Morgunblaðið - 12.03.1946, Page 11

Morgunblaðið - 12.03.1946, Page 11
Þriðjudagur 12. mars 1946 MORGUNBLAÐIÐ II (Bók mentir: „Með orðsins- brandi“ BÓKAGERÐIN „LILJA“ hefur með eins árs millibili gefið út tvær bækur eftir danska skáldið og prestinn Kaj tóiunk. Einn af færustu guðfræð- ingum okkar íslendinga, Sig- urbjörn Einarsson, dósent, hefur þýtt bækurnar og leyst það verk vel af hendi. Svo vel að ísl. klerkastjettin á ekki innan sinna vjebanda mann, sem hefði verið lík- leigri til að gera það betur, meðan Halldór Kiljan Lax- ness tekur ekki prestsvígslu. Kaj Munk var í öllu sínu lífi og gerðum frábrugðinn fjöldanum. Útlit hans hlaut að vekja thygli, þessi hái granni maður, með skarp- leita andlitið og úfna hár- lubbann, var gerólíkur hverj um meðal presti, já, meira að segja meðal skáldi. Kaj Munk var frægur mað- ur í lifanda lífi, en frægð hans jókst að miklum mun þegar hann ljet lífið fyrir| skoðanir sínar, fyrst og fremst fyrir skellegga bar- áttu gegn þýska hernámslið- inu. í lifanda lífi var mikið um hann deilt, vafalaust var hann þektastur allra danskra rithöf., en hann hlaut ekki lárberin ein. Bæði ritdómar- ar og allur almenningur hafði mjög skiptar skoðanir á verkum hans. Sumir töldu þau frábær listaverk innblás in guðdómlegri andagift, aðr ir töldu þau heilaspuna hálf- ruglaðs manns. Eins og stendur er erfitt að mynda sjer skoðanir á verkum Kaj Munk, bæði í Danmörku og annarstaðar, þar sem um hann er ritað,' er varla um annað að ræða, en einhliða hól. Hlutlaus og athugull les- andi, mun fljótlega komast að raun um, að arnarflug anda Kaj Munk, er ekki alls- staðar jafn hátt, þegar hon- um tekst best upp, flýgur hann ekki aðeins yfir ása og hóla dpnska láglendisiris, heldur svífur hátt og tígulega yfir efstu tindum hinna Norðurlandanna. En flugþol hans gat bilað skynilega og þá flögraði hann í miðjum hlíðum eða tæplega það. Kaj Munk var ákaflega hrifnæmur, þegar honum tókst best upp, reit hann gull- fögur leikrit, sálma, stólræð- ur eða tímaritagreinar. Þess á milli rubbaði hann oft upp ýmsu sem aðeins nálgaðist meðallag og hann hafði þá miklu veilu, sem rithöfunduf, að hann skorti þolinmæði til að vina úr því sem hann hafði einu sinni skrifað. •— Hvað eftir annað brýndi einn af helstu bókmentafræðing- um Dana og æskunnar og ráðgjafi Kaj Munk; Oscar Geismar prestur, það fyrir honum, að hann yrði að vanda það, sem hann skrif- aði Geismar minnti hann á hin sígildu orð Georgs Brand- es, að það fyrsta, sem manni af tilviljun dytti í hug væri sjaldan það besta. Mestur hluti þess, sem Kaj Munk hefur skrifað er ná- tengt stundinni, sem var að líða, jafnvel frægasta leikrit hans, þar sem efnið er nærri því 2000 ára, er að nokkru leiti vjelræn þróun manns, sem á í harðri innri baráttu. Ræðurnar, sem nú hafa verið verið þýddar á íslensku voru ekki allar samdar í vinnustofu Vedersö-prestsins, hælum gróðrarspírur vorsins. Frá 9. apríl 1940 beindist barátta Kaj Munk, að því að vekja landa sína, stappa í þá flugheitu stáli, minna þá á þúsund ára sjálfstæði þjóð- arinnar. Áður fyr þóttist Kaj Munk stundum eygja kosti í einræðinu, eftir 9. apríl var hann af lífi og sál svarinn ó- vinur þess. Kaj Munk Ijet sjer sjerstak lega ant um sóknarbörn sín, það olli honum því mikilli sorgf er nokkur þeirra ljetu tilleiðast að ráða sig hjá Þjóð verjum og vinna að þeim varnarvirkjum, sem Kaj Munk hataði. Reiði og sorg Viderló-prests ins birtust greinilega á nýj- ársdaginn 1944. Hann steig í stólinn og skrýddist ekki, margar urðu til í prjedikun- í þess stað hjelt hann alvar- arstólnum í Vedersö, þegar sóknarpresturinn var búinn að gæta að hver teksti dags- ins væri, en það vissi hann ekki alltaf þegar guðsþjón- ustan hófst. Mikið af þessum ræðum var síðar skrifað upp eftir minni. Ræðurnar í