Morgunblaðið - 12.03.1946, Page 5

Morgunblaðið - 12.03.1946, Page 5
Þriðjudagur 12. mars 1946 MORÖUNBLA&IÖ r. HVORKI NOTHÆFIR TIL BJÖRGUNAR- STARFA NJE LANDHELGISGÆSLU ÞAÐ ER sameiginlegt álit allra þeirra íglendinga, sem hefir verið falið að athuga varð bátana, sem Pálmi Loftsson keypti í Englandi á s. 1. sumri fyrir ríkisstjórnina, að þeir sjeu ekki nothæfir til björgunar- Starfa og ekki til landhelgis- gæslu á vetrum, nema ef vera kynni til staðbundinnar gæslu. Þetta upplýsti dómsmálaráð- herrann á Alþingi í gær, er hann svaraði fyrirspurn Sig- urðar Bjarnasonar. sem fram kom í þinginu alllöngu fyrir jól, en ýmsra orsaka vegna drógst að svara fyrr en nú. Dómsmálaráðherrann upp- lýsti, að hann hefði hinn 23. jan. s. 1. skipað þrjá menn, þá Hafstein Bergþórsson skip- stjóra, Ola-f Sigurðsson sjó- mann og Henry Hálfdánsson skrifstofustjóra, til þess að at- huga bátana og gera tilraunif um hæfni þeirra til landhelgis- og björgunarstarfs. Las ráð- herrann álitsgjörð þessara manna, og er hún svohljóðandi: Álitsgjörð. Við undirritaðir, er skipaðir vorum af hæstvirtum dóms- málaráðherra Finni Jónssyni þann 23. jan. 1946, til þess að athuga og gjöra tilraunir um hæfni hinna nýju skipa, er keypt hafa verið frá Bretlandi, til þess að nota þau til land- helgisgæslu og björgunarstarfs hjer við land, höfum orðið sam- mála um eftirfarandi: Skip þessi eru bæði hvað gerð og efni snertir mjög frábrugð- in því er við höfum átt að venj- ast, svo að jafnvel í reglugerð- um um eftirlit með skipum er fátt, sem hægt er að heimfæra uppá þau. Þar sem hjer er um nýung að ræða í skipasmíði, að minsta kosti hvað okkur snertir, þá er erfitt að dæma um styrkleika skipan;ra. Mahogany byrðingurinn sjálf ur virðist vera hið veikasta í skipunum og þolir hann illa allt hnjask, sjerstaklega alla harða og oddhvassa hluti er rekast í hann og verður þvi að hafa sjerstaka aðgæslu með alla snertingu skrþanna við önnur skip, bólverk eða þess háttar, einnig viljum við geta þess, að vjelstjórar sögðu okkur, að allt- af yrði vart við talsverðan leka á skipi því er við fórum út með, í hvert skifti og það væri hreyft, þótt varla yrði vart við Jeka þegar skipið lægi kyrrt. Skipin eru 118 fet á lengd og 17 fet á breidd. í hverju skipi eru þrjár aðalvjelar og þrjár skrúfur. Eru þetta um 1000 ha. dieselvjelar sem geta knúið skipin allt að 24 sjóm. á klst., þegar allar ýjelar éru uotaðar í einu, en hver vjel át af fyrir sig getur knúð skip- ið um 15 sjómílur. Vjelstjór- arnir hafa skýrt okkur frá því, að ekki væri hægt að keyra hverja einstaka vjel minna en 800 snúninga en sá snúnings- hraði knýr skipið áfram um 6—7 mílur og getur skipið því tekki hægara farið þegar vjel er í gangi. Dómsmálaráðherra gefur Alþingi skýrslu um varðbátana Eitt af nýju varðskipunum Þessi mikli hraði gerir það mjög erfitt að athafna sig til aðstoðar öðrum skipum, enda mjög erfitt að aðhafast nokkra vinnu á þilfari skipsins, sjer- staklega þegar allar vjelar eru stöðvaðar, því þá velta skipin svo mikið þótt veðrið sje sæmi- legt, að lítt mögulegt er að að- hafast nokkra vinnu á þilfari þess. Að þessu öllu athuguðu verð- um við að teija að skip þessi sjeu ekki nothæf til björgunar- starfa. Hvað snertir vistarverur skipanna, þá eru þær mjög kaldar. og ófullnægjandi eins og þær nú eru með kolaofn- um og súðin óþiljuð að innan, en úr þessu virðist auðvelt að bæta, þar sem plássið er nóg. Yfirbyggingar skipanna eru úr þumlungsþykkum krossviði klæddum stálplötum sumstað- ar. Yfirbyggingin