Morgunblaðið - 14.02.1946, Side 16

Morgunblaðið - 14.02.1946, Side 16
 VEÐURÚTLITIÐ. Faxafiói: Suð-vesetan kallcli. — Skúrir. ovguuWaÍit Fimtudagur 14. febrúar 1946 GREININ UM kvikmynda- framleiðslu .í Bandaríkjunum. — Sjá bls. 9. UM sex-leytið í gærkveldi varð umferðaslys á gatnamót- um Njálsgötu og Gunnarsbraut ai með þeim afleiðingum að 5 áj'a^ gamall drengur beið bana. Varð drengurinn, Gai’ðar U'iini' Sigurgeirsson, Njálsgötu 110, fyrir strætisvagni, sem var að beygja af Gunnarsbraut inn á Njálsgötu. Var þegar farið rneð Garðar á Landspítalann, eit er þangað kom, var hann ör- endur. ser rraser Diiítnn nyi VesJmannaeyingar ~ lækka verð á L_ Vestm.eyjum, miðvikud. Frá frjettaritara vorum. A FUNDI fisksamlagsins hjer s i. sunnudag, en það eru sam- tök. útgerðarmanna um sölu á nýjum fiski, kom fram óánægja með hið lága verð, sem hefir verið ákveðið á flatfiski. Með tilliti til þessa var sam þykkt á þessum sama fundi, að á raeðan sama verið hjeldist og þögar hefir verið ákveðið á rundfiski, skyldi eftirfarandi lágmarksverð á flatfiski gilda hjá meðlimum ísíisksamlags- ins: — Öfugkjafta og langlúlða 1 kr. pr. kg., í stað 65 aura áður og skarkoli, lúða og sól- koli á kr. 1.54 í stað kr. 1.40 áður. A sama fundi var einnig sam þykkt að ísfisksamlagið skyldi taka skip á leigu til fiskflutn- iiiga fyrir reikning samlagsins. fírasfaSeiksmél Srmanns HNEFALEIKARAMEIST- ARAMÓT Ármanns fer fram n k. föstudag í .íþróttahúsi í. B. R. við Hálogaland. Kepp- endur verða alls 18 í 8 flokk- um. Allflestir eru keppendurn- ir gamlir af nálinni. Margir þeirra eru núverandi hnefa- leikameistarar Ármanns og ýmsir fyrrverandi meistarar. Að þessu sinni verður keppt um 3 styttur, sem fjelagið hef- ir gefið til kepni þessarar. Er keppt um eina þeirra í þunga- vigt, en hinar tvær í öðrum flokkum. IIJEIÍ Flt mynd af bílnum, sem hið nýja bifreiðafjelag Henry Kaiscrs eg Frazers ætla að framleiða og mun nú vera í þínn veginn að koma á markaðinn. Verð bifreiðar þessarar er í meðallagi. Vjelin er 100 hest ifl og rúm er fyrir 6 manns íbílnum. Breskt kolaskipstrandar á Eyjafjaliasandi Áhöfninni, 29 manns, bjargað í FYRRINÓTT strandaði breskt kolaskip með fullíermi austur á Eyjafjallasandi. Skipshöfninni 29 manns var bjargað. — Aðeins einn maður af skipshöfninni slasaðist lítilsháttar á fæti. í fjórum ríkjum ■ Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær var Pjetur Benediktsson skip- aður sendiherra íslands í Belg- íu og ennfremur var staðfest útnefning hans sem sendiherra í Póllandi, sem gerð var 5. þ.m. Pjetur hafði áður verið skip- aður sendiherra íslands í Frakk landi, auk þess sem hann er sondiherra í Ráðstjórnarríkjun- um. Et Pjetur þannig sendi- herra í fjói’um ríkjum. Skipið heitir Charles Salter frá London. — Það er 1309 rúml. að stærð og var á leið til ísafjarðar með kolafarm. — Skipið mun hafa strandað um kl. 4 um nóttina. — Var þá sent neyðarskeyti, sem Loft- skeytastöðin í Reykjavík heyrði. Slysavarnarfjelagið hjer setti’ sig þegar í samband við slysavarnardeildina í Vík í Mýrdal. — Enski skipstjórinn taldi sig vera strandaðan tölu- vert austar en raun var á. Um kl. 8 í gærmorgun heyrðu menn að skipið bljes í eim- pípur sínar og nokkru síðar sást til þess. — Slysavarnardeildin ,,Bróðurhöndin“ undir Eyja- fjöllum brá þegar við og fór á strandstað.