Sigurð ardóttir hjúkrunarkona. Auk hennar vinna þar fjörar stúlk- ur og næturvakt. Húsnæði það, sem vöggustofar héfir, er bæði of lítið og óhentugt, enda alls ekki ætlað til slíkrar starfsemi upphaflega. — Vöggustofan og skriðdeildin eru hvorttveggja á annarri hæð, og það er ó- þægilegt, eins og þú getur ímyndað þjer. Skriðdeilclin. Þegar börnin eru orðin of gömul til þess að vera á vöggu stofunni, fara þau yfir á skrið- deildina. Þar eru þau, þangað til þau eru .214 árs. Á skrið- deildinni eru nú 17 börn — meira en helmingurinn af út- lendu faðerni. Húsnæði það, sem skrið- deildin hefir til umráða, er til- tölulega mjög rúmgott: 2 svefn stofur, 2 leikherbergi og stórt eldhús. Þar starfa fjórar stúlk ur. — Við höfum ekkert sjer- stakt leikrými fyrir börnin á skriðdeildinni, og verðum því að hafa þau með eldri börnun- um. á dagheimilinu og leik- skólanum. Það er óþægilegt. Við höfum nú verið að reyna að verja þau fyrir kíghóstan- um, og höfum því ekki getað í mömmuleik. — Ljósm. Mbl.: F. Ilausen. faric? með þau nema út á sval- irnar í lengri tíma. Á skriðdeildinni eru börnin oftast komin á fætur klukkan 8 á morgnana. Síðan leika þau sjer og dunda allan daginn, á milli þess sem þau sofa og borða. Um sjöleytið er svo mál fyrir þau að hátta. Dagheimilið. Á dagheimilinu eru 34 börn, á aldrinum 3—6 ára. Þau koma klukkan níu á morgnana og fara kl. 514—6 á kvöldin. — Hvernig líður dagurinn hjá þeim? * — Skömmu eftir að þau koma á morgnana borða þau morgunverð — hafragraut og mjólk, lýsi og slátur, meðan það endist. Að því loknu er þeim skift niður í hópa eftir aldri og þroska. Sum leika sjer inni, hnoða leir, lita, mála, klippa út o. s. frv. Ohnur fara út á leikvöll og leika sjer þar eins og þeim best þykir. Frjáls ir og óþvingaðir leikir eru mjög mikils virði fyrir börnin, því að þá fær imyndunarafl þeirra útrás á eðlilegan hátt. — Stúlk urnar hafa mest gaman af að vera í mömmuleik, en drengirn ir eru aftur á móti áfjáðastir í bíla og flugvjelaleik? Kl. 12 er snæddur hádegisverður. Reynt er að sjá um, að hann sje kjarngóður og yel fram- reiddur, svo að börnin geti sem mest hjálpað sjer sjálf. Elstu börnin fá að hjálpa til við að ganga um beina, og eru held- ur en ekki upp með sjer af því. Eftir hádegið ættu öll börn yngri en 5 ára að léggja sig dá- litla stund til hvíldar. Slík hvíld er mjög nauðsynleg, en vegna þess, hve þröngt er um okkur hjerna, eru það aðeins yngstu börnin, sem fá að njota hennar. Þau hvíla sig venju- lega til kl. 3. — Þau börn, sem ekki leggja sig, leika sjer úti, ef veður leyfir, í hringleikjum og öðrum ákveðnum leikjum, undir stjórn fóstrunnar. Um miðjan dag fá börnin mjólk- eða kakó og smurt brauð. Síðari hluti dagsins líður svc svipað og fyrri hlutinn,' við leiki og ýmisleg störf úti og inni. Þegar líður að heimfarar- tímanum, eru börnin orðin þreytt eftir erfiði og þunga dagsins, og hlakka til þess að komast heim til pabba og mömmu. Þau hafa líka heil- mikið að segja þeim í frjettum, því að það er ekkert smáræði, sem hefir skeð, síðan þau fóru að heiman um morguninn. Leikskólinn. Eini munurinn á leikskólan- um og dagheimilinu er sá, að I OTStööulconan, ungffru A.slauc/ Sic/uvöai dottZT, sec/iir leikskólinn stendur yfir í færri börnunum sögu. — Ljósm. Mbl.: F. Clausen. stundir á degi hverjum, eða frá kl. 1—5, og börnin þar fá ekki mat frá stofnuninni. Þau koma sjálf með mjólk og brauð í skólatöskunum sínum. og eru meira en lítið roggin yfir þvi. Það er ekki laust við, að börn- in á dagheimilinu öfundi þau dálítið yfir þeirri vegsemd, að fá að ganga með skólatösku — og koma þau því stundum með töskur líka, til þess að vera ekki minni menn. — Börnin í leikskólanum, sem eru nú 22 að tölu, leika sjer annars og starfa alveg á sama hátt og börnin á dag- heimilinu. 