Morgunblaðið - 15.05.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 107. tbl. — Miðvikudagur 15. maí 1946 Isafoldarprentsmiðja h.f. Parísarfundurinn: BYRNES VILL FRESTA FUNDUM Tóku tennur í þriðja sinn ÞESSIR ÖLDUNGAR, sem báðr eiga heima vestur í Ame- ríku eru heldur en ekki ánœgðir. Báðir eru þeir á níræðis- aldri og báðir hafa þeir nýlega tekið tennur í þriðja sinn í Ujnu og eru nú að sýýna hvor öðrum. Verkföllunum í Höfn að mestu lokið Frarnkoma kommúnista fordæmd — K.höfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FLESTUM mótvælaverkföllunum er nú lokið, og búist við að þeim verði öllum hætt í dag. Prentarar tóku aftur upp vinnu í gærkvöldi. Öll blöð komu út í morgun. „Berlingske Tidende11 telja að tala verkfallsmanna hafi verið um 100.000, er verkfallið stóð sem hæst í gær. Hálf önnur miljón vinnustunda tapaðist. Launatap verkamanna var 3 miljónir króna. Blöðin segja að kommúnistar beri ábyrgðina á þessum verkföllum og saka þá um þingræðisfjandskap. Vibræður viD utanríkisráð- herrana að koma algert strand París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Á FUNDI utanríkisráðherra fjórveldanna í kvöld bar Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjannaa, fram þá til- lögu, að fundum utanríkisráðherranna skyldi frestað til 15. júní, en friðarráðstefna skyldi kvödd saman annað- hvort 1. eða 15. júlí. Ráðherrarnir munu ákveða á fundi sínum á morgun, hvort þeir geti fallist á tillögu Bvrnes. Byrnes hafði áður lagt til, að friðarráðst'efna yrði boðuð 15. júní. Stjórnmálafregnritarar telja líklegt, að þessi til- laga Byrnes verði samþykt, því að sýnilegt sje, að ágrein- ingurinn muni einungis vaxa, ef fundum verði haldið áfram nú. Wavell og ráð- herrarnir farnir frá Simla New Dehli í gærkveldi. WAVELL, varakonungur Indlands, og bresku ráðherr- arnir eru komnir til New Dehli frá Simla. Eins og áð- ur hefir vérið frá skýrt, náðist ekki algert samkomulag á ráð stefnunni í Simla, en hún var drjúgt spor í áttina að því marki að samræma sjónarmið M úh e;m m e ðt i< úsrmanna og Þjóðþingsflokksins varandi stjórnskipan Indlands í fram- tíðinni. — Á fimtudaginn kem ur rhun Attlee, forsætisráð- herra Bretlands, gefa breska þinginu skýrslu um ráðstefn- una í Simla. Ennfremur mun hann skýra frá því, hverjgr ráðstafanir rouni gerðar næst varðandi samningaumleitaU- drnar. — Reuter. London í gærkveldi. HERBERT MORRISON, sem á vegum bresku stjórnar innar, dvelst nú í Bandaríkj- unum til þess að ræða við stjórnarvöld þar um matvæla ástandið í hedminum, mun flytja úvarpsræðu á morgun, þar sem hann setur fram sjón armið Breta varðandi mat- vælaskortinn og aðgerðir tii þess að bæta úr honum. Hann íæddi í gær við Truman for- seta, og er talið, að allmikill árangur hafi orðið að viðræð- tmum. Morrison mun Ijúlca víðræðum við Bandaríkj a- stjórn á fimtudag, en leggja af s.tað áleiðis til Ottawa til þess að ræða við Kanadastjórn — Reuter. Njósnarar fyrir rjeifi London í gærkveldi. í DAG hófust rjettarhöld yf- ir 7 af njósnurum þeim, sem njósnuðu fyrir Rússa í Kanada. Er.talið að þessi mál verði mjög urqjangsmikil, og munu yfir 100 manns verða kvaddir til að bera vitni í málum þessum, sumir frá öðrum löndum. — Bráðlega munu einnig hefjast málaferli gegn kanadiska kom- múnistaþingmanninum Fred Rose, sem einnig er ákærður fyrir njósnir í þágu Sovjet- ríkjanna. — Reuter. Ócirðirnar Uppivöðsluseggir neyddu í gær ekki aðeins sporvagnastarfs menn til þess að hætta akstri, heldur var mörgum búðum lok að vegna þess, að hótað var að brjóta gluggana að öðrum kosti. — „Socialdemokraten“ ræðir um þetta og tekur