Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. maí 1946 MOBQUNBLAÐIB ARIÐ SEM VIÐ VORUM AB ATTA OKKUR Er Danir horfa um öxl á ársafmæli frelsisins Eftir Ole Kiilerích ritstjóra í dag fyrir ári síðan fögnuðu Danir endurfengnu frelsi sínu. Ritsíj. Morgunblaðsins fór fram á það við Ole Kiilerich ritstjóra, að hann skrifaði 'grein fyrir blaðið, sem kalla mætti hugleiðingar á ársafmæli hins endurfengna frelsis dönsku þjóðarinnar. Hann sendi blaðinu eftirfarandi grein til birtingar. VAFALAUST er hægt að finna í veraldarsögunni dæmi þess, að svipuð þróun hafi átt sjer stað og skilyrði til slíkrar þróunar, sem í Danmörku, frá því á árunum fyrir styrjöld- ina, er áhyggjulaus þjóðin ljet reka á reiðanum, síðan þreng- ingar baráttu og fórnir her- námsáranna og síðast til óá- nægju, óróa og sjálfshyggju, sem mest hefir borið á, eftir að þjóðin öðlaðist frelsi. Sjálfstæði landsins gaf borg- urunum fyrr meir svo mikla öryggiskennd, að hún leiddi til gróins afturhalds. Fólk vildi ekki sleppa af neinu því, sem það hafði, og heldur ekki láta leiðast út í neinar nýjungar nje óvissu. Á árinu áður höfðu Dan- ir vafalaust staðið nágranna- þjóðum sínum framar á stjórn- málasviðinu, þeir lifðu síðan á frægð, frá þeim tímum. Eða svo mikið var víst, að ýmsir Danir skoðuðu hina einkennilegu við- burðarás hernámsáranna sem sönnun þess, að Danir væru á sviði stjórnmálanna ákaflega skynsamir og ákaflega raun- sæir menn. Raunsæin er yfir- leitt metin mjög mikils í Dan- mörku. Samt sem áður eiga Danir það sammerkt með öðr- um Norðurlandaþjóðum, að þeir láta stjórnast af nokkrum tilfinningum og það jafnt fyr- ir það, hvort þeir vilja kann- ast við þetta eður eigi. ★ Eftir að þjóðin var frelsuð, hafa tilfinningarnar fengið yf- irhönd og orðið til þess, að þjóðin hefir eytt mörgum dýr- mætum dögum og vikum til einkis. Aðdáunin á frelsishetj- unum, ofurhugum andstöðu- hreyfingarinnar, ritstjórum og starfsmönnum leyniblaðanna, fallhlífahermönnum, skærulið- um, frelsisráðinu og hinum ó- nefndu aðstoðarmönnum allra þessarra starfsflokka, var ein- læg og blossaði upp í ljósan loga að kveldi hins 4. maí s. 1., þegar útvarpsfrjettin barst frá London um það, að Þjóðverj- ar hefðu alt í einu gefist upp baráttulaust. Þjóðin komst hjá þeim lokabardaga, sem hún átti von á og þóttist vita, að myndi kosta miklar blóðfórnir og eyðileggingar. Gleðin yfir upp- gjöf Þjóðvérja og frelsisfögnuð- urinn varð því ennþá meiri. Einmitt vegna þess hve þjóðin er tilfinningarík hefði það ver- ið ómögulegt fyrstu dagana eft- ir frelsunina að koma þjóðinni í rjettan skilning um afstöðu hennar og aðgerðir á hernáms- árunum. Engir aðrir náðu eyr- um þjóðarinnar en þeir, sem töluðu máli skæruliðanna. Þess vegna höfðu stjórnmálamenn- irnir, sem báru ábyrgðina á hinni varfærnu stefnu þings og stjórnar fyrstu 42 mánuði her- námsáranna aðeins um tvennt að velja. Annað hvort urðu þeir að undirstrika samband sitt við frelsishreyfinguna síð- ustu 10 mánuði hernámsins, ellegar steinþegja. En þeir gátu ekki þagað. Sú mynd sem kom fram af þjóðinni í dagblöðum og í