Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 14
14 morgunblaðið Þriðjudagur 30. apríl 1946 Lóa Langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 37. — Að minstakosti vantar mig ekki yndisþokka og liðleika, hjelt hún áfram og' stökk yfir stól, sem stóð fyrir henni. — Lítið á, nú hlýtur gólfið að vera orðið nógu hreint, sagði hún að lokum og tók af sjer skrúbburnar. — Ætlarðu ekki að þurrka gólfið, sagði Anna undr- andi. , — Nei, það getur sólþurkast. Jeg er ekkert hrædd um að það ofkæli sig þó það sje dálítið blautt. Tumi og Anna fóru nú niöur af borðinu og stikluðu eftir gólfinu eins varlega og þau gátu, til þess að bleyta sig ekki í fæturna. Úti skein sólin frá heiðum bláum himni. Þetta var einn af hinum skínandi septemberdögum, þegar mann langar til að fara upp í sveit, út í skóg. Nú datt Lóu nokkuð í hug'. — Ættum við nú ekki að fara í smá-skemtiferð og fara með herra Nilson með okkur? — Jú, jú, það skulum við gera, hrópuðu Anna og Tumi himinlifandi. — Skreppið þið þá heim og biðjið mömmu ykkar um leyfi, en jeg skal búa út nesti á meðan. Þetta fannst Önnu og Tuma ágæt uppástunga. Þau hlupu heim, og það var ekki langt þangað til þau komu aftur. Þá stóð Lóa þegar fyrir utan hliðið hjá sjer, með herra Nilson á öxlinni, staf í annari hendinni og stóra körfu í hinni. Börnin fóru fyrst eftir þjóðveginum nokkurn spöl, en beygðu svo inn í skóginn eftir' litlum gangstíg,. sem lá milli birkitrjáa og helsirunnaa. Brátt komu þau að girðingu einni, og var þar á hlið mikið. En kýr ein hafði tekið sjer stöðu við hliðið og virtist ekki vilja fara þaðan. Anna hrópaði til beljunn- ar, og Tumi gekk fram af hugprýði og reyndi að reka hana burtu, en hún hreyfði sig ekki, glápti bara á börnin stórum augum. Til þess að láta þetta ekki tefja sig, gekk Lóa að kúnni, lyfti henni upp og bar hana nokkurn spöl. Af þessu varð kýrin ákaflega feimin og sneypt og labbaði burtu. — Að hugsa sjer hvað kýr geta verið skýtnar, sagði Lóa og stökk jafnfætis yfir hliðið. Pjetur var kominn að dauða j ,,Jú; en þetta var alger og lögfræðingur var fenginn til j óþarfi. Fallið mundi hafa drep- að gera erfðaskrá hans. Kona j ið hana“. Pjeturs var viðstödd, þegar þessi athöfn fór fram. 25. dagur Hún klæddi sig þegjandi úr kápunni og rjetti honum. Hann gekk að skápnum við dyrnar. Hann var óralengi að ganga frá kápunni. Vanlíðan hans jókst stöðug't. Skollinn sjálfur — þau voru gift, hún var ynd- islega falleg, hún var konan hans. Hann hafði þráð þessa stund. Meðan hann var heima í Karólína hafði hann marga nóttina bylt sjer vansvefta í rúminu, haldinn óstýrilátri þrá eftir henni. Og það var vegna þess að hann elskaði hana, að hann hafði neitað að fara í hóruhús með vinum sínum í Charleston. En nú langaði hann ekki • lengur til þess að snerta hana. i Þetta litla, náföla andlit — og þessi starandi augu.-----Það ljet nærri, að hann óttaðist þau. Honum fanst jafnmikil fjar- stæða að ætla sjer að faðma hana og eitt af marmaralíkn- eskjunum í garðinum heima hjá sjer. En þetta var brúðkaupsnótt hans. A brúðkaupsnótt sinni varð karlmaðurinn að sýna það, að hann væri húsbóndinn, — hversu óþýð, sem konan kunni að vera í viðmóti. Jósep gekk að kýrauganu, og ljest horfa út um það. Honum leið vægast sagt bölvanlega. Óvissan og óttinn við eigin vanmátt, sem hafði fylgt hon- um frá bernsku, ásótti hann ákafar en nokkru sinni áður. Og eins og endranær reyndi hann að breiða yfir það með hrokafullri framkomu. „Jeg ætla að fá mjer púns“, sagði hann, snöggur upp á lag- ið, og leit hvasst á Theo, rjett eins og hún hefði bannað hon- um það; „Ef það er þá nokkur hjer, á þessu andstyggðar skipi, sem kann að hita púns“. Theodosia leit á hann, og lyfti annarri augabrúninni ör- lítið. „Alexis bíður hjerna frammi í ganginum. Þú þarft ekki ann- að en kalla í hann. Hann býr til prýðilegt púns“. Já — Alexis. Hann hafði steingleymt honum. Aaron hafði sjeð þeim fyrir þjónustu- fólki líka. Jósep var allt í einu gripinn ofsalegri. reiði. Hann þaut að klefadyrunum, hratt þeim opnum, og hrópaði: „Alexis!