Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 14
14 MOEGUN BLAÐIÐ 29. dagur Frú Alston rak upp skerandi angistarvein, og Maum Chloe beygði sig yfir hana. Hvorki sjúklingurinn nje ljósmóðirin virtust veita því athygli, að Theo rak upp óp, þegar Maum Chloe dró einhvern hlut úr óhreinum barmi sínum, muldr- aði nokkur orð, og lagði hann síðan hátíðlega á sængina. Þar hjelt hún honum kyrrum með annari höndinni — meðan hún sönglaði í hálfum hljóðum. Söngl hennar var óhugnanlegt, og það fór hrollur um Theo. Hún ^ftarði á hlutinn, sem lá á sænginni. Hún trúði vart sín- um eigin augum. Það var lítil og ljót brúða, gerð úr leir. Negrakerlingin þagnaði í þessu, og beygði höfuðið, eins og hún væri að hlusta eftir einhverju. Frú Alston reyndi að rísa upp. „Hvað verður það lang- ur tími ennþá?“ stundi hún. Maum Chloe stakk brúðunni aftur í barm sjer. „Hún segir að það verði ekki fyrr en við fyrsta hanagalið, frú,“. „Það er svo langt — jeg veit ekki, hvort jeg get — „Jú, þú getur það víst. Nú skal Maum Chloe gefa þjer dá- lítið, svo að þú getir sofnað“. Hún fór niður í vasa sinn og dró upp svarta rót, sem hún stakk upp í frú Alston. „Líður þjer ekki betur? Jeg skal reyna að draga meira úr sársaukanum“. Hún náði í hnífinn undan rúminu, og tók að veifa honum kringum síg, með fáránlegum tilburðum. — Frú Alston varð rólegri. Augna lokin sigu aftur. Hún var sofn- uð. María gekk til Theodosiu. „Þessir negrar — það hvarflar aldrei að þeim að þrífa til, nema þeim sje skipað það með harðri hendi. Hjerna fann jég ... .“. „Uss“, sagði Theo biðjandi. „Frú Alston er sofnuð. Jeg — er mjög þreytt. Viltu ekki gjöra svo vel að sýna mjer, hvar her- bergið mitt er?“ — Þegar Theo var loks orðin cin, fleygði hún sjer upp í rúm- ið. Hún var úrvinda af þreytu — og hún var enn skelfingu lostin yfir því, sem hún hafði orðið vitni að í stóra svefnher- berginu. Hvernig í ósköpunum gat siðmentað fólk hegðað sjer þannig------trúað á galdra! Faðir henn'ar myndi sveimjer skemta sjer vel, þegar hún segði honum frá þessu. Hann var fyrst og fremst raunsæis- maður — fyrirleit innilega alla hjátrú. Það myndi eir.nig hafa komið illa við hann, hve al- .gjörlega fjölskyldan virtist virða að vettugi hættuna, sem frú Alston var í. Frú Alston. Jeg er einnig frú Alston! Þetta er nú fjölskylda mín — heimili mitt. „Jeg hata það allt saman. Jeg vil fara heim“, hvíslaði hún. Þegar hún heyrði sína eigin rödd bar gráturinn hana ofur- liði. Hún grúfði andlitið niður í koddann og grjet, eins og hjarta hennar ætlaði að bresta. Hún heyrði ekki, að dyrnar voru opnaðar, og kipptist við, þegar hún fann, að Jósep kom varlega við öxl hennar. Hanri sagði: „Elsku Theo mín — hvað gengur að þjer?“ Hann lyfti henni upp og þrýsti titrandi líkama hennar að brjósti-sjer. „Hvað í ósköp- unum hefir komið fyrir?“ spurði hann. Hún gat ekki sagt honum, að hún væri óttaslegin og ein- mana — og þráði heitt nærveru föður síns. En henni var hugg- un að því, að finna arma hans umlykja sig, og grátur hennar sefaðist brátt. Jósep ítrekaði spurningu sína um það, hvað að henni gengi. En þegar hún muldraði aðeins ,,höfuðverkur“, kysti hann hana og reis á fætur. Hahn sló því föstu, að þetta væru aðeins kvenlegir dutlungar. „Fjölskyldunni líst mjög vel á þig“, sagði hann því næst, og gekk að speglinum. „Þeim kemur öllum saman um, að þú sjert mjög falleg. Faðir minn og bræður kváðust aldrei hafa sjeð jafn yndisleg augu og frú Huger, frænka mín, sagði, að þú litir út fyrir að vera indæl stúlka11. Theo þurkaði sjer um augun.