----Þegar þangað var komið voru þar fyrir bænd- ur fi-á næstu bæjum. — Skip- verjar voru þá búnir að skjóta línu úr skipinu til lands og einn bát var búið að setja út og voru þegar komnir í hann all- margir menn. — Skipbrots- mönnum var gefin bending um að fara um borð í skipið að nýju. — Voru þeir þá ýmist á efri þyljum eða fram á hval- bák. — Mikið brim var og braut á skipinu, sem lá orðið þvert upp í brimið. — Á línu þá, sem skotið hafði verið í land, var svo settur björgunar- stóll. Hófst nú björgunarstarfið. — Eitthvað á öðrum tímanum var búið að bjarga öllum mönn unum. — Að sjálfsögðu var þeim kalt, en að öðru leyti sæmilega vel haldnir. — Einn maður var nokkuð meiddur á fæti. — Hann hafði farið niður björgunai’bátinn ásamt fleir- um. — Þeim var nú skipt nið- ur á bæina. Flestir inunu hafa farið að prestsetrinu að Holti, j til sr. Jóns Guðjónssonar og að Varmahlíð sem er næsti bær. — Einnig munu nokkrir hafa farið að Seljabrekku. — Á bæjunum var svo hlúð að mönnunum eftir föngum. — Fyrir hádegi í dag verða þeir fluttór til Reykjavíkur. Sjerfræðingar athuga skipið. Ekki var kominn leki að skipinu, er síðast frjettist. — En þangað austur voru komn- ir í gærkvöldi Benedikt Grön- dal, verkfraeðingur og menn með honum. — Munu þeir í dag fara út í skipið og athuga hvort hægt muni vera að bjarga því. Vestfirðir kolalausir. Frjettaritari Morgunblaðsins á ísafirði símaði í gærkvöldi. — fSagði hann Vestfirði vera orðna svo til kolalausa. — Væri því yfirvofandi kolaskortur þar um slóðir á næstunni, vegna strandsins. Geisileg eflirsparn að eiginhandar- Elsu Sigfúss. 400 krónum sfoiið í FYRRINÓTT var framið innbrot í skrifstdfu Chemia h.f. Höfðatúni 10. — Innbrotsþjóf- urinn spi’engdi upp hurðina að skrifstofunni. — Þar inni var skjalaskápur. Hann sprengdi þjófurinn einnig upp og stal úr honum 400 krónur, sem voru þar í peningakössum. Það er ekki vitað á hvern hátt þjófurinn hefir kqpxist inn í húsið, því ekki hefir vefið brot ið upp glugga eða annað til þess að komast inn. — Er ekki ósennilegt, að gleymst hafi að loka útidyrunum. UNGFRÚ Elsa Sigfúss söng- kona var viðstödd í Hljóðfæra- húsinu í gærdag.kl. 12—2 og skrifaði á kort fyrír eiginhand arsafnara. Var mikill straum- ur fólks til að fá undirskrift söngkonunnar, margir kcmu með afmælisbækurnar sínar til að fá undirskrift hennar í þæi' ásamt kortunum. Var ekki hægt að fullnægja öllum eftir- spurnunum í gær og heíir söng konan því ákveðið að vera I Hjóðfærahúsinu á morgun kl. 4—6 og skrifa á kort með mynd af sjer. Munu