virðist bolt- uð niður í stálskilrúm, minsta kosti að framan og aftan. Út- búnaður þessi virðist mjög veigalítill á okkar mælikvarða, og stjórnpallurinn að ofan er alveg opinn og teljum við það ó- mögulegan umbúnað í íslensku veðurfari. Dæluútbúnaði skip- anna er þannig háttað, að sjer- stök handdæla er fyrir hvert vatnsþjett rúm í skipinu út af fyrir sig, en þar að auki er svo ein vjeldæla, er á að geta dælt úr öllum rúmunum. Til að reyna stöðugleika skipsins sem við fórum með Ijetum við taka 2% smál. af sandkjölfestu skipsins stjórn- borðsmegin og hlaða upp á öldustokkinn bakborðsmegin. Hallaðist skipið við þetta ekki meira en 7 gráður, og bendir það á að skipið hafi næga kjöl- festu. Þótt við teljum hinn mikla hraða skipanna mjög mikinn á- vinning og þessvegna mögu- leika á að nota þau til stað- bundinnar landhelgisgæslu og þau jafnvel heppiieg til síldar- leitar og eftirlits að sumri til, þá álítum við þau engin vetrar ferðaskip. Reykjavík 8. febrúar 1946 Hafsteinn Bergþórsson. Olafur Sigurðsson. Henry Hálfdánsson. Umsögn Pálma Loftssonai'. Dómsmálaráðherra kvaðst hafa sent Pálma Loftssyni for- stjóra Skipaútgerðarinnar álits gjörð hinna þriggja manna. Barst svo ráðherra svar frá P. L., þar sem lýst er mörgum kostum bátanna og ágæti þeirra til gæslu. í lok skýrslu P. L. segir svo: „Þetta eru staðreyndir, sem ættu að sanna að fullu, að varð- bátarnir eru hæfir til síns starfs, sem landhelgisbátar hjer við strendur landsins. Hitt er svo annað mál, hvort íslensku sjó- mennirnir geta felt sig við þessa tegund skipa eða hraðskreið skip yfirleitt. Sjómennirnir hafa nú haft nefnda varðbáta í rúma 3 mánuði og farið á þeim margar gæsluferðir. Ætti því brátt að fást úr því skorið hvort sjómenmrnir geta felt sig við bátana. Geti þeir það ekki, hefir breski sjóherinn tjáð sig fúsan til að skifta á þeim fyrir önnur hæggengari skip af ann- ari gerð.“ Reynshiförin til Isafjarðar. Svo sem kunnugt er, var á s. 1. hausti farin reynsluför til Isafjarðar á einum þessara varð báta ,}Nirði“ og var dómsmála- ráðherrann með í þessari för. Skipherrann á „Nii’ði“, Þórar- inn Björnsson gaf Skipaútgerð- inni skýrslu um för þessa, og las dómsmálaiáðherrann hana upp í þinginu. Skýrsla Þórarins er svohljóðandi: „Fórum frá Reykjavík kl. 24. þ. 23. nóv. Vorum 16 klst. til ísafjarðar, þar af var haldið uppí vind og sjó á Breiðafirði í 4. klst. Vindur NA 8. Eftir það fengum við vindhraða 6 og stundum 7.‘ Sjór mestur út af Kóp, Barða og Stiga, s.iór um 7 (hnútasjór). A leiðinni suður var logn við Vestfirði, en vestan alda 4—5. A Breiðafirði var vestan vindur 4—5 sjór vestan 5. Var haldið til Stykkishólms, gekk ferðin vel og gekk skipið um 16.4 sjóm. til jafnaðar. Þaðan til Rvik var vindur A og NA 6—7 vindstig, í Faxa- flóa var kröpp vindkvika og gekk illa að halda skipinu á stefnu, varð helst að hafa vind- inn og kvikuna á hlið vegna þess hvað skipið hjó mikiS, var oftast siglt með hliðarvjelun- um tveimur með minnstum snúningshraða. Skipið ljet afar illa í sjó, valt um 30°, kastaðist til, tókst á loft að framan á öldunni og datt svo niður með þungum skellum í næsta öldudal; gefur að skilja hvað þetta reynir feyki mikið á byrðing skipsins. Þarf helst að skáskera ölduna jafn- vel flatskella. Það virðist láta vel undan þessum hörðu átökum, var ekki stíft. Álít jeg skipsskrokkinn sterkan og vel vandaðan, en yf- irbygginguna get jeg ekki vel dæmt um. Skipið tók aldrei á sig sjó á leiðinni, eða í þessari ferð. Mjög erfitt er að halda því á stefn- um, sjerstaklega