Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 1
 33. árgangur. 55. tbl. — Föstudagur 8. marz 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Bandaríkjastjórn skorar á Rússa að efna samninga við Persa * i •' i iweiauiif oy önnur innbrof ail upplýsasl Er um glæpaf jelag unglinga m ræða! RANNSÓKNARLÖGREGLAN er í þann veginn að upp- lýsa stórþjófnaðinn í Kveldúlfsskrifstofunum á dög- unum, innbrotið í vjelsmiðjuna Gretti og fleiri inn- brot, sem framin hafa verið hjer í bænum undanfarið, en eins og skýrt hefir verið frá í frjettum, hafa mörg og djörf innbrot verið framin hjer í bænum í vetur. I Kveldúlfsskrifstofunum var eina nóttina stolið pen- ingaskáp, sem vegur 200—300 kgr..og voru í skápnum 16.000 krónur í peningum. GLÆPAFJELAG UNGLINGA? PILTUR EINN, sem lögreglan hefir náð í, hefir þegar játað á sig að hafa verið þátttakandi í innbrotinu í Kvelúlfsskrif- urnar og í fleiri innbrotum. Er hann tæplega 17 ára og heitir Ólafur Grímsson. Aðrir piltar eru í gæsluvarðhaldi og mun net rannsóknarlögreglunnar vera að þrengjast um fleiri, sem grunaðir eru. Gefur þetta tilefni til að halda að það hafi verið glæpafjelag unglinga, sem framið hefir hina djörfu innbrot hjer í bænum í vetur. MÁLIÐ í RANNSÓKN. SVEINN SÆMUNDSSON yfirlögregluþjónn, vildi ekki segja neitt um þessi mál að svo stöddu, er Morgunblaðið átti tal við hann. Sagði hann það eitt, að rannsóknarlögreglan væri að upplýsa nokkur innbrot, þar á meðal innbrotið hjá Kveld- úlfi. En frekari upplýsingar vildi hann ekki gefa blaðinu þar sem málið væri enn á rannsóknarstigi og ekki fullvíst hve margir væru viðriðnir innbrotin. Kanadamenn lána Bretum 280 milljónir sterlingspunda London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. CLEMENT ATTLEE, forsætisráðherra Bretland, skýrði á fundi í neðri málstofu breska þingsins í dag frá fjármálasamningum þeim, sem Bretar og Kanadamenn hafa gert með sjer og undir- ritaðir voru í Ottawa í gær. — Samkvæmt þessum samningum eiga Kanadamenn að lána Bretum 281 miljón sterlingspunda. Lánið á að greiðast á 50 ár- um, og hefjast afborganir 1. jan.. 1950. Vextir verða 2% á ári, en þegar sjerstaklega stendur á, mega vaxtagreiðslur falla niður. Leysir innkaupaerfiðleika. Attlee sagði, að þessi lánveit- ing greiddi úr erfiðleikum þeim sem Bretar hafa átt við að stríða um innkaup í Kanada, og myndi hafa í för með sjer stó- aukin viðskifti milli Breta og Kanadamanna og ryðja íir vegi ýmsum hömlum á alþjóðavið- skiftum. Sagði Attlee, að Kanadastjórn hefði með lánveitingu þessari enn einu sinni sýnt málefnum Breta mikinn skilning og sam- úð. Ákærður fyrir JOHS. SCHMIDT, fyrverandi þingmaður í danska þjóðþing- inu, sem nú er 77 ára, hefir ver ið ákærður fyrir landráð í Danmörku. Schmidt var þing- maður minni hlutans í Suður- Jótlandi. Landamæranefnd í Triesle London í gærkvöldi. NEFND SÚ, sem gera á til- lögur um væntanlegar breyt- ingar á landamærum Júgó- slavíu og ítalíu, og ýmislegt annað, varðandi sambúð þess- ara ríkja, kom til Trieste í dag. Mikið var um dýrðir við komu nefndarinnar. Var víða komið fyrir ýmsu skrauti, en innna um það komu Júgóslavar fyrir allskonar skiltum með áletrun- um, þar sem nefndin var beð- in að minnast Tito marskálks og halda vel á hagsmunamál- um Júgóslava. ítalir undu þess um áróðri illa, sem von var, en til alvarlegra uppþota kom þó ekki. — Reuter. BISUPSHEMPU STOLIÐ LONDON: — Stolið hefur verið tösku með biskups- hempu. Eigjandi hempunnar var biskupinn af Chelmsford dr. Wilson. Ofbeldisverk Rússa í Persíu í