Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. apríl 1946 Mörg stórmál afgreidd frá Alþingi Almannatryggingar. FRUMVARPIÐ um almanna- tryggingar hefir verið til um- ræðu í Ed. undanfarið. Meiri hl. fjelagsmálanefndar, Haraldur Guðmundsson, Gísli Jónsson og Steingr. Aðalsteins- . son, leggja til að frv. sje samþ. míeð allmiklum breytingum. Aðalbreytingin er sú að heild- arkostnaður af tryggingunum er lækkaður um 4 milj. kr. Hermann Jónasson lagði til að frv. yrði vísað frá með rök- studdri dagskrá á þeim grund- velli að málið væri ekki nógu vel undirbúið. Dagskrártillaga Herm. var feld, en brtt. meirihl. fjelagsmálanefndar samþykkt- ar og frv. afgreitt til 3. umr. á laugardagskvöld. Gistihúsið. Á laugardaginn var frv. um gistihúsbygginguna í Reykja- vík til 2. umr. í Ed. Lagði meiri hl. fjárveiting- arn. til að frv. yrði samþ. með þeirri breytingu að eignarnáms heimildin yrði gerð ílmenn og vatþað samþ. Hermann kvaðst vera á móti frv. þar sem ríkissjóði væri þarfara að leggja fje í annað. Taldi hann þetta hótel aðeins vera fyrir útlendinga og há- stjettarfólk. Þeir Bjarni Benediktsson og Magnús Jónsson hröktu þessar firrur Hermanns. Það væri hinn mesti^ misskilningur að líta á þetta sem útlendingahótel eingöngu. Við undirbúning málsins hefði verði lögð áhersla á, að hótelið gæti orðið fyrir íslenskan almenning, ekki síð- ur en útlendinga, enda væri ferðamannastraumurinn hingað ekki nema lítinn hluta ársins. Ameríski arkitektinn' hefði líka gengið út frá því sem vísu, að allir gætu dvalist þar, jafnt hinn ríkasti sem hinn snauð- asti og yrði vistarverum hag- að eftir því. Magnús Jónsson benti Her- manni á, að hjer á landi. væri ekkert stjettarhótel, nema ef vera kynni hótel K.E.A., þar sem viss maður — meira að segja framsóknarmaður — hefði verið rekinn út, af því hann var ekki nógu vel klædd- ur. Frv. var síðan samþ. með 11:2 atkv. I gær var svo samþ. breyt- ingartill. frá Gísla Jónssyni um að takmarka eignarnámsheim- ildina til ársloka 1947 og frum- varpið endursent Nd. með 9:3 atkv. Virkjun Sogsins. Frv. um virkjun Sogsins var til einnar umr í Nd. á laugar- i daginn. Frv. var 'búið að ganga í gegnum báðar deildir og var til lokaafgreiðslu. Þá gerðist það að Framsókn- armenn stóðu upp einn á fætur öðrum og hjeldu uppi málþófi* mestan hluta dagsins, auðsjáan lega í þeim eina tilgangi að tefja framgang málsins. Töluðu þeir um blekkingar í frumvarpinu og sökuðu stjórn- ina um auglýsingastarfsemi og sleifarlag í sambandi við fyr- irhugaða ^rafmagnsleiðslu um Suðurlanjisundirlendið, frá Sog inu-. Gékk'Sveinbjörn svo larigt Framsóknarmenn ú r í blekkingunum að hann hjelt því fram að Reykjavík ætlaði að okra á rafmagninu á kosfn- að sveitanna. Var þeSsari þvælu lítið svarað, nema hvað Emil Jónsson hrakti helstu blekking- arnar. Benti hann á, að Fram- sókn hefði haft það á valdi sínu frá 1937 að leggja línu um Suðurlandsundirlendið, en það hefði verið svikið. Það væri þess vegna alveg táknrænt fyrir hina „konunglegu stjórnarand- stöðu“ að víta ríkisstjórnina fyrir það, að ætla nú að fara að framkvæma það, sem Fram- sóknarflokkurinn sveik! Ríksstjórnin hefði ákveðið að leggja hnu frá Sogi til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Ákveðið hefði verið f járframlag til þessara framkvæmda, og ríkisábvrgð fengin fyrir því. Einnig hefði menn verið sendir út, til að kaupa efni til fram- kvæmdanna. Auk þess hefði verið samþ. 2. milj. kr. heimild