Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. apríl 1946 MOEGUNBLAÐIÐ 7 - RÆÐA FJÁRMÁLARÁÐHERRA » _ ar líkur til að hún vaxi svo ört á þessu sumri, að nokkur vand- kvæði stafi af. Þótt hjer hafi aðeins verið stiklað á stóru, ætla jeg að mjer hafi tekist að sýna fram á að landbunaðurinn hefir eksi verið neitt oinbogabarn hjá stjórn- inni. Jeg veit að bændur hafa yfirleitt þann skilning á þjóð- högum vorum, að þeim kemur ekki til hugar að útflutnings- uppbætur á landbúnaðarafurð- ir geti haldist. Ef svo yrði, myndu sömu kröfur koma frá sjávarútveginum, eins og reynsla þessa árs' hefir sýnt. Ef ríkið á að taka ábyrgð á öllum útflutningi landsmanna, er skammt yfir í beina þjóðnýt- ingu. Fjármál ÞA kem jeg ’loks að háttv. þingm. Suður-Múlasýslu. Lýs- ing sú, er hann gaf af fiárhag ríkisins var engan vegin glæsi- leg. Og ef hann meinar allt, sem hann sagði um þessi efni, þá er lítt skiljanlegt hve fast hann hefir sótt á ríkissjóð um bæði fjárframlög og ríkis- 1 ábyrgðir á þessu þingi. Vonffndi óskar háttvirtur þm. þó ekki j eftir ríkisgjaldþroti. Nú er að * i vísu sá sannleikur 1 ræðu hátt- j virts þingmanns, að þetta þing j hefir teflt all djarft bæði um fjáreyðslu og ríkisábyrgðir. En þar er þó tvenns að gæta. Fyrst I og fremst þeirrar miklu þenslu sem framundan er í atvinnu- lífinu. Verður ekki hjá kom- ist að ráðast í stórfelldar fram- kvæmdir, til þess að fram- leiðslutækin komi að tilætluð- um notum. Það þýðir t. d. ekki að kaupa skip, nema því aðeins að þeim sje um leið tryggð af- greiðsla. Það er gangslaust að reisa nýjar síldarverksmiðjur, nema það sje um leið tryggt að skipin geti losað sig við síldina, og svo mætti lengi telja. En aukin framleiðsla þýðir aukna gjaldgetu. Möguleikarnir til að standa undir miklum útgjöld- um eiga því að vaxa í líkum hlutföllum og framleiðslan verð ur aukin. Hins vegar er svo það, að stjórnin hefir að nokkru leyti í sinni hendi hve ört hún lætur framkvæma margt af þessum stór-fyrirtækjum, sem ráðgerð eru. Svo er það t. d. að miklu leyti um hafnir, raf- magnsveitur og margt fleira. Og vitanlega mun stjórnin reyna að sníða sjer stakk eftir vexti, þótt fullljóst sje mjer að oft getur orðið erfitt að standa gegn straumnum. En mjög væri æskilegt að heyra hvað það er af hinum ráðgerðu framkvæmd um — þeim sem nokkuru máli skipta — sem háttvirtur þingm. Suður-Múlasýslu vill skera nið- ur. Það gæti orðið til leiðbein- ingar bæði fyrir stjórn og þing. Adeilu háttvirts þm. á stjórn- ina hygg jeg að öðru leyti að • best verði svarað með því, að gefa yfirlit um afkomu ársins 1945, að svo miklu leyti sem hún er nú kunn. Hafði jeg hvort sem er ætlað mjer að gera það áður en þingi yrði slitið, og myndi vera búinn að því, ef , þessar umræður hefðu ekki stað ið fyrir dyrum. Heildartekjur ríkissjóðs á ár inu 1945 voru áætlaðar 108 miljónir 178 þús. krónur. Þar er þó ekki talinn með veltu- skattur, sem reypdist þrjá fyrstu ársfjórðungana tæpar 8 miljónir og gjöld á úifluttan ísfisk er varð tæpar 2 miljónir. Heildartekjurnar voru því á- ætlaðar 118 milj. kr. og þó nokk uru meira, vegna þess að hækk- un á nokkrum tekjustofnum var ekki talin með í fjárlögum þ. e. a. s. viðbótin ekki talin með í áætlun fjárlaganna. — Tekjurnar reyndust hinsvegar 162 milj. 666 þús. kr. Þeir liðir; sem mest hafa farið fram úr áætlun, eru þessir: Tekju- og eignarskattur 4 milj. 243 þús., stríðsgróðaskattur 933 þús., vörumagnstollur 3V2 milj., verðtollur 20milj. rúmlega, gjald af innlendum tollvörum rúmar 800 þús., stimpilgjald 2 milj. 300 þús. og tekjur.af rík- isstofnunum 13 milj. 85 þús. kr. Það er rjett að minnast á það út af ummælum sem fjellu hjá háttvirtum þm. S.