Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 8
e MOEGDNBLAí)í0 Sunnudagur 5. maí 1946 .nttfritoMfe Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Vaitýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ÍVar Guðmundsson. Augíýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritsfrjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanland*. kr. 12.00 utanlands. 1 lausasolu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Samdráttur eða þensla ÞAÐ er alveg rjett, sem fjármálaráðherrann sagði í umræðunum um vantraustið á dögunum, að höfuðdeilu- efnið milli ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar annarsvegar og stjórnarandstöðunnar hinsvegar er, hvort stefna skuli að samdrætti eða þenslu í atvinnulífi þjóð- arinnar. Um þetta hefir verið deilt frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum og fram á þenna dag. Það kom og greinilega fram í umræðunum um vantraustið á dögun- um, að stjórnarandstaðan telur þyngstu sakirnar hjá ríkisstjórninni, hvernig hún hefir ráðstafað hinum er- lendu innstæðum þjóðarinnar. ★ ÖIl þjóðin veit, hvernig innstæðunum hefir verið varið. Þeim er varið til kaupa á nýjum framleiðslutækjum og margháttaðra vjela til eflingar framleiðslunni, til lands og sjávar. Vegna þessara aðgerða fær þjóðin á þessu og næstu árum 30 nýtísku togara, á annað hundrað vjelbáta, nokk- ur stærri og fullkomnari vöru- og farþegaskip en hún hefir áður eignast, þrjú strandferðaskip, þúsundir bú- vjela allskonar, auk margs fleira, sem miðar að því að koma atvinnuvegunum í nýtísku horf. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar litu svo á, að hinum erlendu innstæðum sem þjóðinni áskotnaðist á stríðsárunum, væri á engan hátt betur varið með öðru en því, að verja honum til kaupa á nýjum og fullkomnum atvinnutækjum. Þetta myndi verða uppspretta nýs gjald- eyris og þannig verða styrkasta stoðin undir hinu ný- stofnaða lýðveldi. ★ Framsóknarflokkurinn taldi þessa meðferð á hinum erlendu innstæðum óhæfu. Það átti að bíða með að kaupa framleiðslutæki, þar til kyrð væri komin á í heiminum, eftir öldurót ófriðarins, sögðu Framsóknarmenn. Frsætisráðherrann hitti vel naglann á höfuðið, er hann var að lýsa stefnu Framsóknar. Hann sagði: „Meðan skip eru fáanleg, eiga íslendingar ekki að kaupa nein skip. Síðar, þegar skip verða ekki fáanleg, eiga íslendingar að kaupa mörg skip! Meðan íslendingar eiga nóg fje eiga þeir engin skip að kaupa. Síðar, þegar búið er að eyða öllu í herkostnað út af þeim kaupdeilum, sem Framsókn vill stofna til, eiga íslendingar að kaupa stóran skipaflota“í! ★ Það er ekki til neins að deila við Tímaliðið um með- ferð gjaldeyrisins. Það mun halda áfram að segja það svart, sem er hvítt, og öfugt. En þjóðinni til glöggvunar má enn á ný minna á sög- una um bátana tvo (notuðu), sem keyptir voru frá Sví- þjóð í byrjun síðustu vertíðar. Bátarnir kostuðu um 300 þúsund krónur hvor í erlendum gjaldeyri. Þeir voru báðir gerðir út á vertíðinni, og öfl,uðu útflutningsverðmæti/ er nam L3 til 1.4 milj. kr. Á þessari einu vertíð hafa þessir bátar þannig, hvor um sig, skilað meir en tvöföldum þeim gjaldeyri, sem eyddist við kaup þeirra. Skyldi nokkur maður finnast í þessu landi, utan svart- asta afturhalds Tímaklíkunnar, sem telur, að illa hafi verið ráðstafað gjaldeyri þjóðarinnar með kaupum þess- ara báta? Áreiðanlega ekki. ★ Framtíðin mun sýna og sanna, að hin stórvirka ný- sköpun ríkisstjórnarinnar verður ekki aðeins til þess að lyfta atvinnuvegunum á nýtt og hærra stig, heldur er með henni lagður traustur grundvöllur að pólitísku sjálf- stæði þjóðarinnar. Þetta hefir þjóðip, skilið. Hún hefir stutt nýsköpunina drengilega í orði og verki. Og bændastjettin, sem aftur- haldið í Tímaliðinu biðlar nú ákaft til, hefir vissulega ekki dregið sig í hlje. werji óírifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Það er völlur á þeim. MÖNNUM ÞYKIR heldur en ekki völlur á íþróttafólkinu okkar um þessar mundir. K.R.