fyrir ríkisstjórnina, til að leggja línu frá Selfossi austur um sýslur alt að Holti undir Eyja- fjöllum (þó þannig, að hægt verður að framlengja hana lengra austur). Hefði stjórnin ákveðið að nota þessa heimild. En það væri engu líkarg en Framsókn kæmi þetta sjerstak- lega illa. Að lokum benti ráðherra á að samkv. ákvæðum frv. hefðu þessir staðir fullkomið jafn- rjetti við Reykjavík. Væri það til 'skammar, hvað Framsókn hefði reynt að 'afflytja þetta mál. Voru síðan felldar breytingar tillögur frá Jörundi og frv. af- greitt óbreytt sem lög frá Al- þingi. Ýms !ög Undanfarna daga hafa þessi lög verið afgreidd frá Alþingi: Búnaöarmálasjóður. Frv. um breyt. á lögum um stofnun búnaðarmálasjóðs, till. Jóns Pálmasonar og Sig. Guðna sonar. Breytingartillögur frá Þorsteini Þorsteinssyni og frá Gísla Jónssyni voru felldar, og frv. samþ. óbreytt með 9:7 atkv. og afgr. sem lög. Austurvegur. í gær var frv. um Aastur- veg afgreitt sem lög frá Ed. með 9-samhlj. atkv. Lögin ákveða að vegur verði lagður austur um Þrengslin, niður hjá Hjalla í Ölfusi, yfir Ölfusmýrar að Selfossi. Skal hann gerður með slitlagi úr steinsteypu, og full- gerður á næstu 7 árum, verði nægilegt vinnuafl fáanlegt. Rík issjóði er heimilt að taka 20 mlij. kr. lán til þessara fram- kvæmda. Hafnarlög. Frv. um hafnargerðir og lendingarbætur. Frv. þetta mæl ir svo fyrir að samræma skuli öll hafnarlög á landinu í eina allsherjarlöggjöf, auk þess sem margir nýir staðir eru teknir upp. Frv. þettá var flutt af til- hlutan ríkisstjórnarinnar og var samþ.' með 26 samhlj. atkv. Tunnxismíði. Frv. um tunnusmíði var af- greitt sem lög í gær. Heimilar það ríkisstjórninni að byggja og starfrækja tunnuverksmiðju á Siglufirði. Fræðsla barna. Barnafræðslufrv. vaV í Ed. samþykkt með 10:2 atkv. og afgr. sem lög frá Alþingi. S islandsmet sett á Sundmeistara- r ð * " fi nu Á Sundmeistaramóti ís- lands, sem lauk í gær- kveldi voru sett 3 íslands- met auk þeirra tveggja, sem sett voru á fyrri hluta móts- ins. í 200 fn. bringusundi kvenn^urðu þau óvæntu úr- slit, að utanbæjarstúlka, Ás- laug Stefánsdóttir frá Umf. Laugardæla vann 200 m. bringusund kvenna á nýju Is landsmeti. Synti hún á 3:22,1 mín. Gamla metið 3:26,4 mín., setti Þorbjörg Guðj.ónsdóttir 1940. Þá setti Sigurður Jónsson frá Hjeraðssambandi Þing- eyinga nýtt íslandsmet í 400 m. bringusundi karla. Synti han á 6:18,0 mín. Gamla metið. 6:23,7 mín., setti Ingi Sveinsson 1938. .Loks setti Hörður Jóhanns son, Ægi, nýtt íslandsmet í 50 m. bringusundi karla. Synti hann á 34,3 sek. Gamla metið var 34,5 sek., sett af Loga Einarssyni 1940. (Verð ur nánar getið um mótið síðar). Saltfarmur frá Portúgal væntanlegur LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna hefir að undan- förnu verið að vinna að’því, að fá salt til landsins, en eins og kunnugt er, virðist allt benda til þess, að selja megi saltfisk til ýmsra Evrópulanda við góðu verði. Hinsvegar hefir verið mjög erfitt að fá skip til að flytja salt það til landsins, sem fáanlegt hefir verið. Forsætisráðherra Egypla er veikur London í gærkveldi. FORSÆTISRÁÐHERRA Egypta, Sitkrl Pascha, hefur skyndilega vedkst, en hann á sem kunnugt er að vera for- rnaður egyptsku riefndarinn- ar, se msemja skal við Breta, en breska samninganefndin er komin til Kairo, með þeirri undantekningu, að Bevin, ut- anríkismálaráðherra Breta sem tekur þátt í einhverjum hluta samniriganna, er enn í London. Þar sem veikindi