Morgunblaðið - 14.02.1946, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 14. febr. 1946
Lesið af kappi. — Ljósm. Mbl.: F. Clausen.
— Kvenþjóðin
Minningarorð um Guðbjörn Björns
son, húsasmíðameistara
Framh. af bls. 7.
fyrir að bæta við dagheimilum
eða leikskólum?
— Þörfin er meiri fyrir dag-
heimili. Við vorum að reikna
það út hjerna um daginn, að
það þyrfti átta dagheimili til
þess að fullnægja þeirri eftir-
spurn, sem nú er.
Þá tel jeg brýna nauðsyn á
því að skilja að dagheimili og
vistarheimili. Rekstur þeirra er
ólíkur og óskyldur, sem sjá má
til dæmis af því, að það þarf
alt að því þrisvar sinnum fleira
starfsfólk við vistarheimilin.
—- Vistarheimili ættu að vera
utan við bæinn, í einlyftum
húsum, og nóg rými í kring, því
að nauðsynlegt er fyrir börn,
að get-a notið frjálsræðis úti
undir beru lofti.
Jeg er á því, að það mætti
bæta talsvert úr núverandi á-
standi með því að rýma Grænu
borg (en þar hefir Isak Jóns-
son einkaskóla sinn, sem kunn-
ugt er) og hafa dagheimili þar
og í Vesturborg (þar er nú vist
arheimili). Suðurborg mætti
hafa fyrir upptökuheimili, þar
sem börnin dveldu, áður en
þeim væri ráðstafað annað.
Of lítið leikrými.
— Er ekki leikrýmið of lítið
fyrir börnin hjer í Suðurborg?
— Jú, það er helst til lítið.
Við höfum að vísu aðgang að
Grænuborgarlóðinni fyrir neð- •
an Landsspítalann, en það er j
stórhættulegt að fara með
börnin yfir götuna, vegna um-
ferðarinnar, sem er geysimikil
hjerna á horninu.
í ráði að reisa skóla
fyrir fóstrur.
— Hvernig gengur að fá
starfsfólk?
— Það er ekki svo mjög erf-
itt. En það er skortur á ment-
uðu starfsfólki. Nú mun í ráði
að koma hjer á fót skóla fyrir
fóstrur á dagheimilum, sem
styrktur verður af bærium oj
ríkinu. Það verður mikill mun
ur. Það er slæmt að þurfa oft
að skifta um stúlkur. Jeg er
ekki í vafa um, að aðsóknin að
skólanum verður mikil, því að
ungar stúlkur hafa mikinn á-
huga á þessum störfum. — Þá
veit jeg til þess, að margar ung
ar stúlkur eru að kynna sjer
uppeldisfræði og rekstur barna
heimila erlendis, bæði í Amer-
íku og á Norðurlöndum, svo að
innan skams verður ekki leng-
ur hægt að bera því við, að ekki
sje hægt að reisa barnaheim-
ili vegna þess, að forstöðukon-
ur og mentað starfsfólk skorti.
M.
Jón Þorsteinsson,
íþróftakennari
heiðraður
ÁRSHÁTÍÐ Glímufjelags-
ins Ármanns, sem haldin var
s. 1. laugardag, var Jón Þor-
steinsson, íþróttakennari, heiðr
aður. .
Jens Guðbjörnsson, formað-
ur fjelagsins, færði honum
fagran silfurbikar í þakklætis-
skyni fyrir störf Jóns í þágu
Ármanns og íslenskrar íþrótta
menningar í heild.
DÁINN er á Akureyri 18. þ.
m. Guðbjörn Björnsson húsa-
gerðarmeistari, síðast ráðsmað-
ur ráðhúss bæjarins, fyrv. kaup
maður. Lá hann um mánaðar-
tíma bungt haldinn.
Guðbjörn var Sunnlending-
ur að ætt. Borinn var hann og
barnfæddur á Hlöðunesi á
Vatnsleysuströnd 24. júní 1878.
Voru foreldrar hans Björn
Björnsson og kona hans Elín
Jónsdóttir, ættuð úr Skaftafells
sýslu. Reistu þau bú skömmu
eftir fæðingu Guðbjarnar í
Traðarkoti á Miðnesi. Björn
Björnsson varð úti skamt frá
heimili sínu, þá er sonur hans
var fjögurra vetra. — Þessi
voveiflegi atburður hafði djúp
áhrif á drenginn, en hann hafði
mikið ástríki af föður sínum.
