Morgunblaðið - 12.03.1946, Síða 8

Morgunblaðið - 12.03.1946, Síða 8
8 MOJtGUNBLAÐIB Þriðjudagur 12. mars 1946 OTgmtHftfeife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Landhelgisgæslan ÞÁ MÁ telja að fengin sje niðurstaða um örlög hinna þriggja hraðbáta, sem keyptir voru hingað til lands á s. 1. hausti og ætlaðir voru til landhelgisgæslu og björg- unarstarfa við strendur íslands. Dómsmálaráðherra hefir svarað fyrirspurn Sigurðar Bjarnasonar um málið á Alþingi. Samkvæmt upplýsing- úm þeim, sem ráðherrann gaf, kemur öllum þeim íslensk- um aðiljum, er skipin hafa skoðað, saman um það að þau sjeu gersamlega óhæf .til þess að annast björgunar- störf og landhelgisgæslu hjer við land. Forstjóri Skipaútgerðarinnar, sem skipin keypti, virð- ist að vísu ennþá trúa á notagildi þeirra. En dómur allra annara er á sömu lund, þeir telja sljipin ónothæf. Að sjálfsögðu varð það, bæði ríkisstjórn- inni og öllum öðrum, sem áhuga hafa fyrir eflingu land- helgisgæslu og björgunarstarfa, til hinna mestu von- brigða, að þessi skip skyldu reynast þannig. En einmitt þau mistök, sem gerst hafa með kaupurn þeirra, verða að leiða til aukinnar fyrirhyggju í þessum málum. Það má ekki endurtaka sig að keypt sjeu skip til þessara þýðingarmiklu starfa, sem skila verður aftur. Það verður að vinna að eflingu landhelgisgæslunnar með meiri festu og á traustari grundvelli. Áður en að næst verða sendir menn til þess að kaupa slík skip í útlöndum verður að vera fengin niðurstaða um það, af hvaða gerð og stærðum þau eiga að vera. Það verður líka að liggja fyrir áætlun um það, hversu mörgum skipum íslendingar ætla sjer að halda úti til landhelgisgæslu og eftirlits með fiski- skipaflotanum. Þennan undirbúning verður að láta fara fram og hann má ekki dragast. Ástand landhelgisgæsl- 'unnar er alls ekki gott nú. Var rjettilega á það bent í gær af Sigurði Bjarnasyni. Ríkisstjórnin verður þess- vegna að vinda bráðan bug að umbótum í þessum málum. ★ Landhelgismálin eru ein aðalfullveldismál þjóðarinnar. Það veltur á miklu að þeim sje fullur sómi sýndur. Að sjálfsögðu verður smáþjóð eins og íslendingar að sníða sjer stakk eftir vexti í þeim efnum, sem öðrum. Kostnað- urinn við hana má ekki verða fjárhagslegu bolmagni ríkissjóðs ofviða. En í sambandi við kostnaðinn verður þó að minnast þess, að þegar um björgunarstarfsemi ræð- ir má ekki horfa um of á kostnaðarhlið hennar. Manns- lífin eru dýrustu verðmæti hverrar þjóðar, ekki síst smá- þjóðar sem íslendinga. Landhelgisgæsla og björgunar- starfsemi verða áreiðanlega rekin saman hjer á landi. Það verður að miða þessa starfsemi fyrst og fremst við tvennt, að hún skapi eins fullkomið öryggi og unnt er, og að hún samræmist fjárhagslegri getu þjóðarinnar. Mikið skortir á að þessi þýðingarmiklu störf hafi verið skipulögð svo sem skyldi hjer hjá okkur. Þessvegna er það áríðandi að sú rannsókn, á heildartilhögun landhelgis- gæslunnar, sem síðasta Alþingi fól ríkisstjórninni, verði framkvæmd hið allra fyrsta. * ; ' *'■ ■" En það er gott að niðurstaða er nú fengin í þessu varð- bátamáli. Kaup þessara nýju skipa hafa því miður tafið framtíðaraðgerðir í þessum efnum. Nú er að taka þráð- inn upp á ný, losna við hin óhæfu skip og kaupa eða byggja ný í þeirra stað. Það er hin raunhæfa leið í þessu máli. Jafnhliða verður að taka til gaumgæfilegrar at- hugunar, hvernig yfirstjórn landhelgisgæslunnar og eftir- litsstarfsins eigi að vera fyrir komið í framtíðinni. Sú stjórn verður að vera örugg og framkvæmd af kunnáttu og þekkingu. Öryggi og álit þjóðarinnar krefst þess og þau sjónarmið verður að setja ofar öllu. Það má vel vera ,að til þess að fullnægja þessum sjónarmiðum þurfi ein- »hverjar breytingar að verða frá því, sem nú er, og áreið- ‘anlega er þessara breytinga þörf. En þá er að fram- 