for sætisráðherrans Egyptska eru álitin all-alvarleg, er ekki út- lit fyrir annað, en nokkur tími líði, uns samningaumleit anirnar hefjast. —• Reuter. Út af þessum skipavand-1 ræðum sneri Innkauþadeild L.' í. Ú. sjer. til atvinnumálaráðu- ! neytisins og óskaði eftir aðstoð j HNEFALEIKAMÓT K. R. ríkisstjornarinnar um útvegun'fer fram f Iþróttahúsi Í.B.R. á skiprúmi, og hefir nú tekist,' ið Hálogaland í kvöld. — fyrir milligöngu ríkisstjórnar-1 Heppf verður í 7 þvngdar- innar og framúrskarandi skjótr fj0kkum og hefst keppnin kl ar og góðrar aðstoðar Thor g gg e ^ Thors, sendiherra. að fá leigt m.s. „Sinnet“. sem hjer var á vegum Eimskipafjelags fslands, til Lissabon, til að sækja 5000 tonn af salti, sem Innkaupa- deildin hefir fest kaup á þar, og mun sennilega fara allt til verstöðvanna við Faxaílóa. Ms. „Sinnet“ fór hjeðan á fimtudag, og er búist við því, að skipið geti verið komið til j baka með fyrstu dagana í maí mánuði. Þá hefir Innkaupa-1 deildin góða von um bað að geta gengið frá samnjngum um annan saltfarm 4000 tonna næstu daga, og er von á því j salti síðar í maí. og er unniðj að því að hægt verði að afferma þenna saltfarm á Norðurlandi. Útvegsmenn og sjómenn munu að sjálfsögðu fagna því að tekist hefir að festa kaup á þessu salti og tryggja flutn- ing þess til landsins, því eins og kúnnugt er, munu litlar salt- birgðir til í landinu, en nauð- synlegt að salta mikið af afla vjelbátaflotans, bæði vegna verðsins, sem fæst fyrir salt- fiskinn, svo og vegna þess, að hraðfrystihúsin munu brátt verða full og. fiskkaupaskipin að hætta siglingum vegna verð lækkunar á fiski í Bretlandi, sem gekk í gildi í gær, og er því ssöltunin stór liður í því að tryggja afsetningu afla vjel- bátaflotans. Innkaupadeildin á miklu fylgi að fagna meðal útvegs- manna, sem jafnt og þjett styrkja þessi nauðsynlegu sam- tök sín með almennri þátttöku. — Framkvæmdastjóri hennar, Stefán Wathne, er nú nýfarinn til Bretlands, snögga ferð, í erindum deildarinnar. — Vænta útvegsmenn sjer hins besta af starfsemi Innkaupadeildarinn- ar. í þungavigt eigast þeir við Þór B. Þórðarson og Tryggvi Halldórsson. Má búast við tvísýnni kepni málli þeirra. Ferðir inn að Hálogalandi hefjast kl 7 frá Bifreiðastöðinni Heklu og J.iitlu Bílastöðinni. Aðgöngu- miðar fást í Bókaversiunum Lafoldar, Blöndals og Ey- mundssonar, I Sölubörn, sem vilja selja stúdentablaðið Vjer mótmæl- um allir! komi á Amtmanns- stíg 1 (hús ungmennafjelaga Reykjavíkur) kl. 1 í dag. Drengur fer sjer að voða NÝLEGA særðist drengur jhjer í bænum allmikið á hendi, vegna þess að hann og jfjelagar hans fóru óvarlega |með sprengiefni og eld. Misti jhann framanaf tveim fingr- um hægri handar. Höfðu nokkrir drengir kveikt bál inni í Höfðaborg og ljeku sjer að því að kasta kvellhettum á bálið, svo þær springju. Einn drengurmn, sprengdi hvellhettu með steini 'og hlaut af því þau meiðsl. er fyrr greinir. Sfjómarábyigð Þjéðverja aukfn London í gærkveldi. BRESKA blaðið, „The Dailv Telegraph“ skorar í dag í laið ara sínum á stjórn Breta og annara bandamanna að fara riú hvað úr hverrju að vo'.ta Þjóðverjum meiri ábyrgð á sljórn lands síns og hlutdeild i henni. — Segir blaðið, að þetta sje þó ekki til neins, ef þeim verði ékki jafnframt veitt skylyrði til þess að geta rækt störf sæm,ilega. Ýms önnur af Lundúnablöðunum tóku í sama strenginn í dag, og eru þessi mál nú mikið rædd. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.