- ingarnir ætla í flugtúr til 5 eða 6 landa og hafa sína eigin vjel til umráða. Það verður hægt að sjá að ekki eru neinir kotung- ar á ferð, þar sem þeir fara. Margir, sem ekki eru orðnir vanir flugöldinni eiga bágt með að átta sig á þessu og telja það jafnvel hofmóð og óþarfa „flottheit“ af íþróttamnnnun- um að flækjast svona land úr landi á töfrateppinu, henni „Kötu“. „Er allt að verða vitlaust?" spyr gamla fólkið, sem þykir nóg um, að strákarnir sjeu að sprikla hálfberir úti á Melum, þó þeir fari ekki líka fljúgandi hingað og þangað út um lönd. • Sundgarpar í loftinu. EN ÞAÐ eru fleiri íþrótta- menn,íem fljúga en íslending- ar. Samkvæmt frjétt frá Dan- mörku er von á dönskum sund- görpum í loftinu til að sýna listir sínar hjer í Sundhöllinni. En þeir eru líka gestir Islend- inga þessir sundgarpar og þurfa því ékki að vera að velkjast á sjónum, kanske í heila fjóra daga. Já, það eru sannarlega breyttir tímar hjá okkur. En það er nú einu sinni svo að höfðingjarnir þekkjast á reið- týgjunum, eins og sagt var í gamla daga. Kuldinn í Höfn. ÞÆR HAFA BLOSSAÐ UPP á ný sögurnar um kulda Dana í garð íslendinga. Vafalaust er eitthvað til í þeim. Danir virð- ast ekki vera búnir að átta sig á hlutunum, en það hlýtur að koma að því að þeir sjá hve barnalegt það. er að vera í „fýlu“, eins og sagt er um óþekkú krakkana. En stundum gerum við of mikið úr þessum „kulda‘* hjá Dönum. Það er t. d. sagt, að Hafnarblöðin hafi ekki eytt nema nokkrum línum í frásögn um Ármannsstúlk- urnar. Það er ekkert að vita hvernig á hefir staðið fyrir blöðunum þessa dagana, en úr- klippur hefi jeg sjeð, sem eru mjög vingjarnlegar í garð stúlknanna, þót stuttorðar sjeu. En það var annað, spm jeg ætl- agi að minnast á í sambandi við Hafnarför Ármannsstúlkn- anna. Móttökur þær, sem ís- lendingar í borginni veittu þeim. I heimsókn hjá Hafnar-íslendingum. ÞAÐ VAR HJER á dögunum að jeg rakst á Jón Þorsteinsson íþróttakennara, heldur en ekki broshýran. Hann gat líka verið ánægður eftir sannkallaða sig- urför með leikfimisstúlkurnar sínar til Norðurlanda. Er jeg inti Jón eftir köldum viðtökum í Höfn, sem sagt er frá þar sem tveir menn eða fleiri mætast þessa dagana, vildi hann, sem minst gera úr því. „Þið eruð altaf að leita að einhverju misjöfnu, blaða- mennirnir“, sagði Jón Þor- steinsson. „Viltu nú ekki held- ur segja frá hve dæmalaust vel Hafnar-íslendingarnir tóku á móti okkur. Islendingafjelagið og róðrafjelagið „Hekla“ bauð okkur í skemtiferð út á Sjá- land og á íslendingakvöldvöku, sem haldin var laugardaginn fyrir páska. Það voru yndis- legar stundir, sem við áttum hjá hinum gestrisnu löndum okkar. Það er sómi að mönnum eins og Agnari Tryggvasyni, formanni Islendingafjelagsins og Jóni Helgasyni stórkaup- manni. Það er gaman að eiga slíka fulltrúa á erlendum vett- vangi“. - • Gullfoss gamli. HINN GÓÐKUNNI sjófar- andi Sveinbjörn Egilson sendi blaðinu brjef á dögunum, sem, eins og fleira sem hann hefir sent frá sjer í rituðu máli, er þess vert að það komi fyrir al- menningssjónir. Brjefið er um Gullfoss gamla og er á þessa leið: „Nýlega heyrði jég talað um gamla „Gullfoss“, sem nú ligg- ur í Kaupmannahöfn og heyrði um leið, að vart myndi svara kostnaði að gera við hið góða, gamia skip, sem nú mun vera 31 árs að aldri. Einhvern tíma heyrði jeg einnig minnst á, að gjöra ætti úr því sýningarskip hjer heima og fleiri áætlanir, sem jeg ekki hirði um að nefna hjer. Verði nú ,,.Gullfoss“ seldur ytra, t. d. til niðurrifs, ættu ís- 'lendingar þá ekki að afla sjer einhvers úr skipinu, sem væri til minnis um hið fyrsta milli- landaskip, sem þeir eignuð- ust?