Morgunblaðið - 15.05.1946, Page 9
Miðvikudagur 15. maí 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
Trujillo
svarti einræðisherrann
Hann iætur drepa andstæðinga
sína og græðir um 33 milj. á ári
Eftir George Kent
SANTO DOMINCE er heitið,
sem flestir okkar nota, þegar
rætt er um Dominican lýðveld-
ið á eyjunni Hispaniola, sem
liggur milli Cuba og Puerto
Rico. íbúar lands þessa, 2 milj.
að tölu, eru flestir svertingjar
eða kynblendingar og fæstir
þeirra eru læsir eða skrifandi.
Það var á þessum stað sem
Columbus stofnsetti fyrstu ný-
lendu hvítra manna í Vestur-
heimi.
Þetta svokallaða lýðveldi er
rekið eins og einkafyrirtæki,
þar sem vald yfirmannsins er
algert. Ef þú legst gegn hon-
um, jafnvel þótt mótþrói þinn
hafi komið fram sem smávægi-
leg gagnrýni í einkabrjefi eða
símtali, hverfurðu. Sjertu hins-
vegar fylgjandi honum og dug-
legur, geturðu hagnast, því
hann er óniskur.
Þessi einræðisherra er forset-
inn og hershöfðinginn dr.
Rafael Leonidas Trujillo y
Molina, kynblendingur. sem
byrjaði líf sitt sem fátækur
sveitastrákur og græðir nú um
5 milj. dollara á ári. Auðævi
hans eru metin á um 25 milj.
dollara, og megninu af þessu
hefir hann komið fyrir í bönk-
um í Puerto Rico og Banda-
ríkjunum.
Flestir Bandaríkjamenn
heyrðu hans fyrst getið í sam-
bandi við árekstur, sem varð
á landamærum Dominican lýð-
veldisins. Haiti ræður yfir hluta
af Hispaniola. íbúatalan þar er
hærri en í Dominican lýðveld-
inu, og árum saman höfðu íbú-
ar Haiti læðst yfir landamærin
til að vinna á búgörðum, Stela
einu eða tveimur svínum o. s.
frv.
«
Dominicanar voru gramir yf-
ir þessu. Trujillo hafði orð á
því í boði, sem hann hjelt nokkr
um liðsforingjum, að vel færi
á því, að innflytjendurnir frá
Haiti væru drepnir. Eitthvað
frá 6,000 til 10,000 menn, kon-
ur og börn voru myrt. Banda-
ríkjastjórn blöskraði, en gerði
ekkert nema krefjast þess, að
stjórn Dominican lýðveldisins
borgaði Haiti 750,000 dollara í
skaðabætur.
„Guð og Trujillo“.
ENGINN getur efast um það,
hver heldur í stjórnartaúmana
í Santo Domingo. Á aðalgötu
borgarinnar er stór ljósaaug-
lýsing, sem á stendur: „Trujillo
að eilífu“. Skamt frá er önnur
áletrun: „Guð og Trujillo“. Og
á hverju einasta bifreiðanúmeri
stendur: „Lengi lifi Trujillo“.
Á vatnsbólunum meðfram þjóð
veginum stóð lengi vel: „Guð
og Trujillo láta ykkur vatnið í
tje“. Nú stendur: „Trujillo er
sá eini, sem sjer ykkur fyrir
vatni“. Myndir af Trujillo eru
á öllum skrifstofum og heimil-
um.
Blöðin, sem birta þær grein-
ar, sem þeim er sagt, nota nafn
hershöfðingjans ákaflega oft,
og í hvert skifti, sem á það er
minnst, fylgja allir titlarnir á
eftir.
Höfuðborg landsins var skírð
Santo Domingo árið 1496. Ein-
ræðisherrann breytti nafninu í
Trujillo-borg. Um hundrað
borgir bera nú nafn hans og
fjölskyldu hans.
Einn flokkur.
AÐEINS einn flokkur er í
landinu — Dominican flokkur-
inn. Til að sýna „lýðræðishug“
sinn, leyfði Trujillo fyrir
skömmu síðan að andstöðuflokk
ar væru stofnaðir, en enn sem
komið er hefir enginn þorað að
gera þetta.