fram, að brott verði að má ógnar- og ofbeldishugarfarið úr fólk- inu. Lítið utan Hafnar. Lítið var um mótmæUverk- föll víðast utan Hafnar. Ríkis- stjórnin ræddi um mótmæla- verkföllin í gær og komst að þeirri niðurstöðu, að halda yrði lögin um að stöðva slátrara- verkfallið. Þá hafði stjórnin á prjónunum að láta þingkosn- ingar fara fram fljótlega, svo fremi að mótmælaverkföllun- um ekki linti í dag. Var búist við því, að slíkar kosningar um verkfallavandamálið myndu styrkja aðstöðu stjórnarinnar. Abyrgðin á kommúnistum Blöð borgaraflokkanna og jafnaðarmanna eru á einu máli um það, að kommúnistar eigi sökina á mótmælaverkföllunum og fordæma skarplega verkföll $em pólitísk vopn, ásamt til- raunum til þess að spilla fyrir því að lögum sje hlýtt. „Social- demokraten“ segir að áskoranir kommúnista um það að hætta verkföllunum í gærkvöldi hafi verið gefin út vegna þess að þeir hafi sjeð að spilið var tap- að og óttast afleiðingarnar. — ,,Politiken“ segir að verkföllin hafi haft einn kost í för með sjer. Þau hafi sýnt hinar ólýð- ræðislegu og andþingræðislegu fyrirætlanir kommúnistanna. —Páll. Hunguróeirðir í ítalskri borg Róm í gærkveldi. í DAG kom til hunguró- eirða hj ei*. Um fimm hundr- uð konur gerðu árás á brauð- gerðarhús og rændu meira en hálfi smálest brauðs. — Voru þær svo snarar í snúning um, að lögreglan fjekk ekkert að gert. Konurnar rjeðust einnig til inngöngu í bygg- ingu bæjarstjórnarinnar og brutu þar útidyr. — Tveim klukkustundum eftir að ó- eirðirnar hófust, mátti heita að regla væri á komin. Sterk- ur vörður var settur um korn n.yllur á staðnum, því að kon urnar voru farnar að gera sig' líklegar til þess að ráðast á þær. — Reuter. Þremur nýjum tog- urum hleypf af sfokkunum LONDON: — Nýlega var hleypt af stokkunum þriðja togaranum hjá Cochrane & Sons skipasmíðastöðinni í Sel- by, sem verið er að byggja fyr- ir Islendinga. Kjölurinn hefir verið lagður að öðrum átta 175 feta togur- um, sem einnig verða bygðir í þessari sömu skipasmíðastöð. Þess er getið, að ailt sjeu þetta skip með nýtísku útbún- aði, dýptarmælum, nýtísku loftskeytastöðvum og talstöðv- um. Allar hjálparvjelar. verða reknar með rafmagni. Á fundi ráðherranna í dag var enn rætt um um friðar- samningana við ítali, án þess að nokkur árangur næðist, og í fundarlok lýstu þeir yfir því, að þeir hefðu ekkert meira að segja um stríðsskaðabætur úr hendi ítala, nýlendur ítala nje væntanleg landamæri Italíu og Júgóslafíu, en þetta voru helstu ágreiningsatriðin varðandi frið arsamningana við Itali. Ráð- herrarnir samþyktu að fela full trúum sínum að ræða þessi at- riði og reyna að samræma sjón- armið, sem fram hafa komið um þau. Erottflutningur liðs banda- manna á Ítalíu Molotov bar fram fyrirspurn þess efnis, hvort ráð væri fyrir því gert, að í friðarsamningum við Itali yrði ákvæði, sem trygði að herlið bandamanna á Ítalíu yrði flutt brott, jafnskjótt Sem friðarsamningarnir væru und- irritaðir. Ef þetta yrði gert, sagði Molotov, myndu Rússar flytja brott lið sitt í Búlgaríu. Bevin svaraði því til, að Rúss- ar væru samkvæmt samningi skyldir til þess, en þeim væri nær að flytja burt hersveitir sínar í Ungverjalandi og Rúm- oníu. Molotov vill ekki ræ'ða um Austurríki. Á fundinum í dag lýstu þeir Bevin og Byrnes þeirri skoðurí sinni, að mál væri komið til, að ráðhefrarnir ræddu um vænt anlega friðarsamninga við Aust urríki, einkum þar sem landið hefði mikla þýðingu fyrir sam- göngur í Evrópu. Molotov svar aði, að utanríkisráðherrarnir hefðu nú þegar nóg um að hugsa, þar sem þeir hefðu til Framh. af bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.