Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. maí 1946 MORG-UNBLAÐIÐ 11 I Tónlistarfjelagskórinn. KVOLDVA í húsi Sjálfstæðisf jelagana við Austurvöll n.k. miðvikudag, 8. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. Söngstjóri: dr. Victor Urbantschitsch. SKEMTIATRIÐI: Blandaður kór — Kvartettsöngur Kvennakór — Tvísöngur Karlakór — Einsöngur — Söngleikur — Leikþáttur o. m. fl. DANS: Hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar seldir á eftirtöldum stöðum frá kl. 2 á morgun: Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og Bókaverslun Kristjáns Krist- jánssonar, Hafnarstræti (Egill Bjarnason). Samkvæmisklæðnaður. STJÓRNIN. Jörðin Fagridalur á Hólsfjöllum fæst til kaups og ábúðar nú í vor. Á jörðinni er timburhús, tvær stofur og eldhús á miðhæð. Á lofti eru 4 herbergi. 300 hesta heyhlaða, steinsteypt með járnþaki. Tún og engjar vjeltækar. Akvegur heim. Loforð um símasamband á þessu ári. — Engin fjár- pest. Fögru víðsýni viðbrugðið. Listhafendur geri tilboð til ^icjitr^ar j^. (^inaróáonnr c/o pósthúsið, Reykjavík. Sumarbústaður Sumarbústaðurinn Sólbakki í-Miðdalstúni til sölu, 2 herbergi og eldhús. Bústaðnum fylg- ir mikið land. Stór kartöflugarður og veiðirjett- indi. Ein'nig byrjað að útbúa sundlaug. Bílvegur heim að húsi. Nánari uppl. hjá Halldóri Hall- dórssyni, Njálsgötu 87, í dag og næstu kvöld eftir kl. 7. Sími 6919. (búð til leigu 4ra herbergja íbúð verður til leigu 1. október. Tilboð, sem tilgreini fyrirframgreiðslu send- ist blaðinu merkt: „4ra herbergja íbúð“. fyrir 8. þessa mánaðar. Ungur ábyggilegur reglusamur maður með verslunarprófi (1. eink.), óskar eftir skrifstofustarfi, nú þegar. Tilboð merkt: „20 ára“, sendist Mbl. Sjálfstæðishúsið »•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦»♦♦♦•♦♦♦•♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* Framh. af bls. 5. urðsson, múrarameistari og fjelagar hans. Málningu héfir annast mál- arafirmað Hörður og Kjartan h.f. Parket-lagningu hefir annast A« J. Olsen. Dúklagningu hefir annast ,,Regnboginn“. Teppasaumun og lagningu, Hans í&’istjánsson. Vaskar og eldavjelar' eru smíðað hjá h.f. Rafha, Hafnar- firði. Speglar á súlunum í salnum eru frá firmanu Roger’? Ass- ocates, New York, speglar í snyrtiklefum frá glerslípun Ludvig Storr, en speglarnir 1 forsalnum eru frá speglagerð verslunarinnar B’-ynju. Aðstoð við hljómmögnun og kvikmyndavjelar hefir Friðrik Jónsson veitt nefndinni. Stólarnir í salnum eru smíð- aðir af húsgagnavinnustofu Benedikts Guðmundssonar, en borðjn af Gamla Kompaníinu. Öllum þessum aðilum, bæði þeim, er afgreitt hafa vörur til húsbyggingarinnar og þeim, er annast hafa verkið, í smáu og stóru, vil jeg færa alúðarþakk- ir — fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. En þó vil jeg sjerstaklega þakka yfirsmiðnum, Hirti Hafliðasyni fyrir það mikla verk, er hann hefir unnið, og þann skilning og þá hagsýni, sem iiann hefir sýnt í hví- vetna. Áætlanir, sem gerðar voru um kostnað við byggingu þessa, áður en hafist var handa, voru á þá