hinum fjölmörgu bókum frá hernámsárunum, var því skókk. Öðrum þræði gáfu menn til kynna hina mestu aðdáun á skæruhernaði hernámsár- anna. En þegar rætt var um endurreisnina var hlaupið yfir hernámsárin, og byggt á ástand inu eins og það var í landinu fyrir styrjöldina Svo hugleið- ingarnar um hið væntanlega endurreisnarstarf urðu meira og minna mótsagnakenndar ic Það leið því nokkur tími, frá því landið var fiælsað, þangað til stjórnmálamennirnir . gátu fótað sig að nýju. Þeir sem tek- ið höfðu þátt í frelsishreyfing- unni urðu fyrir vonbrigðum. Hið sffellda tal um „úthréins- un“ varð litlaust og naáttlaust. Það var engu líkara en hug- sjónirnar hjöðnuðu niður og „mótstöðu“-hreyfingin tók að gera vart við sig. En þátttak- endur hennar eru þeir, sem vilja einangra frelsishreyfing- una og fyllast meðaumkun með beim, sem nú eiga um sárt að binda, þ .e. a. s. þeim, sem á einn eða annan hátt hafa verið í þjónustu Þjóðv. og öðr- um ómerkilegum syndaselum. Stefna þessarn manna hefir um stund mátt sírl meira, heldur en skilyrðislausar kröfur frelsis- hreyfingarinnar um fullkomna stjórnarfarsbreytingu. ★ Sannleikurinn er sá, að óá- nægjan með lýðræðið, sem átti sjer djúpar rætur meðal manna í lýðræðislöndunum fyrir stríð og ruddi nasismanum braut, hvarf ekki úr sögunni í bar- áttunni fyrir lýðræðinu. Um tvennt hafði verið að velja. Að snúa baki við lýðræðinu eins og lítill minnihiuti gerði, eða endurbæta lýðræðið. Er það enn í dag ásetningur margra manna. Frelsishreyfingin ympr ar á þörfinni fyrir þessa end- urnýjun, er að bví miðar, að lýðræðið geti gefið sig til kynna á annan háttn en verið hefir. Fundið var að lýðræðinu, fyrst og fremst vegna þess, að frjálsræði það, sem frá önd- verðu hafði verið Jkjarni þess, fór minnkandi. En ónafn- greindur fjöldi, er kallaði sig flokka, helgaði sjer þær skoð- anir, sem borgararnir Lfrjálsu þjóðfjelagi höfðu leyfi til að hafa. Þeir, sem fylgdu nasist- unum að málum, voru sjálfum sjer samkvæmir, að því leyti, að þeir snjeru alveg við blað- inu og sættu sig við, að þeir hefðu ekki lengur leyfi til að hafa neina skoðun. Flokkurinn, foringinn sögðu það, sem átti að segja og höfðu hinar lög- helguðu skoðanir. En margir voru þeir, sem vildu ekki afsala sjer frum- burðarrjetti mannkynsins til sjálfstæðis og höfðu brennandi áhuga á, að finna aðferðir og leiðir, til þess að njóta sín, þrátt fyrir þau höft og fjötra, sem hið yfirskipulagða þjóðfjelag spann utan um hvern frjáls- borinn þjóðfjelagsborgara. ★ Hið unga fólk, sem gekk í frelsishreyfinguna í Danmörkú og í öðrum hernumdum lönd- um, reis gegn misbeitingu valdsins. Fyrst og fremst gegn Hitlér. En eftir því sem nú er komið á daginn einu ári eftir frelsunina, beindist frelsishreyf ingin einnig gegn skæruliðun- um. Frelsishreyfingin er ekki bundin við neina þjóð og held- ur áfram að berjast fyrir frelsi, eftir að Hitlerisminn er af velli lagður. En sigurinn er eigi unn- inn nema til hálfs, meðan rík- isstjórnir flokkar og þjóðasam- bönd og sitt hvað, er menn finna upp, gefa ykkur, mjer og þjer, fyrirskipanir um hvaða