Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAuIÐ Þriðjudagur 16. apríl 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. 'Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjeltaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandf, kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Pióíkosningin . , i ENN hefir Sjálfstæðisflokkurinn staðfest frjálslyndi fiokksreglna sinna og starfaðferða fram yfir aðra flokka með því að efna til almennrar prófkosningar um val manna á framboðslista flokksins hjer í Reykjavík við alþingiskosningarnar, sem nú eru framundan. Sjálfstæðisflokkurinn viðhafði einn allra flokka þá aðferð í vetur, við bæjarstjórnarkosningarnar, að láta fram fara almennar prófkosningar. Meðal almennings mæltist það mjög vel fyrir, að fyllsta frjálsræði væri viðhaft í þessum efnum og hinum lýðræðislegustu að- ferðum beitt. Aðrir flokkar fóru þá sínar leiðir. Ljetu að vísu Sjálf- stæðisflokkinn afskiptalausan um sínar aðferðir, — allir nema einn, þ. e. Sósíalistaflokkurinn. Kommúnistarnir gátu ómögulega látið það fram hjá sjer fara, að síærsti flokkurinn hefði tekið upp þá aðferð, að hafa fólkið sjálft með í ráðum um ákvörðun framboðanna, eftir því sem framast varð við komið. Það voru ekki „austrænar“ aðferðir eftir þeirra kokkabók, þar sem sellu-fundum forsprakkanna er áskilið mátturinn og valdið. Þess vegna gerði Þjóðviljinn sjer svo mjög skrafdrjúgt um próf- kosninguna í vetur. En bæjarbúar kváðu nú sjálfir upp sinn dóm í bæjarstjórnarkosningunum, — og getur Sjálf- stæðisflokkurinn vel við unað. Það er áreiðanlegt að menn fagna því nú, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir á ný efnt til prófkosninga og með þeim hætti, sem er viðhafður. Allir, sem fylgja Sjálf- stæðisflokknum, eiga jafnan rjett til þátttöku í kosn- ingunum og eftir aðstæðum er mönnum gert eins greið- legt og.verða má að taka þátt í þeim. Andstæðingar Sjálfstæðismanna eru stundum að velta vöngum út af því, að Sjálfstæðisflokkurinn sje tækifærissinnaður og jafnvel mismunandi skoðanir inn- an flokksins. Sjálfstæðismenn eru hinir frjálslynd- ustu í þjóðfjelaginu. Fólkið, sem metur svo mikils sjálf- stæða hugsun og finnst hið persónulega frelsi dýrmætt hnoss. Flokki þessa fólks er ekki sögð fyrir nein „lína“. Flokkurinn er frjálshuga, árvök og lífræn heild. Æskan á djúp ítök í þessum flokki. Skóhljóð hins nýja tíma er jafnan við bæjardyrnar, samtímis því, sem reynsla liðna tímans mótar festu og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn gengur jafn frjálshuga að undir- búningi alþingiskosninganna og bæjarstjórnarkosning- anna. Það gefur sína bendingu um það, að flokkurnin muni halda áfram þeim vexti, sem kosningarnar í vetur staðfestu. Þeir tefja þingið ÞINGSTÖRFIN ganga nú mjög greiðlega. Málin koma sem óðast úr nefndum og daglega eru afgreidd mörg lög frá þinginu. Eins og áður hefir verið getið hjer í blaðinu hafði ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar ákveðið, að reyna að ljúka þingstörfum fyrir páska. Þetta hefði vafaldust tekist, ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki rokið til og borið fram vantraust á ríkisstjórnina, þegar þessi fyrirætlan var gerð heyrum kunn í þinginu. Stjórnarflokkarnir hafa undanfarna daga setið á mörg- um fundum og samið um afgreiðslu þeirra mála, sem fram þurfa að ganga. Hafa þeir samningar gengið mjög greiðlega, svo að alt benti til, að takast mætti að ljúka þingstörfum fyrir páska, ef ekki vantraustið hefði kom- ið fram. Það er vitaskuld fjarri sanni, sem Tíminn reynir að halda fram, að vantraustið tefji ekki þingstörfin. Þing- sköp mæla einmitt svo fyrir, að vantraust skuli sæta á- kveðinni meðferð. Samkvæmt þingsköpum taka umræðUr um vantraust 13 klukkustundir! Vantrausts