leið, að gert var ráð fyrir, að byggingin myndi Jrosta ná- lægt einni miljón króna Þeir, sem lægstir voru í sinni áætl- un, sögðu, að hún myndi kosta milli 800 þús. kr. og 1 milljón, en þá var gert ráð íyrir bygg- ingu, sem væri ámóta og aðrir þeir fundarsalir, sem byggðir hafa verið hjer á landi, —- án alls skrauts, nýtækni og óvenju legra þæginda. En, eins og hús þetta ber með'sjer, hefir það margt umfram aðra samkomu- staði hjer á þessu landi, svo gera mætti ráð fvrir, að bygg- ingarkostnaðurinn hefði farið langt fram úr áætlun. Endanlegt reikningsuppgjör liggur að vísu ekki alveg fyrir, en reikningar hafa syo að segja alltaf verið greiddir að fullu jafnóðum, — en reikningar standa þannig'nú. með því að taka til greina, það, hvað ó- greitt er og vitað er um, hefir allur kostnaður við bygginguna numið 1 milljón og 80 þúsund krónum, eða farið 80 þúsund krónum fram úr þeirri áætlun, sem gert var ráð fyrir, þegar hafist var handa. En eins og jeg sagði áðan, þá ekki gert ráð fyrir neinum af þeim ó- venjulegu skreytingum, hljóm- einangrun o. f 1., sem nú er kom ið hjer í húsið. Raunverulega hefir bygging- in orðið mun ódýrari en áætl- að var, þar sem hinar stórkost- legu breytingar, sem gerðar hafa verið, frá því, sem upp- haflega var áætlað, hafa kostað mörgum sinnum meira en þessi upphæð, sem hjer er um að ræða. Um leið og jeg nú, fyrir hönd Húsbyggngarnefndar, afhendi yfirstjórn Sjálfstæðisflokksins húsið til afnota, vil jeg biðja allrar blessunar fyrir starf- semi flokksins” hjer í þessu húsi, — Að húsið megi verða til þess að efla og auka gengi Sjálf- stæðisflokksins í framtíðinni. Mín heitasta ósk er sú, að eins og ílokkurinn óx upp úr Varðarhúsinu, e'ins megi nú fara, að þrátt fyrir það, þótt hjer sjeu salafkynni þrefalt stærri, líði ekki á löngu þar til Sjálfstæðisflokkurinn er vaxinn upp úr þessari nýju flík. — Kemur þá til kasta ykkar, ungu og áhugasömu Sjálfstæðis- menn og konur að fitja upp að nýju. Herbergi — Vist Góð stúlka, sem vill ráða sig í vist frá 14. maí til 1. október, á fámennt barnlaust heimili, getur fengið sjerherbergi og ráðstöfunarrjett yfir öðru yfir sama tíma. — Gott kaup. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Herbergi — vist“ fyrir miðvikudagskvöld n.k. Húsgögn til sölu 2 BORÐSTOFUSETT, annað úr Ma- honí, nýtt og fallegt, hitt úr póleruðu birki. DAGSTOFUSETT, sóffi og tveir djúpir stól- ar. — Til sýnis á Mímisveg 6 eftir kl. 2 e.h. í dag. BEST AÐ AUGLÝSA í IV1ORGUNBLAÐINU oooooo<xxoooooooooooo<þooooooooooooooooooooooooooo Gúmmídúkur. Þeir, sem hafa pantað hjá oss gólfdúka, gjöri svo vel að tala við oss. Dúkarnir eru írá: sem vjer erum einkasalar fyrir. Fyrsta sendingin er nú komin oð er sú næsta væntanleg næstu daga. Vjer getum ennþá tekið við nokkrum pöntunum til afgreiðslu á næstu mánuðum. Á.Á.7tt(étUUð% Vonarstræti 4 Sími 4523 (2 línur) Reykjavík. Símnefni: Tulin. ♦♦♦♦♦£♦♦♦♦ ♦$♦♦♦♦♦<» OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC’OC^OOOOOOOOOOOOOOO ooooooooc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.