skoðanir vð eigum að hafa, hverju á að trúa og hve langt rjettur okkar til gagnrýni á að ná. Barist var gegn einræði þvingun og ofbeldi. Menn fórn- uðu lífinu í þeirri baráttu og höfðu einlæga tilfinningu fyr- ir því, að hjer væri verið að vinna íyrir hinn sanna tilgang lífsins, en ekki til þess að lenda innan nýrra hafta og takmark- ana. En til hvers hafði verið barist, e.f frelsið var ekki feng- ið að leikslokum? Æskulýður- inn, sem tók þátt í hildarleikn- um, heimtar í dag, að lýðræði og persómufrelsi geti orðið eitt og hið srma. ★ I Danmörku er reiptog milli þeirra, sem hafa hugsunarhátt sinn frá árunum fvrir hernám- ið, og hinna, sem líta svo á, að hinar gömlu aðferðir og fyrir- komulag sje ekki fullnægjandi til þess, að persónulegt frelsi fái staðist innan ramma lýð- ræðisins. Ungæðislegir menn höfðu vonast eftir, að hægt væri með einu handbragði að breyta því, sem breyta þurfti, í stjórnmálum þjóðarinnar. En slíkt er óframkvæmanlegt. Nj> kynslóð verður að vaxa upp og taka við taumunum. Vonandi hefir hún þá ekki gleymt því, hvers virði frelsið er. Eftir frelsun Danmerkur var ný ríkisstjórn tilbúin að taka við völdum. Það var hlutverk þessarar stjórnar að gera upp bú hernámsáranna og leiða þjóðina út úr lagaleysi inn und- ir lög og rjett. Eitt helsta hlut- vei’k þessarrar stjórnar var að semja og fá samþykkt lög um rjettláta hegningu landráða- mannanna. Lög þessi voru sam- þykkt í þinginu. En baráttan um þau hófst ekki fyr en á eftir. Frelsishreyfingin rjeði ekki yfir neinum stjórnmálafjelags- skap. Aðeins kommúnistar og meðlimir í flokknum „Dansk Samling“ voru innan vjebanda -stjórnmálaflokka. Að öðru leyti leystist Frelsishreyfingin upp og rann til síns uppruna í þjóðinni sjálfri. Þegar Ríkisbingskosningar fóru fram 1 október 1945 voru hinir gömlu pólitísku stjórn- málaflokkar einir á hinum pólitíska vígvelli. Breytingar á mannvali til Ríkisþingsins komu því aðeins til greina, að miðstjórnir flokkanna álitu þeirra þörf. Fn svo var ekki. Kosningarnar snerust því hvorki um Frelsishreyfinguna nje endursköpun lýðræðisins, heldur um vígorð nokkur, við- víkjandi sosialisma og frjáls- lyndh En öfgaflokkarnir til beggja handa, kommúnistarnir og bændaflokkurinn, er best gátu hagnýtt sjer vígorðin, báru sigur af hólmi. Enginn flokkur fjekk þó hreinan meiri hluta í þinginu. Þegar enginn þeirra vildi taka að sjer stjórn undir þeim skilyrðum sem minnihlutastjórnum er búin, urðu bændurnir að taka við. Bændastjórnin hefir þó fengið betri móttökur og meðferð en búist var við að óreyndu. Hún hefir getað lifað af veturinn. Sosíaldemokratar hafa saltað stjórnina um andúð ge|n verka lýðnum. Umfangsmiklum launa deilum var þó afstýrt fram til páska. En þá felldu ófaglærðir verkamenn sáttatillögu í launa málum þeirra. Þegar þessar línur eru ritað- ar, undirbýr þjóðin sig til að halda hátíðlegt ársafmæli frels- unarinnar, en þung ský vinnu- deilanna skyggja nú á vorhim- in þjóðarinnar. Við bæjarstjórnarkosningarn ar í mars náðu socialdemakrat- ar sömu.tökum og áður á verka lýðnum, en margir af kjósend- um flokksins