“. Negrinn kom hlaupnadi. „Já, • herra. Já, herra“. „Jeg vil fá púns. Og vertu fljótur!“ Alexis hneigði sig virðulega. Aaron var ætíð kurteis og vin- gjarnlegur við þjóna sína. Negranum geðjaðist ekki að Jósep. Hann sá, að brúðgum- anum leið illa. Hann kenndi í brjósti um hann — en þó kendi hann ennþá meira í brjósti um Theo. Hún myndi ekki eiga sjö dagana sæla, að vera gift öðr- um eins fauta. og Jósep Alston leit út fyrir að vera. Hann kom að vörmu spori aftur með rjúkandi púnsið. Theo sat við borðið og horfði hjá honum. Jósep hallaði sjer upp að ein- um veggnum, og starði brúna- þungur á gólfábreiðuna. Hvor- ugt þeirra leit upp, þegar Al- exis kom inn. Hann setti könn- una og glösin á borðið, og hrað- aði sjer út. Jósep gekk að borðinu. „Þú drekkur með mjer“, sagði hann skipandi. „Við verðum að skála fyrir hjónabandi okkar“. „Já“. Hún tók við glasinu, sem hann rjetti henni, og dreypti á því. Jósep tæmdi úr sínu glasi í einum teyg, og síð- an hvert glasið af öðru. Þetta er aðeins draumur, hugsaði Theo með sjer. Bráð- um hlýt jeg að vakna í her- bergi mínu heima að Richmond Hill. Pabbi er þegar kominn á fætur, og bíður eftir mjer niðri í skrifstofunni. Hann verður mjer gramur fyrir að koma of seint. En þegar við höfum lok- ið við að snæða morgunverð- inn, göngum við út. Loftið er hreint og tært. Ef til vil er dá- lítið frost. Úti í hesthúsinu bíð- ur Minerva, óþolinmóð eftir að þeysa af stað. Á tjörninni okk- ar er þunt íslag — og að baki hennar sje jeg út á fljótið. Fagra fljótið mitt! En jeg er á Hudson-fljótinu núna! Hún kipptist við — en svo varð hefnni rórra í skapi. Fljótið hennar, sem hún unni, vagg- aði henni nú á sínum voldugu hylgjum. Það hjelt áfram að streyma, endalaust, eins og tíminn. Það var ekki hægt að stöðva það nje veita því úr far- vegi sínum. Merne. Þessu stutta nafni skaut allt í einu upp í huga hennar, — og um leið kendi hún nístandi sársauka. Hún hafði reynt að gleyma honum. Henni hgfði tekist að gleyma honum. Hún mátti ekki hugsa um hann. Það var öðruvísi en jeg hjelt. Það var ekki fallegt. Pabbi sagði, að það hefði verið ósæmilegt. Jeg má aldrei hugsa um það. Aldrei. Það er liðið. „Enginn getur flúið örlög sín — og það er'aldrei hægt að snúa við. Það verður alltaf að halda áfram“. Slíkur er boð- skapur .... „Theo!“ Hún leit upp, og mætti augnaráði síns unga eigin- manns. Vínið hafði gefið hon- um hugrekki. Hann gekk til hennar, og þreif ruddalega ut- anum , axlir hennar. „Kysstu mig“, hrópaði hann, og fálm- aði með titrandi fingrum við hálsmálið á kjól hennar. Hún var máttvana af skelf- ingu. Hún gat hvorki hrært legg nje lið. Loks tókst henni að hvísla: „Nei — nei . .. .“ „Hvað gengur að þjer?“ hrópaði hann. „Þú ert konan mín! Konan mín, heyrirðu það! Þú . .. . “ Hann þagnaði, og þegar hann tók aftur til máls,' var röddin óskír. „Þú — það er eins og þú hatir mig“. Hann j sleppti henni, og fjell á knje, I við hliðina á stólnum. Theo færði sig eins langt frá honum, og honum komst. Eina hljóðið, sem heyrðist í klefanum, var þungur og slitróttur andar dráttur h,ans. „Theo---------“. Röddin brast. Hann þagnaði. Hjartað barðist 'með ofsa- hraða í bi-jósti hennar. Ofur- hægt sneri hún höfðinu, og leit á hann. Hann var viðbjóðsleg- ur, þar sem hann lá