- „Það gleður mig“, muldraði hún. Hún virti Jósep fyrir sjer, og var augnaráð hennar í senn raunalegt og glettnislegt. Hann bretti upp ermunum og þvoði hendur sínar — og blístraði í ákafa á meðan. Hann var líka í prýðilegu skapi. Hann hafði haft gaman af því, að koma fram sem hinn víðförli heims- maður frammi fyrir bræðrum sínum, — hr. Smith, sem hafði umsjón með Eikabæ fyrir hann, sagði að útli.t væri fyrir mjög góða uppskeru — og sjö svert- ingjastúlkur á plantekrunni höfðu eignast hraust börn. Frjósamir negrar voru góð eign. En ástæðan fyrir því, að hann var í svo góðu skapi, átti sjer enn dýpri rætur. Hann var glaður yfir, að vera kominn heim. Hjer var hann fæddur Og uppalinn. Hjer — og hvergi annars staðar — gat hann unað sjer. Á morgun — eða hinn dag- inn — ætlaði hann að ríða upp að Eikabæ, og líta á húsakynn- in þar. En það lá svo sem ekk- ert á. Þau gátu dvalið hjer að Klifton eins lengi og þau vildu. Hann áttaði sig alt í eiftu á því, að Theo var óvenju hljóð. Hann sneri sjer við. Hún sat á rúmstokknum, og starði út um gluggann. Hún virtist vera með hugann einhvers staðar langt í burtu. „Theo — það er bráðum mál að snæða lcvöldverðinn. Ætl- arðu ekki að skifta fötum? — Æ — það er alveg rjett! Jeg var nærri því búinn að gleýma því! Þú þarft yitanlega að fá þjón- ustustúlku. Við þurfum ekki lengur að lifa eins og villi- menn“. Hann klappaði saman hönd- unum, og Cato, einkaþjónn hans, birtist þegar í stað. „Jeg skipaði svo fyrir, að sent yrði, eftir þjónustustúlku handa húsmóður þinni upp að Eikabæ. Komdu með hana hing að. Hver er það annars?“ „Venus, herra“. Jósep kinkaði kolli og Cato fer út. Theo leit upp.^pg brosti ör- lítið. „O, Jósep — verð jeg að hafa þjónustustúlku, sem heit- ir Venus? Jeg er hrædd um, að jeg fari að hlæja í hvert sinn, sem jeg sje kolsvart andlit hennar“. Jósep sá enga ástæðu til þess að svara slíku ljettúðartali, og hjelt éfram að snyrta sig. En þegar Venus kom inn í herbergið, klædd rauðum og grænum baðmullarkjól, hló Theo ekki. Stúlkan var falleg! Hún var brún, en ekki svört á hörund, há og grönn, mýkt og yndisþokki í hverri línu. Nefið var hvasst og beint — svip.ur- inn þóttalegur. Foreldrar henn- ar voru af Foulah-kynþættin- um — en hann átti ekkert skylt við Gullah-kynþáttinn. Þau voru bæði konungborin. Þeim hafði verið rænt fyrir tuttugu árum — áður en Venus fæddist. Þau höfðu smám saman sætt sig við það, að vera hneppt í þrældóm 1 þessu nýja, undar- lega landi — en Venus, sem ekkert þekti annað en þræl- dóminn, gat samt sem áður ekki sætt sig við hann. Frelsisþráin brann í brjósti hennar. Hún hataði hvítu menn ina — og hún hataði fjelaga sína i Eikabæ, af því að þeir sættu sig svo rólega við niður- læginguna. Það ljet nærri að hún hataði foreldra sína líka. Hún hafði nú fengið skipun um, að verða þjónustustúlka nýju, hvítu húsmóðurinnar frá Norður-ríkjunum. Fyrst hafði hún orðið æfareið, — en svo rann það upp fyrir henni, að þannig myndu hún fá tækifæri til þess að kynna sjer háttu og siði þvíta fólksins. Hún ætlaði að hafa augun vel opin — og þá liði ef til vill ekki á löngu áður en henni tækist að öðlast frelsi sitt — eða það, sem enn meira var um vert: hefnd. Þótt Theo hefði ekki hug- mynd um neitt af þessu, tók hún eftir því, að stúlkan var óvenju kuldaleg í fasi. Og hún vissi frá því hún leit fyrst í græn augu hennar, að Venus hataði hana. Það skifti svo sem engu máli. Hún gat látið hana fara á morgun. Það var kjána- legt, að láta sjer ekki standa á sama. En henni stóð ekki á sama. Þessi ástæðulausi fjandskap- ur ambáttarinnar jók á örvænt- ingu hennar. Hún reyndi að rifja upp fyrir sjer hreystiyrði Aarons, en henni tókst ekki að vinna bug á hugboði sínu um yfirvofandi hættu. TÍUNDI KAFLI. Næstu vikurnar urðu Theo fremur erfiðar. Fjölskyldan var henni góð. En heimilisfólkið var svo margt að hún gat hvergi verið í friði — jafnvel ekki 1 svefnherbergi sínu. María Nis- bett gekk út frá því sem gefnu, að Theo myndi þakklát fyrir nærvcru hennar hvenær sem var og Karlotta elti hana á röndum, hvert sem hún fór. Sunnudagur 5. maí 1946 Lóa langsokkur Efíir Astrid Lindgren. 