Morgunblaðið - 15.05.1946, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.05.1946, Qupperneq 8
8 M0BQDNBLA6ÍB Miðvikudagur 15. maí 1946 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ftitstjórar. Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsiagar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Skni 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði tnnanland*. kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Á þar ekki heima ÞAÐ mun nú þegar búið að ráðstafa nær 240 af þeim 300 miljónum, sem samkvæmt stjórnarsamningnum skyldi sett inn á sjerstakan reikning og varið til kaupa á nýjum tækjum til framleiðslunnar. Þessi nýju fram- leiðslutæki eru nú sem óðast að koma til landsins. Og þau halda áfram að streyma til landsins allt þetta ár og næsta, en fyrir árslok 1948 er gert ráð fyrir, að öll tækin, sem samið hefir verið um kaup á, verði komin. Gangi allt að óskum, hafa íslendingar tvöfaldað fiski- skipaflota sinn í árslok 1947 og meir en þrefaldað flutn- ingaskipaflotann í árslok 1948. ★ Þetta risaátak er án efa stærsta atvinjiubyltingin, sem nokkur þjóð hefir framkvæmt á jafnskömmum tíma, miðað við fólksfjölda. Yið getum í dag naumast gert okkur í hugarlund hve stórfeld þessi bylting er. En þegar litið er aðeins á það eitt, að tvöföldun fiskiskipaflotans þýðir tvöföldun fiskveikanna, sjáum við hvaða þýðingu hetta hefir fyrir þjóðarbúskapinn í heild. En nýsköpunin hefir ekki verið bundin við skipakaup eingöngu, þótt átakið sje þar stærst.Einnig á sviði land- búnaðar og iðnaðar hefir nýsköpunin verið að verki. — Þúsundir allskonar búvjela hafa verið keyptar eða eru í pöntun. Iðnaðurinn tekur stórfeldum stakkaskiftum þessi ár, vegna aukins vjelakosts. Sjerstök áhersla er lögð á þann þátt iðnaðarins, sem snýr að framleiðslunni. Afköst síldarverksmiðjanna tvöfaldast á tveim til þrem fyrstu árum nýsköpunarinnar. Tunnuverksmiðjan er reist, til þess að geta betur fullnægt hinni miklu eftir- spurn saltsíldar. í undirbúningi er bygging niðursuðu- verksmiðja, til þess að sjóða niður og leggja síld í dósir. Ekki er ósennilegt, að þetta verði upphaf mikils iðnaðar. ★ Þegar litið er yfir hinar stórfeldu athafnir og fram- kvæmdir á öllum sviðum, hljóta menn og aumkvast þann stjórnmálaflokk, Framsóknarflokkinn, sem einn allra flokka skarst úr leik og neitaði samstarfi um þessar fram- kvæmdir. Og ekki nóg með það, að Framsóknarflokkur- inn hafi neitað að vera með í stjórnarmyndun um fram- kvæmdir nýsköpunarinnar, heldur hefir flokkurinn barist með hnúum og hnefum gegn nálega hverju einasta máli, sem nýsköpunin er bygð á. Framsókn hefir á allan hátt reynt að afflytja og rægja þessi mál. Auðvitað hafa stjórnarflokkarnir ekkert hirt um þetta sífelda nudd afíurhaldsliðsins í Framsókn. Þeir hafa haldið sínu stryki, hvað sem á gekk. Og hefir þá brugðið svo einkennilega við, að Framsókn hefir viljað tileinka sjer málin, þegar hún sá, að þau ná hylli, sbr. raforku- lögin, lögin um landnám, nýbygðir og endurbyggingar í sveitum. Þessi og fleiri nytjamál þykist Framsókn nú hafa knúð fram! ★ Bóndi í sveit, sem nýverið var hjer á ferð, sagði: „Jeg get ekki sjeð hvaða erindi Framsóknarmaður á á þing, eins og nú er komið. Ef hægt er að ræða um stefnu hjá Framsókn, er hún fólgin í því einu, að berjast gegn ný- sköpuninni. En nýsköpunin er nú orðin veruleiki. Þar verður ekki aftur snúið“. Þessi ályktun bóndans er fullkomlega rjett. Og það \erða áreiðanlega margir, sem hugsa á sömu leið. Já, hvaða erindi á Framsóknarmaður á þing? Allir vita, að Framsókn verður enn fáliðaðri á hinu nýkjörna þingi. Foringjar Framsóknar, með ráðherrapestina munu halda áfram nuddinu. En framkvæmdirnar í nýsköpun- inni verða ekki stöðvaðar. Þær