höfðu horfið frá honum við Ríkisþingskcsning- arnar í október 1945. Fylgi kommúnista virðist þá hafa náð hámarki og er því allt út- lit fyrir, að það 'verði sosíal- demokratar, sem taka við af hinni núverandi ríkisstjórn, hvenær sem það verður. Það mun verða borgaraleg atvinnu- pólitík og hægfara sósíalismi og reipdráttur milli þessarra tveggja stjórnmálastefna er set- ur svip sinn á stjórnmál Dan- merkur á næstunni. í utanríkismálum munu Danir halda sömu stefnu og áður en Hitler kom til valda. Stjórnin mun reyna að gera það, sem hún getur fyrir hinn danska minnihluta í Suður- Sljesvík. En hún tekur með engum fögnuði á móti samein- ingarviðleitni annarra Slesvík- urbúa. Núverandi ríkisstjórn hefir tekið á samningamálum Fær- eyinga um framtíðarmál eyj- anna með nákvæmlega sama hefðbupdna skilningi sem alltaf - hefir ríkt í stjórnarskrifstofum Dana gagnvart hinni fámennu færeysku þjóð. Með einkunnar- orðunum „allt verður að vera eins og það var, og verða eins og það er“. Stjórnin varð þó að teygja sig tiltölulega langt, án þess að það tækist að komast að samkomulagi. Núverandi stjórn mun naumast fallast á óskir Færeyinga um sjálfs- stjórn, enda þótt þær hafi stucín ing meirhluta þjóðarinnar. Stjórnmálamenn Dana skyldu mjög vel aðgerðir íslendinga árið 1944. Kaupmannahafnar- búar, sem eru í eðli sínu til- finninganæmir, urðu að vísu dálítið afundnir í garð íslend- inga og hafa ekki fullkomlega náð gleði sinni að nýju. En utan höfuðstaðarins skilja menn mæta vel afstöðu Islend- inga og eins munu Hafnarbúar gera, er þeir fá vissu fyrir því, að íslendingar ætla ekki að flytja sig yfir Atlantshafið. — Því þrátt fyrir öll vonbrigði þá er hinn skandinaviski sam- hugur jafnsterkur og hann áð- ur var. Þegar alt annað í heim- inum brýtur eða brestur, hverfa Danir til baka til hins norræna bandalags, sem jafnvel heims- styrjöld með kjarnorkusprengj- um og tundurduflabeltum, get- ur ekki eyðilagt. Danir eru jafnan hreyknir af raunsæi sinni og taka því vel, er þeir fá hól fyrir. Þeir lifa þó eins mikið á tilfinning- unum og eru viðkvæúiir fyrir andstreymi og þrengingum ann ara. Að þessu leyti eru þeir lítið frábrugðnir íslenchngum, en ef til vill er það erfið list að þiggja. Að minsta kosti er það auðveldará að gefa. Nú, einu ári eftir frelsunina, epu Danir ennþá mjög með hug ann við eigin afrek og eigin framtíð. Island hefir í þeirra augum á undanförnum árum verið í móðu fjarlægðarinnar. Þegar samgöngur eflast milli landanna með tíðum flugferð- um og gömul vináttutengsl eru tekin upp að nýju, mun fjar- lægðin minka. En framfarir þær, sem orðið hafa á Islandi hin síðustu 5—6 ár, verða til þess, að jafnvel Danir telja sjer hlutdeild í heiðrinum og eru hreyknir af 'þessari norrænu þjóð, er á svo ágætan hátt hefir haldið í heiðri þeim menning- arverðmætum er skapa einingu Norðurlanda. Barnahátíð ekki leyfð LONDON. Borgarstjórinn í London hefir neitáð að verða við beiðni um það, að haldin væri sigurhátið 13.000 barna á Hampstead Heath. Átti hún að standa þann 13. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.