41. engan herra Nilson, en aftur á móti rakst hann þar á nokkuð annað. Hann sá þar tarf, eða rjettara sagt, tarf- urinn sá hann og leitst ekkert á hann því þetta var mannýgur og síst barngóður-tarfur. Hann kom'baul- andi með hausinn niðri við. jörð, og- Tumi rak upp hræðsluóp, sem hevrðist langar leiðir. Lóa og Anna heyrðu það líka og komu hlaupandi, til þess að sjá, hversvegna Tumi værí að hljóða. En þá var nautið búið að koma hornunum undir Tuma og kastaði honum hátt upp í loftið. — Þetta er heimskur tarfur, sagði Lóa við Önnu, sem var farin að hági'áta. Svona má ekki gera. Hann óhreink- ar hvítu fötin hans Tuma. Jeg verð að reyna hvort jeg get ekki komið vitinu fyrir hann. Og það gerði hún. Hún stökk að nautinu og tók í halann á því. — Fyrirgefðu að jeg trufla þig, sagði hún, og þar sem hún tók fast í, sneri boli sjer við.óg sá fyrir sjer annað barn, sem hann vildi líka stanga. — Sem sagt, afsakaðu að jeg ónáða þig, sagði Lóa aftur, og afsakaðu líka að jeg tek hjer í, bætti hún við og braut annað hornið af nautinu. Það er ekki’ tíska að naut hafi tvö horn í ár, því eiga állir bolar • með bolum að hafa bara eitt horn. Eða þá ekkert, sagði hún og braut hitt af líka. Þar sem nú naut finna ekki til í hornunum, vissi boli ekki hvernig komið var fyrir honum. Hann hjelt áfram að stanga, og ef um einhvern annan en Lóu hefði verið að ræða, þá hefði orðið lítið eftir af þeirri persónu. — Hahaha, vertu ekki að kitla mig, skrækti Lóa. Þú hefir ekki hugmynd um hvað mig kitlar. Hahaha, hættu nú, því jeg er alveg að deyja úr hlátri. En boli hætti ekki og að lokum stökk Lóa upp á bak hans, til að fá stundarfrið. Að vísu varð það ekki mjög rólegt, því bola líkaði ekki sem best að hafa Lóu á bakinu. Hann stökk og hringsnerist, til þess að reyna að koma henni af sjer, en hún hjelt sjer vel og sat kyr. Boli Sonurinn: — Hvað er svik- ari, pabbi? Stjórnmálaleiðtoginn: — Það ar maður, sem hleypur úr sín- um flokki yfir í flokk andstæð- inganna. Sonurinn: — En sá, sem hleypur úr andstæðingaflokkn- um yfir í þinn flokk. Stjórnmálamaðurinn: — Hann hefir sjeð að sjer, drengur minn. ★ Jón mætir kunninga sínum, húsasmið, draghöltum á götu. — Hefirðu meitt þig? spyr Jón. „ — Já. — Hvað kom fyrir? — Datt niður af þaki. — Er það ekki voðalegt að detta þannig? — Jeg læt það nú vera, hversu vont það er að detta, en það er skratti vont að, koma niður. ★ Lafmóður Akurnesingur kom hlaupandi niður bryggjuna, tók heljarmikið stökk og lenti á dekkinu á Laxfossi sem var um þrjá metra frá landi. „Jæja‘‘, sagði hann, um leið og hann stóð á’ fætur, „jeg misti þó ekki af honum“. „Hvaða skelfileg læti eru þetta, maður“, sagði hásetinn. „Við ei'um að leggjast upp að“. ★ Kviðdómurinn hafði felt úr- skurð í glæpamáli um það, að ákærður væri sekur um morð. Verjandinn stóð upp og mót- mælti. „Jeg krefst þess“, sagði hanrv „að þessum úrskurði verði vís- að til æðri rjettar“. „Hvers vegna?“ spurði dóm- arinn. „Vegna þess“, svaraði verj- andinn, „að nokkrir kviðdóm- endur eru ekki óvilhallir í þessu máli, og ber þeim þess vegna ekki að dæma um það. Einn er líkkistusmiður, annar grafari, þriðji kransasali og sá fjói’ði verslar með líkklæði og sorgarfatnað. Krafa verjandans var tekin til greina. ★ Hjúkruparkonan: — Hjer er svolítil fæða handa þjer. Botnlangabólgusj úkiingurinn (eftir að hafa gleypt hálfa te- skeiðarfylli af mjólkurblöndu): — Þakka yður fyrir, þetta var ágætt. Og vilduð þjer nú gera svo vel að útvega mjer eitt eða tvö frímerki. Jeg ætla að lesa svolítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.