Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 95; tbl. — Þriðjudagur 30. apríl 1946 ísafoluaipientsmiðja h.f. PIJÐ í SPÁNARMÁLIí London í gærkveldi. FUNDUR utanríkisráðherr- anna fjögurra í París stóð í fimm klukkustundir í dag og var rætt um friðarsamning- ana við ítali. Talið er að Rúss- ar, sem áður kröfðust að hafa einir umsjón með Tripolitan- áu hafi slakað á kröfum sín- um í þessu efni þannig, að þeir leggi nú til, að nýlendur Itala verði undir stjórn hinna sameinuðu þjóða, en land- stjóri í Tripolitaniu verði rúss neskur en varalandstjórinn ítalskur. Frakkar hafa lagt til að ítalir stjórni nýlendum sín- um áfram, en þeim vepði sett viss skilyrði.Vitað er að Frakk ar, Bretar og Bandaríkjamenn voru andvígir því, að Rússar hefðu umsjón með Tripolitan iu. Nýjar uppástungur. Bevin kom fram með alveg nýjar uppástungur varðandi nýlendur ítala í Norður- Afríku. Vill hann að þær verði gerðar sjálfstætt ríki, þar sem iólkið í löndum þessum óski þess. Ekki kom Bevin fram i>'eð frekari greinargerð um það, hvernig þessu skildi hag- ítð. — Málin verða nánar rann sökuð áður en þau verða tek- in fyrir að nýju. — Reuter. siranaar ísafirði mánudag. í GÆR strandaði vjelbát- urinn Mummi frá' Bolungar- vík í svonefndum Kálfadal, skammt frá Bolungarvík. Bát- urinn var á leið til ísafjarðar. Mummi, sem var um 10 smá lestir að stærð og stærsti fiski- bátur í Bolungarvík, er nú þegar orðinn nokkuð brotinn. Orsök slyssins er talin sú, að vjelin hafi bilað og bátinn síð- an rekið til lands. Eigendur bátsins voru Einar Guðfinnsson útgerðarmaður, og Sigurgeir Sigurðsson for-1 maður. Báturinn var trygðui-1 ítalir Itala þegar greifi sSérfje_____________ London í gærkveldi. ÍTALSKA stjórnin hefir sent utanríkisráðherrafund- inum í París oðrsendingu, þar sem tekið er fram, að ítalir hafi borgað 800.000 miljónir lira til bandamanna síðan í september 1943. Af þessu hafa 402.000 milljónir verið greidd- ar samkvæmt vopnahljesskil- málunum, en hitt hefir verið kostnaður við baráttu(ítala við hlið bandámanna í styrjöld- inni. Biðjast Italir þess að þetta verði athugað, er stríðs- skaðabætur þeirra verða rædd ar á fundinum. — Reuter. innan po sfjómarlnnar London í gærkveldi. DEILUR fara nú í vöxt inn- an pólsku bráðabirgðastjórn- arinnar, og heíir einn af for- sprökkum bændaflokksins haldið ræðu um þetta efni, og sagf að stefnt væri að því að eins flokks stjórn kæmist á í landinu. Sagði ræðumaður að það væri markmið eins flokks í stjórninni að koma.á „alræði öreiganna“ í landinu. Ræðu- maður krafðist þess að frjáls- ar kosningar færu fram í land- inu þann 20. júlí næstkom- andi. Ennfremur sagði ræðumað- ur að reynt væri að stimpla forsprakka bændaflokksins Mikolaizek, sem „afturhalds- segg“ og óvin þjóðarinnar, þótt bændaflokkurinn hefði tekið af heilum hug þátt í stjórninni. — Forsætisráðherr ann, Osubka Morawsky hefir lofað að kosningar skuli fara íram í haust. — Reuter. Öryggisráð fær skýrslur frá Persum og Rússum á mánudaginn London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐ hinna sameinuðu þjóða kom saman á fund í gærkvöldi og tók fyrir tillögu um það, að sJcipuð yrði nefnd til þess að rannsaka Spánarmálin og stjórnar- farið þar. Var samþykt með öllum atkvæðum nema Gro- mykos, fulltrúa Rússa, að nefndin yrði stofnuð. Formaður hennar verður frá Ástralíu. Að atkvæðagreiðslu og kosn- ingu í nefnd lokinni var fundi slitið og ekki ákveðið hve nær ráðið kemur saman aftur. Forseti sagði: „Við komum saman aftur, þegar við höfum eitthvað á dagskránni“. Síðar var ákveðið að ráðið kæmi saman á mánudag, til þess að fá skýrslur hjá Persum og Rússum um-liðsflutn- inga frá Persíu. Kjartan Jóhannsson. SJÁLFSTÆÐISMENN á ísa- firði hafa fyrir skömmu ákveð- ið að hafa Kjartan J. Jóhanns- son læþni á ísafirði í kjöri ’við Alþingiskosningarnar í sumar. Var þessi ákvörðun tekin fyrst af uppstillingarnefnd og flokks ráði og síðan af almennum flokksfundi Sjálfsfæðisfjelag- anna. Þetta er í fyrsta skipti sem Kjartan er í framboði til þings. Kjartan Jóhannson er fædd- ur lijer í Reykjavík 19. apríl 1907, sonur Jóhanns Ármanns úrsmiðs og konu hans Olafar Jónsdóttur. Plann varð stúdent vorið 1925 og kandidat í lækn- isfræði við Háskóla Islands 1 febrúar 1931. Síðan stundaði hann framhaldsnám í Þýska- landi, Danmörku og Englandi. Var síðan um skéið, staðgöngu- maður hjeraðslækna í ýmsum * læknishjeruðum. Til Isafjarðar fluttist hann haustið 1932, sem aðstoðarlæknir við spítalahúsið þar. Aðalsjúkrahúslæknir heí- Framlx. á bls. 8. Gunnar A. Pálsson. