Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 1
16 síður MEIRIHLUTI ÖRYGGISRÁÐS VILL EKKI TAKA PERSÍUMÁLIN AF DAGSKRÁ Hótel Akranes brann til kaldra kola í gær. Myndin er af jbrunanum. (Sjá grein á bls. 16). Ljósm. Árni Böðvarsson. Hvernig fer um landsleikinn við Dani! K.Höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. Stjórn danska knattspyrnu sambandsins ræddi í gær- kveldi um áætlanir varð- andi landskappleik íslend- inga og Dana í knattspyrnu. Verður aðeins mögulegt að láta kappleik þenna fram fara ef hægt verður að lengja Ivöl skipsins Dronning Alex- andrine í Rvík upp í viku. Neiti Sameinaða tilmælum um þetta, verður að hætta við landsliðsleikinn. — Páll. Kommúnislar mót- msla kcsníngum London í gærkveldi. JAPANSKIR kommúnistar hafa mótmælt • nýafstöðnum kosningum í landinu og bera það fram að allir hafi ekki feng ið að taka þátt í þeim. Á dög- unum mótmæltu kommúnistar kosningunum í Grikklandi, sem ólögmætum og hlutdrægnislega framkvæmdum, en þetta reynd ist áróður einn, svo sem sann- ast hefir af úrskurði rannsókn- arnefndar þeirrar sem athug- uðu kosningarnar. Qrustur harðna mitii Chungking- manna og kommúnista Barisl utn flugvöllinn við höfuðborg Mansjúrru London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ORUSTUR fara nú harðnandi í Manchuriu, milli ljgrsveita Chungking stjórnarinnar annarsvegar og kínverskra kommún- ista hinsvegar og er nú mest barist um höfuðborg landsins, Changyen, en þaðan eru Rússar farnir með heri sína fyrir skömmum tíma. Hafa báðir aðilar beitt stórum fallbyssum í baráttu um flugvöll borgarinnar. Kommúnistar hófu árásir. Hersveitir kínverskra lromm- únista hófu arasir á heri Chung king stiórnarinnar, um leið og þær komu í borgina eftir brott- för hinna rússnesku herja. Beindu kommúnistar aðallega árásum sínum gegn flugvelli borgarinnar, en hann er nú á valdi stjórnarherjanna. Hafa þarna nrðið feikna hörð átök, og 'skiptast á áhlaup og gagn- áhlaup. Það hefir vakið athygli er- lendra frjettaritara í Chung- king, að fregnir hafa borist um að báðir aðilar hafi beitt stór- um fallbyssum í bardögunum, og eiga frjettamennirnir erfitt með að átta sig á því, hvar kommúnistarnir hafi fengið slík hernaðartæki. Van Mook auslur eflir kosningar London í gærkveldi. ÞAÐ hefir verið tilkynnt- opinberrlega í Haag, að van Mook fari ekki austur til Java, að semja frekar við Indonesíu menn, fyrri en þingkosning- ar eru um garð gengnar heima í Hollandd. Er.þetta talið stafa ' af því, að gjörsamlega sje ó- víst um, hvaða stefnu hin nýja stjórn kunni að taka til hinna viðkvæmu mála Indó- I nesíumenn. — Reuter. Allsnarpar umræður á fundinum ígærkveldi New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ KOM BRÁTT í Ijós á fundi Öryggisráðsins hjer í kvöld, að meirihluti þess vill ekki taka Persíumáiin af dagskrá, og urðu orðaskipti allhörð. Gromyko, fulltrúi Rússa bar fram kröfu sína um að ráðið hætti að fjalla um málin, og auk þess var lesið brjef frá sendiherra Persa í Washington, þar sem hann fer þess á leit að ráðið taki málið af dagskrá. Flytur hann þetta að skipan stjórnar sinnar, sem kveðst haf^, náð nýjum samningum við Sovjetstjórnina, er geri það að verkum,- að ónauðsynlegt sje að hafa málin lengur á dag- skrá ráðsins. Eftir að umræður höfðu staðið í 3 klukkustundir, var at- kvæðagreiðslu frestað um sólarhring. Bretar og Frakhar farair úr Sýrfandi London í gærkveldi. í DAG fór síðasta hersveit Breta á Sýrlandi á brott úr landinu. Hafði hún haft stöðu nærri höfuðborginni, Dama- skus. Eru nú engar breskar stofnanir eftir í Sýrlandi, nema sendiráðið í, Damaskus, sjúkrahús eitt og skóli þar í borginni. — Brottflutningur þessi var samkvæmt samn- ingum, sem nýlega hafa verið gerðir milli Breta og Frakka annarsvegar og Sýrlendinga hinsvegar. Einnig munu Bret- ar og Frakkar annaðhvort. T, era farnir eða í þann veginn að fara með allt herlið sitt brott frá Libanon. — Reuter. Þjóðabandalagiö lagl niður á föstu- dag London í gærkveldi. ÞÆR fregnir berast frá Genf í dag, að Þjóðabandalagið muni formlega lagt niður á föstudaginn kemur, en síð- asti fundur þess verði hald- inn á fimtudag. Það er sögð ósk allra full- trúanna, er fundi bandalags- ins sdtja, að bandalag hinna sameinuðu þjóða noti bygg- ingar Þjóðabandalagsins í Genf; að minnsta kosti að edn- hverju leyti. Hafa komið fram tillögur um það, að þing hinna sameinuðu þjóða komi þar saman við og við og Ör- yggisráðið haldi stundum fundi sína í þessum glæsdlegu lbyggingum. Snarpar umræður. Umræður voru allsnarpár með köflum. Eftir að brjef persneska sendiherrans hafði verið lesið upp, flutti Gromyko ræðu, bar sem hann reyndi að sýna fram á það að ráðið ætti að hætta við meðferð málsins alla. Eftir hann tóku flestir full trúar til máls, og mátti fljótt sjá, að mikill meirihluti var and vígur því að taka málið af dag- skránni. ] Stettinius svarar. Edward Stettinius, fulltrúi Bandaríkjamanna talaði næst á eftir Gromyko. Sagði hann að Bandaríkjamenn væru ekki sam mála því að málið yrði tekið af dagskrá Öryggisráðsins. Kvað hann engar frambærilegar á- stæður vera til þess að gera svo, og tók breski fulltrúinn, Cadogan undir með honum. Hann sagði að sjónarmið bresku stjórnarinnar væri þetta. - i Sjónarmið Breta. ,,Ráðið bregðist skyldum sínum, ef það skipti sje" ekkert frekar af málunum.“ — Næst- ur tók til máls, van KJeffens, fulltrui Hollendinga. Hann sagði að Öryggisráðið ’hlypist frá ábyrgð, sem það hefði á sig tekið, ef það hætti nú afskipt- um a£ málunum. Sagði hann að þetta væri alls ekki svo að skilja að Öryggisráðið væri and vígt Sovjetríkjunr.m. Þeir, sem eru á móti. Þeir fulltrúar ráðsins, sem hafa lýst sig vera andvígir því, að málið verði tekið af dagskrá ráðsins, eru frá þessum lönd- um: Bretlandi, Bandaríkjun- um, Ástralíu, Mrasilíu, Hollandi og Mexiko. Fulltrúi Mexiko var sá síðasti, sem lýsti yfir skoð- un sinni. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.