halda áfram. Þessvegna er ekkert vit í að fela manni úr afturhaldsliði Framsókn- ar umboð á Alþingi. Hann á þar ekki heima lengur. Hann tilheyrir liðna tímanum. Með nýsköpuninni verður skapað nýtt og betra þjpð- fjelag. Standi þjóðin sameinuð í því átaki, mun henni vel íarnast. UR DAGLEGA LIFINU 14. maí. ÞAÐ ER KOMINN NÝR svip- ur á 14. maí frá því sem var fyrir nokkrum árum. Þá var sá dagur flutningadagur h*er í Reykjavík. Dagur erfiðis og heilabrota fyrir marga, sem voru að skifta um íbúð. Þá var erfiðasti dagur ársins fyrir símamenn, rafmagnsmenn, vörubílstjóra og fleiri. Nú er þetta breytt. Það flyt- ur enginn nema að þann megi til, eða fái betri íbúð, en hann hefir haft. Vörubilar fullhlaðn- ir húsgögnum, koppum og kyrnum, setja ekki sinn svip á bæjarlífið þenna dag. Sennilegt að krossmessan og vinnuhjúaskildaginn komi aldr ei aftur hjá okkur, eins og það tíðkaðist lijer áður fyr. • Hún stóðst áætlun. KRÍAN HJELT ÁÆTLUN með að koma í Tjarnarhólm- ann 14. maí, eins og hún er vön. En það bar ekki mikið á henni í gærdag. Sumir fullyrtu að hún hefði komið snemma í gærmorgun og fjórar sáust yf- ir hólmanum á ellefta tímanum í gærmorgun. Þessar fjórar munu hafa verið í einskonar framsveitum, sem sendar hafa verið á undan til að kanna land ið. Næstu daga má búast við öllum hópnum, sem hjer hefir aðsetur og þá er ekki lengur neinum blöðum um það að fletta að sumarið er komið í bæinn, þegar hinn skræki kríu- söngur fer að heyrast yfir Tjörninni. • Forni fjandi .... EN ÞAÐ ER FLEIRA, sem minnir okkur á sumarið en krían og blíðviðrið undanfarna daga. Hin björtu vorkvöld, gróðurinn í görðunum, laufguð trje og síðast en ekki síst götu- rykið. Það hættir mörgum við að kenna rykið við Reykjavík og tala um göturyk. En það er al- veg misskilningur að rykið sje einkennandi fyrir Reykjavík eina. Þjóðvegirnir eru huldir rykmökk, þar sem einhver um- ferð er. Sömu sögu er að segja frá nágrannabæjunum, Hafn- arfirði, Akranesi, Keflavík. Allt er að kafna í ryki ef það kemur þurkstund. Bansett rykið er plága, sem enn hefir ekki tekist að finna ráð við og hverfur ekki fyr en allar götur og vegir hafa verið steyptir eða malbikaðir og þó við leggjum miljónir króna til vega og gatnagerðar, þá er enn langt í land þar til við losnum við rykið með því að malbika alla vegi. Rykið er okkar forni fjandi, sem við losnum víst seint við fyrir fullt og allt. Austurvöllur. ÞAÐ ERU EKKI nema 10 ár síðan að Austurvöllur var um- kringdur járngaddagirðingu. Grasflötur í miðjum bænum, fáum til gagns, en mörgum farartálmi. Það var engu lík- ara en að Reykvíkingar hefðu ætlað að varðveita þenna litla græna reit í búri, af ótta við að grasbletturinn myndi sleppa úr höndum þeirra, ef hann væri ekki umgirtur háum gadda- teinum. I dag er Austurvöllur einn fegursti blettur bæjarins og með hverju árinu verður hann unaðslegri fyrir aðhlynningu frá garðyrkjumönnum bæjar- ins. Síðasta endurbótin er sú, að gangstígarnir hafa verið hellu- lagði og upphækkaðir og var það sjálfsögð og þörf ráðstöfun. Og það er ekki bara Austur- völlur, sem tekið hefir fram- förum, heldur og allir skraut- garðar bæjarins; Reykvíkingar skilja að það er verið að gera það fyrir .