gær Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. _. _ i BANDARÍKJASTJÓRN hefir sent stjórn Rússlands á- skorun um að kveðja heim hersveitir Rússa í Persíu. Er tekið fram í áskoruninni, að með sáttmála sameinuðu þjóðanna sjeu stórveldunum lagðar á herðar ákveðnar skyldur um að virða fullveldi annara ríkja, en þess látið getið, að Bandaríkjastjórn treysti stjórn Rússlands eins vel og sjálfri sjer til þess að gera sjer þessar skyldur ljós- ar. Er þess beðist, að Bandaríkjastjórn verði tilkyntar ákvarðanir Rússa varðandi lið þeirra í Persíu, og sú von látin í ljós, að ákvarðanir þær verði í samræmi við sjón- armið þau, sem sett sjeu fram í áskoruninni. von Papen bað Svíakonung að reyna að semja um vopnahlje Stokkhólmur í gærkv. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. SÆNSKA utanríkisráðu- neytið hefir staðfest fram- burð Franz von Papen fyr- ir rjetti í Niirnberg, þess efnis, að hann hafi, þegar hann var sendiherra í An- kara, beðið Gústaf Svía- konung í janúarmánuði 1941, að reyna að semja um vopnahlje í Evrópu. Brjefi með þessari mála- leitan von Papen var kom- ið til Svíakonungs fyrir at beina sænsku sendisveit- arinnar í Ankara. Kon- ungur svaraði því til, að hann teldi slíkt ekki fært, því að frumstæðustu skil- yrðin fyrir vopnahljes- samningi væru ekki fyrir hendi. Atomnjósnir í Bandaríkjunum Nevv York í gærkvöldi. RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós, að njósnarar fyrir er- lent ríki hafa reynt að stela leyndarmáli atómsprengj- unnar í Bandaríkjunum. — John G. Wood, formaður þingnefndar fulltrúadeildar Bahdaríkjanna, sem rann- sakar and-amcrískt fram- ferði skýrði frá þessu í kvöld. Wood sagði, að nefndin hefði gefið sjer leyfi til að skýra frá þessum staðreynd- um, en hann vildi ekki gefa upp, hvaða ríki það væri, sem hefði staðið að njósnum þessum. Sem svar við spurningu þessu viðvíkjandi sagði Wood að rannsóknir nefndarinnar næðu víðar en til atóm- sprengjuverksmiðjunnar í Dakridge í Tennessee. M. a. væri verið að rannsaka ýmsa aðra staði og gera fyrirspurn- ir í Washington. — Reuter. Mintir á samninga. Bandaríkjastjórn minnir rússnesku stjórnina á samn- inga þá, sem hún gerði, ásamt Bretum, við Persa um brott- flutning liðsins eigi síðar en 2. mars s.l, — Sú ráðstöfun Rússa að ganga á gerða samn inga við Persa hafi skapað líkt ástand að Bandaríkin geti ekki látið slíkt afskiftalaust lengur, Að lokum eru Rússar mintir á þá skoðun, sem á- kveðið kom fram í öryggis- ráði sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki í samræmi við stefnuskrá sameinuðu þjóð- anna, að einhver meðlimur bandalagsins hefði her í landi annarrar þjóðar án samþykk- is hennar. Ofbeldi Rússa. Það var opinberlega tilkynt í Teheran í dag. að persnesk- ar hersveitir. sem voru á leið til borganna þriggja í Norð- austur-Persíu, sem Rússar sögðust hafa flutt her sinn frá ¦síðastliðinn þriðjudag, voru stöðvaðar á miðri leið af rúss- neskum hersveitum. — Rúss- arnir handtóku yfirmenn her sveitanna, því að þá skorti einhver formleg skilríki. en þeim var þó bráðlega sleppt aftur. Pernesku hersveitirn- ar komust -ekki lengra og urðu að snúa við. Æsingar út af aðförunum. Fregnin um þessar aðfarir Rússa, bárust fljótlega til Teheran og vöktu þar mikla æsingu. enda þótt persnesk stjórnarvöld bæru fregnina til baka í fyrstu. Til allmik- illa óeirða kom í borginni, og mun manntjón hafa orðið eitthvað, en til blóðsúthell- inga hefir ekki komið í óeirð- unum í borginni undanfarna Framh. á 2. síðuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.