þarna. Þessi stóra, másandi skepna — hættulegur óvinur, villidýr! Alt í einu sú hún andlit hans. Svip- ur hans minti á lítið barn, sem hefir orðið fyrir óbærilegri nið- urlægingu, en skilur ekki or- sök hennar. Augu hans voru ör- væntingarfull —- og hann flýtti sjer að líta undan. Svipur hans varð aftur harður og þrjósku- legur. En það var of seint. Theo hafði sjeð í gegnum grimuna. Hann var ekki óvinur hennar — ekki villidýr. Hann var ó- hamingjusöm, leitandi mann- vera, sem efaðist um eigið gildi. Hún var gagntekin innilegri meðaumkvun, því að á þessu andartaki vissi hún, að hann var jafn óttasleginn og óviss og hún — þrátt fyrir öll manna- lætin. „Vesalings Jósep!“ hvíslaði hún. Hann starði tortryggnis- lega á hana. Augu hennar fyllt- ust tárum, og hún brosti blíð- lega til hans. Þau áttu ekki saman — hvorki líkamlega nje andlega. En bæði voru jafn hjálpar- vana. Bæði jafn vanmegnug reköld á mannlífsins volduga hafi. Og þau urðu að hjálpa hvort öðru, í blíðu og stríðu. Hún lokaði augunum, rjetti fram handleggina, og dró höf- uð hans blíðlega að brjósti sjer. NÍUNDA KAFLI. Fjórða mars komu Jósep og Theo til höfuðborgarinnar, til þess að vera viðstödd, er Jeff- erson væri settur inn í forseta- embættið. Þau reyndu að troða sjer gegnum mannþröngina í stjórnarráðshúsinu, til þess að sjá eitthvað af því, sem gerð- ist. Aaron, sem var forseti Öld- ungadeildarinnar, hjelt stutta ræðu, og kynnti hinn nýja for- seta, áður en hann var settur inn í embættið, fyrir þingheimi og hinum nýja forseta hæsta- rjettar, John Marshall, sem að- stoðaði við eiðtökuna. Theo var ekki ein um þá skoðun, að Aaron Burr hefði sómt sjer bet- ur í hinu veglega forseta- embætti en Jefferson, sem hvorki átti höfðinglegt fas nje annað er prýða mátti einn virðulegan þjóðhöfðingja. Þetta er ekki rjettmætt, hugsaði Theo beiskjulega. Það hefði átt að vera pabbi — ekki Jefferson. Af hverju eru menn svona blindir — svona star- blindir? Þótt Aaron væri innilega sammála dóttur sinni, hafði hann ekki látið í ljós minstu vonbrigði við vini sína nje óvini, þegar hann frjetti um hin endanlegu úrslit kosninganna. = 5 | Aím. ERstHianasalan E miðstn ignakyupa = Rr T*k>*»"rap» fiOfiS 1 tlllll![lllllllllllllllllllll!llllllllilllli|illllllllllllllllllllllll „Hverjar eru útistandandi skuldir yðar?“ spurði lögfræð- ingurinn. „Jón skuldar mjer 400 krón- ur“. „Gott“, sagði ekkjan tilvon- andi. „Hannes skuldar mjer 220 krónur“. j „Með fullu viti fram í and- látið“, sagði eiginkonan ánægð. „Jeg skulda Magnúsi Magn- ússyni 1300 krónur“, hjelt Pjetur áfram. I „Drottinn minn! Hvílíkt óráð I maðurinn er með!“ & Knútur og Gunnar fóru á veiðar. Knútur sá rjúpu á flugi skammt frá sjer, skaut á hana og sá sjer til mikillar ánægju | að hann hafði hæft hana, er hún fjell eins og steinn rjett : við fætur honum. „Þarna eyddirðu skoti til einskis, Knútur“, sagði Gunnar dapurlega. „Jeg hitti hana, ekki satt?“ ★ Nokkrar býflugur höfðu tek- ið sjer bústað í bestu buxum prestsins, með þeim árangri, að er hann fór í þær sunnudag nokkurn og fór til kirkju, tóku þær að ókyrrast og eigandi buxnanna líka. Safnaðarmeð- limunum til mikillar furðu stökk presturinn upp og niður í stólnum og ljet öllum illum látum. Hann var þó ekki alveg af baki dottinn. „Verið þið rólegir, kæru vinir“, hrópaði hann. Orð drottins er á vörum mínum, en skrattinn sjálfur í buxunum“. ★ „Jæja, herra mmn“, sagði læknirinn og neri saman hönd- unum, „hvað get jeg gert fyrir yður?“ „Nú, ef jeg vissi það, læknir, mundi jeg ekki borga yður tíu krónur fyrir að segja mjer það“. BEST AÐ AUGLÝSA I í MORGUNBLAÐINIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.