Flokkurinn stjórnar öllum
áróðri fyrir foringja sinn, legg-
ur til flugumenn og safnar sam
an mönnum, til að hrópa ,,Viva“
við ýms tækifæri. Áróðurinn
kemur fram í ýmsum myndum.
Sumt á að sýna góðgerðarstarf-
semi — eins og t. d. ókeypis
mjólk. Forsetinn á mikið af
mjólkurkúm. Flokkurinn kaup-
ir mjólkina af forsetanum og
dreifir henni ókeypis til barna
og mæðra, með þeim ummæl-
um, að þetta sje gjöf góðgerðar-
mannsins. „Góðgerðarmaður-
inn“ græðir. Áróður flokksins
ber sinn árangur. Börnin fá
mjólk. Allir eru ánægðir.
Trujillo er þrígiftur. Uppá-
haldsbarn hans er 17 ára gamall
sonur, Ramfis að nafni. Þegar
drengurinn var fimm ára að
aldri, gerði faðir hans hann að
höfuðsmanni í hernum. með
450 dollara mánaðarlaunum.
Nokkru seinna var hann gerð-
ur að hershöfðingja.
Einræðisherrann fæddist fyr
ir 54 árum síðan nálægt borg-
inni San Cristobal. Faðir hans,
Isem var nautgripasali og naut-
gripaþjófur, var einu sinni lát-
inn ganga járnaður upp aðal-
göf u höfuðborgarinnar. Þegar
gamli maðurinn dó, skipaði
sonur hans svo fyrir, að jarð-
arförin færi upp þessa sömu
'götu, og ljet leggja hann til
hinstu hvíldar í hinni æva-
gömlu kirkju, aðeins örskammt
frá jarðneskum leyfum Colum-
butar.
Rafael var óstýrilátur ung-
lingur og er jafnvel sagt, að
hann hafi verið dæmdur til
fangelsisvistar fyrir svik. Þeg-
ar Bandaríkjamenn höfðu her-
lið á eyjunni frá 1916 til 1924,
gekk hann þeim á hönd. Truj-
illo hækkaði í tígn, þar til hann
var orðinn höfuðsmaður í lög-
regluliðinu, og reyndist sjer-
lega fær um að hafa upp á og
drepa föðurlandsvini, sem börð
ust gegn Bandaríkjahermönn-
um.
Duglegur og ósvífinn.
HANN var duglegur og
sveifst einskis. Hann lærði ýmis
legt, sem við kom vegalagn-
ingu, vatnsveitum hreinlætis-
málum og skólahaldi. í þakk-
lætisskyni hefir hann kallað
eina af götum höfuðborgarinn-
ar eftir deild úr Bandaríkja-
her. Þá er einn af aðal ráðu-
nautum hans fyrverandi liðs-
foringi í ameríska hernum.
1924 var Trujillo orðinn
hershöfðingi og rjeði öllu inn-
an hersins. 1930 var hann orð-
inn forseti landsins.
Kosning, hans var ágætlega
skipulögð. Trujillo notáðist við
alskonar óaldarlýð til að lemja
á mótstöðumönnum sínum, þar.
til þeir þorðu hvorki að leit-
ast eftir atkvæðum eða halda
fundi. í sveitum landsins fóru
menn hans um í bílum vopn-
uðum vjelbyssum. Eitthvað um
100 manns ljetu lífið. Trujillo
var einróma kosinn, enda dróu
andstæðingar hans sig til baka.
Þrjátíu og átta ára að aldri var
hann sestur að í höll forset-
ans.
Þegar Trujillo kom til valda,
átti ríkið 7 milj. dollara í reiðu
fje, en inneignir Bandaríkja-
manna námu 20 ‘Ynilj. dollur-
um. Til þess að ráða fram úr
þessu, voru laun þeirra, sem
unnu hjá ríkinu, lækkuð um
15%, skólum lokað og ýmis-
legt annað gert í sparnaðar-
skyni.
Ljet drepa andstæðingana.
Á stjórnmálasviðinu lagði
,,góðgerðarmaðurinn“ kapp á
það, að koma óvinum sínum
fyrir kattarnef. Góðar heimild
ir gera ráð fyrir, að allt að
5000 manns hafi verið drepnir.
Fangelsanir og aftökur fara
minkandi, en þeim er enn hald-
ið áfram.