-Múla- sýslu, að það er stöðugt verið að víta stjórnina fyrir það, hvað hún græði mikið á áfenginu. Jeg veit ekki hvort að háttv. þm. og aðrir, sem mæla á sama veg, halda að áfengissalan myndi minka þó að verðið væri ] lækkað. Rekstursútgjöld voru áætluð 100 milj. 212 þús. kr., auk út- gjalda samkv. sjerstökum lög- um sem voru 29 milj. 500 þús. og eru þá ótalin útgjöld samkv. heimildarlögum og þingsálykt- unartihögum sem nemur samt. um 930 þús*. kr. En gjöldir^ urðu 143 milj. 891 þús. Þeir gjaldaliðir, sem mest hafa farið fram úr áætlun eru þessir: Til ríkisstjórnarinnar 741 þús., dómgæsla og lögreglustjórn IV2 milj., kostnaður við inn- heimtu tolla og skatta 668 þús., heilbrigðismál 1,4 milj., vega- mál 3,7 milj., samgöngur á sjó 1,8 milj., vi-tamál og hafnar- gerðir 659 þús., kiikjumál 692 þús.. kenslumál 3,9 milj.. land- búnaðarmál 1,3 milj. tæplega og eftirlaun og til lífeyrissjóðs 1,2 milj. Samkv. þessu er rekst ursafgangurinn 18 mili. 775 þús. kr., eftir því, sem nú verð- ur næst komist. Ræðutími minn er nú á þrot- um, en jeg verð þó að fá að gera mcð örfáum orðum grein fyrir sjóðsyfirliti um áramót og skuldum ríkissjóðs á sama tíma. Sjóðsyfirlitið er á þessa leið: Sjóðsyfirlit 1945, bráðabirgða yfirlit. Inn. 1. jan. Peningar í sjóði og banka 16.471.000.00 .Tekjur samkv. rekstrarreikningi 162.666.000.00 Innb. skv. eignahreyfingayfirl.. . 2.168.000,00 Gjöld safnkv. rekstrarreikningi Utb. skv. eignahreyfingayfirl.. . Sjóður 31. des. Ut. 143.891.000,00 34.434.000.00 2.980.000.00 Krónur. 181.305.000.00 181.305.000.00 En við þetta er það að at- huga, að enda þótt sjóðsiækkun nemi nálega 1314 milj. kr. þá er ekki um raunvei ulegan greiðsluhalla að ræða. Skulda- greiðslur hafa sem sje numið 11,8 milj. kr. Verðbrjef hafa verið keypt (hlutábr. í Útvegs- banka) fyrir IV2 miljón, út- lagt hefir verið fyrir smjör 1 miljón króna, greitt vegna báta smíða innanlands 1,6 miljón, veitt bráðabirgðalán 1 miljón, og lagt til hliðar'í húsbygginga sjóð áfengis- og tóbaksverslana 1,2 miljón. Þessar greiðslur samtals nema því 18.1 miljón. | Að iokum skal jeg svo gera stuttlega grein fyrir skuldum ríkissjóðs eins og þær voru í árslok 1945 og tek jeg þá til samanburðar skuldirnar,í árs- lok 1939. Skuldir ríkisins voru samkv. ríkisreikningi: 1939 ........ kr. 56.648.457,00 1945 .......... — 33.330.000.00 Mismunur kr. 23.318.457.00 en þá er ekki talið með geymt fje, sem var í árslok 1945 kr. 16,5 milj. en var sama sem ekk- ert 1939. Erlendar skuldir voru samkv. ríkisreikningi: 1939 Dönsk lán ............................... 7,3 milj. króna Ensk lán ............................... 34,3 milj. króna Erlend lán vegna ríkisstofnana Lausar skuldir erlendar .......... 4.4 milj. króna 3.2 milj. íróna 49.2 1945 voru erlendar skuldir 9.7 milj. króna. Þ. e. ensk lán (síldarverksmiðjur) . . Dönsk lán.................................. . kr. 933.000.00 . — 5.377.000.00 Lausar skuldir ............................ — 3.400.000.00 Skuldlaus eign ríkisins var samkv. ríkissjóðsreikningi 1939 .......... kr. 23.123.985 en 1944 ....... — 103.933.688 Eignaaukning kr. 80 809.703 Þegar þess er nú gætt, að verðgildi peninga var 1939 næst um þrefalt meira en það er nú, samkvæmt verðlagsvísitclu, má hverjum manni vera ljóst, að skuldirnar eru nú. alveg hverf- andi borið saman við það, sem Kr. 9.710.000.00 þær vnru 1939. Auk þess er sá mikli munur að skuldirnar eru nú nálega allar innanlands en 1939 voru þær að niklum meirihiuta við önnur lönd. j Þótt skuldirnar ættu því fyrir sjer að vaxa nokkuð aftur, þá eiga þær þó langt í land að ná því, sem þær voru í þegar háttv. þm. S.