'kvæma þær, hiklaust og afdráttarlaust. Annað er óvið- UR DAGLEGA LIFINU ísland í erlendum blöðum. VIÐ OG VIÐ skjóta upp koll inum furðusögur og fáránleg ummæli um Island í erlendum blöðum. Stundum eru það mis- sagnir um þjóðhætti, eða land- ið sjálft, en stundum bollalegg ingar um, hvað gera eigi við Island í framtíðinni og hvern hug við berum til annara þjóða. I hvert sinn, sem fregn- ir berast af slíkum skrifum, fyllumst við heilagri vandlæt- ingu, sem ef til vill er ekki nema eðlileg, því það er slæmt fyrir smáþjóð, þegar hún og málefni hennar eru afflutt á erlendum vettvangi. En það er ekki alveg sama, hvaða blöð það eru, sem flytja slíkar greinar, því það er sama sagan erlendis eins og hjer, þar sem prentfrelsi ríkir, að það er misjafnlega tekið mark á hin- um ýmsu blöðum, og við verð- um að gæta þess að halda ekki, að stjórn viðkomandi erlends ríkis eða þjóðin, sem heild, standi á bak við skrif um ís- land og Islendinga. Greinar Conways. NÝLEGA var hjer í stuttri heimsókn amerískur blaðamað ur, Robert Conway að nafni. Hann skrifar fyrir blað í New York, sem heitir New York Daily News. Greinar hans um íslensk málefni eru þannig, að þær eru alls ekki eftir hafandi. Sumt sem hann segir er bygt á misskilningi, og að sumu leyti er mjög óvarlega farið með staðreyndir. New York Daily News er að vísu talsvert útbreitt blað, en skoðanir þess í stjórnmálum og utanríkismálum eru yfirleitt ekki í heiðri hafðar meðal bandarískra valdamanna. Eigandi blaðsins og útgef- andi er Joseph Medill Patter- son og blað hans hefir lengi hatast við Roosevelt forseta og stefnu hans og var eitt versta einangrunarsinnablaðið fyrir stríð. Patterson þessi er bróðir Eleanor Medill Patterson, sem gefur út blaðið Washington Times Herald, sem hefir sama orð á sjer og News fyrir Roose- velt hatur. Og loks má geta þess, að Patterson systkinin eru náskyld hinum að endem- um fræga Robert Rutherford Mc Cormick, sem gefuf út Chi- cago Tribune, kunnasta ein- angrunarsinnablað Bandaríkj- anna. Það er engin hætta á, að stjórnarvöld Bandaríkjanna taki of alvarlega það, sem stendur í þessum blöðum, um Island eða önnur efni, og þess vegna ættum við ekki heldur að vera of uppnæm fyrir skrif- um í þeim. • Skammir um Rooscvelt Iátinn. SEM DÆMI um rithátt þess- ara blaða má geta þess, að Times Herald birti svæsnustu árásargrein um Roosevelt for- seta látinn. Var grein þessi svo svívirðileg, að sjaldan mun annað eins hafa verið birt um látinn þjóðhöfðingja. En eng- um dettur í hug, að sú grein hafi verið í samræmi við skoð- anir Bandaríkjaþjóðarinnar á hinu látna mikilmenni. Það er -einn aðalókostur prentfrelsisins, að þar sem það er geta óvandaðir menn vaðið uppi með svívirðingum um menn og málefni. En^þá er að gæta þess að vera ekki of upp- næmur fyrir slíkum skrifum og taka ekki meira mark á þeim en gert er í því landi, þar sem skrifin eru birt. • Passíusálmar og jass. HJER FER á eftir brjef frá G. H., sem jeg birti, þó jeg sje ekki sammála brjefritara. Hún segir á þessa leið: „Mig langar að minnast ofur- lítið á dagskrá útvarpsins. Sem kunnugt er, fer fram lestur Passíusálma að loknum seinni frjettum að kvöldinu, og er það vel farið, auk þess sem Passíu- sálmarnir eru ódauðlegt lista- verk þeirrar tegundar, og sí- gildir, svo er einnig lestur þeirra og meðferð öll eins og best verður á kosið. Hygg jeg, að margur mundi kjósa, að dagskrá kvöldsins lyki með þessum þætti, þó einkum sú kynslóð, sem í æsku sinni tók þátt í slíkum kvöldvökum eft- ir að störfum dagsins lauk. En útvarpsráð reynir að uppfylla óskir allra og innan skams glymur í útvarpinu villimanna söngvar, jassar eða hvað það nú heitir, með tilheyrandi ó- hljóðum, sem þeim eru sam- fara, og á jeg þar við þáttinn „Lög og ljett hjal“. Jeg geri ekki ráð fyrir, að þessu