kort þesd nú brátt vera á þrotum. Hljómleikar í kvöld. Elsa Sigfúss heldur nætur- hljómleika i Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30, og syngur þar eín- göngu nýtísku lög. Eru 12 lög á söngskránni. Meðal þeirra mörg hinna vinsælustu laga, serrt söngkonan hefir sungið hjer, t. d. „Blaa Roser“, „Det er han, som ar prinsen", „The more I see you“, „Jiíterbach“, „Lille Kröltop“ og fleiri. Undirleik fyrir söngkonuna. annast Jóhannes Þorsteinsson píanóleikari, sem fengið hefir mjög góða dcma fyrir jazz- píanóhljómleika sína. Hann leikur og einleik á hljómieik unum í kvöld. Fyrstu jepparnir koma á næstunni SVO sem kunnugt er hefir Nýbyggingarráð ákveðið að veita innflutningsleyfi fyrir ameríska jeppa-bíla handa bændunx landsins. Hefir ráðið ákveðið að um- boðsmanni fyrir Willys-jeppa, skuli veitt innflutningsleyfi á 240 slíkum bílum. Bílarnir eru væntanlegir nú á vori kom andi, en fyrstu bílarnir, sem verða 40, eru væntanlegir með fyrstu ferðum frá Ameríku. Willys-verksmiðjurnar hafa lofað, ^ að framleiðsla þeirra jeppa-bíla, sem seldir verða til Islands, skuli ganga fyrir um smíði. Fjölda margir bændur hafa sent umsóknir. — Er ekki ann að að sjá, en að mikill áhugi sje fyrir þessum . jeppum, meðal bænda landsins. Magitús Sigurðsson r i alþjóðabankans Viðskiptamálaráðherra hefir skipað Magnús Sigurðsson bankastjóra aðalfulltrúa ís- lands í 'oankaráð alþjóðabank- ans til næstu fimm ára, sem stofnaður verður samkvæmt Bretton Woods samkomulag- inu, en ísland er aðili að því samkomulagi sem kunnugt er.. Hvert land, sem stendur að þessum samtökum á rjett á ein um fulltrúa í bankaráðið. Thor Thors sendiherra er varamaður Magnúsar í banka- ráðinu. ísland lluOir í D' SJERA Stefán Eggertsson að Staðarhrau'ni, scm nú dvelur í Bretlandi til framhaldsnáms, hefir flutt fyrirlestra með skuggamyndum ura íslands í nokkrum breskum bcrgum, t. d. Clacton on Sea og Sheffield. Fyrirlestra þcssa flytur hann fyrir meðlimi bókmentafjalag- anna í borgunum, og fjalla þcir um land og þjóð. ið-Evrópasðinunin orðin 550 þús. kr. FJÁRSÖFNUN Rauða Kross- ins til lýsiskaupa handa börn- um í Mið-Evrópulöndum geng- ur mjög vel. Mun söfnunin nú alis nema rúmlega 550 þús. kr. í gær bárust margar stórar gjafir. Frá Fjelági íslenskra botnvörpuskipaeigenda, sem áð ur höfðu gefið 28 smálesir af lýsi, komu 31 smálest til við- bótar. Hafa meðlimir þessa fja- lags því alls gefið 59 smálesir af lýsi til söfnunarinnar. Frá* Útvegsbanka íslands h.f. 10 þús. kr. Frá h.f, Lýsi tvær srnálestir af lýsi. Á skrifstofu Rauða Krossins í Reykjavík, í Reykjavíkur Apóteki og víðar, söfnuðust um 20 þúsund kr. — Frá starfsfólki hjá h.f. Kveld- úlfi kr. 5000.00 o. s. frv. Vísifalan óbreiit 15 sífg Kauplagsnefnd cg Hag- stofan hafa nú reiknað út vísiíölu framfærslukostn- aðar fyrir febrúarmánuð. Reyndist hún vera sú sama og íyrir s. 1. mánuð, eða 285 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.