bók- inni Við Babylons fljót, voru áður prentaðar í sunnudags- blaði ;,Nationaltidende“ eða „Jyllandsposten“. Þegar lesandin hefir gert sjer grein fvrir hinum sjer- stæðu vinnubrögjðum Kaj Munk, er ekki óeðlilegt að menn spyrji „Geta svo hrað- fædar bókmentir orðið sí- gildar_ “ Engin fær auðvitað sagt með vissu um dóm síðari kynslóða, en jeg tel lítinn vafa á því, að bestu verk Kaj Munk verði sígild. í þeim speglast glöggur skiln- ingur hreinhjartaðs manns á mannssálinni, hann þekkir vandamálin, veit um örðug- leikana, o^j hann er ekki hræddur við að ganga beint að verki og reyna að lýsa þeim, sem á einn eða annan hátt hafa lent á villigötum eða bera nagandi efa í sál sinni. Það er enginn venjulegur prestur nje venjulegt skáld,- sem heldur stólræðuna- „Kon ur og ást“, ,í Orðsins brandi“ eða „Jól“ og „Við fermingu11. Þegar Kaj Munk talaði um eða við það sem hann elskaði af öllu hjarta, gat hann kom- ið fögrum hugsunum í óend- anlega fallegan búning. Og Kaj Munk elskaði börnin, hann unni konu sinni hug- ástum og var börnum sín- um ástríkur faðir og góður leikfjelagi — o^ hann elsk- aði Danmörku. Ef til vill varð honum það fyrst fullkomlega ljóst þegar erlendur her hafði byggt frelsinu út og tróð undir járn lega áminnnigarræðu • yfir sóknarbörnum sínum úr kór- dyrunum, klæddur vetrar- frakka og með trefil um háls- inn. Hann bannaði að kveikja altarisljósin og hreyfa orgél- ið. Hann minnti á að nú væru 20 ár liðin síðan hann hjelt fyrstu ræðuna í Vider- só og hann harmaði stórlega að þrotlaus barátta hans gegn hernámsþjóðinni hefði ekki getað forðað öllum sóknar- börnum hans frá því að ganga á mála hjá henni að- eins til að græða peninga. 2. jan. var sunnudagur þá hjelt hann síðustu ræðuna sína, að kvöldi hins 4. jan. 1944, rifu 4 morðingjár hann burt frá konu og börnum. Næsta morgun fannst lík hans í Hörbylunde-kjarrinu og þann 8. var hann jarðsett- ur í Viderló. Fram á hinstu stund Var Kaj Munk öruggur í sinni sjerstæðu trú á guð — guð [ rjettlæisins og kærleikans. Han fjell sem stríðsmaður, sem beitti orðsins brandi með meiri vígfimi en öðrum var lagið. Ólajur Gunnarsson frá Vík í Lóni. = r! Asbjörnsens ævintýrin. — = s Sígildar bókmentaperlur. | 1 Ógleymanlegar 6Ögur | barnanna. Inkarnir í Pera Sigurgeir Einarsson: — Inkanir í Perú og her- nám Spánverja þar. Með. 80 myndum. Reykjavík. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar 1945. 366, (1) bls., 8°. ÞETTA ER stærðar bók, prentuð á vandaðan pappír og prýdd fjölda góðra mynda. — Höfundurinn er löngu þjóð- kunnur fyrir hin alþýðlegu fræðirit sín um rannsóknar- ferðir til beggja heimskautanna auk margra annara ritsmíða, og nú sendir hann frá sjer þessa bók um einhverjar æfintýraleg- ustu landvinningar, sem sagan getur um. Mun hann hafa í hyggju á næstunni að gefa út svipaða frásögn af landvinning um Cortés í Mexikó og háttum hinna herskáu frumbyggja þess lands. Það er gaman að lésa þessa bók og margt er gott um hana. Frásögnin er látiaus og lipur, og hinn mikli fróðleikur, sem borinn er þar á borð fyrir les- endur, ekki gerður of stremb- inn, éins og hætta gat verið á um efni, sem - liggur svo fjarri okkur og flestir vita nauða lítið um hjer. En ýmislegt bendir til, að heimildir höfundar hafi í sum- um atriðum ekki verið sem á- reiðanlegastar. Og þær hafa auðsjáanlega verið váldar af þeim endanum, sem Spánverj- ar kalla „leyenda negra“ — svörtu munnmælin. Saga Vest- urheims fyrstu mannsaldrana eftir það, að Kólumbus kom þar fyrst, er saga þeirra og þeir ■voru þar lengi einir til frá- sagnar. Sagnaritarar eins og López de Gómara, Bernal Díaz og Fernández de Oviedo, eru einhuga um það að lýsa þeirri stórkostlegu landakönnun sem eindæma þrekvirki og foringj- um sínum sem afburðamönn- um. Löngu síðar rumskuðu aðrar