þá sjálfa að hlynna að og fegra skraut garðanna í bænum. Það er því metnaðar- mál bæjarbúa að það sem verið er að byggja upp sje ekki eyði- lagt. Bæjaryfirvöldunum ber að þakka fyrir skilning þann er þau hafa sýnt á því að fegra bæinn. Utanferðir. ENN ERU UTANFERÐIR til umræðu. Margir tala um vænt- anlegar ferðir sínar til útlands- ins á þessu sumri, en fleiri kvarta yfir því að erfitt sje að fá far með þeim farartækj- um, sem koma og fara til lands- ins, hvort sem er í lofti eða á legi. Margir kvarta yfir hópferð- unum og aðrir telja þær hlægi- legar. Það sje ekki hægt fyrir menn, sem eiga brýn erindí til annara landa, að fá far með skipum eða flugvjelum því alt sje yfirfullt af kórum, fim- leikaflokkum, skólanemendum o. s. frv. I því sambandi hefir komið fram sú tillaga, að þeir menn, sem telja sig náuðsynlega þurfa að fara til útlanda, stofni með sjer fimleikaflokka, eða söng- fjelög. Þá sje ekki hætta á öðru en farið fáist og meira að segja ekki ólíklegt að hægt sje að fá ferðastyrk með lítilli fyrirhöfn ! frá ríkis- og bæjarsjóði. • Ottast auglýsinga- samkepni. FYRIR NOKKRU var birt hjer í dálkunum frásögn ensks blaðs, sem prentað er í 5 mil- jónum eintaka, þar sem það var fullyrt að í ráði væri að setja upp auglýsingaútvarp frá ís- landi. Þetta var vitanlega ekki tek- 'ið alvarlega og birt hjer eins og hvert annað grín. En nú sje jeg í Lundúnablaðinu „Sun- day Chronicle“, að breski þing- maðurinn, E. H. Keeling frá Twickenham hefir gert um það fyrirspurn í þinginu „hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar gegn því að komið verði upp amerísku auglýsingaútvarpi frá Eire, íslandi, eða meginland- inu“, eins og fyrirspurnin er orðuð. Er eitthvað að ske á bak við tjöldin í þessu efni, eða er um eina af þessum frjettum að ræða, sem varða íslenskan al- menning, sem menn lesa fyrst um í erlendum blöðum, áður en það er birt hjer? I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 5 ........... Allsstaðar eru þeir að fapa Daufir í dálkinn. Ýmsir hafa orð á því um þessar mundir, hve mjög sje af Þjóðviljanum dregið síðan í janúar í vetur fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. — Þá töldu kommúnistar víst, að þeir tækju við völdunum hjer í Reykjavík. Nú er öll golan far- in úr þeim. Nú tala þeir helst um nauðsyn þjóðlegrar ein- ingar. Vel sje því, að hugsað sje um og starfað að eining þjóð- arinnar á sem flestum sviðum, en hætt er við að þeir verði harla fáir, sem hugsa sjer sam- eining þjóðarinnar undir hið austræna vald. Ósigrar kommúnista í Vestur-Evrópu. Það er víðar en hjer á landi, sem kommúnistar eru framlág- ir um þessar mundir. Kosninga úrslitin í Vestur-Evrópu hafa kent þeim, eða húsbændur þeirra, að nú ihuni hentugast fyrir þá, að „fara með lönd- um“. Þegar kosningarnar fóru fram í Noregi 1 fyrra haust óskuðu kommúnistar þar ein- dregið eftir samvinnu við jafn- aðarmenn. Margir litu svo á, að kommúnistaflokkurinn væri orðinn öflugur þar í landi, vegna þátttöku Rússa í frelsun Noregs. En jafnaðarmenn vildu þetta ekki og neituðu sam- bræðslu flokkanna. Þeir fengu meirihluta í þinginu, en komm- únistar 12% atkvæðanna. Þegar kosningar fóru fram í Belgíu í febrúar, fór á sömu leið fyrir kommúnistum. Þar þóttust þeir geta safnað miklu fylgi. Þar fengu þeir álíka lít- inn hluta atkvæðanna eins og í Noregi og 24 þingmenn kosna af 202. Þeir fá 4 eða 5% atkvæða. I vesturhluta Þýskalands hafa kommúnistar fengið enn- þá her’filegri útreið, þar áém frjálsar kosningar hafa farið fram. Af 3.000.000 atkvæða hafa þeir fengið ein 4%. Þegar kosningar skyldu fara fram í Austurríki í nóvember s. 1. hóf Moskvaútvarpið mik- inn áróður fyrir kommúnist- ana. Nú væri tími til kominn fyrir Austurríkismenn, var þar sagt, að gera upp reikningana við fortíðina. Og Austurríkis- menn gerðu upp reikningana við kommúnistana á þann hátt, að þeir fengu ekki nema 5% greiddra atkvæða. í Frakklandi voru kommún- istar öflugri fyrir stríðið en í nokkru öðru landi í Vestur- Evrópu. Áhrifa þeirra gætir þar mikið enn. Þó sýnilegt sje, að þau fari minkandi. Þeim líst ekki á blikuna. Áhrifa- og fylgisleysi þeirra í Englandi er mjög eftirtektar- (Gjörið svo vel að fletta á bls. 12, 1. dálk.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.