-Múlasýslu ljet af fjár- málastjórn. Mjer endist því miður ekki tími til að svara háttv. þngm. S.-Múlasýslu frekar, en þær staðreyndir sem jeg nú hefi dregið fram tala sínu máli. Hv. þm. S.-Múlas. spáði ekki vel fyrir fjárhagsafkomu s.l. árs. — ! Hún hefir orðið góð og jeg vona að spádómar hans um af- komu þessa árs verði álíka haldgóðir. Frystívjelarnar. Arni Böðvarsson og Einar Sveinsson vjelsmiður í Jötni. Nýtt frystihús tekm . tii storfa NÝLEGA tók til starfa riýtt hraðfrystihús hjer í bænum. Nefn- ist það Hraðfrystihúsið ís h.f. Eru eigendur Árni Böðvarsson út- gerðarmaður og fjölskylda hans. , Húsið er að stærð 31x27 m.isins Vjelsmiðjan Jötunn h.f. — og er fyrirkomulag þess mjög haganlegt og eftirtektarvert. Tekið er á móti fiskinum í sjerstakt loftkælt geymslurúm að stærð 6x12 metrar. En það- an g«igur fiskurinn um þvotta- ker yfir í vinnslusalinn sem er 16x6 m., bjartur og vel upphit- aður. Eftir að fiskurinn befir verið flakaður, pakkaður og vigtað- ur, er pökkunum raðað í loft- frystivagna í sjerstöku kældu forrúmi sem er 6x6 m.. en það- an er vögnunum ekið í loft- frystiklefann sem er 6x6 metr., þar sem hraðfrystngin fer fram með 30—-40 gráðu köldum loft- blástri. Úr loftfrystiklefanum er hægt að blása sköldu lofti út í báðar geymslur. forrúm og fiskmóttökurúm. Eru geymsl- urnar auk þes smeð kælislöng- um, og rúma samtals 1200 tonn af flökum. I geymsluklefanum er færi- band sem hleður fiskinum upp í 5 metra háa stafla, en færi- banðið er auk þess notað til að hlaða á bíla við útskipun. Húsið hefir mikið og gott kælivatn, en til upphitunar lofthitun og til eldunar olíu- kynta oldavjel. í húsinu er vistlegur svefn- skáli fyrir starfsfólk, eldhús og borðstofa. Afköst hússins eru 10 tonn af flökum á sólarhring. Hraðfrystivjelarnar eru tvær og vinna eftir tveggjp-þrepa djúpfrystiaðferðinni með milli- kæli og öðrum fullkomnum út- búnaði, Er kraftþörf þeirra að- eins samtals 45 hestöfl í fullum gangi. Um útvegun vjela og teikn- ingar sá Gsli Halldórsson h.f., en um uppsetningu frystikerf- Um rafmagnslagr.ir sá Rafvjela verkstæðið Volti. Um húsbygg- ingu og verkið í heilQ sinni sá Árni Böðvarsson sjálfur. Vilja ekki víSur- kenna „Sameining- HERNÁMSRÁÐ bandamanna í Berlín hefir komið saman og rætt um viðurkenningu á hin- um svokallaða ..Satneiningar- flokki“. sem stofnaður hefir verið á hernámssvæði Rússa í Þýskalandi. Gátu fulltrúar ekki orðið sammála um það að við- urkenna flokk þenna, og var málinu skotið til sjerstakrar nefndar. Hvergi á hernámssvæðum Vesturveldanna hefir samein- ing jafnaðarmanna og komm- únista orðið veruleiki og virð- ist allur jafnaðarmannaflokk- urinn þar gjörsamlega andvíg- ur þessu, og hefir einn af full- trúum Frakka látið svo um mælt, að yfirleitt sje greini- lega komið í ljós, að Þjóðverj- ar vilji alls ekki þessa sam- einngu. — Reuteir. Kosmnpundirbún- tnpr á Spáni FRÁ Madrid berast þær fregnir. að spánska stjórnin hafi gefið út tilskipun um að kjörskrár skuli gera nú þegar og muni kosningar verða látn- ar fram fara mjög fljótlega. Sumir frjettaritarar skilja þessa tilskipan á þá leið, að und irbúningur sje hafinn að því, að atkvæði verð greidd um það, hvort konungsstjórn skuli aft- ur innleidd í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.