verði breytt, þó hinsvegar sje það mjög óviðfeldin samsetning á dagskránni, mætti ef til vill færa þennan þátt yfir á annan tíma eða blátt áfranj fella hann niður um föstuna og væri sjálf sagt litlu vérðmæti glatað frá þjóðfjelaginu í heild“. Virðingin fyrir smekk annara. ÚTVARPIÐ hefir þann á- gæta eiginleika og stóra kost, að það er hægt að loka því, eða „skrúfa fyrir það“, eins og sagt er. Það er ekki nein von til þess, að hægt sje að hafa dag- skrá í útvarpi, sem allir vilja hlusta á og eru sammála um. Það eru fjölda margir, sem hafa gaman af þættinum „Lög og ljett hjal“. Þeir, sem ekki vilja hlusta á hann, geta lok- að fyrir tæki sitt á meðan. Það er nóg samt, sem flutt er í út- varpinu. Við verðum í þessu efni, eins og svo mörgum öðr- um, að bera virðingu fyrir smekk náungans og vera ekki alt of uppnæm fyrir því, þó það sje ekki í öllu farið eftir okkar vilja. ...................... ! Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Ofbeldi kommúnisfa í Beiiín STJÓRN Þjóðverja í Berlín er nú að mestu leyti í höndum kommúnista. Yfirborgarstjór- inn, dr. Karl Werner, er átt- ræður að aldri, og er aðeins núll. Sá, sem mestu ræður, heit ir Karl Maron, alkunnur komm únisti, og aðrir tveir kommún- istar ráða fyrir jafn-mikilvæg- um málum og mentamálum og verkamálum. Heita þeir Hans Jendretsky og Otto Winzer, og er sá fyrrnefndi magnaður á- róðursmaður. Yfirleitt eru á- hrif kommúnista innan lögregl unnar mjög mikil. Stjórnin í Berlín fer fram að hætti einræðismanna. Menn eru handteknir án þess að úr- skurður hafi verið feldur. Þrír dómarar í ameríska hernáms- hlutanum og einn í þeim breska voru nýlega numdir á brott af heimilum sínum og hefir ekki spurst til þeirra síð- an. Talið er, að þeir hafi kveð- ið upp dóma, sem kommúnist- unum miálíkaði. Fangabúðirnar í Sachs'en- háusén nærri Berllín, og í Buchenwald hafa verið teknar í notkun af Rússum. Auk fanga, hafa þeir þar nasista, sem látn I ir eru vera þar á sex mánaða ,,námskeiðum“. Eftir þessi námskeið eru þeir svo teknir 1 kommúnistaflokkinn. Blöð þau, sem koma út und- ir handarjaðri Rússa og með þeirra leyfi, eru alls átta dag- blöð (eitt amerískt, eitt breskt og eitt franskt er og gefið út í Berlín). Ritskoðunin er ákaf- lega ströng og blöðunum ekki leyft að segja orð gegn hinni mjög prjedikuðu „einingar- stefnu“. Ávarpi breska verka- mannaflokksins til þýskra jafn aðarmanna var að engu getið í blöðunum, og heldur ekki ræðu franska kommúnistans Maurice Thorez, sem krafðist þess, að Frakkar fengju Ruhr- hjeraðið. Bresk og amerísk blöð eru bönnuð á hernáms- svæði Rússa, en er oft smygl- að þangað, og er oft selt á 12 mörk eintakið. Kommúnistar, undir verndarvæng Rússa, neyddu blið jafnaðarmanna í Rostock til þess að prenta grein, sem var þvert gegn stefnu blaðsins. Ekki máttj heldur geta þess, hvernig grein þessi væri komin í blaðið. Tónninn í kommúnistablöð- unum er nákvæmlega sá sami og hann var áður en Hitler komst til valda, og mikið af á- róðrinum er ekki ósvipað á- róðri Göbbels. Þar er reynt- að koma pólitískum blæ á sjer- hvert fyrirbrigði opinbers lífs. Kommúnistar hafa misnotað verkamannasamtökin alveg herfilega. Þau eiga að vera ó- pólitísk, og eru í þeim um 300.000 verkamenn í Berlín, en ekki nema 100.000 meðlim- ir í öllum fjórum stjórnmála- flokkunum í borginni. En kommúnistar hafa öll völdin í verkalýðssamtökunum og munu í þann veginn vera að gera þau að baráttutæki sínu. (The Manchester Guardian). HRIFNIR AF WANDENBERG LONDON: Þau ummæli ame- ríska öldungadeildarmannsins Wandenberg, að Bandaríkin ættu í utanríkismálastefnu sinhi „að segja það, sem þau meina og meina það, sem þau segja“, hafa fengið mikið hrós þingmanna. Einnig hrósuðu þeir ádeilu hans á Sovjetríkin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.