frumhlaup Framsóknar verður því beinlínis til þess, að fresta þingstörfum fram yfir páska. ÚR DAGLEGA LÍFINU SKRIFSTOFUFÓLK og aðr- ar stjettfr fá sitt lengsta frí, fyrir utan sumarleyfið, núna í vikunni. Flestir gera einhverj- ar sjerstakar ráðstafanir til þess að eyða fríinu á sem skemtilegastan hátt. Margir bæjarbúar leggja leið sína til fjalla og ef þeir verða hepnir með veðrið koma þeir brúnir á hörund og hraustlegir aftur til vinnu sinnar eftir páskana. Allir skíðaskálar í nágrenn- inu eru yfirfullir af gestum og láta margir sjer nægja .að sofa í svefnpokum á gólfinu til þess að geta notið fjallaverunnar á daginn. En fleiri munu þeir vera, sem sitja heima og hafa .það rólegt yfir páskana. Nenna ekki að leggja á sig að fara í ferða- lög. Og það' er líka hægt að njóta náttúrunnar hjer í ná- grenni bæjarins, þegar veður er gott. Það eru ótal staðir í nágrenni Reykjavíkur, sem yndi er að skoða. • GöngHferðir. ÞEIR REYKVÍKINGAR, sem verða heima hjá sjer um pásk- ana geta farið í lengri og styttri gönguferðir hjer í ná- grenninu. Það er fallegt hjer úti á Seltjarnarnesinu og gam- an í góðu veðri að skoða sig um í Fossvoginum, eða Kópavog- inum og sjá allar nýju bygg- ingarnar, sem eru að rísa upp þarna suðurfrá. Einkennilegt að ekkert fjelag skuli hafa efnt til skemtiferð- ar inn í Viðey með sjerfróða menn um þann merka sögustað. Það gæti orðið mörgum skemti- leg og lærdómsrík ferð. Þannig mætti lengi telja upp staði í nágrenni bæjarins, sem vert er að skoða á góðviðris- degi og menn munu þá kom- ast að því, að oft er farið langt yfir skamt til þess að njóta náttúrufegurðar og mikið fje lagt í kostnað, sem hægt hefði verið að komast hjá. • Samgönguvandræði. VÍÐA AÐ af landinu berast fregnir um slæmar samgöngur á sjó og horfir víða til stór- vandræða í bæjum og þorpum á Vestur- og Norðurlandi. Eft- irfarandi brjef frá ísafirði gef- ur nokkra hugmynd um vand- ræði manrih vegna samgöngu- leysis. Brjefið er á þessa leið: Kæri Víkverji! Þar sem höfuðstaðarbúar og aðrir þar í nágrenni nota sjer góðvild yðar, með svo miklum og góðum árangri, freistumst við útkjálkamenn til að feta í fótspor þeirra með okkar á- hyggjuefni, enda er Morgun- blaðið lesið hjer, endu síður en það suður frá, enda þótt það komi stórum — en sjaldan, — já, það var einmitt lóðið, sjald- an. — Það eru samgöngurnar hingað til Isafjarðar, eða öllu heldur vöruflutningarnir, sem því valda. e Ol og brennivín. ÞANNIG er nú ástatt með þá, að ekkert skip hefir komið hingað með vörur síðan 23. febr — en þá kom Reykjafoss. Skip hafa nú reyndar komið hjer að bryggju og skilað af sjer nokkr um póstpokum og fáeinum far- þegum — og búið —. Hrímfaxi, Fjallfoss, Súðin komu hjer öll hlaðin til Norðurlandsins, ekk- ert hingað. En svo kom loksins skip í dag, „Dux“, smánaggur, og hefði það auðvitað verið gott og blessað, ef hann hefði flutt þær nauðsynjar, sem skortur er á hjer. En það vakti vonbrigði allra, er óslitin röð öls og brennivínskassa kom upp úr lestinni. •—■ ekkert kaffi, ekkert smjör, enginn sykur — eða aðrar nauðsynjar, sem alla vanhagar um hjer, en fleátar þessar vörur^bíða á skipaafgr. í Reykjavík, eftir skipsrúmi hingað vestur. ísfirðingar hefðu heldur kosið að nauðsynjavörur gengju fyrir brennivíninu, hvað finst yður? Þökk fyrir birtinguna. ísfirðingur. Tjarnarhólminn. ÞAÐ . ÞYKIR FLESTUM Reykvíkingum vænt um Tjörn- ina, enda er hún mikil bæjar- prýði. Tjörnin er eitt af því, sem útlendingar eru hrifnastir af er þeir koma hingað. Hjer er brjef um Tjörnina og hólm- ann, sem flestir munu taka und ir að sje vel hugsað: ,,Þó um margt sje deilt, kem- ur víst flestum saman um, að Tjörnin sje mikil prýði fyrir Reykjavíkurbæ, •— og mætti þó betur vera ef henni væri sómi sýndur. En eitt er aðkallandi í sam- bandi við Tjörnina. Það er lag- færing á hólmanum. Fuglalíf- ið á Tjörninni er til mikils un- aðar, en eins og bæjarbúar vita er þessi li-tli hólmi varpsvæði, bæði fyriF endur og kríu. Nú er mikið af yfirborði hólmans sparkað í flag eftir skautafólk, og jaðrar hólmans svo lágir, að þegar mikil bára er á Tjörn- inni, skettist vatnið upp á hólmann. Ánægjulegt væri ef bæjar- yfirvöldin sæju sjet fært, að lagfæra hólmann — eða sjálf- boðaliðar, og búa þannig í hag fyrir komandi varptíð.