Mótstöðuhreyfingin beitir
sömu vopnum. I júlí s. 1. rjeð-
Framhald á hls. 12
sinni 6 cent pundið, og borðað
af því nær öllum. Nú kostar
pundið 16 cent og fátæklingar
hafa ékki efni á að^kaupa það.
Sykur er dýrari í Dominican
lýðveldinu en í New York.
Sama er að segja um kaffi.
Einokun.
SKÝRINGUNA á þessu er að
finna í þeirri staðreynd, að
forsetinn hefir tangarhald á því
nær allri ágóðavænlegri fram-
leiðslu og rekur þetta sem einka
rekstur.
Þannig má Trujillo einn láta
vinna og selja salt. Og verðið
á salti hefir hækkað úr 1 centi
pundið í 4 cent. Þá hefir Truj-
illo einkaleyfi á tóbaki og eld-
spýtum. Jeg komst að raun um
afleiðingarnar af þessu, þegar
jeg sá tvo smábændur kaupa
eina sígarettu og skifta henni
á milli sín.
Forsetinrf og fjölskylda hans
hefir einkaleyfi á hverri ein-
ustu nauðsynjavöru — hrís-
grjónum, kaffi, ke.ti, mjólk og
húsgögnum, svo eitthvað sje tal
ið upp. Kona hans fær ágóðann
af þvottahúsum landsins og sel-
ur ríkinu allt járn og stál til
byggingaframkvæmda. Bróðir
hans hefir margskonar sjer-
rjettindi.
Gott dæmi um framkomu
einræðisherrans má finna í sam
bandi við slysatryggingar.
Bandaríkjamaður nokkur, Vict
or Braegger að nafni, byrjaði
á þessu. Einræðisherrann vildi
komast yfir fyrirtækið, og ekki
leið á löngu þar til Braegger
komst að raun um það, að vill-
ur voru í skýrslum hans. Hann
endurskrifaði þær — og enn
fundust villur. Samtal hans við
forsetann bar engan árangur og
aðstoðarmapni hans var fleygt
í fangelsi. Braegger sá hvert
stefndi og fór af landi burl með
30,000 dollara tap. Kæru hans
til utanríkisráðuneytis Banda-
ríkjanna var ekki sint.
Slæmt heilsufar landsmanna.
MÝRAKALDA hefir stórauk-
ist á valdatímabili einræðis-
herrans. Kynsjúkdómar eru al-
gengir og lítið er gert til að
stemma stigu við þessu. Megin-
orsökina fyrir kynsjúkdóma-
plágunni má finna í vændis-
lcvennahúsunum, en einn af
bræðrum Trujillos hefir einka-
leyfi á rekstri þeirra.
Ríkisstjó.rnir Stiður-Ameríkú
fylgja ekki Trujillo að málum.
Brazilía, Venezuela og Chile
hafa enga opinbera sendimenn
í landi hans. Þá er það vitað,
að utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna er í nöp við Trujillo.
Oswald Garrison Villard hef-
ir komist svo að orði um ein-
ræðisherra Dominican lýðveld
isins og framkvæmdir hans:
,,Enn er margt ógert, áður en
landið hefir góða skóla, sjúkra-
hús og aðrar opinberar stofn-
anir. Ennþá er þar mikil fá-
tækt, enda þótt fólkið láti ekki
lífið úr hungri. Óánægjan mun
fará vaxandi í sömu hlutföllum
og skilyrði þess til menntunar
balna. Að því hlýtur að koma,
að fólkið verði óánægt með
góða vegi, opinberar byggingar,
brauð og hringleikahús, sem því
er veitt fyrir sjerstaka náð eins
manns.“ (Stytt).
framteiSslutap vegna siálinaðarverkiails
ÞAÐ hefir verið reiknað út hve stáliðnaðarverkfallið í Bandaríkjunum kostaði framleiðslu
Bandarikjanna og hjer hirtast myndir, sem sýna hvað hefði verið hægt að framleioa mikið af
nokkrum nauðsynjahlutum, ef ekkert verkfallhefði verið. T. d. hefði verið hægt að framleiða
2,350.429 ísskápa, eða 159.869 bifreiðar, eða 37,332 íbúðarhús eða 1,469,018 rafmagnscldavjelar.