“ Stýrið á safn. „HVERNIG væri það, ef Sjó- minjasafnið legði drög fyrir, að stýri skipsins færi ekki í ein- hverja ruslakistu erlendis, heldur væri keypt hingað á einhver söfn, og komið hjer fyrir á viðunandi stað“, segir ennfremur í brjefi Sveinbjörns. „Menn hlæja máske að uppá- stungu þessari, en svo íslend- ingar sjeu ekki einir um slíka vitleysu, var stýrið af skipinu „Vega“, sem Nordenskjold stýrði, er hann fór sína frægu för norðaustur fyrir megiriland Norðurálfunnar, tekið af, flutt á safn í Svíþjóð, sem besta minning ferðarinnar. Jeg álít að hin besta og um leið ódýr- asta minning um „Gullfoss', sem við getum eignast, sje stýr- ið af skipinu, komið fyrir á einhverju safni um leið og jeg geri ráð fyrir að stýrið sje hið sama og á skipinu var, er það kom hjer til lands í fyrsta sinni hinn 16. apríl 1915“. Ágætis hugmynd. • Ábendingar. í FYRRADAG viltist inn hjá mjer sú fullyrðing „að upp- stigningardag bæri að þessu sinni upp á fimtudag“. Þó ekki hafi verið farið með nein ó- sannindi hafa kunningjar mínir margir bent mjer vinsamlegast á þessa setningu og einn spurði mig hvort jeg myndi ekki upp- lýsa í næsta blaði, ’að „hvíta- sunnuna bæri nú upp á sunnu- dag“. Jú, það er einnig rjett. faBaaaBaaaBBaaBaaBBBBBBBBaaB'B*aaBBaBBaajpaaBaaaBaa*«aaaBaarroarBaraBBBBBBBaBBBaaaaaa«»• - - • I Á INNLENDUM VETTVANGI I 3 ......................................■ I ...... ..... ................... " • Sjálfstæðishúsið við Ausfurvöll Ólíkt því, sem áður hefir sjest. Það er bara þetta, sagði einn góður og gegn Sjálfstæðismað- ur, er hann var sestur inn í samkomusalinn við Austurvöll á föstudaginn var, að manni finnst þetta ekki vera á ís- landi. Eitthvað svipað hefir mörg- um vafalaust dottið í hug, er þeir komu þarna í fyrsta sinn, því allur frágangur og útbún- aður í salnum er svo frábrugð- inn því, sem hjer hefir þekst. Hann er gerður af smekkvísi og kunnáttu og ekkert til spar- að. Þarija er leiksvið, þægilega stórt fyrir .hljómsveit, með ljósaútbúriaði, sem myndi geta kveikt öfund í brjósti sjálfs ljósameistarans Hallgríms Bach manns ef hann ætti vanda fyrir slíkum kendum. Og á hvað augnabliki, sem er, getur salurinn orðið að 1. flokks kvikmyndasýningarhúsi. Þegar tjaldið var dregið frá sviðinu í fyrsta sinn, á sam- komunni í fyrradag, og hljóm- sveit Aage Lorange kom í Ijós í hvítum jökkum og bengólsku sHini, þá klöppuðu allir gest- irnir. Þetta kom svo flatt upp á þá. En alt sem vekur þægi- lega undrun hrífur menn, sem kunnugt er. Hamingjuóskir. Sjálfstæðismenn sem þarna voru, óskuðu hvorir öðrum til hamingju með húsið. En eink- um og sjer í lagi var ástæða til þess að óska þeim til hamingju, sem mest hafa unnið að því, að koma húsinu upp, og hafa leyst sitt verk af hendi á þann hátt, að allir eru ánægðir. Eyjólfur Jóhannsson var for- maður bygginganefndar. Hann skýrði frá því í ræðu sinni, hverjir hafa hjer einkum lagt hönd að verki, eða haft umsjón ög verkstjórn, hverjir voru í byggingarnefnd o. þessh. Hann gleymdi vitanlega að geta þess, sem hann sjálfur lagði til mál- anna. Og Bjarni Benediktsson sagði frá því í sinni ræðú hverjir eru í húsnefndinni. Og Jóhann Hafstein væri formað- ur. En enginn af meðnefndar- mönnum Jóhanns kunni við það að grípa fram í fyrir borgar- stjóraum okkar og segja sem er, að Jóhann Hafstein er alt í öllu í þessari nefnd, og rekur þar alt áfram með sínum al- kunna áhuga og dugnaði. Starfsmenn. En framkvæmdastjórinn er Ludvig Hjálmtýsson og yfir- matsveinn er Emil Bjarnason og yfirþjónn er Vilhelm Schröder. Ludvig hefir líka fengið Al- fred Eyþórsson sjer til að- stoðar vjð umsjón hússins, en Alfreð hefir verið umsjónar- maður í Listamannaskálanum. Svo er Aage Lorange með sína alkunnu hljómsveit, sem (Gjörið svo vcl að fletta á bls. 12, 1. dálk.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.