“ Á INNLENDUM VETTVANGI ! ................I Brúarsmíði hins „ansiræna iýðræðis" Hringsól Þjóðviljans. Nú eru Þjóðviljamenn fyrir alvöru komnir í bobba. Um tíma fjargviðruðust þeir yfir því, að hjer var ekki skýrt frá blaðaviðtalinu við Henry Wall- ace verslunarráðherra Banda- ríkjanna. Þegar á það var minnst hjer í blaðinu hvað ráðherra þessi hafði sagt, þá sagði Þjóðviljinn, að hjer væri verið að svívirða Wallace. Að dómi Þjóðviljans var það hin mesta ósvífni, að skýra ekki frá blaðaummælum Mr. Wallace, og ennþá meiri ósvífni, að dómi sama blaðs, að segja frá þeim. Þannig snúast Þjóðvilja- menn eins og skopparakringlur utan um þann kjarna málsins í öllum skrifum þeirra, hugsun og aðgerðum, að þeir eru fyrst og fremst að sinna því hlut- verki sínu, að efla hinn rúss- neska málstað hjer á landi. Hin fyrirhugaða „brú“. Hjer var frá því skýrt, Mr. Wallace vildi að Norður- löndin, og þá ekki síst ísland, yrðu „brú“ milli Rússlands og Bandaríkjanna. Þjóðviljamenn kalla það skammir, og það meira að segja óbótaskammir um þenna Ameríkumann, að segja frá þessu áliti hans. Þjóðvilja- menn verða æðisgengnir, þegar Morgunblaðið bendir á, að ís- lendingar kséri sig ekki um að landið verði gert að einum eða neinum parti af þessari brúar- smíði. En þarna var komið við hjartað í ' korhmúnistunum hjerna. Því þarna hreyfði Am- eríkumaðurinn einmitt við hin- um hjartfólgnustu fyrirætlun- um kommúnistanna. Allur hug ur þeirra snýst um það, og ekkert annað en það, að hin rússnesku áhrif verði hjer sem mest, eins og Mr. Wallace legg- ur til, og nái síðan betur en áður vestur yfir hafið. Sama línan. Þjóðviljamenn ættu ekki að rjúka upp á nef sjer, þó hjer sje bent á skoðanir hins mikils virta ameríska ráðherra. Eng- inn getur haft neitt út á það að setja, þótt hann hafi þessar skoðanir. Hann um það. Allra síst íslenskir kommúnistar ættu að verða fokvondir þegar frá þessu er sagt, því þeir eru honum gersamlega sammála. . Ný sönnun. En hitt er svo annað mál, að enginn getur heldur haft á móti því, þó Morgunblaðið bendi á, að það er ekki í sam- ræmi við íslenskan hugsunar- hátt, þegar verið er að gera því skóna, að gera ísland að milli- stöð rússneskra áhrifa vestur yfir hafið. Þeir Ameríkumenn, sem óska éftir kommúnisman- I um til sín, gerðu meginhluta ís- ' lensku þjóðarinnar vissulega greiða, með því að hugsa sjer að fá hin rússnesku áhrif eftir öðrum leiðum en yfir ísland. Hin innfjálga hrifning hinna íslensku kommúnista yfir orð- um hins ameríska ráðherra, er enn ein skjalleg sönnun fyrir því, að þeir eru, eins og allur almenningur veit, alveg á sömu línu og Mr. Wailace. En sú lína á ekkert skylt við sjálfstæðis- og frelsismál ís- lendinga. Því allir vita, að kommúnistum meðtöldum, að nái hið' „austræna lýðræði“ hingað til lands, eru frelsis- dagar íslendinga taldir. Rökkur, alþýðlegt tímarit, 23. árg., 1. hefti, er nýkomið út. Aðalefni þessa heftis er fyrstu tveir þættir leikritsins „Spor í sandi“, eftir ritstjór- ann, Axel Thorsteinsson, en tveir síðari þættirnir verða birtir í næsta hefti, sem kemtar í maí. í heftinu eru einnig kafl- ar úr útvarpserindum, rit- fregnir o. fl. — Rökkur var stofnað í Winnipeg 1922 ( að!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.