Björn var frá Steinum undir
Eyjafjöllum. Hafði faðir hans
búið þar. Var hann af inni
kunnu Selkotsætt.
Skömmu eftir lát föður síns
var Guðbjörn tekinn til fósturs
af sómahjónunum Þorbirni Ein
arssyni og Ingibjörgu Þorkels-
dóttur á Blesastöðum á Skeið-
um. Voru þau íoreldrar bænda-
höfðingjans Guðmundar á Stóra
Hofi. Ólst Guðbjörn upp hjá
þeim til fermingaraldurs. Litlu
síðar hóf hann trjesmíðinám á
Eyrarbakka hjá frænda sínum,
Samúel timburmeistara Jóns-
syni, föður dr. Guðjóns, húsa-
meistara ríkisins. Lauk Guð-
björn sveinsprófi þar árið 1897,
en að því loknu fluttist hann
til Seyðisfjarðar og settist þar
að sem húsasmiður. Móðir Guð-
björns giftist aftur manni af
Fljótsdalshjeraði, og fluttust
þau til Ameríku, og hafði Guð-
björn engar spurnir af henni
eftir það. Árið 1901 fluttist Guð
björn búferlum til Akureyrar
og átti þar síðan heima til ævi-
loka eða nærfelt 45 ár. Stund-
aði hann húsasmíði þar sam-
fleytt um 20 ár, síðan kaup-
mensku milli 10 og 20 ár, og
síðustu árin var hann umsjón-
armaður ráðhússins hjer í bæn-
um, en jafnframt stundaði hann
smíðar.
Guðbjörn kvæntist 4. apríl
1903 Ólínu Óladóttur trjesmiðs
á Akureyri Guðmundssonar,
inni mestu myndar- og táp-
konu, er jafnan reyndist manni
sínum best, þegar hann þurfti
mest á að halda, og lifir hún
mann sinn, ásamt einkadóttur
þeirra, ídu. Þau hjónin ráku
um skeið matsölu fyrr á árum
í ráðhúsi bæjarins og veitinga-
sölu, og var á því inn mesti
myndarbragur. Guðbj. var þjóíí
kunnur maður, fyrir störf sín
í þágu Góðtemplarareglunnar
og bindindismálsins. Hann gekk
í st. Eyrarrósin á Eyrarbakka
fyrir 50 árum, var einn af stofn
endum st. Aldarhvöt á Seyðis-
firði, með sr. Birni á Dverga-
steini og fleirum, og st. Brynju
nr. 99 á Akureyri 4. júlí 1904.
Var hann síðan í þeirri stúku
til æviloka og lengstum umbm.
stórtemplars. Enn fremur var
hann um skeið jafnframt um-
boðsmaður st.t. í Umdæmisstúk
unni nr. 5. Hann sat í fram-
kvæmdarnefnd Stórstúku ís-
lands af I. O. G. T. árin 1924—
1927 (stórgjaldkeri) og nokkur
ár í framkv.nefnd Umdæmisst.
nr. 5. Að verðleikum var hann
kjörinn heiðursfjelagi Stór-
stúku íslands og stúku sinnar,
Brynju nr. 99. — Mörg ár var
hann í stjórn Iðnaðarmannafje-
lags Akureyrar, og jafnan einn
af bestu fjelögum þess. — Ráð-
húsið á Akureyri (af mörgum
kallað inu leiðinlega nafni
Samkomuhúsið!) er eitt af fall-
egustu húsum í bænum. Guð-
björn var annar yfirsmiður
þess, og var hann einn af hváta
mönnum þess, að þetta veglega
hús var reist, en Reglan á Ak-
ureyri ljet gera það, og var það
lengi veglegasta templarahús á
landinu. En því miður urðu
templarar að selja það 1917 og
fyrir mjög lágt verð. Fjell Guð
birni það mjög þungt og sam-
herjum hans. Nýtt fundahús
fengu templarar í ársbyrjun ’26,
Skjaldborg. — Var Guðbjörn
lengstum aðalumsjónarmaður
þess og reikningshaldari, og
fórst honum það með ágætum,
eins og önnur störf fyrir Regl-
una, því að hann var fágætur
áhugamaður. Fórnfýsin var ein
stök og umhyggjan. Er engum
gert rangt til, þó að fullyrt sje,
að um 40 ár hafi hann verið
einn af öndvegishöldum Regl-
unnar á Akureyri, og allra
þeirra fórnfúsastur. — Jeg hefi
þekt marga góða fjelagsmenn,
en engan betri en hann. Hann
sat á flestum Stórstúkuþingum,
eftir stofnun st. Brynju, og var
þar jafnan mikils metinn. Jeg
kyntist honum fyrst á Stór-
stúkuþinginu á ísafirði 1913, og
upp frá því vorum við góðir
vinir.'Þegar jeg fluttist búferl-
um til þessa bæjar, var Guð-
björn einn af þeim fáu, sem jeg
þekti, og heimsótti jeg hann
líka bráðlega, og naut þá og
síðan gestrisni og vináttu hans
og konu hans. — Hefi jeg átt
margar ánægjustundir á heim-
ili hans, er jeg nú þakka af
klökkvum hug, þá er leiðir
skilja.