Evrópuþjóðir, og þær sem gerðust þá keppinautar Spánverja í Ameríku, skrifuðu landvinningasögu þeirra að nýju, út frá gagnólíkum sjónar miðum. Sagan var fölsuð á báða bóga, og þó meira Spán- verjum í óhag, eftir því sem veldi þeirra hnignaði. Það er ekki fyr en nú á síðustu áratug um, að menn hafa tekið að rita um þennan merkisþátt veraldar sögunnar af vísindalegri óhlut- drægni og nákvæmni, eða síðan farið var í alvöru að vinna úr skjalasafni Indíaráðsins í Se- villu, þar sem brjefasöfn og skýrslur landkönnuðanna og kynstur af öðrum samtímaskjöl um hafa legið svo að segja ó- hreyfð fram að þessu. Jeg ætla aðeins að benda á fátt eitt, sem sýnir, hve höf- undur þeirrar bókar, sem hjer um ræðir, er mjög á valdi heim ildar sinnar, en það mun eink um vera bók bandarískra sagn- fræðingsins Prescotts — „History of the conquest of Peru“ (1847), fjörleg frásögn i rómantískum stíl, sem er jafn snildarfögur að búningi og hún er lítilsv rði sem sögurit. Tekið. er gagnrýnilaust við hinum reikulu dómum hans um Piz- arró, þar sem honum er annað véifið hælt á hvert reipi, en í hinni andránni fundið flest til foráttu. Ofgarnar í frásögninni um viðureign þeirra Almag'rós eru frá Prescott. „Samvisku- ieysi" Oreilana, sem um getur á bls. 276, er eitt dæmi af mörg um um sleggjudóma hans, sem ekki eru einu sinni gerðir trú~ legir af samtéxtanum. Ekki fer jeg að elta ólar 'við þann aragrúa af misritunum, sem koma fyrir í mannanöfn- um og örnefnum. Þurfa þær ekki allar að vera höfundinum að kenna. Bæði getur preiit- villupúkinn hafa verið að verki, og eins er trúlegt, að hinar er- lendu heimildir eigi sök á mörgum. Ástæðulaust væri að leggja höfundi það til lasts, að hann hafi iátið þær villur standa, sem kunna að hafa ver ið fyrir í hinum viðurkenndu fræðiritum, er hann hefir eink um stuðst við, enda helst ekki á annars meðfæri en þess, sem kann spænsku, að leiðrjetta þær. Sem dæmi má taka: Garcill- asso (Garcilaso), calla (calle), Chimborazco (Chimborazo), Catilfa ifel Or (Castilla del Oro) Cortez (svo skrifa Englending- ar, en iandkönnuðurinn hjet Cortés, og engin ástæða fyrir okkur að fara rangt með nafn hans), þjóðdrykkurinn „chica“ (þetta orð þýðir „stúlka", þjóð drykkurinn, sem þarna ræðir um, heitir „chicha"), Niobamba (Riobamba) o. m. fl. Kátlegt er að skamstafa heróp Spán- verja, eins og gert er á bls. 145: „St. Jago“, enda er nafn heilags Jakobs, held jeg, ekki ritað svo á neinu tungumáli hjer nærindis. Látum samt þetta vera. En hitt er óverjandi að nota énska titilinn á viðræðum Piátons í íslensku lesmáli (bls. 13), þeg- ar átt er við þær alment, en enga sjerstaka enska þýðingu eða útgáfu. Svipuð skyssa, og þó ennþá hlægilegri, er það, þegar höfundur, að því er virð ist, gengur út frá því, að orðið „Connetablen" sje mannsnafn, (bls. 232)! Þar mun hann hafa haft danskt heimildarrit fyi-ir framan sig, þótt þess sje ekki getið í heimildaskránni, og fylgir þvi helst til nákvæmlega. Orðið þýðir annars „stallvörð- ur“ (comes stabuli), og var það tignarstaða í Frakklandi í gamla daga, sefn svaraði nokk- urnveginn til yfirhershöfðingja tignar nú. En danskan er ekki þar með búin. Á bls. 256 er talað um að framkvæma „garroten", (grein irinn með!), og gefur þó orða- bók Freysteins ágæta þýðingu á þessu danska tökuorði úr spænsku. Og enn, á bls. 261, er það land kallað „Flandern“ (að dönskum hætti), sem tíðk- ast hefir að nefna hjer F'land- ur eða Flæmingjaland. Það þar enginn að halda, þótt margt sje aðfinnsluvert í ( riti þessu, að ekki sje mikið & því að græða. Þvert á móti. Það er stórfróðlegt, og því meirl fengur fyrir okkur hjer sem varla getur talist, að nokkuð hafi ritað verið áður á íslensku um þessi mál. Myndirnar eru, sumar hverjar, hinar merki- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.