100 manns á biðlisía í Suðurborg. — Er ekki aðsóknin að barna ifeimilinu mikil? — Jú, biddu fyrir þjer. Hjerna í Suðurborg eru um 100 manns á biðlista og í Tjarnar- borg víst eitthvað á annað hundrað. Það er orðið daglegt brauð að þurfa að ineita fólki, sem biður fyrir börn-sín hing- að. Oft er það fólk, sem jeg veit, að þarf þess nauðsynlega með að koma börnum sínum á öruggan stað, ýmissa hluta vegna, og er ekki sársauka- laitst að þurfa að segja nei, und ir slíkum kringumstæðum. Vaxandi skiiniagur almtnnings. — Eru ekki gömlu hleypi- | dómarnir gagnvart barnaheim- ! ilunum að hverfa úr sögunni? | — Jú, skilningur almennings | og áhugi á starfsemi barna- j heimila fer áreiðanlega sívax- andi. N4. heyrist ekki lengur talað um, að þau sjeu óþarfar stofnanir, sem ekki sjeu til annars en ala leti og ómensku upp í konunum og fjarlægja börnin frá heimilunum. Nú er mönnum, sem betur fer, farið að skiljast, að í stói'borginni, með öllum þeim hættum og freistinaum. er stórborgárlíf- inu fylgja, eru dagheimili og leikskólar svo að segja nauð- synlegur liður í uppeldi barns- ins, á vissu aldursskeiði. — Mest er auðvitað þörfin fyrir einstæðings raæður, sem þurfa að vinna fyrir heimilum sínum, að koma börnum sínum á dag- heimili. Það er ekki lítill styrk ur fyrir þær að vita af þeim á öruggum stað undir góðri hímdleiðslu, meðan þær eru við vinnu sína. Þá er þörfin einnig mikil fyrir þá foreldra, sem búa í ljelegum húsakynn- um. Dvölin á barnaheimili gæti ef til vill hamlað upp á móti þeirri hættu, sem börnunum stafar, bæði andlega og líkam- lega, af þröngu og óhollu hús- næði. Einkabarnið þarf einnig á því að halda, að dvelja á dag heimili eða leikskóla. Það er oft einmana og útundan heima hjá sjer og fer á mis við það fjelagslíf, sem þróast í stórum systkinahóp. Þá eru þær konur margar, sem gjarnan vilja halda áfram að vinna úti, eftir að þær eru giftar — án þess þó að* vilja neita sjer um þá ánægju að eignast börn. Þær hafa kannske sjermentun á ein hverju sviði ecja vinna að störf- um, sem eru þeim hugstæðari en húsverkin. Þessar konur viija vitanlega vita af börnum sínum í hollu og góðu um- hverfi, þar sem þau fá það uppeldi, andlegt og líkamlegt, sem þau þarfnast. Það má því eiginlega segja, að barnaheim- ilin sjeu ein af undirstöðunum undir kvenfrelsið, ef út í þá sáima er farið. — Mig langar til að geta þess, að það í’eynsla kennara í barnaskólum, að þau börn, sem hafa dvalið á dag- heimilum og íeikskólum, sjeu betur undir námið búin, að því er snertir hóp- og fjelagslyndi. Og það er mín reynsla, að dag- heimili og leikskólar bindi mæíur og börn þeirra einmitt fastari og innilegri böndum. — Samvinnan milli barnaheimil- isins og foreldranna hefir ver- ið mjög góð. _ 8 dagheiniili, til að full- nægja eftirspurninni. — Hvoi't telur þú meiri þörf Ji'ramhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.