Guðbjörn var mikill maður
vexti og fyrr á árum vel á sig
kominn, fyrirmannlegur í fram
göngu, mesta prúðmenni og
jafnan glaður og reifur. Var
hann líka einn af vinsælustu
mönnum bæjarins.
Það, sem lengst mun halda
nafni hans á lofti er bindindis-
og Reglustarfsemi hans. í þeim
efnum var svo langt frá því, að
hann væri nokkur meðalmaður,
að hann er og verður beinlínis
minnisstæður yfirburðamað-
ur. —
Jarðarför Guðbjörns sál. fór
fram við fjölmenni á Pálsmessu
(25. jan.) Var fyrst minningar-
athöfn í templarahúsinu Skjald
borg. Talaði þar Brynleifur To-
biasson yfirkennari, Stefán Ág.
Kristjánsson flutti kvæði og
sóknarpresturinn bæn. í kirkj-
unni talaði sóknarpresturinn,
Fr. J. Rafnar vígslubiskup, og
Hreinn Pálsson söng einsöng.
Templarar, iðnaðarmenn,
stjórn Leikfjelagsins og Odd-
fjelagar komu fram við útförina
og báru líkið sinn spölinn hvert.
B. T.
„Cluny Brown"
kvikmynduð
Um þessar mundir er verið
að kvikmynda söguna „Cluny
Brown“, en hún birtist, eins
og kunnugt er, sem framhalds-
saga í Morgunblaðinu í sumar.
Aðalhlutverk leika: Charles
Boyer, Helen Walker, Peter
Lawford og Michael Dyne.
Ernst Lubitsch stjórnar kvik-
myndinni, og er það fyrsta
myndin sem hann stjórnar nú
um tveggja ára skeið.
SHJIIIIIIIII!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!I!!IIIIIIIIIIilllllllIIIIIII1liUIIIMIIIIIiniIIIIIIirml!illlllllllll!lllli;illirillllllll!II!!l!llll!IilllllllllllIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIII!lllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIl|[||IIIUI|||[[||rH«
Eflir Robert Sform I
lllllllll!lllllllllll!llll!llllllllllllll!llllllll!l!llllllimillllll!l!llllllllllllllllllllllllll!l!lllll|l!llll!lll![r.=
Seekinö
PHIL CORRlQAN,
WMO HAS BEEN
1 TAKEN
CAPTIVE BV v
4'’DREAmER"
/tND HI5 /MENÁ
QPECIAL AöENT
J /VUJNROE
IDENTIFIE5
,THE TRUCK
> U5ED BV THE,
HIJACKEREj
VEP...THIE l£ THE &AA1E TREAD
THAT MADE THE TRACK£ IN THE
TIRE HI-JACKIN6 JOB! LICEN5E
PLATE CHECKS, TOO,..
%
IT'S A CINCH THE QUV WiTH
THE &TOGIE KNOW& WHAT
BECAME OF PHlL„,lF HE'E
EPRAINED A HAlR ON PHlL'é
PATE, I'LL TATTOO MV
INITlAL£ ON MIA4, WiTH 1
W* LEAD... M
A4V NEXT
/VIOVE l£
TO -—
Copr. 1*J-Í5, King Fcatures Syndicatc, Inc., World riglils rc:
Munroe hefir verið að leita að X-9, sem Glámur
notað. Munroe: Já, þetta er sami bíllinn, það er
hvað orðið hefir um X-9. Nú ætla jeg .... Um
hefir handtekið, og finnur bílinn, sem þjófarnir hafa
sami bíllinn, það er áreiðanlegt að skarfurinn veit,
leið er Munroe slegínn með sandpbka af Apanum.