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN hefir ákveðið framboð efsta manns á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suður- Múlasýslu, og' er*það Gunnar A. Páisson, bæjarfógeti á Norð- firði. Þetta framboð er ákveðið með samráði trúnaðaiananna flokksins í hjeraðinu, flokks- fjelaga og miðstjórnar. Verið er að ganga frá fram- boðslistanum að öðru leyti. Þetta er í fyrsta skifti sem Gunnar er í framboði til Al- þingis. Hann er fæddur á Eski- firði 1909 og eru foreldrar hjms Páll Bóason, þá vjelbátsfor- maður á Eskifirði, og Vilborg Einarsdóttir kona hans. Gunnar lauk lögfræðiprófi við Háskóla Islands vorið 1935 og er meðal prófhæstu manna úr lagadeildinni. Eftir próf gerðist hann full- trúi lögrnanns hjer í Reykja- vík og starfaði þar að als- konar dómstörfum. Hinn 1. nóvember s.l. var Framkald á bls. 11 HaiMeytt gegn , en édugleg heima Churchill um bresku stjórnina. London í gærkveldi. CHURCHILL flutti ræðu í iag á fundi íhaldsmanna í Edinborg og kom víða við. Hann gagnrýndi mjög bresku 'tjórnina fyrir ýms innanríkis mál, en hrósaði henni fyýr bað „hversu hún væri harð- keytt í baráttunni gegn hin- jm alþjóðlega kommúnisma.'1 Hann sagði að stjórnin skipti sjer allt of mikið af málefnum almennngs í land- inu, og mætti hún þó varla við því, þar sem fylgi hennar stæði ekki eins traustum fót- um og virtist. Hann sagðist fylgjast með ýmsum athöfn- um stjórnarinnar með eins miklum kvíða og hann hefði oft borið í brjósti, þegar út- litið var sem svartast á styrj- aldarárunum. Þá kvað Churchill stjórnina sýna mikinn ójöfnuð að því j leyti, að hún drægi allt of mikinn taum sinna flokks- manna í embættaveitingum öllum, en tæki ekkert tillit til manngildis. Einnig sagði hann að ádeilur stjórnarinnar og árásir henriar á einstaklings- framtakið væru löngu farnar að keyra úr hófi, og ekkert hefði stjórnin að setja í stað- inn fyrir það nema „sósíálist- iskar skýjaborgir“. — Reuter. LONDON. Franska stjóriTín hefir tilkynt, að hafið sje upp bann við einkaflugi í Frakk- landi, en það hafði gilt frá því í stríðsbyrjun. Mótbárur Gromyko. Áður er. gengið væri til at- kvæða um nefndarskipunina,, sagði Gromyko, fúlltrúi Rússa, að hann myndi alls ekki greiða atkvæði með þessari nefndar- stofnun, sem hefði það eitt í för með sjer, að tafir yrðu á málunum og aðgerðalevsi í þeim. Ennfremur sagði Gor- myko, að með þessu vildi hann alls ekki skapa fordæmi í því, að „meiriháttar fulltrúar ráðs- ins' sætu hjá við atkvæða- greiðslu 1 ráðinu“ Nefndarskipunin. Tíu fulltrúar voru með til- lögunni, en Gromyko sat hjá. Nefnd sú, sem athuga á Spán- armálin verður skipuð fuiltrú- um frá Ástralíu. Brasilíu. Kína, Frakklandi og Póllandi og skal fulltrúi Ástralíu vera formaður, en það voru Ástralíumenn, sem báru tillöguna fram. — Skal nefndin athuga ýms skjöl og skilríki varðardi Francostjórn- ina, og hjelt fund þegar eftir að fundi ráðsins var lokið. — Var sá fundur lokaður. !”■ viija fá Mw- Tyrol London í gærkveldi. AUSTURRÍKISMENN hafa borið fram kröfu til utanríkis- táðherrafundarins í París um að fá hjeraðið. Suður-Tvrol, sem nú er hluti af Ítalíu. — í hjeraði ^þessu hafa ítalir byggt stórkostlega rafmagns- stöðvar, og vilja Austurríkis- menn að þeim sie í framtíð- inni stjórnað og þær starfrækt ar sameiginlega af nefnd skip- aðri Austurríkismönnum og ítölum, sem noti áfram raf- orku þeirra. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.