á lensi, á sljett um sjó þarf litið að hreyfa stýri. Að vera við vinnu á þilfari á svona skipi þegar eitthvað er að veðri, tel jeg ómcgulegt, jafnvel hættulegt að fara fram í hásetaklefa. Til að draga báta virðist mjer skipið ekki hæft, bæði af ofan- greindri ástæðu og einnig vegna þess að ganghraði getur ekki verið minni en 8 sjóm. Einungis til landhelgisgæslu mætti nota þau, ef hægt er að koma fyr-ir á þeim akkerum. því óvíða er hægt að liggja við bryggjur, nema í logni og súg- lausu, því hvað lítil hreyfing sem er, fer skipið að velta og slást í bryggjur. Skoðun mín á því að hægt sje að nota þau til landhelgis- gæslu byggist á því, að þar sem þessi skip eru látin vera, þá munu togarar veigra sier við að fara innfyrir, þar sem þeir geta altaf búist við bátnum á vettvang. Á sumrum munu þessi skip mjög hentug, bæði til síldar- leitar og mætti þá jafnvel spara flugvjelar og þá jafnframt á gæslu. Þess skal getið að í ferð þess- ari var skipið algjörlega kjöl- festulaust. Það skal tekið fram að eins og gefur að skilja, þá er líðan manna um borð í þessum bát- um alveg afleit, þegar beir eru á ferð í misjöfnu veðri, t. d. var ekki matur um borð á leið- inni til ísafjarðar og jeg hygg að fáir hafi getað sofið. 30. nóv. 1945. í>. Bj. Umsögn ? Com. E. Thomas. Loks las dómsmálaráðherra all-ítarlega umsögn Com. E. Thomas um bátana, en hann fylgdi skipunum tíingað til lands og hefir dvalið hjer, til þess að setja íslendinga inn í vjelagang bátanna. Bátar þessir reyndust mjög vel í stríðinu, að sögn Com. E. -Thomas. í lok skýrslu Com. E. Thomas segir svo: „Af þessum átta bátum, sem bygðir* voru í upphafi, var tveim sökt af óvina völdum, einn hertekinn, einn strandaði í þoku, þegar hann var að fara inn í höfn, einum var haldið eftir sem sýnishorni tegundar sinnar, en hinir þrír fóru til íslands“. Landhelgisgæslan og flugvjelar. Þá skýrði dómsmálaráðherr- ann frá því, að hann hefði á s. 1. sumri falið Skipaútgerðinni að athuga möguleika á notkun. flugvjela til landhelgisgæslu. Hafði Þórarinn Björrisson skip herra tekið þá athugun að sjer og fór í því skyni nokkrar ferð- ir með flugvjel þeirri, sem annaðist sildarleit. Hefir Þórarinn gefið skýrslu um árangur þessarar athugun- ar. Telur Þórarinn, að mikið gagn myndi vera af því v.ið landhelgisgæsluna, að hafa tvær flugvjelar, þar sem önnur væri staðbundin (á vetrum) i Hornafirði og hefði svæðið frá Austfjörðum til Dyrhólaeyjar, en hin í Reykjavík og hefði svæðið frá Dyrhólaey til Vest- fjarða. En á sumrum yrðu báð- ar flugvjelarnar á Norður- landi. En til þess að full not yrði af flugvjelunum, þyrftu varðbátar að vera á næstu grösum, sem gætu komið flj-ótt á vettvang. Að lokum ræddi dómsmála- ráðherra nokkuð landhe3gis- gæsluna almennt, hvaða fyrir- komulag myndi best henta, til þess að hún kæmi að sem bestu notum, en yrði þó ekki of dýr. Taldi hann skip eins og Ægi of dýr í rekstri (reksturskostn- aður 2 milj. á ári). Sennilega væri hentast að hafa a. m. lc. eina flugvjel og svo staðbundna báta á þeim stöðum, sem mest kallar að á hverjum tíma. Bátarnir ónothæfir. Er dómsmálaráðherrann haíði lokið máli sínu, kvaddi Sigurður Bjafnason sjer hljóðs, en hann flutti fyrirspurftina, sem fyrr var getið. Sigurður kvað það vera sam- eiginlegt álit þeirra • íslensku manna (að undanskildum Pálma Loftssyni), sem falið var að athuga hæfni þessara varðbáta, að þeir væru ekki nothæfir til þess starfs, sem þeim var ætlað. Spurningiu Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.